Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 27 Arnar Sigurmundsson á fundi Samtaka fískvinnslustöðva Auðlindagjald bætir ekki stöðu sjávarútvegs ARNAR Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði á aðalfundi SH í Skíðaskálanum í Hveradölum í gær, að afurðaverð í útlöndum hækkaði ekki kæmi til nýrrar gjaldtöku. „Eitt er víst að staða sjávarútvegsins mun ekki batna við upptöku auðlindagjalds," sagði hann. I máli formannsins kom fram að umtalsverðar breytingar hefðu orðið í rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyr- irtækja undanfarna 12 mánuði. Um 6% hækkun afurðaverðs hefði orðið á frystum botnfiskafurðum og salt- fiski en hækkun hráefnisverðs og annarra kostnaðarliða hefði gert minna úr þessum ávinningi. I rækju- vinnslu hefðu fyrirtækin mætt mikl- um aflasamdrætti með auknum inn- flutningi á iðnaðarrækju, en rækjuafurðir hefðu lækkað að með- altali um 5% á síðustu 12 mánuðum. Á sama tíma hefði verð á innlendu hráefni hækkað um 2%. Mikið verð- fall á mjöl- og lýsisafurðum sem hófst fyrir tæpum tveimur árum hefði gjörbreytt stöðunni en fyrir- tækin hefðu mætt þessu með lækkun hráefnisverðs og dregið úr öðrum kostnaðarliðum eins og mögulegt væri. Miklar hækkanir á olíukostn- aði að undanfömu hefðu hins vegar komið illa niður. Saltfiskvinnslan í heild ætti að vera réttum megin við strikið, afkoma í frystingu væri mjög misjöfn og þar réði trygg hráefnis- öflun miklu eins og áður. Aftur á móti væri töluvert áhyggjuefni að út- flutningstekjur sjávarafurða hefðu aðeins aukist um 6% á síðustu fimm árum. Þetta hefði gerst þrátt fyrir að afurðaverð á botnfiskafurðum hafi verið hátt, en verðfall á mjöl- og lýs- isafurðum ásamt aflasamdrætti í rækju á síðustu árum hefði sett mik- ið strik í reikninginn. Eðlileg viðbrögð Amar sagði að viðbrögð LÍÚ við tillögum Auðlindanefndar væru mjög eðlileg og þar væri engum dyr- um lokað. „Verði niðurstaðan sú að tekið verði upp veiðileyfagjald mun það leiða til hærri útgerðarkostnað- ar og koma síðan að hluta fram í hærra hráefnisverði til fiskvinnsl- unnar. Þetta mun þannig hafa víð- tæk áhrif á allt starfsumhverfi sjáv- arútvegsins. Þó skiptir máli hvort gjaldtakan taki mið af afkomu og takmarkist við skilgreinda kostnað- arliði í sjávarútvegi. Það verður víst aldrei fullkominn friður í þjóðfélag- inu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Tillögur Auðlindanefndar geta lagt grunninn að meiri sátt um kvóta- kerfið í þjóðfélaginu, en það má ekki verða til þess að raska um of starfs- umhverfi sjávarútvegsins. Takist það og verði hægt að byggja á því til framtíðar er ýmsum óvissuþáttum sem sjávarútvegur býr nú við rutt úr vegi.“ Fram kom hjá Arnari að sjávar- útvegurinn hefði verið mjög sáttur við EES-samstarfið en þar sem fleiri ríki stefndu að aðild að ESB myndi það rýra gildi samstarfsins á næstu árum. Þess vegna og með hliðsjón af stöðu landsins í Evrópusamstarfi væri nauðsynlegt að taka þessi mik- ilvægu mál til umræðu á vettvangi sjávarútvegsins. Skynsamleg nýting fiskistofna og öflugur sjávarútvegur Hann sagði ennfremur að þenslan í þjóðfélaginu með tilheyrandi kostn- aðarhækkunum hefði neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu útflutnings- greina og þann stöðugleika sem treyst hefði afkomu atvinnurekstrar og verið grundvöllur bættra lífskjara hér á landi á síðustu árum. „Aukin samkeppni á fjármálamarkaði og vaxandi starfsemi áhættufjárfest- ingarsjóða hafa skapað fyrirtækjum nýja möguleika til nýsköpunar. Þró- unarvinna og markaðsstarf hefur í vaxandi mæli farið út í fyrirtækin með breytingum á starfsemi sölufyr- irtækja. Við þurfum að efla rann- sóknir og menntun í sjávarútvegi. Samhliða þessu hafa risið upp öflug hátækni- og framleiðslufyrirtæki hér á landi sem eru í fararbroddi í hverskonar búnaði fyrir sjávarút- veg. Við eigum að leggja áherslu á það sem við kunnum best. Þess vegna er útrás íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja dæmi um styrkleika og dugnað. Við höfum sýnt fram á skynsamleg nýting fiskistofna og öfl- ugur sjávarútvegur getur ef vel er á málum haldið ráðið mestu um fram- farir og farsæld hér á landi.“ Morgunblaðið/Porkell Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Úrslilakeppni í Shell Formula Grand Prix leiknum ■ jlggs m ' ' mmm Keppt ver&ur til úrslita í Shell Formula Grand Prix 3 tölvuleiknum á Select Shellstööinni í Smára kl. 15 í dag. Æsispennandi leikur nær hámarki. Tíu stigahæstu þátttakendur keppa til úrslita. Keppnin veráur sýnd á breiðtjaldi í veitingasal stöávarinnar. Þátttakendur keppa um þessi glæsilegu verðlaun: 1. Ferð fyrir tvo, gisting og boðsmiðar á Formúlu 1 í Silverstone á Englandi íjúní 2001. 2. Compaq Presario ferðatölva frá BT. 3. -7. Tölvustýri frá BT. Keppt verður á Compaq tölvur með Ferraristýri frá BT. COMPAQ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.