Morgunblaðið - 07.10.2000, Side 13

Morgunblaðið - 07.10.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 13 FRÉTTIR Vegagerð á nýjum Norðausturvegi 200% munur á lægsta og hæsta tilboði Félagið Hollvinir Reykj avíkurflugvallar stofnað Flugvöllurinn verði höf- uðborg Islands til sóma Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fjölmenni var á stofnfundi Hollvina Reykjavíkurfiugvallar. TÍU tilboð bárust í nýlegu útboði Vegagerðarinnar í gerð Norðaustur- vegar frá þjóðveginum um nýja Há- reksstaðaleið að Brunahvammshálsi á Vopnafjarðarheiði. Umi-æddur veg- arkafli er 8,3 km langur. Töluverður munur var á lægsta og hæsta tilboði, eða um 200%. Lægsta tilboð, upp á 73,6 milljónir frá Arnarfelli ehf. frá Akureyri, reyndist vera 63% af kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar, sem Starfshópur um afreksstefnu í íþróttum EFTIR viðræður við forystu íþrótta- og ólympíusambands Islands hefur Björn Bjamason, menntamálaráð- herra, ákveðið að skipa starfshóp til að kanna leiðir til að efla enn fi-ekar afreksstefnu sérsambanda ISI og íþróttahreyfingaiinnar almennt. í starfshópnum eiga sæti: Guðjón Guðmundsson alþingismaður, for- maður, Ellert B. Schram forseti ÍSÍ, ísólfur Gylfi Pálmason alþingismað- ur, Ragnheiður Runólfsdóttir sund- kona og Stefán Konráðsson fram- kvæmdastjóri ÍSÍ. Reynir G. Karlsson, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, mun starfa með hópn- um. Ætlunin er að starfshópurinn fjalli um hugmyndir um sérstakan stuðning við unga, framúrskarandi íþróttamenn, karla og konur. hljóðaði upp á rúmar 117 milljónir króna. Hæsta tilboð var upp á 220 milljónir, eða 188% yfir áætluninni. Verkinu á að vera lokið í október á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er vegurinn upphafið að bættu vegasambandi milli Vopna- fjarðar og Norður- og Austurlands, sér í lagi að vetrarlagi. Færslu hring- vegar á svokallaða Háreksstaðaleið, framhjá Möðrudalsfjallgörðum, er nú lokið. Þar með styttist vegalengdin milli Vopnafjarðar og Egilsstaða um 25 km en vegurinn sem boðinn var út nú styttir leiðina um 14 km til viðbót- ar, eða samtals 39 km. Á þetta við um vetrarumferð því að sumarlagi fara flestir um Hellisheiði eystri. Líklegt er talið að lægsta tilboði verði tekið í þennan veg, þar sem Vegagerðin hefur góða reynslu af þeim verktaka, sem flestum öðrum sem buðu í og voru ekki langt frá til- boði Amarfells. Önnur tilboð komu frá Héraðsverki á Egilsstöðum, sem bauð 79,4 milljón- ir, Myllan á Egilsstöðum bauð 79,6 milljónir, Vildarverk frá Árbakka var með 83,3 milljóna tilboð, ísar frá Hafnarfirði 85,3 milljónir, Klæðning í Garðabæ með 99,7 miUjónir, Iðufell á Raufarhöfn bauð 106 milljónfr, Fjörð- ur á Sauðárkróki með 114,5 milljónfr, Suðurverk með 133,1 milljón ásamt frávikstilboði upp á 123 milljónir og loks buðu B J vinnufélagar á Þórshöfn 220 milljónir í verkið, eða talsvert hærra en aðrir verktakar. FÉLAGIÐ Hollvinir Reykjavíkur- flugvallar var stofnað í vikunni. Til- gangurinn er að kynna almenningi flugvöllinn og mikilvægi hans fyrir land og þjóð og beita sér fyrir því að hann verði „höfuðborg Islands til sóma á sviði öryggis- og umhverfis- mála“, svo vitnað sé til stofnsam- þykkta. Formaður Hollvina Reykja- víkurflugvallar var kjörinn Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF og Landssímans. Friðrik sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði komið að stofnun félagsins sem áhugamaður um flug og fyrrum einkaflugmaður og forseti Flug- málafélagsins. Hann hefði einnig með störfum sínum hjá SH og SIF, og samskiptum við fyrirtæki á lands- byggðinni, skynjað hvað flugvöllur- inn væri mikils virði fyrir lands- byggðina. Flugvöllurinn væri ekki síður mikils virði fyrir Reykjavík. „Mér hefur þótt umræðan um flugvöllinn að undanförnu vera var- hugaverð. Við þurfum á ýmsu öðru að halda en að kljúfa meira í sundur hagsmuni landsbyggðar og höfuð- borgarinnar. Ekkert skiptir byggðir eins miklu máli og góðar samgöng- ur. Á sama tíma virði ég þau sjónar- SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN lagði fram tillögu í umferðarmálum í borgarráði á þriðjudag. í tillög- unni segir að ljóst sé að gatnakerfi borgarinnar anni ekki þeim mikla umferðarþunga sem er á álagstím- um. Mikið ófremdarástand hafi því skapast af þeim sökum og megi búast við að ástandið versni enn þegar komi fram á vetur. Mikil- vægt sé að borgaryfirvöld leiti allra leiða til að tryggja öruggari og gi'eiðari umferð fólks um borgina. í tillögunni er leitað eftir sam- þykki borgarráðs um að leitað verði eftir samstarfi við skóla, stofnanir og fyrirtæki í borginni til að kanna hvernig betur megi dreifa umferðarálagi í háannatímum. Sér- stökum starfshópi með fulltrúum umferðardeildar Borgarverkfræð- ings ásamt fulltrúum ofangreindra mið sem hafa komið fram í Reykja- vík, að ti-yggja þurfi að flugvöllurinn falli eins vel að byggð í borginni og hægt er,“ sagði Friðrik. Með Friðriki í stjórn Hollvina eru Hörður Sverrisson, gæðastjóri hjá aðila verði falið að vinna að málinu eins fljótt og kostur er. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. Viljum skoða allar leiðir „Við viljum skoða allar leiðir vegna þess að það ríkir algert öng- þveiti í umferðarmálum borgarinn- ar,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. „Til þess að leysa þetta öngþveiti og þennan bráða vanda sem steðjar að fólki á morgnana þegar það er á leið til vinnu verða menn að leita allra leiða sem færar eru. Ein af þessum leiðum er hugsanlega sú að stofn- anir, fyrirtæki og skólar hugi að því að láta ekki alla sína starfsemi byrja á sama klukkutímanum og mínútunni. Þannig verði umferð- arálaginu dreift sem er hvað erfið- ast klukkan átta og níu á morgn- Oz, Páll Halldórsson, yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Gestur Einar Jónasson, útvarps- og flugmaður á Akureyri. ana. Við fullyrðum ekki hér og nú að þetta sé sú leið sem fær er en miðað við þetta erfiða ástand er óverjandi annað en að borgin gangi fram fyrir skjöldu um -að finna hvort þetta geti verið ein af þeim lausnum sem nota verður,“ sagði Júlíus Vífill. ---------------- Greiða 12.800 krónur á ári í FRÉTT í blaðinu í gær, þar sem sagt var frá úrskurði samkeppnis- ráðs um að BT sé óheimilt að auglýsa farsíma á eina krónu, var ranglega sagt að farsíminn kosti samtals 12.800 kr. á mánuði. Hið rétta er að neytandinn borgar samt 12.800 kr. á einu ári. Leiðréttist þetta hér með. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði Greiðari umferð verði tryggð í borginni Fulltráar meirihlutans um tillögu sjálfstæðismanna í umferðarmálum Áfellisdómur borgarfull- tráa sjálfstæðismanna um ástand mála í umferðinni FORSETI borgarstjórnar, Helgi Hjörvar, segist ekki eiga von á öðru en að meirihlutinn í borgarráði muni taka til jákvæðrar skoðunar þá tillögu sjálfstæðismanna að leit- að verði eftir samstarfi við skóla, stofnanir og fyrirtæki í borginni til að kanna hvernig betur megi dreifa umferðarálagi á háannatímum. Tillaga þessi var lögð fram á fundi borgarráðs í byrjun vikunnar. Er m.a. haft eftir Ingu Jónu Þórð- ardóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn, í Morgunblaðinu á þriðjudag að tillagan sé ílutt í því skyni að borgarbúar sitji ekki í hverju umferðaröngþveitinu á fæt- ur öðru. Helgi Pétursson, formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur og tilvonandi foi-maður samgöngu- nefndar borgaririnar, telur þó að tillagan verði ekki til að leysa um- ferðarvandann í Reykjavík og legg- ur til að almenningssamgöngur verði fremur stórbættar í borginni. „Það er ánægjuefni að minnihlut- inn flytji tillögu í borgarmálum, hann hefur gert allt of lítið af því,“ segir Helgi Hjörvar þegar Morgun- blaðið leitaði álits hans á tillögunni. „Ég á ekki von á öðru heldur en að við tökum hana til jákvæðrar skoð- unar.“ Helgi bendir á í þessu sam- bandi að stjórnkerfisnefnd borgar- innar hafi nýlega lagt til að samgöngumál í borginni verði öll færð til nýrrar nefndar, samgöng- unefndar, sem leysa muni af hólmi umferðarnefndina, umferðarörygg- isnefndina, stjórn strætisvagnanna og aðra þá aðila í borgarkerfinu sem hafa verið að fjalla um sam- göngumál. „Mér þætti ekki óeðli- legt að þessi tillaga kæmi þar til sérstakrar skoðunar," segir hann. Um tillöguna sjálfa segir Helgi hins vegar: „Hún er áfellisdómur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ástand mála á helstu umferðar- æðum í borginni eftir níu ára sam- fellda setu Sjálfstæðisflokksins í ráðuneytum fjármála og samgöng- umála.“ Helgi segir að umferðar- vandinn hafi verið að aukast á stofnbrautum höfuðborgarsvæðis- ins ár frá ári þessi níu ár og finnst athyglisvert að nú sé svo komið að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins telji að það þurfi sérstaka opin- bera nefnd til að reyna að hafa áhrif á það hvenær fyrirtæki og stofnanir opni og loki í borginni þegar vegakerfið anni ekki þeirri umferð sem er. „Þá hlýtur að vekja athygli að þessi tillaga kemur fram á sama tíma og við erum að fá skilaboð um það frá ráðherrum samgöngu- og fjármála að framkvæmdum í vega- málum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað fyrir tæpan milljarð.“ Almenningssamgöngur verði stórefldar Helgi Pétursson, formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavík- ur, mun taka við nýrri samgöngu- nefnd borgarinnar í byrjun næsta mánaðar. Hann segir aðspurður um tillögu sjálfstæðismanna að hún feli í sér margrædda hugmynd sem breyti þó ekki sjálfu vandamálinu sem sé fjöldi bíla í umferð. „Og fyr- irsjáanlegt er að bílaumferðin muni aukast um 50% á næstu fimmtán árum með tilheyrandi kostnaði verði ekkert að gert,“ fyllyrðir hann. „Nú þegar eru um 90 þúsund bílar í Reykjavík og mun fleiri á álagstímum umferðar úr nágranna- byggðum. Með tillögunni er verið að tala um að hliðra enn frekar fyr- ir bílaumferð, að laga daglegt líf okkar að þörfum bílsins. I mínum huga fara sameiginlegir hagsmunir okkar allra saman í stóreflingu al- menningssamgangna og að þær verði gerðar að raunverulegum val- kosti í stað bíls númer tvö, - eða jafnvel þrjú. Það gerum við m.a. með skýrum forgangi almennings- vagna í umferðinni og stórauknu samstarfi um almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu. Að öðrum kosti blasir við okkur sam- eiginlegur kostnaður við gerð um- ferðarmannvirkja upp á 40 milljarða króna á næstu 15 ár- um,“ segir hann og bætir því við að ýmislegt megi á sig leggja til að draga úr þeim kostnaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.