Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunverðarfundur Verslunarráðs Islands um skattamál íslenskra fyrirtækja Eignarskattar sí- fellt þyngri byrði Morgunblaðió/Þorkell Arngrímur Jóhannsson, stjórnarformaður Atlanta, lýsti þeirri skoðun sinni að skattareglur hér væru fyrirtækjum á borð við Atlanta afar óhagstæðar. SKATTAMÁL atvinnulífsins voru til umræðu á morgun- verðarfundi Verslunarráðs íslands (VI) í gær. Frá því í sumar hefur verið starfandi skatta- hópur hjá VÍ og hafði Guðjón Rúnarsson, fráfarandi aðstoðar- framkvæmdastjóri VI, umsjón með hópnum. Guðjón kynnti niðurstöður skattahópsins og lagði í upphafi máls síns áherslu á að alþjóðleg þróun væri sú að tekjuskattur á fyrirtæki færi lækkandi. Nefndi hann sem dæmi að á írlandi hafi verið lögð mikil áhersla á að beita skattkerfinu til að skapa atvinnulífinu hagstæð starfsskilyrði. Þetta hafi tekist vel og nú stefni Irar að því að taka upp einn fiatan 12,5% tekjuskatt á fyrirtæki; sem taki að fullu gildi árið 2003. I skýrslu VÍ kemur fram að írar telji sig geta haldið úti öflugu velferðar- ríki með svo lágu skatthlutfalli og er vísað til orða fjármálaráðheiTa Ir- lands um að í hvert sinn sem skattar á fyrirtæki hafi verið lækkaðir síð- asta áratuginn hafi skatttekjur írska ríkisins aukist. Guðjón sagði að menn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af að þensla í efna- hagslífinu ykist við slíka skattalækk- un, því hugmyndin gengi út á að stækka skattstofninn og gera at- vinnulífið samkeppnishæfara. Þetta væri mikilvægt markmið nú þegar vísbendingar væru uppi um að Is- land væri að dragast aftur úr í sam- keppnishæfni. Fjárhæðarþak kaupréttar verði hækkað Skattahópurinn fjallar sérstak- lega um sjö atriði sem varða skatta- mál atvinnulífsins. Fyrsta atriðið lýt- ur að sköttum á starfsfólk fyrirtækja og kemur fram í skýrslu VI að eng- inn vafi leiki á því miðað við núver- andi aðstæður í heiminum, þar sem hann sé nánast allur orðinn að einu atvinnusvæði, að bæði skattar á launatekjur og aðrir skattar vegi þungt þegar fólk tekur ákvörðun um búsetu. Skattahópurinn leggur þess vegna að fjármálaráðherra að vinna að því að draga úr jaðarsköttum, af- nema hátekjuskatt og einfalda ís- lenska skatta- og gjaldakerfið al- mennt, því það sé flókið og dýrt. Skattahópurinn telur að lög sem samþykkt voru síðastliðið vor um skattalega meðferð kaupréttar- samninga hafi verið stór áfangi í þágu íslensks viðskiptalífs. Gallinn við lögin sé þó sá að skattalegur sparnaður starfsmanns sé lítill mið- að við núverandi fjárhæðarmörk um hámai-k kaupréttar og mikill um- sýslukostnaður fyrirtækja við að nýta þessa heimild geti gert það að verkum að þessi kostur verði ekki fýsilegur. Skattahópurinn leggur því til að þetta þak verði hækkað úr 600.000 krónum í 2.000.000 króna og einnig að kauprétturinn verði að fullu millifæranlegur milli ára. Skattahópurinn telur að í túlkun skattyfirvalda á reglum um öku- tækjastyrk felist mismunun að því leyti að ökutækjastyrkur vegna aksturs til og frá vinnu sé nú skatt- lagður, en greiði vinnuveitandi fyrir akstur starfsmanna til og frá vinnu með hópferðabíl séu þau hlunnindi ekki skattskyld. Greint er frá því að víða í nágrannalöndunum sé sú regla í gildi að akstur til og frá vinnu teljist vera akstur í þágu vinnuveitanda og leggur skattahópurinn til að svo verði einnig hér. Starfshópurinn gerði einnig at- hugasemdir við reglur sem gilda um starfsmenn íslenskra fyrirtækja er- lendis og erlenda starfsmenn ÍS; lenskra fyrirtækja hér á landi. í skýrslu skattahópsins kemur fram að skattalög hér á landi letji í raun fremur en hvetji íslensk fyrirtæki til að útvíkka starfsemi sína landfræði- lega. Þar segir einnig að víða erlend- is sé algengt að skattareglur hafi að geyma ívilnandi reglur um skatta- lega meðferð tekna einstaklinga sem starfi erlendis um langan tíma, til að mynda 6 mánuði eða lengur á hverj- um stað utan heimalandsins. „Skattahópurinn telur brýnt,“ segir í skýrslunni, „að bæta úr þessu með því að lögfesta í tekjuskattslögum ákvæði um að tekjur starfsmanna ís- lenskra íyrirtækja erlendis skuli við skattgreiðslur hér á landi lækkaðar um fjárhæð sem nemur þeim tekjum sem aflað er erlendis." Algengt að fólk skrái logheímili sitt erlendis Arngrímur Jóhannsson, stjómar- formaður flugfélagsins Atlanta, sagði á fundinum frá reynslu fyrir- tækis síns í þessu sambandi og taldi sumar skattareglur, meðal annars varðandi dagpeninga, afar óhag- stæðar hér á landi. Sagði hann að vegna þessa væri algengt orðið að fólk skráði lögheimili sitt erlendis þegar það væri um tíma við vinnu þar. Þá sagði hann að flugfélög ættu í harðri samkeppni og að óhagstæðar reglur hér á landi væru fyrirtækinu erfiðar. I skýrslu skattahópsins segir að engin heimild í íslenskum lögum sé sambærileg við þá sem þekkt er í nágrannalöndunum og gerir ráð fyr- ir að hægt sé að skattleggja erlenda sérfræðinga sem starfa hjá innlend- um fyrirtækjum með lægra skatt- hlutfalli en almennt gerist. Tillögur skattahópsins vom settar fram í frumvarpsformi og í greinargerð með hugmynd að frumvarpi um þetta atriði segir að tilgangurinn með þessu sé að auðvelda fyrirtækj- um að laða til sín sérfræðinga og aðra hámenntaða starfsmenn er- lendis frá og að þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir hátæknifyrirtæki og mennta- og rannsóknastofnanir hér- lendis. Líklegt að hlutabréfasjóðir flytjist til útlanda Annað atriðið sem skattahópurinn fjallar um er fjárfestingarumhverfið hér á landi og telur hann að það sé að ýmsu leyti óhagstætt og að það leiði til þess að fjármagnið leiti til út- landa. Þetta gerist bæði með stofnun eignarhaldsfélaga erlendis og með sérstökum verðbréfasjóðum þar. Fram kemur í skýi’slu hópsins að helstu ástæður þess að hérlendir að- ilar fari út í að stofna slík félög sé skattahagræði, þ.e. möguleikar á að stýra því hvenær og hvemig hagnað- ur sé leystur út og þannig hvenær skattgreiðslur komi til, og banka- leynd, sem gjarnan sé boðin erlend- is. Þá segir að innlend lög um verð- bréfasjóði setji stofnun slíkra sjóða hérlendis mjög ströng skilyrði, sem þýði að fjárfestingarmöguleikarnir séu ekki hinir sömu og erlendis. Er- lendis séu reglur til fjárfestinga rýmri, en samhliða séu reglur um neytendavernd ítarlegar. I skýrsl- unni segir að líklegt sé að hluta- bréfasjóðir verði framvegis nær ein- göngu stofnaðir utan íslenskrar lögsögu og að jafnvel megi búast við að eitthvað af starfandi hlutabréfa- sjóðum hérlendis muni flytja starf- semi sína þangað sem skattareglur séu hagstæðari. Ymsar athugasemdir eru gerðar í skýrslu skattahópsins varðandi möguleika erlendra aðila til að fjár- festa hér á landi. Eitt af því er að lagt er til er að sambærilegar reglur verði látnar gilda um útgreiddan arð úr alþjóðlegum viðskiptafélögum og gilda almennt um hlutafélög. Auk þess vill skattahópurinn láta víkka út gildissvið laga um alþjóðlegu við- skiptafélögin og einfalda stofnun þeirra. Til að auðvelda útlendingum að fjárfesta hér á landi er lagt til að af- numin verði sú lagaskylda að útlend- ingar sem fjárfesti hér verði að hafa íslenska kennitölu, en slík regla þyk- ir til þess fallin að hindra erlenda fjárfestingu hér á landi. í sama til- gangi er lagt til að heimilað verði að færa bókhald fyrirtækja í erlendri mynt. Bent er á að fyrirtæki í stór- iðju hafi þegar í'engið slíkar heimild- ir með sérlögum. Eignarskatturinn eykur skattbyrði fyrirtækja verulega Þriðja atriðið sem sérstaklega er tekið fyrir í skýrslunni eru eignar- skattar og í ræðu sinni sagði Guðjón að eignarskattur væii nú orðið lítt þekktur erlendis og að helst væri að finna sambærilegan skatt í Mexíkó og Rússlandi. í skýrslunni kemur fram að skatturinn sé þung byrði á atvinnulífið og að hún hafi farið vax- andi með bættri eiginfjárstöðu fyrir- tækja. Lagt er til að eignarskattur- inn, sem er 1,2%, verði felldur brott í þrepum og verði að fullu afnuminn árið 2003. Einnig er lagt til að Þjóð- arbókhlöðuskatturinn svokallaði, 0,25% sérstakur eignarskattur, verði þegar lagður niður. Skattahópurinn leggur til að ójafnræðið sem er á milli rikisbréfa og annarra viðskipta- bréfa verði þegar aflagt. Símon Á. Gunnarsson, fonnaður Félags löggiltra endurskoðenda, var með framsögu á fundinum og gerði 7/7 loka októbermánaðar verður nýjasta viðbót Breiðvarpsins, 6 norrasnar stöðvar, i opinni * dagskrá hjá þeimjem tengdir eru bréiðbandinu. 4 * Allar þessar stöðvar eru pekktarfyrir vandað V* afþreyingar-, iþrótta- og menningarefni og V* eyufrábær kosturfyrir alla þá sem vilja fylgjast með frændum vorum á Norðurlöndunum. simlnn.ís : Tenging við brciðbondið er tenging við txklfæri! SÍHINN hann eignarskattinn að sérstöku um- talsefni. Sagði hann skattinn vera tímaskekkju og að rökin fyrir honum nú væru enn minni en áður hafi ver- ið. Hann setti eignarskattinn í sam- hengi við arðsemi atvinnurekstrar og reiknaði út hver raunveruleg skattbyrði atvinnulífsins væri þegar litið hefði verið til eignarskattsins en ekki aðeins tekjuskattsins, sem er 30% á fyrirtæki. Hann sagði útreikn- inga sína að vísu nokkra einföldun, en þó ekki það mikla að það ætti í raun að breyta niðurstöðunni svo nokkru næmi. Símon sýndi með dæmi að ef fyrir- tæki hefur 1% arðsemi eigin fjár fyr- ir skatta, sem telst lítil arðsemi, þá er raunverulegt skatthlutfall 176,5% en ekki 30% eins og tekjuskattshlut- fallið er. Þetta stafar af því að eign- arskatturinn vegur þungt þegar hagnaðurinn er lítill. Ef miðað er við 5% arðsemi fyrir skatta er raunveru- leg skattbyrði 60,5%. Miðað við 10% arðsemi er skattbyrðin 46% og mið- að við 15% arðsemi er skattbyrðin í raun 41,1%. Fáir tvísköttunarsamningar Fjórða atriðið sem fær sérstaka umfjöllun í skýrslu skattahóps VI eru stimpilgjöldin. í skýrslunni segir að þessi tegund skattheimtu hafi verið á hröðu undanhaldi í OECD- ríkjunum á undanförnum áratugum, þau þyki mismuna aðilum innan- lands og veikja samkeppnisstöðu fyrirtækja gagnvart erlendum keppinautum. I umræðum um skuldabréfamarkað hér á landi hefur verið nefnt að hann líði fyrir það að hér séu of margir og smáir flokkar skuldabréfa. Skattahópurinn telur að stimpilgjöldin komi í veg fyrir að gefnir séu út fáir en stórir flokkar verðbréfa á skipulegum verðbréfa- markaði, því stimpilgjald á viðbótar- útgáfur sé mun hærra en á upphaf- legu útgáfuna eins og reglur séu nú. Fimmta atriðið eru tvísköttunar- samningar, en bent er á að þeir séu fáir hér á landi miðað við það sem tíðkist meðal flestra samkeppnis- ríkja íslands. Hér séu þeir 17, en Danmörk hafi um 80 samninga og Holland og Bretland um 100 samn- inga hvort. Skattahópurinn telur að tvísköttunarsamningar gegni lykil- hlutverki í að tryggja fyrirtæki, sem séu með hluta rekstrar síns erlendis, gegn því að lenda í tvöfaldri skatt- lagningu. Mjög bagalegt sé að samn- ingar skuli ekki vera í gildi við fleiri ríki. Verðbólgureikningsskilin barn síns tíma Verðbólgureikningsskil eru sjötta atriðið sem tekið er fyrú í skýrslu skattahópsins. Þar segir að þau séu barn síns tíma og eigi ekki lengur við. Þau geri erlendum fjárfestum auk þess erfitt íyrir að lesa úr árs- reikningum fyrirtækja. Fram kemur þó að í uppsveiflu mundi afnám slíkra reikningsskila auka byrðar fyrirtækjanna og að til að mæta þessu þyrfti að auka fyrningarheim- ildir og lækka skatthlutfall. Símon Á. Gunnarsson ræddi þessi reikningsskil einnig og sagði ljóst að nákvæmara væri að beita verðbólgu- reikningsskilum en ekki og að þó verðbólga væri lág söfnuðust áhrif hennar saman yfir mörg ár og yrðu þannig umtalsverð. Hann útilokaði þó ekkert í þessu sambandi og sagði að Félag endurskoðenda hygðist fjalla um þetta efni á næstu mánuð- um. Sjöunda og síðasta atriðið sem skýrsla skattahóps VÍ tekur sérstak- lega fyrir er rekstrarform fyrirtæKía og segir þar að grundvallarforsenda allrar skattlagningar sé að jafnræði sé virt. Mismunun sé á milli rekstr- arforma hér á landi. Annað sem sé óheppilegt sé að þegar menn vilji breyta úr einstaklingsrekstri yfir í hlutafélagaform sé litið svo á að um sölu eigna frá einstaklingsrekstri yf- ir til hlutafélagsins sé að ræða og því þurfi að greiða fullan tekjuskatt af söluhagnaði. Lagt er til að þessu verði breytt til að ekki sé staðið í vegi fyrir því að menn nýti hlutafélaga- formið, en að mati skattahóps VI er það hagkvæmasta rekstrarformið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.