Morgunblaðið - 03.09.2000, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
í sumar var rifiö til grunna tæplega fjörutíu ára gamalt einbýlishús í Reykjavík. Eigendur hússins vildu
rífa húsiö aö hluta og endurbyggja í gjörbreyttri mynd. Þeim áformum var mótmælt af handhafa höfundarréttar
og nágrönnum. Umsagnaraðilar í nefndum og ráöum Reykjavíkurborgar um varöveislugildi hússins óskuöu
eftir aö leitast yröi viö aó gera endurbætur á húsinu þannig aö upphafleg hönnun þess yröi áfram ráðandi.
MRÆTT hus mun
hafa verið eitt
fyrsta einbýlishús
sem sérstaklega var
hannað hér á landi
til að standa á sjáv-
arlóð. Húsið, sem
stóð að Skildinga-
nesi 50, var hannað af Gunnari
Hanssyni arkitekt árið 1957. Gunn-
ar stofnaði teiknistofu í Reykjavík
árið 1953 og rak hana til dauðadags
árið 1989. Gunnar teiknaði mörg
hús sem sett hafa svip á borgina,
m.a. Morgunblaðshúsin við Aðal-
stræti og Kringluna, Umferðarmið-
stöðina, kirkju Óháða safnaðarins
við Háteigsveg, Strætisvagnastöð
SVR við Hlemm, Kaffibrennslu 0.
Johnson og Kaabers og fjölmörg
íbúðahús og skólabyggingar fyrir
Reykjavíkurborg.
Hús Gunnars bera mörg merki
svonefndrar hreinstefnu í bygging-
arlist. í bókinni Draumurinn um
hreint form, sem Listasafn íslands
gaf út árið 1998 í tengslum við sýn-
inguna íslensk abstraktlist 1950-
1960, er Gunnar nefndur í hópi
helstu arkitekta þessa tímabils í ís-
lenskri listsköpun. Þar segir m.a.
um hreinstefnu í húsagerð (bls. 41):
„Sjötti áratugurinn er það tímabil
þar sem greina má hvað skýrasta
samsvörun milli formrænna við-
horfa í íslenskum arkitektúr annars
vegar og myndlist hins vegar. Aug-
ljós tengsl eru milli geómetríska
málverksins og ákveðinna útlitsat-
riða er einkenndu verk helstu arki-
tekta tímabilsins.“
Höfundarréttur arkitekta
Arkitektar eiga höfundarrétt á
hönnun sinni, líkt og myndlistar-
menn á myndum og rithöfundar á
ritverkum. Höfundarréttur gildir í
70 ár eftir lát höfundar. Höfundar-
réttur erfist, þótt hægt sé að fram-
selja hann, ekki er hægt að fram-
selja svonefndan sæmdarrétt.
Ekkja Gunnars og afkomendur fara
því með höfundarrétt hans.
í Úlfljóti (1. tbl. 1979) er grein,
Um höfundarétt og arkitekta, eftir
Ragnar Aðalsteinsson hrl. Þar er
m.a. rakin saga höfundarréttar.
Fyrir um 200 árum settu Frakkar
höfundalög þar sem höfundarréttin-
um er veitt sama vernd og eignar-
réttinum. I mannréttindayfirlýs-
ingu Frakka frá 1789 er talað um
eignarréttinn sem friðhelgan og
óskerðanlegan. „Enda þótt menn
séu í dag ekki á eitt sáttir um rétt-
mæti þess að telja höfundarréttindi
til eignarréttinda, þá er haldið
tryggð við þá hefð í 1. gr. íslenskra
höfundalaga frá 1972 þar sem talað
er um eignarrétt höfunda að bók-
menntaverki eða listaverki.“ Þá
rekur Ragnar sögu löggjafar á
þessu sviði hér á landi þar til nú-
gildandi höfundalög voru sett árið
1972. Einnig aðild íslands að al-
þjóðasamningum sem lúta að höf-
undarrétti.
Um inntak höfundarréttar ritar
Ragnar m.a.: „Höfundi er veittur
tvenns konar réttur í höfundalög-
um:
a) sæmdarréttur
b) fjárhagslegur réttur
Með sæmdarrétti er átt við rétt-
inn, sem snýr að áliti og heiðri höf-
undarins. Réttur þessi felst í meg-
inatriðum í því, að höfundur á rétt á
því að nafns hans sé getið, þegar
verk hans er kynnt og hann nýtur
verndar gegn því að verki hans sé
misþyrmt.
Með fjárhagslegum nytjum verks
er átt við, að höfundur hafi einka-
rétt til allra nota og ráðstöfunar á
verki sínu.“
Þá fjallar Ragnar sérstaklega um
höfundarrétt arkitekta og leitar
svara við spurningunni um hvaða
verk njóti verndar að höfundalögum
um byggingarlist. Hann vitnar í því
sambandi í greinargerð með frum-
varpi til höfundalaga, þar sem segir
m.a.:
„Byggingarverk falla undir vernd
laganna, en þó vitanlega háð því al-
menna skilyrði, að þau geti talist til
listaverka. Hér til heyra ekki ein-
göngu hús, heldur og önnur mann-
virkjagerð, ef í henni kemur fram
sjálfstæð, listræn sköpun. M.a.
hefur skrautgarðagerð verið talin
til byggingarlistar (arkitektúr).
Verndin nær einnig til teikninga og
líkana af byggingum, með því skil-
yrði sem hér var greint. Einstakir
hlutar af byggingum, bæði hið innra
og ytra, geta og notið sjálfstæðrar
verndar, hvort sem byggingin er
vernduð í heild eða ekki, t.d. sér-
stakar gerðir súlna eða turna, vegg-
skreytingar, myndskreyttar rúður
o.s.frv.“
Ragnar bendir á að þótt það sé
nokkuð ljóst til hvers konar verka á
sviði byggingarlistar vernd höfund-
arréttar nær, þá sé ekki þar með
svarað þeirri spurningu hvort
verndin nái til allra verka á greind-
um sviðum. Hann telur að í verkinu
„þurfi að birtast andleg sköpun og
einstaklingsbundin sérkenni höf-
undarins, til að um vernd að höf-
undarlögum sé að ræða.“
Ragnar segir ákvæði í 13. grein
höfundarlaga skipta mestu máli fyr-
ir arkitekta og þá á neikvæðan hátt.
I þessu ákvæði segir „að eiganda
mannvirkis, sem nýtur verndar eft-
ir reglum um byggingarlist, sé
heimilt að breyta því án samþykkis
höfundar, teljist það nauðsynlegt
vegna afnota eða af tæknilegum
ástæðum". Ragnar segir að hafa
verði í huga þegar þessi grein er
lesin og túlkuð að það sé aðalregla í
höfundarrétti að óheimilt sé að
breyta höfundarverkum og 13.
grein sé því undantekningarregla
frá þeirri aðalreglu. Allar undan-
tekningarreglur í lögum beri að
túlka þröngt. „í 13. gr. segir að
heimilt sé að breyta mannvirki án
samþykkis höfundar ef annað hvort
eftirtalinna skilyrða er fyrir hendi:
a) Það verður talið nauðsynlegt
vegna afnota.
b) Það verður talið nauðsynlegt
af tæknilegum ástæðum.
Ekki teljast þessi skilyrði, annað-
hvort eða bæði, vera fyrir hendi,
enda þótt eigandinn sjálfur líti svo á
að það sé nauðsynlegt. Fyrir hendi
verður að vera nauðsyn skv. al-
mennum hlutlægum mælikvarða.“
Breytingum mótmælt
Ættingjar Gunnars fréttu fyrst af
hinum fyrirhuguðu breytingum á
umræddu íbúðarhúsi þegar umsókn
um endurbyggingu hússins í
breyttri mynd kom til meðferðar í
borgarkei-finu. Andmæltu þeir
þessum áformum. í bréfi lögmanns
þeirra til húseigenda er vitnað til
höfundalaga, þar sem byggingarlist
nýtur ótvíræðrar verndar. I bréf-
inu, sem jafnframt var sent Bygg-
ingarfulltrúanum í Reykjavík og
Borgarskipulagi 16. október 1998,
segir m.a.: „í höfundarrétti felst að
breytingar á mannvirkjum eru í að-
alatriðum óheimilar án samþykkis
höfundarréttarhafa, sbr. 3. og 2.
mgr. 4. gr. laganna. Breytingar án
samþykkis höfundarréttarhafa eru
einungis heimilar að uppfylltum
skilyrðum 13. gr. laganna, þ.e.
breyting verður að vera nauðsynleg
vegna afnota hússins eða af tækni-
legum ástæðum.
Fyrrgreint hús er óumdeilanlega
verndað að höfundarrétti.“
í bréfinu kemur ennfremur fram
að ljóst sé að húsið þarfnist viðgerð-
ar og viðhalds að einhverju leyti,
Pétur H. Ármannsson
arkitekt
HÚSVERNDAR-
STEFNA
BORGARINNAR
W J ÉTUR H. Armannsson arkitekt starfaði
r-^lijá byggingalistardeild Listasafns Reykja-
JL víkur á Kjarvalsstöðum þegar umsögnin var
gefin.
Hann sagði að í rauninni hefði átt að breyta
húsinu í allt annað hús, ekki aðeins að gera við
það heldur breyta um stfl. „Okkar umsögn hljóð-
aði þannig að hús væru nytjahlutir. Það þarf að
breyta þeim og laga að nýju hlutverki eða breytt-
um aðstæðum. Þetta er hinn eðlilegasti hlutur og
nokkuð sem allir hönnuðir þurfa að gera ráð fyrir.
Hins vegar er það svo að ef vel er til húsa vand-
að í upphafi hafa þau ákveðið gildi. í húsverndar-
stefnu borgarinnar er setning sem við vísum oft í:
„Virða ber upphaflega gerð húss óháð aldri þess
og stfl.“Það þýðir ekki þar með að hús sé heilagt
og ekki megi breyta neinu, heldur að breytingar
séu gerðar með ákveðinni virðingu fyrir hinni
upprunalegu gerð húss.“
Pétur telur að þetta tiltekna mál eigi fremur að vekja umræðu
um húsvemdarstefnu borgarinnar og hve langt eigi að ganga í að
varðveita góða byggingarlist frá öllum tímabilum en um höfundar-
rétt. Hann sagði að hlutir á borð við hús og bfla gengju í gegnum
eins konar skuggatímabil þegar fólki þætti óspennandi það sem er
mitt á milli þess að vera nýtt og gamalt. Þá veldist gjarnan úr það
sem væri merkilegt. „Fólk hefur almennt ekkert verið spennt fyrir
húsum byggðum frá 1950-70, en það er að vakna áhugi á þeim.
Þetta er líkt og með tekkhúsgögnin sem fólk henti á haugana en
eru nú komin í tísku og orðin eftirsótt. Um miðja 20. öldina var
verið að breyta gömlum timburhúsum með því að múrhúða þau og
augnstinga glugga. Slíkt þekkist vart lengur,“ sagði Pétur.
„Mér finnst að góð hús sanni sig og síðan er það kannski ann-
arra en höfundanna að ákvarða hvað sé vert að varðveita og hvað
ekki. En þetta kallar að sjálfsögðu eftir því að almenningur og yf-
irvöld séu vel upplýst um það sem vel hefur verið gert í byggingar-
list.“
En hvað með siðareglur arkitekta þar sem m.a. er kveðið á um
að arkitekt skuli virða höfundarrétt annarra?
„Siðareglurnar kveða á um að ef verið er að breyta húsi sé það
gert í samráði við handhafa höfundarréttar. Þetta er skynsamleg
regla sem flestir arkitektar virða og í flestum tilvikum leiðir slíkt
samráð til farsællar niðurstöðu. Ég held að menn hafi skilning á
þvi að það getur þurft að breyta húsum af ýmsum ástæðum.“
Það gildir um hús líkt og aðra hluti að réttur eigenda er ákaílega
sterkur. Pétur segist hafa spurt listfræðing að því hvernig svona
mál stæðu gagnvart málverkum. Hann fékk það svar að ef maður
ætti Kjarvalsmálverk mætti hann ekki breyta því, en hann mætti
eyðileggja það.