Morgunblaðið - 07.10.2000, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000
VIKU
LM
MORGUNBLAÐIÐ
Vísindavefur Háskóla Islands
Hvað gerist í frumunum
þegar menn fá krabbamein?
VISINDI
Síðustu viku hefur umfjöllunar-
efnið á Vísindavefnum verið upp-
runi orðsins „laukur", merking nafnsins „Evlalía",
hvort réttara sé að segja „góðan dag“ eða „góðan
daginn", lífsnauðsynlegar amínósýrur, bakborði og stjórn-
borði, flokkun tungumála, terabæti, fullnæging kvenna,
fyrstu Ólympíuleikarnir, hringirnir í ólympíufánanum, miltis-
brandur, hvort ísland tilheyri Skandinavíu, tölvueign íslend-
inga, skammstöfunin „www“, fjöldi heimsálfanna, efnaformúlan fyrir
glervatn, póstmódernismi, næsti sólmyrkvi sem sést frá íslandi,
burstaormar, marglyttur, ofurflæði, lágþekjur og háþekjur og hvernig finna megi kvaðratrót með reglu-
stiku og hringfara. Ritstjórn Vísindavefjarins tekur við tölvupósti á netfanginu ritstjorn@visindi.rhi.hi.-
is og svarar í síma 525-4765. Vefslóð Vísindavefjarins er http://www.visindavefur.hi.is.
www.opinnhaskoli2000.hi.is
Af hverju er bókum yfirleitt
raðað samkvæmt nafni
höfundar en ekki bókar?
Svar: Fyrirspurnin um hvers
vegna bókum sé yfirleitt raðað sam-
kvæmt nafni höfundar en ekki bók-
ar kemur frá ungum lesanda sem
greinilega hefur ræktað með sér
bókfræðilegan áhuga og veltir vöng-
um yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin
sjálf kunni að virðast einföld er þó
ekki hægt að svara henni með einni
setningu. Til þess að svara hluta
hennar strax vil ég taka það fram í
upphafi að ekki er vitað um höfunda
allra bóka og ekki er heldur öllum
bókum raðað á höfunda sína enda
þótt augljóst sé af bókunum hverjir
þeir eru. En svo er röðun á höfund
yfirleitt annað röðunarþrepið en
ekki fyrsta og er komið að því hér á
eftir.
Röðun í hillur í bókasöfnum
ræðst almennt fyrst og fremst af
flokkun ritsins og raðstöfum; flokk-
stala og raðstafír hefur sameigin-
lega verið nefnt flokksmerki. Fleira
getur tilheyrt flokksmerkinu. Það
er því flokkun ritsins sem stjórnar
röðun þess í safni en síðan raðstafir
sem hér á landi eru venjulega fyrstu
þrír bókstafir úr höfði (fyrstu
skráningarlínu færslu) þess. I
skólasöfnum og almenningssöfnum
er stundum talað um flokkabækur. í
almenningssöfnum eru skáldsögur
oft ekki flokkaðar heldur látið
nægja að halda þeim saman undir
bókstafnum S og síðan er þeim rað-
að undir höfund sinn. I rannsóknar-
bókasöfnum er almenna reglan sú
að skáldsögur hafa flokkstölur rétt
eins og rit í öðrum flokkum. Flokk-
unarkerfið sem flest söfn hér á landi
nota er kennt við höfund sinn,
Bandan'kjamanninn Melvil Dewey
(1851-1931) og nefnist það „Dewey
decimal classification“ eða tugflokk-
unarkerfi Deweys. Samkvæmt því
er allri þekkingu skipt upp í hundr-
uð, hundruðum í tugi, tugum í ein-
ingar og svo koll af kolli: 540 Efna-
fræði, 541.3 Eðlisefnafræði, 570
Lífvísindi, 575 Erfðafræði, 620
Verkfræði, 640 Landbúnaður, 800
Bókmenntir, 820 Enskar bókmennt-
ir, 823 Enskar skáldsögur, 843
Franskar skáldsögur. I framhaldi af
þessu getum svo spurt hvar í talnar-
öðinni sé líklegast að finna rit um
oxun, leysiefni og fleira.
Við viljum finna öll rit um hug-
búnað saman, öll rit um vefnað sam-
an, höggmyndalist saman og svo
framvegis en okkur er ekki sama
hver myndhöggvarinn eða höfund-
urinn er. Þess vegna er mikilvægt
að geta gengið að verkunum undir
nöfnum þeirra sem eru ábyrgir fyrir
þeim og það er einmitt hugtakið
ábyrgðaraðild sem ræður mestu um
það hver skráður er fyrir verki og
verkið raðast undir (um hugtakið
ábyrgðaraðild segir svo í skráning-
arreglum: „Aðild einstaklings eða
stofnunar sem á hlut í efni eða tilurð
rits eða verks í riti. Ábyrgðaraðild
getur verið skipt, t.d. þegar margir
aðilar, einstaklingar eða stofnanir,
eiga aðild að verki og ábyrgðaraðild
eins aðila er ólík ábyrgðaraðild ann-
ars að eðli (t.d.
samning, umritun, myndskreyt-
ing, útgáfa, útsetning, þýðing, flutn-
ingur).“). Skáldsaga eftir Einar Má
Guðmundsson er flokkuð í 813, sem
er undirdeild íslenskra bókmennta,
og hún verður aldrei í mikilli fjar-
lægð við ljóðabók eftir Þuríði Guð-
mundsdóttur í 811 nema meðan hún
er í notkun. Kannski skilja aðeins
nokkrar hillustæður þessar bækur
að. Mun meiri hlýtur aðskilnaðurinn
að verða milli skáldrita á kínversku
(895.1) annars vegar og skáldrita á
íslensku hins vegar en hin síðar-
nefndu standa samkvæmt formi
sínu eða efnistökum í einhverri und-
irdeild flokksins 810.
Hér er að lokum tilfært það sem
segir í lögum um Bókasafnssjóð
Rithöfundasambands íslands en af
því má ráða að nokkru máli skipti að
verk séu skráð á höfunda sína: „í
fjárlögum ár hvert skal veita fram-
lag til Bókasafnssjóðs höfunda sem
úthlutað er úr samkvæmt lögum til
rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda
og annarra rétthafa enda séu bækur
þeirra notaðar á þeim bókasöfnum
sem lögin taka til, þ.e. almennings-
bókasöfnum sbr. lög nr.
50/1976, Landsbókasafn íslands -
háskólabókasafn, og sbr. lög nr. 71/
1994, skólabókasöfn og bókasöfn í
stofnunum sem kostuð eru af ríkis-
sjóði eða sveitarfélögum. Úthlutað
er árlega styrkjum úr Bókasafns-
sjóði eftir nánari ákvörðun stjórnar.
Enn fremur skal úthluta til rétthafa
miðað við fjölda útlána bóka sam-
kvæmt skrá um afnot bóka í bóka-
söfnum sem lög þessi gilda um.“
Guðrún Karlsdóttir, forstöðumaður
skráningardeildar Landsbókasafns ís-
lands - Háskólabókasafns.
Hvað er það sem gerist
í frumunum þegar menn
fá krabbamein?
Svar: Illkynja frumur eru að
mörgu leyti frábrugðnar eðlilegum
frumum og kannski er samn-
efnarinn fyrir afbrigðilega hegðun
þeirra að þær kunna ekki lengur að
hegða sér rétt í samfélagi frumna
líkamans og hafa misst hlutverk
sitt.
Ulkynja frumur fjölga sér stjórn-
laust. Það þarf ekki endilega að
merkja að þær fjölgi sér mjög hratt
en fjölgun þeirra fylgir ekki lengur
því lögmáli sem gildir í eðlilegum
vef að tilteknar stofnfrumur sjái um
endumýjunina en afkomendur
þeirra sérhæfist til ákveðinna verka
og glati þá hæfileikanum til að
skipta sér. Illkynja frumur sýna oft
einhverja tilburði í átt til sérhæfing-
ar en hún er ekki rétt og þær tapa
ekki hæfileikanum til að fjölga sér.
Illkynja fmmur deyja ekki eins og
eðlilegar fmmur.
Við venjulegt viðhald vefja hafa
sérhæfðu frumurnar takmarkað
æviskeið og vefurinn endurnýjast út
frá stofnfmmum eins og áður sagði.
Að vísu geta illkynja fmmur drep-
ist, til dæmis inni í miðju stóm æxli
þar sem súrefni kemst ekki að en ef
æxlið er að stækka gefur augaleið
að fjölgunin er meiri en afföll vegna
fmmudauða og ekki er lengur jafn-
vægi milli fmmuendurnýjunar og
fmmudauða eins og vera ber. Eitt
af því sem einkennir illkynja fmmu-
vöxt og gerist snemma er að frum-
urnar tapa áttum, vita til dæmis
ekki hvaða hlið á að snúa inn í kirt-
ilgang og hvað á að snúa að aðliggj-
andi vef. Þetta skiptir verulegu máli
því að um leið brenglast ýmiss kon-
ar tjáskipti frumna við umhverfi sitt
og þær fara að hrúgast upp.
Um leið losna þær gjarnan úr
eðlilegum tengslum við nágranna
sína og geta þá farið að ryðja sér
leið í nærliggjandi vef og loks í sog-
æðar og blóðæðar sem er leiðin til
að mynda meinvörp.
Þetta voru í stuttu máli megin-
sérkenni illkynja frumna en hvernig
stendur á því að frumurnar fara að
hegða sér svona? Til gmndvallar
liggja alltaf breytingar í stjórnstöð
fmmunnar og forritum, það er í
erfðaefninu (DNA).
Þegar fmmur em orðnar illkynja
hafa yfirleitt safnast fyrir í þeim all-
nokkrar breytingar á erfðaefni, því
sem betur fer hafa fmmur ýmsar
leiðir til að bæta fyrir galla í einu og
einu geni. Fjöldamargar slíkar
breytingar em nú þekktar og era
annars vegar flokkaðar undir of-
starfsemi í svokölluðum æxlisgen-
um og hins vegar undir vanstarf í
æxlisbæligenum.
Æxlisgen em til dæmis gen sem
stýra framufjölgun og í rauninni em
slík gen auðvitað að uppmna full-
komlega eðlileg en stökkbreyting
verður til þess að þau verða oívirk
og fá þá æxlismyndandi verkun.
Æxlisbæligen eru gjarnan gen sem
hafa hemil á frumufjölgun og hafa
eftirlit með því að framur sem hafa
orðið fyrir skemmdum, til dæmis af
geislun, fjölgi sér ekki. Þannig gef-
ur augaleið að frumur sem hafa
breytingar bæði í æxlisgenum og
æxlisbæligenum ráða sér sjálfar og
em ónæmar fyrir öllu eftirliti og tap
á starfsemi æxlisbæligena getur
verið lykilatburður í þróun æxlisins.
Þess ber að geta að langflestar
þær genabreytingar sem hér um
ræðir era áunnar, það er verða ein-
göngu í æxlinu en em hvergi annars
staðar í líkama sjúklingsins og erf-
ast ekki.
Loks komum við að síðasta og
erfiðasta hluta þessarar spurningar;
hvers vegna verða slíkar krabba-
meinsvaldandi breytingar á erfða-
efninu? Þetta er auðvitað spurning-
in sem þúsundir vísindamanna um
allan heim em að glíma við að reyna
að svara. Síðastliðna tvo áratugi
hefur þekkingin á þessu sviði aukist
gríðarlega en enn er margt óleyst.
Nú em þekkt allmörg gen sem
tengjast aukinni áhættu á að fá ein-
hverja tegund krabbameins, til
dæmis brjóstakrabbamein. Oft er
talað um slík gen sem krabbameins-
gen sem er auðvitað rangnefni í
sjálfu sér því upphaflega er um að
ræða eðlileg gen en þau geta orðið
fyrir stökkbreytingu sem gerir þau
óstarfhæf og ef slík stökkbreyting
verður í kynfrumum er hún arf-
geng. Með hliðsjón af því sem lýst
var hér að ofan má sjá þetta þannig
fyrir sér að einstaklingar sem bera
slíka stökkbreytingu séu frá fæð-
ingu komnir eitt lítið skref áleiðis í
átt að myndun krabbameins en svo
verða margar fleiri breytingar í
vefnum eftir því sem illkynja æxli er
að þróast.
Áherslu ber að leggja á það að
þeir sem bera arfgenga stökkbreyt-
ingu í krabbameinsgeni búa við
aukna hættu á að fá illkynja sjúk-
dóm en þeir fæðast ekki með sjúk-
dóminn og það er alls ekki víst að
þeir fái hann nokkurn tíma. Þannig
er til dæmis áhætta kvenna sem
bera stökkbreytingu í svokölluðu
BRCA2 geni á að fá brjóstakrabba-
mein um það bil þreföld til fjórföld
miðað við aðrar konur, eða tæplega
40%. Því þarf eitthvað fleira að
koma til.
Núorðið þekkjast ýmsir þættir úr
umhverfinu sem eiga þátt í myndun
krabbameins en aftur er það svo að
aðeins hluti þeirra sem verður fyrir
slíkum umhverfisáhrifum fær
krabbamein. Þannig er til dæmis
lifrarkrabbamein mjög algengt í
löndum þar sem lifrarbólga af gerð-
4
Draumur um svefn
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
SVEFNINN er furðulegt fyrirbæri
ef hugsað er út í það. Hann krefur
okkur um megnið af sólarhringnum
þegar við emm hvítvoðungar en slak-
ar á klónni þegar frá líður og leyfir
okkur að vaka fram eftir í blóma lífs-
ins og njóta vökunnar. Þegar svo
stundaglasið er um það bil tómt er
honum nokk sama um gerðir okkar
og lætur þig í friði. Tími vöku og
svefns er breytilegur en við virðumst
þurfa lengri tíma fyrir svefn. þegar
við emm ung en eldri. Svefninn virð-
ist vera krafa líkama og sálar til að
halda jafnvægi á heilsu og geði með-
an við emm í uppbyggingu en þegar
henni er lokið virðist þörfin hverfa.
En hvað með draumana, er jafnvægi
svefns og drauma sama og heilsu?
Dreymir okkur mikið á yngri ámm
en minna í ellinni? Hvaða þýðingu
hefur draumurinn íyrir svefninn? Er
hann bara eitt af viðhaldstækjunum
eða liggur eitthvað meira að baki?
Sannað er að nokkrir af hugsuðum
nítjándu og tuttugustu aldar eins og
Edison, Houdini og Cure sváfu lítið
sem ekkert. Sagt er að snillingar
fyrri tíma líkt og Leonardo da Vinci
og Nostradamus hafi rétt blundað á
stundum en ekkert er minnst á
drauma þeirra.
Voru allar þessar framsýnu og
frábæra hugmyndir úr lausu lofti
gripnar eða bara byggðar á góðum
tengingum í heila? Ónnur sönnun er
að draumurinn þarf bara brot úr
sekúndu svefns til að koma sér á
skrið og skapa myndrænar hugrenn-
ingar eða tengsl við vitundina. Það
er því ekki lengd viðvemnnar heldur
gæði svefnsins sem ræður um út-
komu og skilning draumsins á eðli
hlutanna.
Draumur „Tongu“
Tonga sendir langt og mikið bréf
með þrem draumum en plássið leyfir
bara birtingu eins þeirra að sinni.
„Ég var á leið heim og ætlaði að
taka flugvél. Ég geng að stóm húsi og
er á leið inn, þá mæti ég konu sem
spyr hvert ég sé að fara. Ég segi henni
það en hún segir mér að þetta sé ein-
hver deild í háskólanum, stærðfræði
eða eðlisfræðideild. Hún bendir mér
hvert ég á að fara til að komast í flug-
ið. Ég er að dragnast með farangurinn
með mér, töskur á hjólum. Ég legg af
stað niður tröppur og verð þá sam-
ferða tveimur norskum stúlkum sem
em að fara í háskólann á íslandi. Ég
tala við þær á norsku og er hissa á
Mynd/Kristján Kristjánsson
Sofandi er ég en samt á ferð.
hversu góða norsku
ég tala. Ég fer að
(segja þeim) tala um
hversu gaman það var
á unglingsárunum og
upp til tvítugs, að
vera alltaf ástfanginn
og ef maður hefur
engan til að vera ást-
fanginn af þá verður
maður bara ástfangin
af prófessomum sín-
um. í spjallinu við
þær hafði ég gleymt
mérogvarkomin
langtafleiðogvar
hálfvillt. Það var orðið
dimmt og ég hafði
gengið talsvert lengi
með töskumar í eftir-
dragi í miðri stórborg.
Ég stoppa við stórt
hlið og sé konu í rauð-
um fötum koma út.
Ég reyni að spyrja
hana til vegar en hún
segir eitthvað og æðir
áfram. Það kemur