Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Lútan talar frá hjartanu o g til hjartans Hopkinson Smith BANDARÍSKI lútuleikarinn og fræðimaðurinn Hopkinson Smith er væntanlegur hingað til lands til að leika á tónlistarhátíðinni Norður- ljósum. Smith heldur eina tónleika hér á landi og kennir að auki tvívegis svonefndan masterclass. Hopkinson Smith er meðal helstu flytjenda á fyrri tíma tónlist og hefur leikið inn á fjölda diska sem fengið hafa góða dóma. Þannig var það sagt um nýlegan disk, þar sem hann leik- ur tónlist eftir Bach sem umrituð var fyrir lútu, að ekki sé fáanlegur betri flutningur á verkunum á nokkru hljóðfæri. Smith fæddist í New York 1946. Hann lærði á klassískan gítar sem ungur drengur og nítján ára gamall var hann byrjaður á gítamámi fyrir alvöru. Áhugi hans á miðaldatónlist leiddi hann aftur á móti að lútunni sem hann kenndi sér sjálfur á fram- an af. Hann lauk námi frá tónlistar- deild Hai-vard-háskóla með láði 1972 og ári síðar hélt hann til Evrópu til frekara lútunáms og starfaði með Emilio Pujol í Katalóníu á Spáni og síðar í Sviss hjá Eugen Dombois. Áhrifamikil, viðkvæm og fögur tónlist Um miðjan áttunda áratuginn tók Smith þátt í að stofna Hesperion XX hljóðfæraflokkinn með Jordi Savall og starfaði með honum næsta ára- tuginn. Frá miðjum níunda áratugn- um hefur Smith lagt höfuðáherslu á einleiksverk fyrir eldri gerðir strengjahljóðfæra, en til viðbótar við lútuna koma vihuela, endurreisnar- lúta, barokklúta og -gítar og theor- bo. Hopkinson Smith hefur leikið inn á á þriðja tug diska og kennt víða um lönd. Hann býr nú í Basel í Sviss og kennir við Schola Cantorum Basil- iensis. Smith heldur eina tónleika hér á landi, næstkomandi fimmtu- dag, en kennir síðan á laugardag og sunnudag. Nýjar bækur • MÁL og menning hefur gefið út skáldsöguna Æskumynd lista- mannsins eftir James Joyce í þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar, sem einnig ritar formála. Æskumynd listamannsins kom fyrst út árið 1916 og er pers- ónlegasta verk írska höfundarins James Joyce (1882-1941). Þessi bók, sem sumir gagnrýnendur hafa nefnt mögnuðustu æskulýsingu heimsbókmenntanna, greinir frá uppvexti drengs í hinu rammka- þólska Irlandi, þjáningum hans í forstokkuðu skólakerfi, unglingsár- um með tilheyrandi sektarkennd og ástarfýsn, baráttu hans við að brjótast undan hömlum umhverfis- ins, finna sjálfan sig - og komast burt. „Skáldsagan er ákæruskjal,“ segir Sigurður A. Magnússon m.a. í formála sínum að verkinu, „sem beinist jafnt gegn rómversk- kaþólsku kirkjunni og fósturjörð- inni. Kirkjunni er líkt við belju sem prestarnir mjólka, fósturjörð- inni við gamla gyltu sem étur af- kvæmi sín.“ Sigurður A. Magnússon hefur þegar unnið það þrekvirki að þýða á íslensku Ulysses - Ódysseif - eftir James Joyce, sem talin er ein margslungnasta skáldsaga 20. al- dar. Sú þýðing kom út á árunum 1992-3, en áður hafði smásagna- safnið í Dyflinni komið út í ís- lenskri þýðingu Sigurðar árið 1982. Æskumynd listamannsins er 240 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Robert Guillem- ette. Verð: 4480 kr. Hopkinson Smith segist hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum áður sem farþegi með Loft- leiðum frá New York til Lúxemborg- ar, enda hafi það verið ódýrasta leið- in til að komast á milli álfa, og ævinlega hafi hann langað að staldra við. Að þessu sinni lætur hann loks verða af því því hann hyggst vera hér í tæpa viku. Tónleikarinir verða næstkomandi fimmtudag, þá kennir hann á laugardag og sunnudag, en aðrir dagar eru ætlaðir ferðalögum um ísland að því hann segir. Á dagskrá Hopkinsons Smiths hér á landi era verk eftir Baeh sem sam- in voru fyrir fiðlu. Eitt þeiira, þriðja fiðlupartítan, er í umritun Bachs fyr- ir lútu, en aðrar umritanir eru eftir Hopkinson Smith sjálfan, þriðja fiðlusónatan sem er með lengstu fúgu sem Bach skrifaði, fjórir helstu hlutar fyrstu partítunnar og í lokin chaconnan úr annarri partítunni. Hopkinson Smith hefur gefið öll þessi verk út á diski, því í vor kom þannig út á franska merkinu Astré tvöfaldur diskur með öllum fiðlusón- ötum og partítum Bachs. Hann segir að þau verk séu áhrifamesta, við- kvæmasta og fegursta tónlist sem hann þekki „og þegar Bach á í hlut þá eru hægari verkin þrungin djúpri alvöru, en þau hraðari uppfull með léttri og leikandi orku“. Bach er á allra vörum þegar minnst er 250. ártíðar hans. Að- spurður hvort Bach höfði til nútíma- hlustenda segir Hopkinson Smith að það fari vitanlega eftir hlustendun- um. „Grunnþætti tónlistar Bachs er aðeins hægt að skilja á tilfinninga- legan hátt. Eftir því sem menn nema tónmál hans og skilja betur barokk- tónlist koma nýjar leiðir til að skilja tónlistina og njóta hennar. Tónlist hans er gríðarlega flókin og um leið geysifalleg, enda eru flækjurnar alltaf til að þjóna fegurðinni. Það má hlusta á þær og hrífast, en skoði menn þær nánar sést að þær eru í BJÖRG Þórhallsdóttir sópran- söngkona og Þórhildur Björns- dóttir pfanóleikari halda söngtón- leika þriðjudaginn 10. október kl. 20 í Salnum í Tíbrá, tónleikaröð Kópavogs. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Haydn, Schubert, Strauss, Fauré og Britten. Björg Þórhallsdóttir sóprans- öngkona stundaði söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri árin 1991 til 1996. Haustið 1996 hóf hún framhaldsnám í óperusöng raun kraftaverk sköpunar. Strav- inskíj sagði að Bach væri mesta tón- skáld Evrópu og ég tek heilshugar undir það.“ Hopkinson Smith lærði á klassísk- an gítar en sneri sér snemma að lút- unni. Aðspurður hvers vegna lútan hafi orðið fyrir valinu spyr hann á móti: Er til fegurra hljóðfæri? og vitnar enn í Stravinskíj sem hann segir hafa sagt að lútan sé persónu- legasta og fullkomnasta hljóðfærið sem menn hafa sett saman. „Lútan talar og syngur samtímis; hún talar frá hjartanu og til hjartans. Lútan er viðkvæmt hljóðfæri og það er einn helsti kostur hennar, hún er ekki ætluð stórum tónleikasölum, heldur er hún fyrir minni sali þar sem sam- ræðurnar eru nánar og innilegar.“ Smith hefur leikið inn á á þriðja tug hljómplatna og á diskunum er við Konunglega tónlistarháskól- ann í Manchester á Englandi undir leiðsögn Teresu Cahill og lauk því námi vorið 1999. Hún hlaut m.a. British Counsil-námsstyrk til framhaldsnáms við skólann ásamt námsstyrk frá skólanum. Hún hlaut einnig ýmsar viðurkenning- ar á námstímanum og m.a. fyrir framúrskarandi túlkun á þýskum ljóðasöng. Björg er nú búsett í Lundúnum þar sem hún hefur m.a. sótt einkatíma hjá Iris Dell’Acqua. mikið af tónlist sem gleymst hefur árhundruðum saman. Smith segir að enn sé mikið óuppgötvað af tónlist og það sé gangur lífsins að hlutir gleymist óverðskuldað. „Ólíkt fiðl- unni, sem hefur þróast og breyst mjög mikið í gegnum tíðina, féll lút- an í gleymsku og því er stór hluti af okkar vinnu að enduruppgötva og kynna lútuverk sem gleymdust með henni og þar er af nógu að taka.“ Hopkinson Smith kemur hingað til lands með barokklútu sem smíðuð var fyrir hann fyrir áratug af hljóð- færasmiði í Boston. „Stórkostlegt hljóðfæri sem orðið hefur rödd mín, náinn vinur og óvinur," segir Smith. „Þegar maður hefur eytt svo löngum tíma með hljóðfæri fær maður óhjá- kvæmilega blendnar tilfinningar til þess, því fyrir kemur að það þykkni í lofti og stundum kemur stormur.“ Þórhildur Björnsdóttir píanó- leikari stundaði nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1986 og ein- leikaraprófi ári síðar. Að loknu námi hór heima hélt Þórhildur til Hollands þar sem hún lærði hjá Willem Brons við Sweelinck- tónlistarháskólann í Amsterdam og lauk þaðan diplomaprófi vorið 1993. Hún starfar nú sem kennari við Tónlistarskólann í Reylgavík og við Tónlistarskóla Garðabæjar. Heimsku- legt og skemmti- legt KVIKMYNDIR Regnboginn, Laugar- ásbfó og Stjörnubíó SCARY MOVIE ★ ★% Leikstjóri: Keenen Ivory Wayans. Handrit: Shawn Wayans, Marlon Wayans o.fl. Aðalhlutverk: Shann- on Elizabeth, Cheri Oteri, Shawn og Marlon Wyans, Regina Hall, Jon Abrahams, Kurt Fuller og Carmen Electra. Dimension Films 2000. ÞAÐ er ekki öll vitleysan eins og þessi er nokkuð fyndin. Þeir Wayans-bræður, sem hér gegna öllum lykilstöðum, færa okk- ur grínmynd sem hæðist að hinni einu sönnu unglingahrollvekju sem hefur tröllriðið öllum seinustu mis- seri. Og þær eru ófáar myndirnar sem fá á baukinn í þessari mynd. Eitthvað er vitnað í eldri hrollvekj- ur en söguþráðurinn er þó að mestu leyti samsuða úr Scream og I know what you did Last Summer og verð- ur Scary Movie að öllum líkindum vinsælust meðal þeirra sem þekkja vel þessar unglingamyndir. Söguþráðurinn er t.d. sá að nokk- ur ungmenni byrja að fá undarlegar hótanir ári eftir að þau óvart drápu mann og hentu líkinu fram af bryggjunni. Myndin hefst þó á klassísku byrjunaratriði Sceam myndanna þar sem aðalleikkonan Carmen Electra lentir í óborganleg- um ævintýrum. Brandararnir í þessari mynd eru mjög heimskulegir og það finnst mér fyndið. En þeir eru líka oft býsna grófir og þótt maður skelli kannski ekki upp úr eru þeir líka fyndnir. Þeir Wayans bræður koma víða við í húmornum, kalla ekki allt ömmu sína og fara fram úr þeim húmor sem manni hefur fundist ögrandi og nýstárlegur hingað til í nýlegum bandarískum grínmynd- um. Mér fannst bestur saklausi brandarinn um apann sem gerðar voru tilraunir á fyrir snyrtivörufra- mleiðanda. Og kannski ofvöxnu skapahárin. Hins vegar fannst mér atriðin með uppdópuðu gæjunum ekki fyndin en það var nóg að öðru til að hlæja að. Sem sagt ósköp ófrumlegt, heimskulegt og skemmtilegt. Hildur Loftsdóttir ------------------ Nýjar bækur • MÁL og menning hefur gefið út bókina Saklausir sólardagar eftir Valgeir Skagfjörð. Hún fjallar um Lúkas, sem er tíu ára og frábrugðinn öðrum í útliti, með hrafnsvart hár, brún augu og dökkur á hörund. Það svíður sárt undan þegar strákarnir kalla hann indíána eða svartskalla sviðahaus. Þetta er fyrsta barnabók Valgeirs Skagfjörð. Guðjón Ketilsson myndskreytti bókina og gerði kápuna. Saklausir sóiardagar er 138 bls., prentuð íDanmörku. Verð: 1.990 kr. ------------------ Sýnir vatns- litamyndir í Hringlist ÁSTA Árnadóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Hringlist, Hafnargötu 29, Keflavík í dag, laug- ardaginn 7. október, kl. 16-18. Ásta er meðlimur í Aqvarell-hópn- um. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-16. Sýningin stendur til 28. október. Morgunblaðið/Golli Söngtónleikar í Tíbrá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.