Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 46
1 46 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 1 rm n :u K MORGUNBLAÐIÐ 1 n /r / í • i i 1: .W Mýs hj álpar konum „Ikönnuninni kom fram, að viðskipta- vinir Netbílasala greiddu að jafnaði 2% lægra verð fyrir bíla sína en viðskipta- vinir hefðbundinna bílasala. Konur, sem að jafnaði greiða nokkru hærra verð á bílasölunum, greiða ekki krónu meira en karlar á Netinu. “ Líklega þekkja flestar konur af eigin raun þá tilfinningu sem fylgir því að hætta sér inn á hin hefð- bundnu „karlasvæði" lífsins. Eitt dæmigerðasta karlasvæðið var til skamms tíma bílasölurnar, bæði þær sem selja notaða bíla og nýja. Þar röltu karlar um með spekings- svip og þótt það væri viðurkennt að konumar réðu vissulega ýmsu UUtUADE um bflakaup heimilisins ___~ virtist sem yf- K™rinunn“ Friðriksson ytueinna helst að því hvaða litur ætti að vera á farar- tækinu. Núna vinna flestar konur utan heimilis og taka að sjálfsögðu ákvarðanir um hvemig tekjunum er varið til jafns við karla. Hluti af því er að kaupa farartækið sem þær nota yfirleitt til jafns við karl- mennina. Bílaframleiðendur hafa auðvitað gert sér grein íyrir því að þeir verða að sinna sérstaklega þessum fjársterka hópi og í Banda- ríkjunum einum hafa verið gerðar á því margar og lærðar kannanir hvemig bíla konur vilja. Enn virðist hins vegar vanta dá- lítið upp á að konur mæti því við- horfi sejn þær eiga rétt á hjá bíla- sölum. í könnun neytendasamtaka í Bandaríkjunum kom í ljós, að bílasalar gáfu konum alltaf upp hæsta verð á bílum, líklega í þeirri von að þær hefðu ekki vit á að reyna að prútta það niður. Þar vora þær á sama báti og elstu bíla- kaupendurnir, 70 ára og eldri. Við- horfið virðist vera að þessir hópar, konur og eldra fólk, hafi ekki vit á þessum viðskiptum og því sé nú rétt að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að ná sem mestum pening- urnafþeim. Astæða er til að taka fram, að í Bandaríkjunum hafa menn ákaf- lega leiðinlegan vana við sölu á nýj- um bflum. Þá er gefið upp verð á bílnum sem bflasalinn byrjar á að tilkynna að sé fast verð og al- gjörlega vonlaust sé að ætla að hvika frá því. Þetta veit hvert bandarískt mannsbam að er ein- tóm þvæla. Því þarf að hleypa í herðamar og byrja að prútta. „Þetta er of hátt verð, ég hafði hugsað mér að borga þrjú þúsund dolluram minna,“ segir kaup- andinn. Bflasalinn stynur mæðu- lega og tilkynnir að það sé ábyggi- lega ómögulegt en hann skuli spyrja sölustjórann hvað sé hægt að gera. Að tíu mínútum liðnum birtist bílasalinn aftur og segir að hann og sölustjórinn hafi reiknað dæmið fram og til baka og þeir geti slegið þúsund dollara af. Nú er um að gera að láta ekki deigan síga heldur halda áfram að prútta. Lík- lega endar þetta með einhvetjum fimmtán hundrað tfl tvö þúsund dollara afslætti frá hæsta verði og kannski geislaspilara í kaupbæti ef kaupandinn hefur úthald í þennan leiða leik. Þá er sölumaðurinn búinn að hlaupa tíu sinnum inn til sölustjórans og að lokum er hann gráti nær af því að hann hagnast ekki neitt á sölunni. Það er líka hluti af þessum ótrúlega leiðinlega farsa. Af einhveijum ástæðum era konur óduglegri en karlar að standa í þessu stappi. Að vísu hef- ur verið á það bent að eldri konur standi sérstaklega höllum fæti af því að þær nái ekki að hrista af sér gömul gildi um að rifrildi og karp sé hreinn dónaskapur. Þær geti ekki leikið þennan prúttleik, hvort sem þær ætli sér að kaupa nýjan bíl eða gamlan. Yngri konm- kvarta hins vegar undan því að þær séu ekki metnar að verðleikum sem bílakaupendur, jafnvel þótt þær séu til í harkið. Ef marka má nýja könnun, sem háskólarnir í Berkeley og Yale stóðu sameiginlega að, koma mýs þessum konum til bjargar. Tölvu- mýs. Konur era nefnilega í sífellt vaxandi mæli famar að kaupa bfl- ana sína á Netinu, þar sem enginn sér hveijar þær era, svo þær mæta ekki kynjabundnum fordómum og þær geta boðið í bfla, leikið prútt- leikinn, án þess að þurfa að þola grát og gnístran sölumannstanna. I könnuninni kom fram, að við- skiptavinir netbflasala greiddu að jafnaði 2% lægra verð íyrir bfla sína en viðskiptavinir hefðbund- inna bflasala. Konur, sem að jafn- aði greiða nokkru hærra verð á bflasölunum, greiða ekki krónu meira en karlar á Netinu. Nú fer því fjarri að netbflasöl- umar séu einhver fyrirtæki á bfla- himnum því það eina sem þau gera er að taka við tilboðum í bfla og leita uppi slíka bfla hjá þessum of- urvenjulegu bflasölum á næsta horni. Eini munurinn er sá, að kaupendur þurfa ekki að standa í karpi við aðra manneskju, augliti til auglitis. Og þar að auki era við- skiptavinir á Netinu lfldegri til að hafa notað músina sína til að kynna sér nákvæmlega þá bfla sem þeir hafa áhuga á og bera saman verð hjá fjölmörgum bflasölum. Þeir era sem sagt lfldegri til að vera betur upplýstir en þeir sem rölta inn af götunni. Þetta vita bílasal- amir og era þess vegna ólfldegri tfl að sauma jafnhart að þessum hópi viðskiptavina. í könnun bandarískra neytenda- samtaka á dögunum, þar sem fólk var innt eftir reynslu sinni af bfla- viðskiptum á Netinu, kom í ljós að konur voru mun ánægðari en karl- ar. Þær gátu setið heima við tölvu með músina sína án þess að yfir þær hefltist vanmáttur þeirra sem hætta sér á hefðbundið karlasvæði. I tilefni af nýjum styrk kvenna með mús í hönd er auðvitað hægt að láta sig dreyma um framtíðina. Ætli einhvem tímann verði hægt að fara með bílinn sinn á bflaverk- stæði á Netinu? Á slóðum Ferðafélags íslands Ljósmynd/Pétur Þorleifsson Péturshom við hábungu Langjökuls sem kennt er við Pétur Þorleifsson. „Horaið er fallegast á veturna og vorin þegar það er ísað,“ segir Pétur. Takið eftir manninum neðst til vinstri. Hann gefur mynd af stærð klettsins. s Arbækurnar besta íslandslýsingin“ U GV» Pétur Þorleifsson er lík- lega sá maður sem kunnugastur er ör- nefnum á hálendinu. Gerður Steinþdrsdóttir ræddi við hann um ferð- ir hans, áhuga á örnefn- um og ritstörf. VIÐ hábungu Langjökuls er klett- ur sem nefnist Péturshorn. Hann er kenndur við Pétur Þorleifsson sem líklega er sá maður núlifandi sem kunnug- astur er örn- efnum á há- lendinu. Hann hefur verið óþreytandi ferðamaður frá unga aldri. Pétur vakti fyrst þjóðarathygli árið 1964 þegar hann tók þátt í spurningakeppni um örnefni á hálendinu og vann glæsilegan sigur. Fyrir síðustu jól kom út bókin „Fólk á fjöllum. Gönguleiðir á 101 tind“ og er Pét- ur höfundur hennar ásamt Ara Trausta Guðmundssyni. Péturshorn í Langjökli Við Pétur mæltum okkur mót á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar einn regnþrunginn ágústdag. Við gengum inn í húsið á sama augna- bliki og Pétur sagði glaðlega: „Við erum aldeilis heppin að það rignir þegar við erum í bænum.“ Hann hefur þá trú að það mikilvægasta í ferðum sé gott skap, en gefur minna fyrir fullkomnan útbúnað, enda gengu menn í jakkafötum og á strigaskóm um óbyggðirnar á hans yngri árum. Ég spurði hann fyrst hvernig stæði á því að klettur efst á Langjökli væri kenndur við hann: „Það var nú þannig að þegar Haraldur Matthíasson var að skrifa árbók um Langjökulsleiðir þá fór ég með honum nokkuð margar ferðir, þar á meðal á Lang- jökul, og út úr því kom þetta örn- efni. Hann hélt því fram að ég hefði farið þangað oftar en nokkur annar maður. Nafnið birtist í Ár- bók Ferðafélagsins 1980 og var komið á kort áður en ég vissi af. Það hefur því miður komist vit- Ljósmynd/Guðbjörg Hjálmarsdóttir Pétur Þorleifsson 33 ára í gamla Grímsvatnaskálanum. laust nafn á sum kort, Pétursborg í stað Péturshorns," segir Pétur al- varlegur á svip. ,Astæðan er líklega sú að Þursa- borg er þarna rétt hjá.“ Ég bið hann að lýsa Péturshorni: „Þegar líður á sumarið bráðnar ísinn af Péturshorni og svartur klettur kemur í ljós. Kletturinn er falleg- astur á veturna og vorin þegar hann er ísaður." Pétur segist hafa komist fyrst á Langjökul um páska 1953. Það var í Ferðafélagsferð að Hagavatni og Jóhannes Kolbeinsson var farar- stjóri. Sofið var í skálanum og farnar dagsferðir á jökulinn á skíðum, eins og upp að Jökulborgum og upp fyrir Hagafell. Einnig var um- hverfið undir jökli skoðað, eins og Jarlhettur. „Það var mikið geng- ið,“ segir Pétur. Hann hélt áfram að fara um páska að Hagavatni með Ferðafélaginu, líklega fimm sinnum og ljóst að hann á góðar minningar úr þeim ferðum. Pétur kynntist Haraldi Matt- híassyni fyrst um 1962 í ferð með starfsfólki Fálkans, en þar vann Pétur sem reiðhjólasmiður og við- gerðarmaður alla tíð. Hann harm- ar að hafa ekki kynnst Haraldi fyrr: „Við fórum einhvem tímann í ferð inn á Kjöl, á Hveravelli og í Kerlingarfjöll og fengum hann með og þau hjón, svoleiðis kynnist ég honum. Eg var reyndar búinn að frétta af manninum, hann var mjög áberandi í ferðalögum á þessum tíma. Því miður kynntist ég honum ekki fyrr. Ef ég hefði þekkt hann áður þá hefði ég lent í þessum miklu, löngu ferðum með honum, Hann gekk úr Tómasarhaga suður í Jökulheima á þremur dögum. Hann fékk engan með sér þá. Þau hjónin voru bara tvö, gengu nánast nótt og dag.“ Pétur færist allur í aukana þegar Haraldur berst í tal. Útbúnaður Haralds var fornlegur. Hann var alltaf með feikistóran ketil með sér í ferðum og svaf í gæruskinnspoka. Þau hjón höfðu þann háttinn á að tjalda einu sinni yfir daginn, hita kaffi og hvíla sig, og halda síð- an áfram för eða skoða umhverfið án byrða. I hinni miklu ferð norður og vestur fyrir Langjökul 1974 var Haraldur með 25 kg á bakinu og þá orðinn 67 ára. „Þetta voru stór- menni,“ segir Pétur og það gætir hlýju í röddinni. Af fyrstu ferðum Ég spurði Pétur um fyrstu ferð hans: „Það var nú þannig að ég fæddist í Reykjavík, á Landspítal- anum 2. júlí 1933, en ég var alinn upp hjá fósturforeldrum norður í Skagafirði. Sölvína Konráðsdóttir, sem var að ljúka ljósmóðurnámi, tók á móti mér. Hún hélt norður með mig um haustið, þá þriggja mánaða gamlan, með skipi til Siglufjarðar og þaðan fór ég á hesti yfir Siglufjarðarskarð með fósturföður mínum, Pétri Björns- syni.“ Pétur ólst upp í Sléttuhlíð með tveimur sonum þeirra hjóna. Hann rifjar upp ferð sem hann fór út í Þórðarhöfða. Verið var að sækja hest sem hafði verið týndur í þrjú ár og fannst úti í Þórðar- höfða, „þar sem Jóhann Sigurjóns- son skáld ætlaði að gera höfn, en Höfðavatn er austan Höfðans," bætir hann við til skýringar. „Þórðarhöfði virðist vera eyja á Skagafirði. Ég hef haldið því fram og fleiri að þarna hafi ruglast ör- nefni. Þetta sé í reynd Eyjafjörð- ur. Nafnið er gefið af sjó. Þegar siglt er inn fjörðinn blasa við þrjár háar hamraeyjar. Það sér það eng- inn af sjó að Þórðarhöfði er land- fastur." Þetta þykir mér merkileg kenning. „Þetta er nú ekki komið frá mér, en mér var bent á þetta. Það er áreiðanlega eitthvað til í þessu,“ segir Pétur og telur að þessi kenning muni valda uppnámi. Ahugi Péturs vaknaði snemma á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.