Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 37

Morgunblaðið - 08.10.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 37/ Elliðavatnsengjar og Vatnsendakróka ætti að friða ásamt Þingnesi, segir Þorkeil Jóhannes- son. A sumrin mætti gera þetta svæði að einu göngusvæði með því að hafa brú úti milli engjanna og nessins. Petta svæði mætti kalla Elliðavang og myndu fá- ar höfuðborgir geta státað af svipuðu úti- vistarsvæði við fagurt vatn og gróið hraun. gengd í vatnsföllum, er renna úr og í Elliðavatn og í vatninu sjálfu, og veiðiskap á vatnasvæðinu. Ef þessi spjöll væru nú ný af nálinni eða fyr- irhuguð myndu vafalaust vera höfð uppi margháttuð mótmæli, krafist áframhaldandi rannsókna á lífríki vatnasvæðisins og óspart bent á þá ósvinnu að spilla merkum fornminj- um. Ekkert af þessu gerist og væntanlega mest vegna þess, að við búum hér við löngu orðinn hlut eða að þetta er „bara“ landsvæði í nám- unda við byggð í Reykjavík og ekki víðerni fyrir norðan eða austan. Hér er samt úrbóta þörf. Ef raforkuframleiðsla í Ártúnum yrði lögð af, myndu Elliðavatns- engjar jafna sig á 10-20 árum eða svo og þar verða víðáttumikið úti- vistarsvæði við borgarmörkin og í námunda við Heiðmörk. Jafnframt gæfist tækifæri til þess að rann- saka til fullnustu búðirnar í Þing- nesi og Norðlingaholti og umgjörð þeirra og hugsanlega aðra staði í nágrenninu og meta varðveislugildi þeirra. Elliðavatnsengjar og Vatns- endakróka ætti að friða ásamt Þingnesi. A sumrin mætti gera þetta svæði að einu göngusvæði með því að hafa brú úti milli engj- anna og nessins. Þetta svæði mætti kalla Elliðavang, og myndu fáar höfuðborgir geta státað af svipuðu útivistarsvæði við fagurt vatn og gróið hraun. Hver menningarborg, sem ætti, yrði af að meiri. Nokkru áður en línur þessar voru festar á blað birtist í Morgunblað- inu (12.08.00) ritstjórnargrein, er ber nafnið: Uppbygging gamalla sögustaða. Mér fínnst margt, sem þar segir, geta átt við „uppbygg- ingu“ Elliðavangs. Með Morgun- blaðið að bakhjarli verður leiðin að stofnun Elliðavangs vonandi greið. Við gerð Elliðavangs má ekki gleyma því, að land Kópavogsbæjar liggur að vatninu að vestanverðu. Þvi er nauðsynlegt, að Reykjavík- urborg og Kópavogsbær taki hönd- um saman um endurheimt land- gæða við vatnið og varðveislu þeirra. í því sambandi ber þess vel að gæta að þétta byggð við vatnið ekki um of. (Vísað var í íslendingabók og Landnámabók (Landnámu) í útgáfu Jakobs Benediktssonar (íslenzk fornrit I. Reykjavík 1968). Höfundur er prófessor. O Samsonite Viöskipta- félaginn frá Samsonite “toppurinn í töskum” TÖSKU - OG SKÖVIÐGERÐIR Skeifan 7 • Simi 525 0800 RAFRPEN SKRRNING HLUTABRÉFP Þann 11. desember 2000 verða hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hlutabréf félagsins sem eru útgefin á pappírsformi í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgðarlaga nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignar- skráningar á verðbréfum, og reglugerð nr. 397/ 2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Skorað er á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Tryggingamiðstöðvarinnar hf., að staðreyna skráninguna með fyrirspum til skrifstofu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í Aðalstræti 6-8, 101 Reykjavík fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki). Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun, sem hefur gert aðildar- samning við Verðbréfaskráningu íslands hf., að hafa umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF - þegar mest á reynirl Aðalstræti 6-8 »101 Reykjavík • Sími 515 2000 • www.tmhf.is 5.-8. OKTÓBER Haustið er komið! Nýjar haustvörur eru nú í öllum verslunum Kringlunnar. Komdu og skoðaðu, gæddu þér á girnilegum réttum og geröu góð kaup á nýjum vörum á Kringlukasti. Opið í dag frá kl. 13:00 - 17:00. Komdw i Kringluna og njóttu haustsins fi hlýlegu umhverfi. Sunnudagur NÝJAR VÖRUR með sérstökwm afsleetti 20%-50% Upplýsingar í sima 588 7788

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.