Morgunblaðið - 07.10.2000, Page 22

Morgunblaðið - 07.10.2000, Page 22
22 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sðmenntaðir . aðeins 10 kr. »«!"• Ath. Sölustaðir !oka kl. 13.00 í dag! Morgunblaöið/Þorkell Ólafur Ingi Ólafsson, stjórnarformaður Sambands íslenskra auglýsingastofa. Fyrirtæki um fjöl- miðlarannsóknir ÓLAFUR Ingi Ólafsson, stjómarfor- maður Sambands íslenskra auglýs- ingastofa (Sía), segir að um þrjátíu aðilar á íslandi sjái um auglýsinga- birtingar og taki þjónustulaun íyrir. „Þjónustan sem þessir þrjátíu aðilar veita er hins vegar gríðarlega mis- munandi. Meginmunurinn liggur í því hvort birtingaraðilinn hefur að- gang að og kann að nýta fáanleg gögn um fjölmiðlanotkun. SÍA hefur í sam- starfí við alla helstu fjölmiðlana stað- ið að gagnaöfluninni árum saman og þar af leiðandi hafa SÍA-stofumar haft ótakmarkaðan aðgang að gögn- unum. Innan vébanda SIA em níu auglýsingastofur og meginástæða þess að þær em ekki fleiri er sú að SÍA gerir kröfu um að stofumar hafi að minnsta kosti eitt hundrað milljón- ir króna í veltu. Margir telja þessa upphæð jafnvel of lága til þess að hægt sé að veita þá heildarþjónustu sem gert er ráð fyrir. Enda er það svo að stofurnar hafa lagt mismikla áherslu á birtingaþjónustuna.“ Svipuð þjónustulaun „Mér vitanlega em allir - innan SIAsem utan - að taka svipuð þjón- ustulaun eða um 15% af nettóupp- hæðinni þrátt íýrir að gríðarlegur munur sé á því sem innifalið er í þjón- ustunni. Það er mikilvægt að gera sér grein íyrir að þegar talað er um þjón- ustulaun hjá erlendum stofum er æv- inlega verið að tala um hlutfall af brúttóverði. Sem dæmi má nefna að ef fyrirtæki fær t.d. 40% afslátt hjá einhverri sjónvarpsstöðinni fær auglýsingastofan 15% af 60% eða ekki nema 9% af brúttóverði." Að- spurður segir Ólafur að fyrir utan umræðuna um þjónustulaunin hafi gagnrýnin, og þá fyrst og fremst gagnrýni Sambands íslenskra auglýsenda (SAU), einkum beinst að tveimur atriðum. í fyrsta lagi hafi menn nefnt að skort hafi á framþróun í sambandi við birtingarmálin og markaðsþjónustu í tengslum við þau: „ Þessi gagnrýni á að nokkru leyti rétt á sér. SLA-stofumar hafa þó mjög eflt markaðsþáttinn í starfsemi sinni á undanfömum ámm og í mörg- um tilfellum verið á undan viðskipta- vinunum sem hefur t.d. sýnt sig í því að sumir þeirra hafa ekíd verið til- búnir til að greiða fyrir þá vinnu sem skyldi. Aðgengi að gögnum „Gagnrýnin snýst í öðra lagi um aðgengi að gögnunum úr fjölmiðla- könnununum. Þessi gagnrýni er til- tölulega nýlega fram komin frá SAU og ekki nema rúmt ár frá því að þeir höfnuðu formlegu boði um samstarf við okkur og fjölmiðlana. Einnig hef- ur a.m.k. ein auglýsingastofa utan SÍA óskað eftir að fá gögnin keypt. SAU hefur hins vegar viljað fá óskor- aðan aðgang að gögnunum án endur- gjalds fyrir alla félaga sína. Þarna geta auðvitað verið í húfi veralegir viðskiptahagsmunir fyrir SÍA-stof- umar og við höfum því viljað fara okkur hægt í þessu máli. Ennfremur höfum við bent á að allir sem vilja geti fengið aðgang að gögnunum, ýmist hjá okkur eða fjölmiðlunum. Þeir sem safna fjölmiðlagögnum era allir helstu fjölmiðlarnir og SIA í sameiningu. Fjölmiðlamir greiða stærsta hluta kostnaðarins en SÍA hefur hins vegar dregið vagninn frá upphafi og haft faglega forystu í mál- inu. Samtökin hafa í raun lagt miklu meira í þessar kannanir en sem nem- ur þeim fjárhæðum sem þau hafa greitt og hafa haft framkvæði að framkvæmd þeirra.“ Fyrirtœki um kannanir „Okkar kerfi er sniðið eftir breskri fyrirmynd en þar era það samtök breskra auglýsingastofa í samvinnu við fjölmiðlana sem sjá um kannanir og um það er raunar sérstakt fyrir- tæki. Við höfum núna verið að ræða það við forsvarsmenn fjölmiðlanna að stofna slíkt fyrirtæki um kannanirn- ar hér og flestir hafa tekið því vel. Öll- um er ljóst að markaðurinn hér er svo lítill að hann þolir ekki nema eina svona könnun. Jafnframt er því nauð- synlegt að finna sanngjama Ieið til þess að allir sem vilja geti keypt sér þann aðgang að gögnunum sem þeir óska. Sjálfstætt fyrirtæki um gagna- öflunina er trúlega besta leiðin til þess að ná þessu fram.“ Spurður um stofnun Birtingahúss nokkurra fyrirtækja segir Ólafur að það staðfesti auðvitað hver tilgangur SAU með fríum aðgangi að gögnun- um hafi verið. „Stofnun fjölmiðlahúsa eins og ég vil kalla þau eykur vissu- lega líkumar á að það kerfi sem verið hefur við lýði breytist. Það er þó langt í frá sjálfgefið að það lækki kostnað auglýsandans með beinum hætti, því hingað til hefur ýmislegt verið innifalið í þjónustulaununum sem þá þyrfti að fara að greiða sér- staklega fyrir. Reynslan frá Dan- mörku er t.d. sú að þegar þjónustu- launakerfið lagðist af þar að mestu leyti jukust tekjur stofanna. Það má leiða líkum að því að fjölmiðlahús í eigu auglýsenda geti haft annars kon- ar markmið í viðskiptum sínum við fjölmiðlana en stofumar hafa og slíkt eignarhald heyrir til algjöma undan- tekninga úti í hinum stóra heimi. Það er í reglum SÍA, sniðið að erlendum fyrirmyndum, að stofur eigi að starfa á faglegum granni óháðar viðskipta- vinum sínum hvað eignarhald varðar. Verði hins vegar af stofnun Birtinga- hússins býð ég þá velkomna í sam- keppnina þótt ég geti ekki að óbreyttu boðið þá velkomna í SIA.“ Aðspurður um fyrirhugað útboð RÚV á leiknum sjónvarpsauglýsing- um segir Ólafur Ingi að hann telji að þar hafi verið farið fullgeyst. í sjálfu sér snerti þetta SÍA ekki sérstaklega heldur snúist þetta trúlega miklu frekar um ríkisrekstur á fjölmiðli. „Ég hef trú á að þegar þeir RUV- menn fara að vinna útboðsgögnin geri þeir sér betur grein fyrir hversu eríitt svona útboð er í framkvæmd. SÍ A-stofurnar verða að hugsa sig um tvisvar áður en þær taka þátt í slíku útboði því erfitt getur orðið að gæta fyllstu fagmennsku við birtingaáætl- anir þegar búið verður að kaupa birt- ingar fyrirfram. Ef RÚV hefur áhuga á að koma sölu auglýsinga út úr húsi era til aðrar og mun greiðfærari leið- ir til þess.“ Mun Netið hverfa? Málþingið „Sýnir morgundagsins - Bringing I/isions of the Future to the Present“ 12. og 13. október í í stúku Laugardalshallar madur hugvit Skráning á: wvuw.agora.is Samstarfsaðilar ÍSLANDSBANKi FBA OZ £ k n ERFDACKCININC (ð)sAMT6K IDNAOAHJNS Styrktaraðilar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.