Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 55- MINNINGAR + Jónína Antons- dóttir fæddist á Hjalla í Hólahreppi í Skagafirði 16. maí 920. Hún lést á sjúkrahúsi Sauðár- króks 28. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurjóna Bjarna- dóttir og Anton Gunnlaugsson. Systkini hennar voru ellefu. Sigur- laug, ívar, Halldór, Svava, Hartmann, Lára og Helgi. Birna og Ásta létust ungar ásamt tveim- ur ungbörnum. Jónina giftist Árna Rögnvalds- Móðir mín fæddist á Hjalla í Hóla- hreppi. Foreldrar hennar Sigurjóna og Anton misstu heimili sín í snjóflóði er hún var þriggja ára gömul. Var henni þá komið í fóstur til hjónanna Kristínar og Hartmanns í Kolkuósi sem þá var verslunarstaður og einnig var þar sláturhús. Kristín og Hart- mann áttu tvo syni, þá Ásgrím og Sig- urmon. Litla stelpan var í miklu dá- læti hjá Kristínu, en hana hafði langað til að eignast dóttur. Móðir mín sýndi fljótt mikinn áhuga fyrir hestum og öðrum dýrum og var hún mikil sveitakona í sér alla tíð. Henni leið mjög vel í Kolkuósi og hafði hún alltaf mikið samband við sveitina sína. Ég man þegar við systk- inin fórum í heyskap þangað með mömmu og í berjamó á haustin. Eftir að hún og pabbi settust að á Króknum var hún með hest, en það syni, hann lést 24. apríl 1998. Börn þeirra eru: 1) Birna Ósk, gift Bjarna Birgi Þorsteinssyni. Dætur Birnu frá fyrra hjóna- bandi eru a) Nína Björk Hlöðversdóttir, gift Skúla Gunn- steinssyni, börn þeirra eru Gunnstein Aron og Darri Logi. b)Linda Dögg Hlöð- versdóttir. 2) Sigríður Árnadóttir, gift Erni Arasyni, börn þeirra eru a) Huldar Freyr. b) Arna Þöll. Dóttir Sigríðar frá fyrra hjónabandi er Ragnheiður Jónsdóttir, sambýlismaður henn- var ekki algengt á þeim tíma að kaupstaðarkonur ættu hesta og færu á hestbak, en mamma var öðruvísi en aðrir og fór hún alltaf sína leið. Eftir að ég var orðin fullorðin átti hún tún á nöfunum fyrir ofan bæinn og var þar með hesta og kindur sem hún hafði mikla ánægju af. Garðurinn hennar er fullur af blómum og tijám sem hún hefur gróðursett. Saumaskapur, pijóna- skapur og matreiðsla lék í höndunum á henni. Hún hafði gaman af að dansa og spila á spil, einnig var hún virk í Sjálfstæðisflokknum. Ekki má gleyma öllum ferðalögunum sem hún fór í með pabba um landið. Hún lifði svo sannarlega lífinu lifandi. Alla tíð hafði hún gott samband við foreldra sína og systkini. Innilegar þakkir sendi ég og öll fjölskyldan þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar. ar er Stefan Möller. 3) Rögnvald- ur Hartmann Árnason, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, börn þeirra eru a) Ámi Jón, sambýlis- kona hans er Stefanía Gylfadóttir, barn þeirra er Telma Lind. b) Anna Birna, sambýlismaður henn- ar er Ingólfur Arnarson, börn þeirra eru Nína og Orn Sólon. c) Berglind, sambýlismaður hennar er Bjarni Bjarnason. Jónina ólst upp í Kolkuósi í Við- víkurhreppi í Skagafírði. Fóstur- foreldrar hennar voru Kristín Símonardóttir og Hartmann Ás- grímsson. Fósturbræður hennar eru Ásgrímur og Sigurmon sem er látinn. Jónína fór á húsmæðra- skólann á Laugalandi í Eyjafirði. Vann hún sfðan í nokkur ár í Reykjavik þar til hún stofnaði heimili og settist að á Sauðárkróki þar sem hún bjó til dauðadags. Utför Jóninu fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín. Sigríður Ámadóttir. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma okkar, og við munum sakna þín sárt. Það var ekkert skemmtilegra en að koma á Krókinn og fá að fara með þér að gefa kindunum og hestunum. Þú varst alltaf svo full af fjöri og orku, hlaupandi eftir kindunum þínum upp um öll tún, við krakkamir höfðum varla við þér. Skemmtilegast var þó á vorin því þá fengum við að velja okkur lamb sem við máttum eiga og var það flottasta gjöfin sem við gátum fengið. Þið afi voruð mikið náttúrufólk og þekktuð hvem stokk og stein eftir ferðalög ykkar um landið en núna á síðustu árum áttu útlönd hug þinn all- an. Við eigum þér svo margt að þakka, elsku amma, og em margar af okkar bestu stundum heima hjá ykk- ur afa á Ægistígnum. Núna seinustu ár höfum við ekki heimsótt þig eins mikið og við hefðum viljað en þegar við höfum komið þá er það alltaf jafn- gott. Þú varst alltaf svo góð amma og langamma og naust þess að vera í faðmi fjölskyldunnar. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem við vorum að gera og fylgdist vel með, t.d þegar þú fékkst snögglega mikinn áhuga á handbolt- anum og varst mjög montin þegar rétta liðið varð íslandsmeistari. Það verður skrítið að koma á Krók- inn og fara ekki beint á Ægistíginn og fá góðar móttökur eins og alltaf. Elsku amma, þín verður sárt sakn- að. Við elskum þig. Þínar dótturdætur, Linda og Nína. Elsku ína, nú þegar þú hefur kvatt þennan heim og fengið hvfldina vil ég þakka þér fyrir góð og skemmtileg kynni í gegnum árin. Ég minnist þín sem elskulegrar tengdamóður og ekki síður sem góðs félaga. Þú varst kjamorkukona og nátt- úrubam. Ótrúlega lagin í höndunum, hvort sem það sneri að matargerð, saumaskap, smíðum eða öðmm úti- verkum. Það var ekkert þér ómögulegt. Á svona stundum koma margar minningar upp í hugann. Nú minnist ég helst þegar við vomm niður við Ós að veiða. Það var svo hljótt og kyrrt og algjört logn og sólin að setjast og Skagafjörðurinn blakti sínu fegursta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Öm Arason. Elsku amma mín, þó svo að þú haf- ir verið orðin gömul og veik og hvfldin þér kærkomin, er söknuðurinn mikill hjá mér að eiga aldrei eftir að sjá þig aftur. Þú sem varst mér alltaf svo góð. Ég á svo margar góðar minningar um’’ þig og afa þar sem ég dvaldi svo oft hjá ykkur sem barn og em mér sér- staklega minnisstæðar allar ferðirnar með ykkur um gamla góða landið ykkar Island sem var ykkur svo kært. Það var alltaf gaman að koma á Krókinn í heimsókn til ykkar, viðtök- urnar vora alltaf jafnhlýlegar. Ég veit að þú ert á góðum stað núna og að þér líður vel. Ragnheiður. Elsku besta langamma þökkum allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Sofðuvært,sofðurótt hinasíðustunótt Burt úr þjáningu og þraut þúertfarinábraut Vakirvinurþérhjá hann mun vel fyrir sjá Sofðuværþsofðurótt hinasíðustunótt Guð blessi þig. Nína og Öm Sólon. Við danskennarar sem urðum þess aðnjótandi að fá að kynnast henni ínu okkar þökkum fyrir allar þær frá- bæm stundir sem við áttum hjá henni^- og Ama á Sauðárkróki. Alltaf var tek- ið á móti okkur opnum örmum og hugsað um okkur af einstakri gest- risni og kærleik sem aldrei gleymist. Við þökkum ínu fyrir alla þá um- hyggju og hlýhug sem hún sýndi okk- ur þegar við gistum hjá þeim meðan dansnámskeið stóðu yfir. Við sendum fjölskyldu ínu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Auður, Marta og fjölskyldur. JÓNÍNA ANTONSDÓTTIR + Guðný var fædd að Berghyl í Austur-Fljótum 4. apríl 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 24. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar vora Stefán Bene- diktsson, bóndi og sjómaður, f. 1883, d. 1922, og kona hans Anna Jóhannesdótt- ir, f. 1882, d. 1959. Systkini hennar voru: Sigrún, f. 1905, d.1959; Steinunn, f. 1907, d. 1995; Þórunn, f. 1912, d. 1984; Benedikt, f. 1915, d. 1999; Jónas, f. 1917, d. 2000; Sigurbjörg, f. 1922. Guðný giftist 1932 Magnúsi Þor- lákssyni vélstjóra, f. 2.4. 1903, d. Fallin er frá á Siglufirði kær móð- ursystir okkar, Guðný Stefánsdóttir. Guðný var eitt sjö bama Önnu Jó- hannesdóttur og Stefáns Benedikts- sonar sem bjuggu að Berghyl í Fljót- um. Af systkinahópnum lifir aðeins Sigurbjörg sem var þeirra yngst. Systkinin kynntust snemma harðri lífsbaráttu en heimilisfaðirinn fórst 1922 aðeins 39 ára. Minningin um Nýju, eins og frænka okkar var jafnan kölluð, er hlý og góð, bæði frá æskuáram okkar á Siglufirði og síðar og eftirminnileg- ar era heimsóknir okkar á heimili hennai' og manns hennar, Magnúsar Þorlákssonar, sem var einstakt ljúf- menni. Ekki er hægt að segja að lífið hafi alltaf farið mjúkum höndum um Nýju. En í áföllum lífsins sýndi hún hve sterk hún var, einkum þegar hún missti á einu ári eiginmann sinn, einkasoninn Viðar og sólargeislann, sonarsoninn Magnús. Þetta var ef- laust erfiðasti tími lífs hennar en stoð hennar og stytta í raunum var vin- kona hennar, Aðalheiður Rögnvalds- dóttir. Þær héldu heimili saman eftir lát Magnúsar og hefur Heiða annast 30.3. 1976. Guðný og Magnús bjuggu allan sinn búskap á Siglu- firði. Þau eignuðust einn son Viðar raf- virkja, f. 9.9.1933, d. 7.2. 1977. Fyrri kona Viðars var Kolbrún Eggertsdóttir en þau slitu samvistum. Þeirra börn voru Magnús, d. 1976, Jóna Theódóra, Guð- ný Ólöf, Vilborg Rut og Þóra. Eftir lát Magnúsar bjuggu Aðalheiður Rögn- valdsdóttir og Guðný saman að Laugavegi 37 uns Guðný fór á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Utför Guðnýjar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nýju í veikindum hennar og létt henni lífið allar götur síðan. Slík manngæska verður'seint fullþökkuð. Nýja fékk útrás fyrir sköpunar- gleði sína í fjölbreyttri handavinnu sem hún gerði og var heimili hennar skreytt mörgum meistarastykkjum. Keppnisskapið kom vel í ljós þegar hún sat við spilaborðið þar sem hún var lagin og hafði unun af. Nokkur undanfarin ár hefur frænka okkar legið rámföst á Sjúkrahúsi Siglufjarð- ar og notið þar góðrar umönnunnar. Þegar fjölskylda Steinunnar systur hennar var á ferð á Siglufirði fyrir nokkram áram buðu þær stöllur, Heiða og Nýja, okkur öllum til veislu á heimili sínu. Nýja gerði sér lítið fyr- ir og skrapp heim af sjúkrahúsinu til þess að taka á móti okkur og lék á als oddi við veisluborðið eins og svo oft áður og Ijúf er þessi stund í minning- unni. Þótt líkamleg heilsa hafi verið orðin bágborin undir það síðasta hélt hún andlegri reisn fram á síðasta dag. Minningin um Guðnýju frænku okkar á marga bjarta drætti í huga okkar, við þökkum gengin spor og biðjum henni Guðs blessunar. Anna, Bogi, Ólafur og Gústav. Guðný Ólöf Stefánsdóttir eða Nýja eins og hún var ævinlega kölluð var um margt einstök kona. Hún ólst upp í góðum systkinahópi til 11 ára aldurs er Stefán faðir hennar fórst með tog- aranum Maríönnu 1922. Það var að vonum mikið áfall fyrir fjölskylduna, ekki síst fyrir Nýju sem hafði verið mjög hænd að föður sínum. Eftir frá- fall föður síns fór Nýja að Barði til séra Stanleys Melax þar sem hún dvaldi í 5 ár. Séra Stanley bjó með aldraðri móð- ur sinni og minntist Nýja þeirra ára með hlýju enda munu þau mæðginin hafa gefið Nýju gott veganesti út í líf- ið. Eftir það lá leiðin í vist til Siglu- fjarðar og Reykjavíkur. 1932 giftist Nýja föðurbróður mín- um Magnúsi Þorlákssyni vélstjóra. Nýja vann ýmis störf eftir það, var m.a. í sfld á sumrin eins og kvenna var siður á Siglufirði á þeim áram. Hún mun hafa verið hamhleypa tfl þeirra verka. í mörg ár rak Nýja verslun ásamt Aðalheiði Rögnvalds- dóttur vinkonu sinni, fyrst ísbúð og síðan hannyrðaverslun. Áður hafði hún í 10 ár veitt saumastofu Sjálfs- bjargar á Siglufirði forstöðu. Nýja hafði mjög glöggt auga fyrir hannyrð- um, var einkar listræn á því sviði og veit ég að mörgum þótti gott að leita ráða hjá henni í versluninni. Með ólík- indum er hversu afkastamikil hún var í hannyrðum enda féll henni sjaldan verk úr hendi meðan sjónin entist, en það var þungt áfall fyrir hana þegar sjónin dapraðist vegna sykursýki sem hijáði hana seinni hluta ævinnar. Nýja og Maggi eignuðust einn son, Viðar, 1933. Fyrri kona hans var Kol- brán Eggertsdóttir og eignuðust þau fimm mannvænleg böm. Leiðir þeirra skildi og fluttist Viðar þá til Ameríku þar sem hann kvæntist aft- ur en lést eftir stutta sambúð aðeins 43 ára. Á einu ári sá Nýja á eftir son- arsyni sínum, manni og einkasyni yfir móðuna miklu. I þessari sáru lífs- reynslu reyndist Heiða vinkona henn- ar henni einstaklega vel. Þær vora báðar miklar félagsmálakonur sem tóku þátt í ýmsu félagsmálastarfi á Siglufirði auk þess sem þær höfðu gaman af spilamennsku og söng. Guðmundur, faðir minn, og Magn- ús vora einkar samiýndir og reynd- ust þau Nýja honum mjög vel þegar hann var að bijótast til náms. í GUÐNÝ ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR bemsku minni var sérstakur ævin- týraljómi yfir ferðum til Siglufjarðar. Glaðværðin og innileikinn var ekta. Nýja hafði einstakt lag á bömum og hændust þau mjög að henni. 10 ára gömul dvaldist ég á Siglufirði mengið úr sumri ásamt litlu systur minni. Þau bjuggu þá mjög þröngt en samt var eins og alltaf væri rám fyrir ættingja og vini. Jens bróðir minn átti sitt ann- að heimili hjá Nýju og Magga og vildi helst hvergi annars staðar vera. Jens hefur búið erlendis í tæp 40 ár en komið reglulega heim og hefur þá leiðin alltaf legið til Siglufjarðar. Stefanía föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt tveimur mjög fötluðum dætram sínum, Önnu og Ellu. Árlega fóra Maggi og Nýja og dvöldu í vikutíma hjá Stefaníu. Það var okkar sæluvika sagði Anna. Þau bára með sér líf og gleði. Seinni árin höfðum við hjónin kom- ið a.m.k. einu sinni á ári í Siglufjörð og notið mikillar gestrisni Nýju og Heiðu. Oft voram við með fylgdarlið með okkur, bamaböm og vini, allir vora hjartanlega vekomnir. Nýju þótti vænt um að Vilborg Rut sonar- dóttir hennar skyldi kaupa gamla húsið hennar við Túngötu og gera það upp. Síðustu árin dvaldi Nýja á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar. Hún var ákaflega þakklát fyrir þá frábæra umönnun sem hún fékk þar og þakk- lát fyrir að hafa fengið að halda skýrri hugsun til hins síðasta. Hún kunni fjöldann allan af söngtextum og unni ljóðalestri. Er ég síðast ræddi við hana í síma tveimur dögum fyrir and- látið fylgdist hún gjörla með um- hverfinu og þjóðmálaumræðunni á sinn hógværa og notalega hátt. Eins og fyrr er sagt hefur Heiða veitt Nýju ómetanlegan stuðning og einstakt að fylgjast með umhyggju hennar og trygglyndi fram til hins síðasta. Um leið og ég kveð Nýju með þakklæti fyrir að hafa þekkt hana og átt hana að vinkonu bið ég góðan Guð að styrkja Heiðu og aðra ættingja og vini. Minningin um yndislega konu mun ylja mér um hjartarætur um ókomin ár. - Stella Guðmundsdóttir. m v/ FossvogsUmUjwgai^ð Símit 554 0500 GARÐHEIMAR BLÓMABÚD • STEKKJARBAKKA 6 s- SÍMI 540 3320 UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Eiwrsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Ctlsen útfararstjóri. JS. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 k Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.