Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 32
32 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
+
fNtfSiiiiHiifeifr
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ERLENDAR FJÁRFESTINGAR
í SJÁVARÚTVEGI
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra reið á vaðið fyrir
skömmu og hvatti til þess að
hömlum yrði aflétt af erlendum fjár-
festingum í sjávarútvegi. Aðrir
stjórnmálamenn, sem hafa tjáð sig
um þetta mál síðan, _ hafa verið
varkárir og m.a. sagði Árni M. Mat-
hiesen sjávarútvegsráðherra í ræðu á
aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í
fyrradag: „Almennt sé ég ekki ástæðu
til að breyta reglum um fjárfestingar
erlendra aðila í sjávarútvegi."
Ýmsir forystumenn í sjávarútvegi
sýnast hins vegar vilja ganga lengra.
Ef marka má umræður á fyrrnefnd-
um aðalfundi Samtaka fiskvinnslu-
stöðva eru forsvarsmenn nokkurra
helztu sjávarútvegsfyrirtækja lands-
ins opnir fyrir því að leyfa erlendar
fjárfestingar. Þannig lýsti Björgólfur
Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnsl-
unnar hf. í Neskaupstað þeirri skoð-
un, að sjávarútvegur gæti ekki staðizt
samkeppni á hlutabréfamarkaði án
erlendrar fjárfestingar. Með því ykist
áhugi almennings á sjávarútvegi sem
fjárfestingarkosti. Gunnar Tómas-
son, stjórnarformaður Þorbjarnar hf.
í Grindavík, sagði að þótt útlending-
um yrði heimiluð eignaraðild að ís-
lenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum
þyrfti ekki að óttast yfirtöku erlendra
stórfyrirtækja og vísaði í þeim efnum
til reynslu Norðmanna. Róbert Guð-
finnsson, stjórnarformaður Þormóðs
ramma-Sæbergs hf. og Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna hf., sagði að er-
lend eignaraðild mundi styrkja ís-
lenzk sjávarútvegsfyrirtæki fjár-
hagslega.
Á svipaðan hátt var talað af hálfu
forystumanna sjávarútvegsfyrir-
tækja á fundi greiningardeildar
Kaupþings hf. um sjávarútvegsmál
fyrir skömmu.
í ræðu á aðalfundi Samtaka fisk-
vinnslustöðva gerði Sigurður Einars-
son, forstjóri Kaupþings hf., þetta
mál að umtalsefni í tengslum við Nor-
ex, samstarf verðbréfaþinga á Norð-
urlöndum og sagði: „Með tilkomu
hans er hætta á því að áhugi fjárfesta
taki að beinast fremur í átt að stærri
félögum í öðrum geirum en sjávarút-
vegi þar sem erlendir aðilar mega
ekki eiga hlut í þeim fyrirtækjum.
Sjávarútvegsfyrirtæki gætu þannig
orðið annars flokks fjárfestingarkost-
ur og gert núverandi eigendum erfitt
um vik, bæði hvað seljanleika varðar
og eins frekari fjármögnun.“
Þessi ummæli forystumanna í
sjávarútvegi og á fjármálamarkaði
benda til þess að stjórnmálamenn
mundu ekki mæta andstöðu úr þeirri
átt ef þessum reglum yrði breytt.
I fyrrnefndum umræðum var þeirri
spurningu varpað fram hvort erlend
fjárfesting í sjávarútvegi jafngilti því
fyrir íslenzkan sjávarútveg að við
værum orðnir aðilar að ESB þar sem
útlendingar væru þar með komnir
með fótfestu í íslenzkri fiskveiðilög-
sögu.
Þetta er auðvitað grundvallarmis-
skilningur. Þótt útlendingar yrðu
hluthafar í íslenzkum útgerðarfyrir-
tækjum lúta þau eftir sem áður ís-
lenzkum lögum og reglum, verða að
starfa innan ramma hins íslenzka
fiskveiðistjórnarkerfis o.s.frv.
Aðild íslands að ESB þýddi hins
vegar að allar formlegar ákvarðanir
um fiskveiðar við ísland yrðu teknar í
Brussel. Hér er því engu saman að
jafna.
Það er mjög eðlilegt að stjórnmála-
menn séu varkárir í þessu sambandi
og áður en ákvarðanir eru teknar er
sjálfsagt að málið sé skoðað ofan í
kjölinn. En umræðurnar hafa leitt í
ljós að öll meginrök eru fyrir því að
leyfa erlendar fjárfestingar í íslenzk-
um sjávarútvegi. I því sambandi
skiptir stuðningur forsvarsmanna ís-
lenzkra sjávarútvegsfyrirtækja við
þetta sjónarmið miklu máli.
Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins
8. okt. 1950: „Þegar ríkis-
stjórn íslans gerði sam-
kvæmt heimild og ályktun
Alþingis samning við
Bandaríki Norður-Ameríku
um brottflutning alls herliðs
þeirra haustið 1946 og
samdi um viðkomurjettindi
amerískra flugvjela á Kefla-
víkurflugvelli um leið og
flugvöllurinn var viður-
kenndur sem alþjóðleg flug-
stöð, sem flugvjelum allra
þjóða var heimil viðkoma á,
sagði fimmta herdeild
kommúnista á íslandi, að
„landið þefði verið selt“.
Þegar Alþingi ákvað árið
1947, að ísland gerðist aðili
að efnahagssamvinnu lýð-
ræðisþjóða Vestur-Evrópu,
sem kennd hefur verið við
Marshall, núverandi land-
varnaráðherra Banda-
ríkjanna, sögu kommúnistar
á ný að Island hefði verið
selt.
Þegar Alþingi og ríkis-
stjórn samþykktu vorið
1949, að ísland skyldi taka
þátt í varnarbandalagi vest-
rænna lýðræðisþjóða,
Atlantshafsbandalaginu,
lýsti fimmta herdeildin því
enn á ný yfir að landið hefði
verið selt.
í öll skiptin mótmæltu
kommúnistar í nafni „þjóð-
arinnar" ákvörðunum Ál-
þingis og ríkisstjórnar."
8. okt. 1960: „Ýmsir af
forystumönnum flugmál-
anna vilja láta byggja flug-
völl á Álftanesi. Ef ein-
göngu væri um að ræða
flugvöll fyrir innan-
landsflugið kæmi þessi stað-
ur sjálfsagt mjög til greina.
En það munu áðurnefndir
aðilar ekki telja fullnægj-
andi og vilja fá flugvöll, er
nægja myndi fyrir þotur. Ef
úr slíkum framkvæmdum
yrði, þá er hætt við að flug-
völlurinn kæmist að nokkru
leyti í sömu úlfakreppu og
núverandi flugvöllur er í.
Enda er mikið rætt um þær
truflanir, sem þotuflug veld-
ur í nágrenni flugvalla víða
um heim. Loks er svo meg-
inhluti Álftaness vel fallinn
til bygginga, einkum íbúða-
hverfa.“
8. okt. 1970: „Öllum er
ljóst, að það er höfuð-
nauðsyn, að útgerðin eins
og annar atvinnurekstur
beri arð. En það er á hinn
bóginn alkunn staðreynd, að
fyrirtæki í höndum ein-
staklinganna sjálfra eru að
öllu jöfnu vænlegri til
árangurs í þessum efnum
heldur en fyrirtæki í hönd-
um opinberra aðila. Þess
vegna er það fagnaðarefni
að tilkoma þessara nýju
skuttogara skuli um leið
efla atvinnurekstur í hönd-
um einstaklinganna sjálfra."
ASÍÐUSTU árum höfum við
íslendingar átt þess kost
að kynnast eilítið nokkrum
af merkustu stjórnmála-
mönnum samtímans. Vit-
anlega hefur ekki verið um
„kynni“ að ræða í hefð-
bundinni merkingu þess
orðs en hingað til lands hafa komið margir þekkt-
ir ráðamenn, sem sýnt hafa þjóðinni mikla
vinsemd og gefið hafa okkur tækifæri til að fylgj-
ast úr nokkurri nálægð með störfum sínum og
persónu. Skemmst er að minnast heimsóknar
Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, um liðna helgi en stjómvöld í Banda-
ríkjunum hafa á undanliðnum misserum sýnt
okkur íslendingum mikla vinsemd og ræktar-
semi. Hið sama hafa ráðamenn í Þýskalandi,
einkum Gerhard Schröder kanslari, gert og er
sérlega ánægjulegt hversu vel tekist hefur til við
að efla tengsl okkar við þetta forusturíki í hinni
nýju Evrópu. Þeir möguleikar, sem þau tengsl
skapa á sviði menningar, lista og stjómmála,
verða seint upp taldir. Mikilvægt er að áfram
verði unnið að því að treysta enn frekar sam-
skiptin við Þýskaland.
Ein slík heimsókn stendur vitanlega upp úr.
Þá er átt við leiðtogafund risaveldanna í Reykja-
vík haustið 1986 er hingað til lands komu þeir
Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og
Míkhaíl S. Gorbatsjov, þáverandi leiðtogi Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna. Þessi fundur reynd-
ist í meira lagi sögulegur eins og fræðimenn við-
urkenna almennt nú.
Heimsbyggðin hafði af augljósum ástæðum
gríðarlegan áhuga á þessum fundi. íslendingar
fylgdust einnig spennth- með og þótt tekist væri
á um mál er vörðuðu heimsbyggðina alla þótti
fólki ekki síður áhugavert að fylgjast úr nokkurri
nálægð með framgöngu leiðtoganna. Reagan for-
seti var vitanlega annálaður fyrir persónutöfra
og hæfileika til að ná til alþýðu manna en ef til vill
vakti koma hins nýja leiðtoga sovéska kommún-
istaflokksins meiri eftirvæntingu. Erlendar
fréttir fjölmiðla á íslandi sem annars staðar
höfðu þá um nokkurt skeið snúist að stórum
hluta um þennan nýja ráðamann í Kreml, sem
svo miklar vonir voru bundnar við. Gorbatsjov
var talinn boða nýja tíma en haustið 1986 óraði
engan, sem fylgdist með Reykjavíkurfundinum,
fyrir því að hin svonefnda „opnunarstefna“ Gorb-
atsjovs, glasnost, ætti eftir að leysa þvílík öfl úr
læðingi; öfl, sem að lokum áttu stóran þátt í því
að leggja heimsveldi kommúnismans í Mið- og
Austur-Evrópu í rúst. Á blaðamannafundi, sem
Míkhaíl S. Gorbatsjov boðaði til í Háskólabíói eft-
ir fundinn með Reagan, varð viðstöddum Ijóst að
kominn var fram á sjónarsviðið leiðtogi, er var í
grundvallaratriðum ólíkur þeim mönnum, sem
farið höfðu fyrir sovéskum kommúnistum frá
stofnun heimsveldis þeirra.
Annar maður, sem tengdist hinum sögulegu
umskiptum í Mið- og Austur-Evrópu, hefur sýnt
íslendingum sérstaka virðingu og vinsemd. Hér
er vísað til Vaclavs Havels, núverandi forseta
Tékkneska lýðveldisins. Havel var virtur rithöf-
undur og þekktasti andófsmaður lands síns, sem
þá nefndist Tékkóslóvakía, er kommúnistar voru
einráðir í þessum hluta Evrópu. Miklar breyting-
ar áttu eftir að verða á högum Havels. Á undra-
skömmum tíma breyttist staða hans í tilverunni;
dag einn var hann ekki lengur andófsmaður og
skömmu síðar varð hann fyrsti forseti hinnar
nýfrjálsu Tékkóslóvakíu. Havel hefur gegnt
þessu embætti með eftirtektarverðum hætti og
haft mikil áhrif á framvindu mála í heimalandi
sínu.
Vaclav Havel hefur sýnt íslenskri menningu og
menningararfleifð lifandi áhuga. Hann kom fyrst
hingað til lands í febrúarmánuði 1990 til að vera
viðstaddur sýningu á leikriti sínu „Endurbygg-
ingin“, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Með
forsetanum í fór var þá Shirley Temple Black,
sendiherra Bandaríkjanna í Tékkóslóvakíu, sem
á árum áður var þekkt barnastjama í kvikmynd-
um. Borgarleikhúsið sýndi síðan annað verk eftir
Havel „Largo Desolato" haustið 1996. Frá því
þetta var hefur Havel bæði komið hingað til
lands og haft hér viðdvöl á leið yfir Atlantshafið.
„OPIN bréf' nefnist
ODÍn bréf‘ bók, sem gefin var út á
” 1 ensku fyrir nokkrum ár-
um og hefur að geyma valdar greinar, ritgerðir
og bréf frá árunum 1965-1990 eftir Vaclav Havel.
í þessari bók er að finna grein, er nefnist á ensku
„Meeting Gorbachev" eða „Eg hitti Gorbatsjov“.
Áuk þess að fjalla um Gorbatsjov, heimsókn hans
til Prag og viðbrögð sín við henni víkur höfund-
urinn einnig að hlutskipti stjómmálaleiðtogans,
störfum hans og umhverfi og hljóta þau skrif að
vekja athygli ekki síst þar sem Havel óraði tæp-
ast fyrir því að aðeins tæpum þremur áram síðar
yrði hann í hlutverki leiðtoga þjóðar sinnar.
Grein þessa ritaði Havel í júlímánuði 1987 og
birtist hún í greinasafni um Mikhaíl S. Gorb-
atsjov, sem útgefandi Havels í Þýskalandi gaf út.
Greinin birtist hins vegar fyrst á tékknesku í
óleyfilegu dreifriti, svonefndu samizdat, í sept-
ember 1987. Grein Havels fer hér á eftir:
„Væntanleg heimsókn keisara glasnost til
landsins, sem lýtur stjórn þeirra, sem era and-
vígir opnunarstefnu hans, hefur greinilega vakið
miklar væntingar. Heimsóknin hefur gert að
verkum að aldrei áður hafa svo margir blaða-
menn verið saman komnir í Prag. Þeir koma með
góðum fyrirvara; það er sjálfur Glasnost-keisar-
inn sem sífellt frestar ferðinni. Og þess vegna
gera fréttamennimir hvað þeir geta til að stytta
biðina. Nokkrir tugir þeirra heimsækja mig; allir
vilja þeir vita hvert álit mitt er á nýja keisaran-
um. En það er vandræðalegt að þurfa að endur-
taka sömu hugsanirnar aftur og aftur, ekki síst
sökum þess að mér sýnist engin þeirra sérlega
framleg; það er sama hvað ég segi, mér finnst
sem ég hafi heyrt það eða lesið áður.
Loksins kemur hann og ég get slakað á. Nú
hafa blaðamennimir fengið áhugaverðara við-
fangsefni en að hlusta á mig segja þeim það, sem
þeir era þegar búnir að skrifa.
Ég bý nærri Þjóðleikhúsinu í Prag; klukkan er
hálftíu um kvöld, hvergi er fréttamann að sjá svo
að ég fer með hundinn minn út í göngutúr. Og
hvað sé ég? Endalausar raðir af glæsibifreiðum,
sem búið er að leggja og mikinn fjölda lögreglu-
manna. Auðvitað: Gorbatsjov er í Þjóðleikhúsinu
að horfa á viðhafnarsýningu. Ég stenst ekki
freistinguna, geng í átt að leikhúsinu og get
þakkað hundinum mínum það að hann brýtur
mér leið í gegnum mannfjöldann alveg þangað til
að ég er kominn í fremstu röð. Ég stend þar og
bíð; sýningunni hlýtur að ljúka á hverri stundu.
Ég virði fyrir mér fólkið á gangstéttinni og
hlusta. Þetta era venjulegir vegfarendur, ekki
skipulagður hópur, sem hefur verið „tekinn á
leigu“, ekki einu sinni fólk, sem kom til að fá að
beija Gorbatsjov augum - bara hávaðasamir ein-
staklingar á leið á krána eða frá henni eða fólk,
sem er úti að ganga eins og ég og kom auga á eitt-
hvað óvenjulegt og nam staðar sakir forvitni.
Samtöl fólksins era kaldhæðnisleg og beinast
einkum að löngum röðum öryggislögreglu-
manna, sem sýna engin viðbrögð enda augljós-
lega búnir að fá fyrirskipanir um að gera ekkert
það, sem orðið geti til þess að varpa skugga á
heimsókn Gorbatsjovs.
Loksins taka lögreglumennirnir við sér, Ijós
glæsibifreiðanna era kveikt og vélar þeirra ræst-
ar, fyrirmennin taka að tínast út úr leikhúsinu.
Og viti menn, þama er hann, Raisa er við hlið
hans, óeinkennisklæddar löggur allt í kringum
þau.
Einmitt á þessu augnabliki verð ég fyrst undr-
andi: allir þessir kaldhæðnu, orðheppnu menn,
sem aðeins fáeinum sekúndum áður gerðu
miskunnarlaust grín að yfirboðuram sínum og
lífvörðum þeirra, breytast skyndilega, eins og
fyrir tilverknað galdurs, í hóp spennts fólks, sem
kallar og hrópar af öllum lífs og sálar kröftum og
ýtir og hrindir frá sér til að komast sem næst
æðsta-leiðtoganum.
Nei: Þetta snýst ekki um hið „eilífa vináttu-
samband við Sovétríkin" - hér er á ferðinni nokk-
uð, sem er miklu hættulegra: Þetta fólk er að
fagna manni, sem það vonar að færi því frelsi.
Ég gerist dapur; þessi þjóð okkar lærir aldrei
neitt. Hversu oft hefur hún bundið vonir sínar
við eitthvert utanaðkomandi afl í þeirri trú að
það gæti leyst allan vanda hennar? Hversu oft
hefur þessi þjóð staðið eftir gjörsamlega von-
svikin og bitur, neydd til að viðurkenna að hún
geti ekki vænst nokkurs af einum né neinum án
þess að hún sé fyrst og fremst tilbúin til að
hjálpa sér sjálf? Og enn á ný eram við í sömu
sporum og gerum sömu mistökin. Þetta fólk
virðist telja að Gorbatsjov sé kominn til að frelsa
það frá Husak!
Þegar hér er komið sögu er Glasnost-keisarinn
kominn að þar sem ég stend. Hann er fremur lít-
ill og riðvaxinn, sýnist kelinn og boltalaga þar
sem hann er umkringdur risavöxnum lífvörðum
sínum, virðist vera feiminn og hjálpar þurfi. Á
andliti hans birtist bros, sem ég kemst að þeirri
niðurstöðu að sé einlægt og hann veifar til okkar
á þann hátt að nánast virðist um samsæri að
ræða, það er eins og hann heilsi hveiju og einu
okkar sérstaklega.
Og þá verð ég undrandi í annað skiptið þetta
kvöld; skyndilega vorkenni ég honum. Ég reyni
að ímynda mér það líf, sem hann lifir þar sem
hann er dag hvern allan daginn í fylgd þessara
steinrannu varða sinna, allan daginn upptekinn,
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 33
RE YKJAVÍ KURBRÉF
Laugardagur 7. október
Haustlitir við Tjörnina.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
endalausir fundir, samningaviðræður og ræður:
hann þarf að tala við mikinn fjölda fólks; muna
hver er hver; segja eitthvað sniðugt en gæta þess
um leið að segja það, sem er rétt, segja það, sem
umheimurinn, sem alltaf er í leit að einhverju
spennandi, getur ekki nálgast og notað gegn hon-
um; hann þarf ávallt að sjást með bros á vör og
taka þátt í athöfnum eins og þessari hér í kvöld
þegar hann hefði öragglega frekar kosið að eiga
rólegt kvöld og hvíla sig.
En ég er fljótur að berja niður þennan sting
samúðarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft hef-
ur hann fengið það, sem hann þráði. Hann kann
greinilega vel að meta svona líf, annars hefði
hann ekki valið sér þetta hlutverk. Ég neita að
vorkenna honum, skamma sjálfan mig fyrir að
láta eins og fiflin á Vesturlöndum, sem bráðna
eins og snjókallar í sólinni um leið og einhver
austrænn pótintáti gerir sig sætan og brosir til
þeirra. Vertu raunsær, áminni ég sjálfan mig;
haltu þig við það, sem þú hefur dreift til allra
þessara erlendu blaðamanna síðustu þijá dag-
ana.
Gorbatsjov, maðurinn sem lofaði hér í Prag
eina þá verstu rikisstjórn, sem verið hefur við
völd í landi okkar í manna minnum, er á göngu
nokkra metra frá mér, veifandi og brosandi
þessu vingjarnlega brosi sínu - og skyndilega er
eins og hann sé að veifa og brosa til mín.
Nú er komið að því að ég verð undrandi í þriðja
skiptið þetta kvöld: Ég geri mér grein fyrir að
kurteisi mín, sem skyldar mig til að bregðast við
vingjarnlegri kveðju, er mun hraðvirkari en hinn
pólitíski skilningur minn, því hérna stend ég og
rétti upp hönd mína feimnislega til að veifa til
hans.
Skyndilega hverfur þessi litla, boltalaga vera
inn í glæsibifreiðina, sem ekur burt á miklum
hraða.
Hópurinn leysist upp hægt og rólega; fólk
heldur áfram för sinni, hvort heldur er heim eða
á krána eða á hvem þann stað þangað, sem ferð-
inni var heitið, áður en það rakst á þennan
óvænta og spennandi viðburð.
Ég fer með hundinn minn heim og reyni að
sundurgreina viðbrögð mín.
Og nú verð ég enn undrandi, í fjórða og síðasta
skiptið þetta kvöld; ég sé bara alls ekki eftir því
að hafa vinkað Gorbatsjov svo feimnislega. í
rauninni hef ég enga ástæðu til að endurgjalda
ekki kveðju keisara glasnost. Því þegar öllu er á
botninn hvolft er það eitt að bregðast við brosi
hans og allt annað að reyna að afsaka mín eigin
viðbrögð með því að ásaka hann fyrir að hafa
brosað fyrst.“
VACLAV Havel átti vit-
anlega eftir að kynnast
mun nánar leiðtoga sov-
éska kommúnistaflokks-
ins, sem vakti svo mikla
eftirvæntingu í röðum al-
mennings þegar hann kom til Prag. En Havel
átti einnig eftir að öðlast nýja sýn á hlutskipti
Gorbatsjovs þótt vitanlega verði stöðu forseta
sem kjörinn er í lýðræðislegum kosningum aldrei
líkt við þá, sem leiðtogi sovéska kommúnista-
flokksins, skipulagðra glæpasamtaka og kúgun-
artækis, naut. En nýjum störfum fylgdu áður
óþekktar skyldur.
í því viðfangi rifjast upp ummæli er höfð vora
eftir Vaclav Havel þegar hann kom í fyrsta skipti
til íslands árið 1990. Þá var hann spurður hvem-
ig rithöfundinum líkaði hið nýja hlutskipti sitt að
vera orðinn þjóðarleiðtogi. Svaraði Havel því efn-
islega til að rithöfundurinn hefði lítinn sem enga
tíma til að sinna köllun sinni því forsetinn væri
jafnan lokaður inni í kastala sínum í Prag. Gaf
Havel til kynna að þessi mikla breyting væri hon-
um ekki að öllu leyti að skapi.
Er Havel kom síðast hingað til íslands sér til
hvíldar og hressingar í júlímánuði í fyiTa var
hann m.a. spurður hvort hann legði stund á
skriftir og hvort von væri á nýju leikriti frá hon-
um. Þessari spurningu svaraði forsetinn svo:
„Það eina sem ég skrifa núorðið era forsetaræð-
urnar mínar.“
Opinberar heimsóknir, ræður, móttökur, ör-
yggisgæsla og skipulagning era daglegt brauð
manns í hans stöðu. Augljóslega er erfitt að sam-
ræma þær skyldur því frelsi, sem skapandi lista-
manni er svo öldungis nauðsynlegt.
Vaclav Havel hefur hins vegar á síðari áram
ritað margar athyglisverðar greinar og ritgerðir
m.a. um eðli og siðferðislegan grandvöll valdsins.
Honum hefur orðið tíðrætt um lýðræðið og fram-
þróun þess og m.a. sagt að þjóðirnar sem lentu
undir jámhæl kommúnismans í Evrópu, gætu,
sökum einstakrar reynslu sinnar, veitt ríkjum
Vesturlanda aðstoð í ýmsum pólitískum og sið-
ferðilegum efnum.
Hann hefur og opinberað djúpstæðar efa-
semdir sínar um ágæti hins óhefta kapítalisma og
harmað það „alræði peninganna“, sem hann
kveður einkenna hinn vestræna heim nú um
stundir. í huga Vaclavs Havels er grandvöllur
stjórnmála siðferðislegur í eðli sínu og hann telur
að þeim mælikvarða beri að beita þegar lagður er
dómur á störf og framgöngu ráðamanna.
í safnriti því, sem vísað var til hér að ofan,
„Opin bréfi‘, er m.a. að finna stórmerkilega langa
ritgerð, sem Havel ritaði í októbermánuði árið
1978 og nefnist á ensku „The Power of the
Powerless“ eða „Vald hinna valdalausu“. Þessi
ritgerð fjallar um frelsið og valdið og mun hún
hafa haft mikil áhrif á andófsmenn í þeim löndum
Mið- og Austur-Evrópu, sem ofurseld vora hinu
kommúníska einræði.
Og enn á ný verðum við vitni að því hvemig
hinir „valdalausu" snúast gegn einræði og kúgun
hinna sósíalísku yfirboðara sinna. Einræðis-
stjórn Slobodans Milosevic hefur rannið sitt
skeið á enda. Enn sem komið er virðist byltingin í
Júgóslavíu hafa farið fram með friðsamlegum
hætti. Miðað við fyrri framgöngu þessa harð-
stjóra kemur á óvart að valdi skuli ekki hafa verið
beitt gegn stjórnarandstæðingum í Serbíu. Sú
staðreynd að þessi umskipti virðast hafa riðið yf-
ir á aðeins einum degi sýnir ljóslega á hve veikum
granni stjóm Milosevic og valdaklíku hans hvfldi.
Vonir hafa vaknað um að serbneska þjóðin hafi
nú endanlega snúið baki við þeirri öfgakenndu
þjóðemishyggju sem kallað hefur svo miklar
hörmungar yftr íbúa á Balkanskaga.
Enn á ný hefur okkur gefist tilefni til að hug-
leiða tengsl valdsins og frelsisins.
í skrifum Vaclavs Havels fer saman skýr
stjórnmálaleg sýn, heimspekileg nálgun og efa-
hyggja, sem gerir hann að einum athyglisverð-
asta höfundi greina um stjórnmál nú um stundir.
Reynsla hans er að sönnu einstök og hana nær
hann að flétta saman við leit listamannsins að
tímalausum gildum og þá innsýn, sem er skáld-
inu svo nauðsynleg er það leitast við að túlka
mannlegan veraleika.
Það er fengur að því fyrir okkur íslendinga að
hafa fengið lítillega að kynnast slíkum manni.
Jafnframt er ljóst að hugleiðingar Havels um
siðferðislegan grundvöll valdsins og lýðræðisins
eiga ekki síður erindi við okkur en aðrar þjóðir. í
þeim birtist heimssýn sem því miður vill á
stundum gleymast í hávaðanum og gjamminu,
sem reynir svo mjög á þolinmæðina í nútímanum.
Grundvöllur
og eðli
valdsins
*
I skrifum Havels fer
saman skýr stjórn-
málaleg- sýn, heim-
spekileg nálgun og
efahyggja, sem ger-
ir hann að einum at-
hyglisverðasta höf-
undi greina um
stjömmál nú um
stundir. Reynsla
hans er að sönnu
einstök og hana nær
hann að flétta sam-
an við leit lista-
mannsins að tíma-
lausum gildum og
þá innsýn, sem er
skáldinu svo nauð-
synleg er það leitast
við að túlka mann-
legan veruleika.