Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 53
skildir þær alveg, en ég var ekki al-
veg viss hvað var hvað. Amma mín,
þú varst svo gáfuð og klár, langt á
undan þinni samtíð! Ég veit ekki
hvað þú yrðir ef þú hefðir fæðst í
dag, kannski læknir eða tölvuséní,
guð má vita, með þinn vilja og lífs-
þrótt.
Engin nema þú færð prestinn til
að koma upp á sjúkrahús til þess að
skipuleggja þína eigin jarðarför,
sálma, kistu, burðaimenn, allt nema
ræðuna. Nei, það eru ekki margir
eins og þú, því þú varst einstök og
áttir engan þinn líka, amma mín. Ég
ætla að kveðja þig með ljóði, en fyrst
vill ég þakka Éinari Jónsyni lækni,
fyrir alveg einstakan hlýhug og alúð
sem hann sýndi þér í gegnum árin.
Einnig hjúkrunarfræðingunum sem
komu til þín uppí blokk að mæla
blóðþi-ýstinginn og öllum þeim sem
önnuðust þig uppá sjúkrahúsi þessa
viku sem þú lást þar. Það var komið
fram við þig af svo mikilli virðingu
og reisn að ég hef aldrei séð annað
eins.
Hérna er ljóð handa þér, amma
mín, sem minnir mig á þig.
Sólin er hnigin,
Sestbakvið skýin.
Og ég hugsa til þín næturlangt.
Baráttuknúin,
boðin og búin.
Tókst mig upp á þína arma á ögurstundu.
Pú varst alltaf þar í blíðu og stríðu
og hjá mér átti ég skjólið mitt.
Alltaf gat ég treyst á þína þýðu.
Ogégþakkaþér
Alla mína ævidaga.
Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín.
Hve oft þau hughreystu mig orðin þín.
Studdir við bakið
- Stóðst með mér alla leið.
Opnaðir gáttir.
Alltsemþúáttir
Léstu mér í té og meira til.
Hófþíttogdugur.
Heill var þinn hugur
veittir mér svo oft af þínum vizkubrunni.
Kenndir mér og hvattir æ til dáða
Og mín kaun græddir þá þurfti við.
Alltaf mátti leita hjá þér ráða
Og ég eigna þér
Svo ótal margt í mínu lífi.
(Stefán Hilmarsson.)
Elsku mamma, Bjarni; Magga,
Kalli, Lína, Helga, Diddi, Arni, Guð-
ný og strákar, Helgi Grétar og unn-
usta og Simmi, við skulum muna eft-
ir henni ömmu eins og hún var. Hún
var alltaf með allt á hreinu í okkar
málum og við eigum eftir að sakna
hennar sárt, hvert á sinn hátt.
Að lokum er hér bænin þín sem þú
kenndir mér þegar ég var lítil:
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúminu mínu.
Gerðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í faðmi þínum.
Amma mín, ég elska þig ofur
heitt, góða ferð í ferðalagið mikla,
við eigum svo eftir að hittast hinum
megin einhvern tíma.
Þín
Dóra Guðrún.
Þegar ég kom til „Kaffi“ ömmu
var hún alltaf að gera eitthvað í eld-
húsinu, sauma eða strauja að inni í
herbergi eða hún sat við eldhúsborð-
ið að lesa Morgunblaðið með stóra
stækkunarglerið við hliðina á sér.
Kaffi amma byrjaði alltaf á að kyssa
mig og svo spjallaði hún við mig um
skólann og hvort ég væri dugleg.
Þegar hún var búin að spjalla við
mig sagði hún alltaf „náðu í skálina
vestur í skáp“, þar geymdi hún fal-
lega skál sem var með góðu konfekti
í. Kaffi amma leyfði mér alltaf að fá
marga mola og hlustaði ekkert á
mömmu og ömmu þegar þær sögðu
að ég mætti ekki fá meira.
Þegar kaffi amma var á spítalan-
um kom ég með tuskubelju sem
heitir Kusa, af því að Kaffi amma
átti einu sinni belju sem hét Kusa,
og setti hana í gluggann hjá henni.
Þegar Kaffi amma vaknaði og sá
Kusu í glugganum hló hún svo mikið
að sængin hristist til og frá. Þegar
ég heyrði að Kaffi amma hafði farið
til Guðs þá varð ég rosalega leið af
því að ég get ekki hitt hana aftur
fyrr en eftir langan tíma. Ég sakna
hennar ofsalega mikið.
Lína Katrín Karlsdóttir.
f mörg ár hef ég kviðið því að setj-
ast niður og skrifa minningagrein
um móðurömmu mína. Ég veit ekki
hvernig ég get lýst því hversu yndis-
leg hún var og hversu vel hún reynd-
ist mér. Það er sagt að maður geti
ekki valið fjölskyldu sína og þegar
mér var valin amma var heldur bet-
ur vandað til valsins, því frá fyrsta
degi vorum við amma sálufélagar.
Þegar ég var barn veitti hún mér ör-
uggt skjól og í mörg ár gekk ég
langa leið til þess að komast til
ömmu eftir skóla og geta verið hjá
henni. Hún reyndi þá að kenna mér
þá góðu siði sem eru ungum stúlkum
nauðsynlegir að kunna og reyndi af
veikum mætti að kenna mér að
prjóna og geymdi stolt lítið stykki
sem ég prjónaði. Ég hugsa nú að
hún hafi fljótlega gert sér grein fyr-
ir því að það lægi ekki fyrir mér að
verða hannyrðakona svo hún lagði
aukna áherslu á að kenna mér guð-
sótta og góða siði. Amma kenndi
mér ekki aðeins bænir heldur fylgd-
ist hún líka með mér þegar ég var
úti að leika mér og gaf mér góð ráð
um hvernig ég ætti að svara fyrir
mig og láta ekki vaða yfir mig, það
var eitthvað sem hún hafði þurft að
læra snemma á sinni viðburðaríku
ævi.
Eftir að amma tók að eldast varð
erfiðara fyrir hana að fara út svo ég
fór alltaf reglulega í heimsókn til
hennar í Foldahraunið. Þetta var
ekki gert af skyldurækni heldur
vegna þess að ég þarfnaðist hennar.
Það var yndislegt að setjast inni í
eldhús og fá sér kaffibolla og ræða
um allt milli himins og jarðar. Það
besta við að sitja upp við ofninn inni
í eldhúsi hjá ömmu var að allt sem
ég hafði fram að færa var merkilegt
og hún hlustaði alltaf með athygli og
áhuga á það sem ég hafði að segja.
Amma hafði lært margt á sinni
löngu ævi og var alltaf höfð með í
ráðum þegar stórar ákvarðanir voru
teknar. Hún var höfuð fjölskyldunn-
ar og fylgdist með öllu sem gerðist
og ef hún vildi að eitthvað yrði gert
þá hætti hún ekki fyrr en farið var
að því sem hún sagði og sá um að
skipuleggja og stjórna í gegnum
síma. Amma kemur til með að skilja
eftir sig mikið skarð í fjölskyldunni
því hún var svo stór hluti af daglegu
lífi okkar allra. Seinustu dagana
hennar ömmu gat ég ekki annað en
dáðst að hugrekki hennar. Það kom
berlega í ljós hversu heilsteypt
manneskja hún var þegar hún tók
þá ákvörðun að nú væri hún tilbúin
að deyja. Þessa ákvörðun tók hún þó
ekki fyrr en hún var búin að fullvissa
sig um að við í fjölskyldunni værum
tilbúin að sleppa henni, það var svo
ríkt í henni að hugsa fyrst og fremst
um hag annarra.
Nú er hún amma farin í ferðalagið
sem hún var búin að búast við svo
lengi. Það var langt síðan hún setti
upp loðhúfuna sína, fór í brúnu spar-
ikápuna sína og gerði sig ferðabúna.
Allir bjuggust við að kallið kæmi í
flýti og hún fengi ekki að kveðja, en
sú varð ekki raunin. Brottfararkallið
kom með hæfilegum fyrirvara og
amma gat fengið alla að dánarbeð-
inu og kvatt ástvini sína (nema
Helga Grétar og Bjarna sem komust
ekki að utan og ég veit hversu erfitt
það hefur verið fyrir þá). Elsku
amma mín, ég óska þér góðrar ferð-
ar og ef þú rekst á hana Gunnu
ömmu sem dó deginum á undan þér,
gefðu henni þá koss frá mér.
Ó, hve heitt ég unni þér;
Allt hið besta í hjarta mér.
Vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
Aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það afturhvarf,
Semméraldreibrást.
(Tómas Guðm.)
Margrét Birna Þórarinsdóttir.
• Fleiri minningargreinar um
Margréti Sigurlaugu Pálsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu dagu.
+ Svava Péturs-
dóttir fæddist á
Hólmavík 12. októ-
ber 1924. Hún lést á
heimili sínu, Hróf-
bergi í Hólmavíkur-
hreppi, 28. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Pétur Hoff-
mann Hansson, f.
15.10. 1900, d. 25.5.
1925, og Jónfríður
Þórðardóttir, f. 7.7.
1885, d. 24.4. 1963.
Svava var ein-
birni.
Eiginmaður Svövu er Halldór
Sigurbjörn Halldórsson, bóndi á
Hrófbergi, f. 23.6. 1925. Börn
þeirra eru: 1) Pétur Hoffmann, f.
5.9. 1946, var kvæntur Ásu Ma-
ríu Hauksdóttur, þau eiga þrjú
börn og þrjú barnabörn. 2) Sig-
urbjörg Halldóra, f. 9.12. 1947,
gift Friðgeiri Höskuldssyni, þau
eiga tvö börn. 3) Hreinn, f. 3.3.
1949, kvæntur Jóhönnu Guðrúnu
Þorsteinsdóttur, þau eiga fjögur
Það var sumarið 1980 að Svava
hafði orð á því hvort ég vildi ekki
koma í sveit á Hrófberg, en við fjöl-
skyldan komum ætíð við hjá henni í
okkar árlegu sumarbústaðarferð
norður á Strandir til að kaupa egg
og besta og þykkasta rjómann í
heiminum. Næsta vor hringdi ég í
Svövu og Dóra og þannig hófust
mikil og náin kynni mín af þeim
hjónum, en ég var hjá þeim í sveit í
fjögur sumur, eða þar til ég fluttist
með fjölskyldu minni til Bandaríkj-
anna.
Sumrin á Hrófbergi voru einir
bestu tímar æsku minnar og ég
hlakkaði alltaf mikið til vorsins þeg-
ar ég kæmist aftur í sveitina. Gest-
risni og hlýlegheit Svövu voru mikil
og það var mjög lærdómsríkt fyrir
mig að fá að kynnast henni. Hún var
alltaf með hlutina á hreinu og hélt
bókhald yfir hina og þessa hluti,
þeirra á meðal hverjir komu við í
kaffi og kökur. Eitt sumarið komu
169 manns í kaffi í júlímánuði, enda
voru kræsingarnar sem hún bauð
upp á ekki af verri endanum. Þá
skráði hún iíka ættfræði allra katt-
anna á bænum.
Það er mér ómetanlegt að hafa
eignast svo góða fósturforeldra, eins
og foreldrar mínir kölluðu oft Svö\u
og Dóra. Þrátt fyrir að hafa ekki náð
að hitta þau reglulega síðustu árin
höfum við alltaf haldið sambandi og
ég ætlaði einmitt að hringja í Svövu
daginn eftir að ég frétti af andláti
hennar til að segja henni frá fæð-
ingu fyrsta bams míns hinn 25.
september og biðja um pláss fyrir
Tómas Pál í sveit hjá þeim eftir
nokkur ár. Að fá tækifæri til að læra
til verka hjá Dóra og kynnast lífsvið-
horfum Svövu eru forréttindi sem
nýtast mér enn þann dag í dag.
Svövu verður sárt saknað og
minningarnar um hana lifa með okk-
ur sem eftir eru. Ég votta Dóra og
allri fjölskyldu þeirra samúð mína.
Einar Magnússon Gústafsson.
Ég vil minnast Svövu vinkonu
minnar á Hrófbergi með örfáum fá-
tæklegum línum. Frá því okkar
kynni hófust var ég ríkari mann-
eskja. Hún hafði svo mikið að gefa.
Svövu þótti vænt um fólk og hún
brosti svo fallega þegar hún heilsaði
eða kvaddi, bauð mig velkomna eða
bað mér allrar guðsblessunar svo
það yljaði um hjartaræturaar. Svo
bað hún mig að fara nú gætilega og
hefur kannski grunað að ég ætti það
til að gleyma varkárninni.
Svava var afar minnug, hafði
ómælda ánægju af ættfræði og gam-
an af að segja frá því fólki er hún
hafði kynnst. Hún var trúuð kona,
elskaði búskapinn og Hrófberg.
Svava hafði yndi af söng og músík,
orti stundum ljóð og lög og það voru
góðar stundir að syngja og spila með
þeim hjónunum á Hrófbergi.
börn og tvö barna-
börn. 4) Ragnheiður
Hanna, f. 1.9. 1954,
í sambúð með Þor-
birni Val Þórðar-
syni, þau eiga tvo
syni. 5) Jón Hall-
freður, f. 8.12.
1955, í sambúð með
Ingibjörgu Rebekku
Valdimarsdóttur,
þau eiga tvö börn.
Einnig eignuðust
Svava og Halldór
tvo drengi sem lét-
ust eftir fæðingu.
Svava ólst upp á
Hrófbergi hjá ömmu sinni Ragn-
heiði Helgu Magnúsdóttur og
bjó síðan á Hrófbergi með eigin-
manni sínum frá 1949. Áður
bjuggu þau fimm ár á Hólmavík.
Svava var vel þekkt fyrir ætt-
fræðiþekkingu sína. Hún gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína.
Útför Svövu fer fram frá
Hóimavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ég vil þakka fyrir alla hlýjuna og
vináttuna sem ég hefi átt þar að
njóta.
Ég sendi innilegar samúðarkveðj-
ur til Dóra og allra afkomenda
þeirra.
Ásdís Jónsdóttir.
Þrátt fyrir allt koma boð um frá-
fall náins vinar sem maður hefur
þekkt allt lífið óþægilega á óvart.
Vissulega hafði Svava á Hrófbergi,
eins og hún var ávallt kölluð, átt við
vanheilsu að stríða nú um nokkurn
tíma og aldurinn var farinn að fær-
ast yfir hana. Svava var á einhvern
hátt hluti af sveitinni okkar, Staðar- •
dalnum, Ströndunum. Heimsókn á
Strandir var ekki fullkomin fyrr en
búið var að koma við á Hrófbergi.
Svava Pétursdóttir og móðir mín
voru æskuvinkonur, mikil og góð
tengsl voru á milli heimilanna á
Hrófbergi og Víðivalla. Þessi tengsl
héldust órofin þó svo að fjölskylda
mín hafi flutt suður til Reykjavíkur
1957. Eftir að Víðivellir, æskuheim-
ili móður minnar, varð að frístunda-
athvarfi okkar fjölskyldunnar má
segja að nýr kafli hafi hafist í sam-
skiptum okkar við Svövu á Hróf-
bergi. Hér á árum áður voru börn
Svövu vinir okkar og félagar og svo
þegar við komumst til vits og ára var
það fastur liður að koma við á Hróf-
bergi og heyra fréttir úr sveitinni og
segja tíðindi af okkar fólki. Það sem
þó gerði heimsóknirnar að Hróf-
bergi hvað minnisstæðastar í mín-
um huga var að hitta fræðimanninn
Svövu Pétursdóttur. Svava var einn
af bestu ættfræðingum landsins og
ég efa stórlega að nokkur einstakl-
ingur hafi haft eins yfirgripsmikla
þekkingu á ættum Strandamanna
og hún. Svava var einnig sagn- og
þjóðfræðingur, hún hafði yfir að
ráða ótrúlegum þekkingarbrunni
um nánast allt sem viðkom lífinu á
Ströndunum, lífsháttum fólksins og
örlögum þess. I mínum huga var
Hrófberg menningarheimili í bestu
merkingu þess orðs. Fyrir utan
þekkingu Svövu á sveitinni sinni
höfðu Svava og eiginmaður hennar
Halldór og börnin þeirra fimm öll
miklinn áhuga á tónlist, öll íjölskyld-
an lék á hljóðfæri og eru þau ágætt
söngfólk. Svava var að eðlisfari létt-
lynd og átti auðvelt með að sjá
spaugilegu hliðar tilverunnar. Hún
talaði aldrei nokkum tíma illa um
nokkurn mann og ávallt tók hún
málstað þess sem á var hallað í sam-
ræðum manna á meðal. Svava Pét-
ursdóttir var víðsýn og félagslynd
enda vinsæl á meðal sveitunga sinna
og allra sem hana þekktu. Mikill
gestagangur var jafnan á Hrófbergi,
enda má segja að Hrófberg hafi ver-
ið fræðasetur, öllum var tekið með
opnum örmum. Nú á síðari árum
komu margir við á Hrófbergi til að
fræðast um ættir sínar og sveit for-
SVAVA
PÉTURSDÓTTIR
feðra og -mæðra. Fræðimenn við
Háskóla íslands höfðu ítrekað sam-
band við Svövu í leit að upplýsingum
er tengdust Strandasýslu. Það gilti
um Svövu Pétursdóttur eins og sv(>b-
marga af hennar kynslóð að hún átti
þess ekki kost að stunda langskóla-
nám. En Svava undi glöð við hlut-
skipti sitt, enginn staður á jarðríki
var henni eins kær og Hrófberg og
sveitin um kring. Hún ferðaðist ekki
mikið um sína daga, vildi helst ekki
fara neitt lengra en svo að hún kæm-
ist heim aftur að kvöldi. Strandirnar
og Hrófberg nægðu henni, þetta var
hennar heimur. Þrátt fyrir að hún
hafi búið allt sitt líf að Hrófbergi var
hún heimskona, hafði allt sitt á
hreinu og var stolt yfir því að vera
Strandamaður. Svava Pétursdótth^
er sá íslendingur sem ég hef kynnst
sem einna helst gæti hafa verið af
aðalsættum, hún var hefðarkona.
Ég mun um ókomin ár sakna sam-
neytisins við Svövu, heimsókn á
Strandir verður ekki eins eftir frá-
fall hennar. Strandirnar hafa með
árunum orðið mér æ kærari, en öf-
ugt við Svövu hef ég átt þess kost að
ferðast vítt og breitt um heiminn.
Þessi reynsla mín hefur fært mér
heim sanninn um það að enginn
staður er mér kærari en Strandirn-
ar. Það áttum við Svava sameigin-
legt þó svo að hlutskipti okkar í líf-
inu væri eins ólíkt og hugsast getur.
Ég mun ævinlega vera Svövu þakk-
látur fyrir það hvernig hún opnaðk^
augu mín og fræddi mig um svo und-
urmargt á Ströndunum, margt sem
ég hefði ekki tekið eftir ef hún hefði
ekki bent mér á það. Við systkinin
Guðrún og Jón Víðir ásamt fjöl-
skyldum okkar þökkum Svövu fyrir
allar ánægjustundirnar og samver-
una. Blessuð sé minning Svövu Pét-
ursdóttur.
Sigmar B. Hauksson,
Víðivöllum.
Með söknuð í huga minnumst viðr'
mæðginin hennar Svövu langömmu
á Hrófbergi sem lést 28. september
sl. Það er margs að minnast og
margs að sakna, en efst í huga okkar
er hve góð hún var og umhyggju-
söm. Hún unni bæði landi og þjóð og
var mikill dýravinur. Það var alltaf
notalegt að koma að Hrófbergi og
tíminn var fljótur að líða því Svava
var svo minnug á alla hluti og sagði
svo skemmtilega frá, og ekki spillti
fyrir þegar Dóri langafi leyfði okkur
að heyra lögin sín sem hann hefur
samið.
Það lá alltaf betur á okkur þegar
við ókum frá Hrófbergi.
Lítill langömmudrengur á fallega
minningu um ömmu á Hrófbergii*.
sem hann mun geyma ásamt fallegu
bréfi sem hún sendi honum fyrir
stuttu.
Elsku langafi, megi Guð gefa þér
styrk í sorginni.
Við sendum öllum aðstandendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Drífa og Anton Freyr.
Okkur langar í nokkrum orðum
að minnast heiðurskonunnar Svövu
Pétursdóttur frá Hrófbergi í
Strandasýslu sem nýlega kvaddi
þennan heim eftir erfið veikindi. Á
hverju sumri fórum við í heimsókn
að Hrófbergi til Svövu og Dóra og
alltaf var jafngott að koma þangaðí
Svava var yndisleg heim að sækja,
alltaf hress og kát og hafði frá
mörgu að segja sem hreif mann
með. Alltaf var nóg með kaffinu og
jafnvel matur ef við vildum enda
mannmargt á því heimili með stórri
fjölskyldu og ótal vinum. Á árum áð-
ur höfðu þau alltaf einhver börn í
sveit á sumrin og var dóttir okkar
ein af þeim sem til þeirra fór og leið
vel. Margs er að minnast; Svava var
góð kona sem öllum vildi vel. Hún
kyssti okkur og faðmaði þegar við
komum og fórum og bað okkur allra^
heilla sem við viljum líka gera númí’*-
með þessum fátæklegu línum og
kveðjum þig kæra Svava og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Guð geymi þig.
Innilegar samúðarkveðjur til þín,
Dóri okkar og fjölskyldu þinnar allr-
ar.
Jóna, Halldór og Qölskyldav
í Grindavík. “