Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Krabbamein Miðaldra karlar láti skoða blöðruhálskirtilinn Nýjungar Munu örflögumar valda byltingu? __6v**-„.v,udu“ og „góðu“ kólesteróli Lífshættir Fríið er öllum al- gjörlega nauðsynlegt lífsnauðsyn? Associated Press Fríið er sagt nauðsynlegt þeim sem halda vilja heilsu. Krabbamein í blöðruhálskirtli Regluleg skoðun nauðsynleg Karlar yfír fertugu ættu að fara í skoðun á hverju ári Er frí New York. Reuters Health. EF maður vinnur stanslaust í mörg ár án þess að gefa sér tíma til að fara í frí getur það kostað hann lífið langt fyrir aldur fram. Mest er hættan á að hjartasjúk- dómar dragi viðkomandi til dauða, samkvæmt niðurstöðum vísinda- manna. Dr. Brooks B. Gump, við Ríkis- háskólann í New York-ríki (SUNY) í Oswego í Bandaríkjun- um, og dr. Karen A. Matthews, við Háskólann í Pittsburgh, könnuðu tengslin milli dánartíðni af ýmsum orsökum og fjölda fría sem yfir 12 þúsund karlar, sem tóku þátt í rannsókn á hjartasjúkdómum, höfðu farið í. Mismunur á dánartíðni var mestur hjá þeim 13% þátttakenda sem aldrei fóru í frí, og þeirra 26% sem kváðust hafa farið fimm sinn- um í frí á ári. Síðarnefndi hópur- inn var í einungis % þeirrar hættu sem fyrrnefndi hópurinn var í, samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arinnar. Þeir sem fóru fimm sinnum í frí voru í áberandi minni hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Samkvæmt niðurstöðunum, sem birtast í september/október-hefti Psychosomatic Medicine, voru dauðsföll af völdum hjartasjúk- dóma 40% fátíðari meðal þeirra sem fóru oft í frí en þeirra sem fóru aldrei í frí. Dauðsföll af öðrum orsökum en hjartasjúkdómum voru um það bil jafn tíð meðal þeirra sem fóru oft í frí og þeirra sem fóru sjaldan í frí. Mismunurinn á dánartíðni reynd- ist hinn sami eftir að tekið hafði verið tillit til þátta á borð við reyk- ingar, blóðfitumagn, blóðþrýsting, aldur, persónuleikagerð o.fl., að því er vísindamennirnir greina frá. „Ef maður lætur oft heilt ár líða án þess að fara í frí kann það að auka hættuna á að maður fái hjartasjúkdóm," sagði Gump í samtali við Reuters Health. „Við þurfum að gera frekari rannsóknir til þess að skilja hvers vegna.“ TENGLAR Tímaritiö Psychosomatic Medicine: www. psychosomat ic .org/ pm.html The New York Times Syndicate. ALLIR karlmenn sem orðnir eru fertugir ættu að fara árlega í skoðun vegna biöðruhálskirtils, að mati sérfræðinga, og þeir sem orðnir eru fimmtugir þurfa ennfremur að fara í sérstaka blóðrannsókn til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort þeir séu með krabbamein f kirtlinum. Tom Bruckman, framkvæmda- stjóri þvagfærarannsóknarstofn- unar Bandaríkjanna, segir að meiri hætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis í blöðruhálskirtlinum en nokkru öðru líffæri í körlum. „Karlmenn eru ekki nægilega meðvitaðir um einkennin,“ segir hann. „Margir halda að það séu bara eðlileg ellimerki að þurfa að kasta af sér vatni fjórum eða fimm sinnum á nóttu en svo er alls ekki.“ Dr. Sam Spigelman, þvagfæra- sérfræðingur í Kaliforníu, tekur í sama streng. „Ef maður lifir nógu lengi mun maður finna fyr- ir blöðruhálskirtlinum," segir hann. „Slikt er eðlileg afleiðing þess að verða gamall. Karlmenn þurfa að vera sér meðvitaðir um að blöðruhálskirtillinn getur leitt til umtalsverðra einkenna.“ Tom Bruckman segir að vissu- lega sé því ekki að neita að síð- ustu tíu árin hafi verið unnið öfl- ugt starf við það í Banda- ríkjunum að auka þekkingu karlmanna á blöðruhálskirtlin- um og þeim sjúkdómum sem honum tengjast. „Enn er þó langt í landi í þessu efni og sér- staklega verðum við að leggja áherslu á að ná til yngri karla," bætir hann við. Um 180 þúsund karlar grein- ast með blöðruhálskirtilskrabba í Bandaríkjunum árlega og um 34 þúsund þeirra deyja af þeim völdum. Er þetta algengasta teg- und krabbameins í körlum fyrir utan húðkrabbamein. Auk krabbameins eru algengir ýmsir blöðruhálskirtilskvillar sem hægt er að lækna. Þar á meðal eru blöðruhálskirt ilsbólga og góðkynja stækkun blöðruhálsk- irtils. TENGLAR Upplýsingasíóa Krabbameinsfé lagsins um krabba í blöðruháls kirtli: www.krabb.is/177.htm Um góókynja stækkun blöðru hálskirtils: www. netdoktor.is/Sjukdomar. Er tíl vont oggott kólesteról? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: í tilefni af grein þinni í Mbl. 1. júlí sl. Er LDL-kólesteról það sem stundum er kallað „vonda kólest- erólið“ og HDL „það góða“? Þetta voru vinnufélagar mínir að tala um þegar við vorum sendir í skoð- un hjá Hjartavemd fyrir tveimur árum og einhverjum þeirra var sagt frá þessu en ekki mér. Jafn- framt var þeim gefin upp niður- staðan bæði fyrir LDL og HDL ef ég er að tala um sama hlutinn. 2) Gildir það sama fyrir báðar tegun- dirnar af kólesteróli að 5,2 mmól/1 séu æskileg mörk? 3) Hvað þýðir mmól/1? Svar: Já, það er rétt að LDL- kólesteról er stundum kallað það vonda og HDL-kólesteról það góða. í blóðinu er eðlilegt og nauðsynlegt að það sé talsvert af fitu, blóðfitu. Blóðfita er af ýmsum gerðum en langmest er af kólesteróli og þríglýseríðum. Mest af þessari fitu kemur úr fæðunni og hún berst með blóðinu út um líkamann þar sem hún er notuð til að mynda orku eins og t.d. í vöðvum, er tek- in inn í fitufrumur til geymslu eða skilst út í galli. Á hverjum degi flytur blóðið 70-150 g af þríglýser- íðum og 1-2 g af kólesteróli um líkamann. Allar frumur þurfa orku og mest af henni myndast við bruna á fitu og sykri. Fita eins og kólest- eról ferðast í blóðinu bundin við nokkur mismunandi prótein sem eru kölluð fituprótein og mest af kólesterólinu er í blóði sem LDL- kólesteról (Low Density Lipoprot- ein) og HDL- kólesteról (High Density Lipoprotein). Áður fyrr var einungis mælt heildarkólesteról í blóði en nú er það greint niður í LDL-kólesteról og HDL-kólesteról. Þegar talað er um hátt kólesteról í blóði er Orkugjafi venjulega átt við heildarmagn kól- esteróls en hækkun á því stafar nær alltaf af hækkun á LDL- kólesteróli. Hátt kólesteról er, ásamt háum blóðþrýstingi, reyk- ingum og sykursýki, einn af aðal- áhættuþáttum fyrir kransæða- sjúkdóm. Talið er æskilegt að heildar- kólesteról í blóði sé undir 5,0 eða 5,2 mmól/1, LDL-kólesteról undir 3,0 og HDL-kólesteról sé yfir 1,0 mmól/1. Þarna skilur sem sagt á milli LDL (vonda kólesterólsins) sem á að vera sem lægst og HDL (góða kólesterólsins) sem á að vera sem hæst eða a.m.k. ekki lágt. Þessar tölur gilda um fólk á miðjum aldri sem ekki er með aðra áhættuþætti fyrir æðakölkun og er ekki með kransæðasjúkdóm en notuð eru önnur viðmiðunar- gildi ef aðrir áhættuþættir eins og reykingar eða hár blóðþrýstingur eru til staðar. Hátt LDL-kólesteról getur staf- að bæði af erfðum og mataræði. Þekktir eru nokkrir erfðasjúk- dómar með háu LDL-kólesteróli og það hækkar við fituneyslu. Besta ráðið til að lækka LDL- kólesteról er þess vegna að draga úr fituneyslu og grennast. Ef það dugir ekld til er hægt að grípa til Iyfjameðferðar. Til að auka magn góða HDL-kólesterólsins er m.a. hægt að stunda líkamsrækt, grennast og hætta að reykja. Magn uppleystra efna í hverjum lítra, sem einnig er kallað styrkur eða þéttni, er táknað með tvennu móti. Það er hægt að tákna með þyngdareiningum í hverjum lítra eins og t. d. grömm í lítra eða g/1. Önnur aðferð sem hefur verið að ryðja sér til rúms er að miða við fjölda sameinda í hverjum lítra og er þá notuð einingin mól sem táknar vissan fjölda sameinda sem er sú sama fyrir öll efni. Þúsund- asti partur úr móli er millimól, skammstafað mmól, og sé miðað við lítra verða það mmól/1. Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um læknisfræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http:// www.hiJs/~magjo • Lesendur Morgunblaðsins gcta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið cr á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ísíma 5691100 og bréfum cða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einniggeta lesendursent fyrir- spurnir sínnr með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag(a)hotma- il.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.