Morgunblaðið - 07.10.2000, Page 30

Morgunblaðið - 07.10.2000, Page 30
30 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ekkert lát á mannfallinu í átökunum á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu Atta Palest- ínumenn bíða bana Kappræður á rólegu nótunum Washington. The Washington Post. VARAFORSETAEFNI repúblikana og demókrata, þeir Richard Chen- ey og Joseph Lieberman hétu því í kappræðum í sjónvarpi aðfaranótt föstudagsins að beita ekki óvægn- um árásum í kosningabaráttunni sem fram undan er. Þeir Cheney og Lieberman þóttu yfiirvegaðir og ró- legir og ekki kom til harðra deilna í kappræðunum. Málefnin sem bar á góma voru að mestu ieyti þau sömu og í kappræðum for- setaframbjóðendanna George W. Bush og A1 Gore fyrr í vikunni. Cheney sagði forsetatíð Biils Clint- ons hafa einkennst af vanrækslu við mikilvæga málaflokka og Lieberman sakaði repúblikana um að vilja lækka skatta á efnamenn. Cheney gagnrýndi Lieberman fyrir að hafa skipt um skoðun í mörgum málum eftir að hann gerð- ist varaforsetaefni Gore. Lieber- man hafnaði því algerlega. Caza, Jcrúsalcm, Kafró. AFP, AP, Reuters. ÁTTA Palestínumenn biðu bana í átökum á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu í gær þegar Hamas-skæru- liðasamtökin lýstu yfir „degi reiði“ vegna blóðsúthellinganna undan- fama viku. Átökin hafa orðið að minnsta kosti 77 manns að fjörtjóni, flestum Palestmumönnum. Bardagar blossuðu upp í gær við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem, sem er þriðji helgasti staður múslima, eftir að palestínskir mótmælendur höfðu kastað grjóti að grátmúmum svo- nefnda þar í grennd, sem er helgasti staður gyðinga. Um fimmtán þúsund Palestínumenn vom þar saman komnir og lögreglan gerði áhlaup að mótmælendunum til að dreifa þeim. Israelskir hermenn beittu táragasi og skutu gúmmíhúðuðum kúlum að mótmælendunum og að minnsta kosti einn Palestínumaður beið bana. Að minnsta kosti 27 Palestínumenn og 24 ísraelskir lögreglumenn særðust. Átökin hófust á þessum stað á fostudag í vikunni sem leið, þegar ijórir Palestínumenn vom skotnir til bana eftir gijótkast að gyðingum við bænagjörð. ísraelsher lokaði landamæmm palestínsku sjálfstjómarsvæðanna í gærmorgun, til að koma í veg fyrir að Palestínumenn fæm inn í Israel og efndu þar til átaka. Landamærin verða opnuð aftur á mánudagskvöld, að loknum helgasta degi gyðinga, yom kippur. Einnig kom til átaka víða á sjálf- stjómarsvæðunum og alls biðu að minnsta kosti átta Palestínumenn bana. Því er ljóst að sá litli árangur sem náðist á fundi Ehuds Baraks og Yass- ers Arafats í París á miðvikudag er íyrir bí. Þótt leiðtogamir hafi ekki skrifað undir samkomulag fullviss- uðu þeir báðir Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem stjómaði viðræðunum, um að þeir myndu grípa til ráðstafana til að stöðva ófriðinn. Barak gaf út skipun til ísraelska hersins um að draga úr herviðbúnaði á helstu átakasvæðun- um og Arafat skipaði palestínsku ör- yggislögreglunni að stöðva mótmæli á sömu stöðum, en það hefur ekki gengið eftir. Leiðtogafúndur arabaríkja Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, tilkynnti í gær að leiðtogar arabaríkja myndu funda 21. þessa mánaðar í Kaíró, til að ræða ástandið á sjálfstjómarsvæðum Palestínu- manna. Sýrland, Quatar, Bahrain, Sádí-Arabía, Líbanon, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Jemen, Kúv- eit og Jórdama hafa tilkynnt þátttöku sína, en Moammar Gaddafí, leiðtogi Líbýu, kvaðst ekki myndu mæta til fundarins nema þar yrði samþykkt að lýsa yfir stríði á hendur Israel eða beita viðskiptaþvingunum gegn land- inu. Mótmæli héldu áfram í arabalönd; um í gær gegn valdbeitingu Israela. I Jórdaníu, þar sem um helmingur íbúa er af palestínskum uppmna, þurfti lögregla að beita táragasi til að dreifa þúsundum mótmælenda, sem hugð- ust ráðast inn í ísraelska sendiráðið í höfuðborginni Amman. Óeirðir bloss- uðu einnig upp við bandaríska sendi- ráðið í Líbanon og í Túnis, Quatar og Bahrein. Richard Cheney og Joseph Lieberman við upphaf sjónvarpskappræðna, sem fréttamaðurinn Bernard Shaw stýrði. Forseti Suður-Afríku Sakar CIA um aðild Ekkert mannfall í skjálfta sem mældist 7,3 á Richter Öflugasti j arðskj álfti í Japan í fímm ár íbúi við hrunið hús í bænum Yonago. HÚS hmndu til gmnna, fólk féll til jarðar, jörðin rifnaði og veggir brastu í öflugasta jarðskjálfta í Jap- an í fimm ár. Skjálftinn, sem mældist 7,3 stig á Riehter, reið yfir SV-Japan eftir hádegi að staðartíma í gær. Þrátt fyrir tjón töldu Japanir sig hafa sloppið vel, minnugir jarð- skjálftans fyrir fimm ámm, sem lagði bæinn Kobe í rústir með þeim afleið- ingum að 6.400 manns létust. Sá skjálfti mældist 7,2 stig á Richter. í skjálftanum í gær slösuðust á þriðja tug manns, þó enginn alvarlega og var haft eftir forsætisráðherra Jap- ans, Yoshiro Mori, að það væri lán í óláni. Skjálftinn átti upptök sín í SV-Jap- an, tíu kílómetram undir vesturhluta Tottori fylkisins, í landbúnaðarhér- aði. Starfsmaður japönsku Veður- stofunnar sagði íbúa borga, Sakaim- inato og Yonagi, í grennd við norðurhluta upptakanna hafa sloppið með skrekkinn. „Ef upptök skjálft- ans hefðu verið norðar og legið grynnra hefðu afleiðingamar orðið miklu verri.“ Alls búa yfir 600.000 manns í Tottori-fýlkinu. Smærri skjálftar mældust eftir að sá stóri reið yfir, þ.á m. einn sem mældist 4,3 stig á Richter og var búist við áframhaldandi virkni á svæðinu. Vegna eftirskjálftanna var bærinn Saihaku rýmdur, en íbúar hans era yfir 8.000. Einnig lágu lestarsam- göngur niðri og vegum var lokað þar sem sprangur höfðu myndast. Raf- magn fór af mörgum heimilum en var komið á aftur stuttu eftir skjálftann. að alnæmissamsæri Endurminningar Ritu Sussmuth væntanlegar „Lexíur í valdbeitingu og geðþótta“ Jóhannesarborg. AFP. THABO Mbeki, forseti Suður-Af- ríku, hefur sakað bandarísku leyni- þjónustuna (CLA) um aðild að sam- særi um að breiða út þá kenningu að HFV-veiran valdi alnæmi. Mbeki, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að draga í efa að HlV-veiran sé orsök alnæmis, lét Sprengju- tilræði í Rússlandi Moskvu. Reutcrs. SPRENGJUR sprangu í tveimur bæjum í suðurhluta Rússlands í gær- dag með örskömmu millibili. Bæirn- ir, Pyatigorsk og Nevinnomyssk, era í Stavropol-héraðinu sem liggur að Tsjetsjníu og leiddu embættismenn getum að því að uppreisnarsveitir skæruliða stæðu að baki sprenging- unum. Talið er að tveir hafi látist í sprengjutilræðunum og á annan tug manna særst. þessi ummæli falla á fundi Afríska þjóðarráðsins, að því er vikublaðið The Mail and Guardian skýrði frá í gær. Hafði blaðið eftir félaga í flokknum, sem sat fundinn, að Mbeki hefði fullyrt að CIA væri í ráðum með bandarískum lyfjafyrirtækjum um að vefengja sig og efasemdir sínar um tengslin milli HIV og alnæmis. For- setinn mun hafa staðhæft að Banda- ríkjstjórn ætti ríkra hagsmuna að gæta, enda hefði hún veitt Afríku- löndum lán til að kaupa lyf við al- næmi frá bandarískum fyrirtækjum. Fyrr í þessari viku höfðu fjölmiðlar birt fréttir um að Mbeki héldi því fram að stór lyfjafyrirtæki á Vestur- löndum teldu fólki trú um að veiran orsakaði alnæmi, til að geta grætt á sölu lyfja gegn sjúkdómnum. Mbeki telur að HIV-veiran sé ekki eina orsök alnæmis, heldur eigi vandamál á borð við fátækt, vannær- ingu og kynsjúkdóma einnig hlut að máli. Hefur hann skipað vísinda- menn, sem einnig era þessarar skoð- unar, í ráð sem fjallar um vamir gegn alnæmisvánni í landinu. RITA Sússmuth, sem lengi var for- seti þýzka Sambandsþingsins á stjómarárum Helmuts Kohls, hefur nú bætzt í hóp þeirra fyrram forystu- manna Kristilegra demókrata (CDU) sem birtir endurminningar, þar sem hún gerir upp málin við kanzlarann fyrrverandi. Endurminningabók Wolfgangs Scháuble, arftaka Kohls í embætti flokksformanns CDU, er einnig væntanleg. í henni lýsir hann því hvernig algjör vinslit urðu með þeim tveimur er „leynireikningahneyksl- ið“ stóð sem hæst sl. vetur. Þýzka vikuritið Der Stern birti í vikunni útdrætti úr bók Ritu Súss- muth í sem kemur út í næstu viku undir titlinum „Sá sem berst ekki hefur tapað íyrirfram.“ f bókinni dregur þingforsetinn fyrrverandi upp allt annað en fagra mynd af persónu Kohls, sem var flokksformaður í nærri aldarfjórð- ung, 1974-1998, og kanzlari í 16 ár, 1982-1998. Sem dæmi um óþægileg samskipti sín við Kohl rifjar Sússmuth upp at- vik úr tíð hennar sem heilbrigðisráð- herra. Það var í febrúar 1987, þegar ótti við útbreiðslu alnæmis var mjög ríkjandi. Viðræður um endurmynd- un ríkisstjórnar CDU og Frjálsra demókrata (FDP) stóðu sem hæst eftir þingkosningar, og drógust fram á nótt. Þegar alnæmismálið kom upp á samningaborðið leyfði Kohl fagráð- herra sínum ekki að fá orðið, heldur lét svarnasta innanílokksandstæðing hennar, Bæjarann Peter Gauweiler, tjá sig um það. Hann fordæmdi frjálslynda upplýsingar- og for- varnastefnu Sússmuth í málinu harkalega. „Stýrðu því hver fær orð- ið og drottnaðu!" Þessu atviki lýsir Sússmuth sem lykilupplifun, sem átti eftir að setja mjög mark sitt á sam- skiptin við Kohl upp frá þessu. „Þessi nótt,“ skrifar Sússmuth, „var mér lexía í valdbeitingu og geðþótta." Segist Sússmuth hafa lært að Kohl væri maður sem ekki kærði sig um nein andmæli. „Hann reyndi að aga mig. (...) Hann átti erfitt með að sætta sig við sumar af pólitískum skoðunum mínum, ég átti erfitt með að sætta mig við pólitíska aðferða- fræði hans, valdhroka hans og þær aðferðir sem hann beitti til að útkljá ágreining," skrifar Sússmuth.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.