Morgunblaðið - 08.10.2000, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Associated Press
Höfuðborgin, á sínu svipmikla borgarstæði sem skiptist í tvennt afdjúpu og tignarlegugili, er ekki lík neinni annarri höfuðborg.
í furstadæminu er velmegun mikil og nánast ekkert atvinnuleysi og iaun með því hæsta sem gerist í Evrópu.
íslendingar búsettir í Lúxemborg hafa aldrei
verið jafnmargir og nú og fer þeim fjölgandi
sem vinna þar við ýmsar bankastofnanir. ís-
lendingarnir halda vel saman en starfsemi
íslendingafélagsins er fjölbreytt og þátttaka
góó eins og Hildur Einarsdóttir komst aó
raun um þegar hún hitti formann félagsins,
Bjargeyju Elíasdóttur, og ræddi við hana og
þann íslending sem á lengsta samfellda
búsetu í landinu, Agnar Br. Sigurvinsson.
FRAMAN af síðustu öld
voru ísland og Lúxem-
borg fáum kunn í hin-
um stóra heimi og í
báðum þessum smá-
ríkjum vildu menn kappkosta að
breyta því. Eftir að samband var
tekið upp á milli landanna í flugmál-
um árið 1955, þegar fyrsta flugvél
Loftleiða lenti á Findel-flugvelli,
urðu ísland og Lúxemborg tengilið-
ir milli tveggja heimsálfna, á flug-
leið sem er ein sú fjölfarnasta og
mikilvægasta í heiminum.
Á frumbýlingsárum Loftleiða í
Lúxemborg bjuggu þar aðeins örfá-
ir starfsmenn þeirra því reksturinn
var fábrotinn. Smám saman jukust
umsvifin, einkum þegar Cargolux
var stofnað árið 1970, en það ár
töldust íslenskir ríkisborgarar bú-
settir í Lúxemborg vera 42 að tölu
en 5 árum síðar voru þeir orðnir 258
og fór stöðugt fjölgandi. Var þá
landnám íslendinga orðið stað-
reynd. Nú búa þar tæplega 500 ís-
lendingar að sögn Bjargeyjar Elias-
dóttur, formanns Islendingafé-
lagsins í Lúxemborg. Hluti þessa
fólks er af annarri og þriðju kynslóð
íslendinga og hefur það margt lúx-
emborgskt ríkisfang.
Lengi framan af unnu flestir Is-
lendinganna við störf sem tengdust
fluginu. Um og eftir 1973 fóru ís-
lendingar að hasla sér völl á fleiri
sviðum. Má þar nefna fyrirtæki sem
hafa að meginmarkmiði sölu og
markaðssetningu sjávar- og land-
búnaðarafurða. Þeir settu líka á
stofn veitingahús, fyrirtæki sem
starfrækti langferðabíla á megin-
landinu, heildverslun með barna-
vörur, hótel, smásölu á íslenskum
ullarvörum, rekstur heilsuræktar-
stöðvar, svo dæmi séu tekin. Sum af
þessum fyrirtækjum eru ekki leng-
ur starfandi en önnur eru í fullum
rekstri og ganga vel. Nú fer þeim sí-
fellt fjölgandi sem vinna við hinar
ýmsu bankastofnanir en í Lúxem-
borg er að finna banka frá tæplega
50 löndum. „Margt af því fólki sem
vinnur í bankageiranum hefur num-
ið í Evrópu og flutt sig hingað vegna
vinnu,“ segir Bjargey.
Félagslífið fjölbreytt
og þátttakan góð
Agnar Br. Sigurvinsson, flugvirki
og flugvélstjóri sem vann lengi hjá
Loftleiðum og síðar Cargolux og er
nú starfsmaður hjá flugfélaginu
Atlanta, staðsettur í Madrid hluta
úr árinu, á lengsta samfellda búsetu
íslendinga í Lúxemborg en hann
hefur búið þar síðan 1966. Þegar
hann flutti þangað voru aðstæður
gjörólíkar því sem nú er. „Þá var
borgin að byggjast upp og hafði eins
og nú vinalegan blæ yfir sér á sínu
svipmikla borgarstæði," segir Agn-
ar. „Findel-flugvöllurinn var þá eins
og lítill sveitafiugvöllur, opinn en
ekki afgirtur eins og tíðkast nú.
Hér bjuggu þá færri en tíu ís-
lendingar sem unnu hjá Loftleiðum
og vorum við eins og stór fjölskylda
og hittumst heima hjá hvert öðru
um helgar. Eftir því sem fleiri bætt-
ust í hópinn varð félagslífið um-
fangsmeira og íslendingafélagið
Ljósmynd/Hildur Einarsdóttir
Bjargey Elíasdóttir, formaður íslendingafélagsins
ILúxemborg.
Morgunblaöiö/Jim Smart
Agnar Br. Sigurvinsson sem hefur búið I Lúxemborg frá
1966 og á iengsta samfellda búsetu íslendinga þar.
var stofnað árið 1972 með það
markmið að efla samheldni og ann-
ast skemmtanahald.“
Bjargey segir félagslíf Islending-
anna í Lúxemborg fjölbreytt og
þátttöku í því góða. „Reglulega er
gefið út fréttabréf þar sem sagt er
frá því sem er á döfinni hverju sinni
og sagðar fréttir af íslendingunum,
en ritið heitir Brúin.“
Veisluföngin líkust því
sem gerist á íslandi
„Fyrsta hátíðin sem íslendinga-
félagið stóð að var í tilefni af 17. júní
og hefur jafnan síðan verið lögð sér-
stök áhersla á að gera þann dag að
skemmtun fyrir yngri kynslóðina.
Farið er í leiki og grillaðar íslenskar
pylsur en áhersla hefur verið lögð á
að hafa veisluföngin sem líkust því
sem gerist á íslandi.
Fjölsóttasta hátíðin á okkar veg-
um er vafalaust þorrablótið. Þessi
hátíð er raunar eldrí en Islendinga-
félagið sjálft því fyrsta formlega
þorrablótið var haldið árið 1968. Til
þorrablótsins koma ekki aðeins ís-
lendingar sem búsettir eru í Lúx-
emborg heldur einnig íslendingar
sem búa í nágrannalöndunum. Allur
matur er fenginn frá íslandi og
fluttur á staðinn af Cargolux.
Spuni, leikklúbbur Islendinga í
Lúxemborg, sér venjulega um
skemmtiatriði kvöldsins. Þeir sjá
um að semja og æfa dagskrá um það
sem helst hefur borið á góma hjá Is-
lendingum í landinu. Þar er landinn
dreginn sundur og saman í háði eins
og tíðkast á þorrablótum á f slandi.
Við höfum einnig fengið til okkar
íslenskar hljómsveitir sem leika fyr-
ir dansi á þorrablótunum.
Litlu jólin eru einnig árlegur við-
burður. Þá er gengið í kringum jóla-
tréð og íslensku jólalögin sungin,
jólasveinar koma í heimsókn og
færa börnunum auðvitað íslenskt
sælgæti í poka.“
Auglýst eftir leikstjóra
„Við höldum bjórkvöld alltaf
fyrsta föstudagskvöld í hverjum
mánuði. Þá ákveður einhver íslend-
inganna sem hér búa hvaða krá
hann vill sækja þannig að við hitt-
umst á mismunandi stöðum og þá
gjarnan á krá sem viðkomandi
þekkir vel. Það er gaman að fara á
krár í Lúxemborg, hér býr fjöldi íra
og Breta og setja þeir svip á kráalíf-
ið.
Við erum líka með bridgeklúbb
en ákveðinn kjarni íslendinganna
spilar bridge að staðaldri. Áformað
er að halda námskeið í byrjun næsta
árs og við höfum fengið kennara til
að kenna okkur þessa hugaríþrótt.
Þá er starfandi hjólaklúbbur en
hér er að finna góðar hjólaleiðir.
Frá því að leiklistarklúbburinn
okkar, Spuni, var stofnaður árið
1975, hefur farið fram lífleg starf-
semi innan hans. Árið 1983 var
ákveðið að ganga í Bandalag ís-
lenskra leikfélaga. Um tíma naut
klúbburinn aðstoðar bandalagsins
við að útvega leikstjóra frá íslandi
en svo er ekki lengur. Ég vil fá að
koma því hér á framfæri að við er-
um að leita að leikstjóra sem hefur
áhuga á að starfa með okkur í einn
mánuð í vetur.“