Morgunblaðið - 08.10.2000, Page 48

Morgunblaðið - 08.10.2000, Page 48
^£8 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Grettir /hev.kipí I5THATa\ / WIG OR ARE VOU ) VWEARIN6 A 5HEEP?y TOO BAP IT ISN T BI66ER..WECAN STILL 5EE YOUR FACE! AMAZIN6,5IRÍ I NEV/ER UJOULP MAVE TM0U6MT YOU COULP 5TUFF THAT U/HOLE UJI6INT0 MI5MOUTM.. —2<T Heyrðu! Er þetta hárkolla eða ertu með rollu á hausnum?! Verst að hún er ekki stærri.. Við getum ennþá séð á þér andlitið! Ótrúlegt, herra! Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þú gætir troðið allri kollunni upp í munninn á honum.. Kringlunni 1 103 Reykjavík S Sími 569 1100 S Símbréf 569 1329 Nýr stjórnmála- flokkur - Lýðræð- isflokkurinn Frá KristleiG Þorsteinssyni: ÞESSU FYLGJA drög að stefnuskrá nýs stjómmálaflokks, Lýðræðis- flokksins. Sem stendur er ég undirrit- aður einn í þessum tUvonandi flokki. Lýsi ég hér með eftir félögum og þá sérstaklega eftir forustumönnum, því mér eru ekki forustuhæfileikar gefn- ir. Þetta eru frumdrög að stefnuskrá sem vitanlega verður breytt og bætt með tUkomu viturra manna í flokk- inn. Augljóst er að flokkur þessi er fyrst og fremst málsvari eldri borg- ara, bama og öryrkja. Það er ekki lýðræði nema þessi fjölmenni hópur þegnanna hafi málsvara á löggjafar- þingi landsins. Lands sem að miklu leyti er stjómað með lagasetningum, sem þar em samdar. Síðan fylgt eftir til framkvæmda af rfldsstjóm með aðstoð lögfræðinga og löggæslu- .Vegna vanmáttar þessa fólks er knýjandi nauðsyn að það hafi heimUd tU að ráða sér fullfríska starfsmenn tU setu á Aiþingi samkvæmt 4. grein stefnuskrár ef úr þessu yrði flokkur sem kæmi mönnum á þing. Hafi einhver sem þetta les áhuga fyrir þessum hugmyndum, má hafa samband við undirritaðan og ræða um hvað hægt væri að gera. Drög að stefnuskránni. 1. Flokkinn geta skipað allir Islend- ingar án aldurstakmarkana. 2. Leitað verður eftir að fá lögleiddan kosningarétt allra frá fæðingu. 3. Næstu vandamenn fara með at- kvæði þeirra sem hafa ekki þroska til að kjósa. 4. Unnið verður að því að fá það lög- leitt að hópar manna, sem náð hafa kosningu tU Alþingis, fái rétt til að ráða sér starfsmenn tfl setu á þingi með fuUan atkvæðarétt, að fram lögðum fullgildum ástæðum. 5. Öllum trúarbrögðum í landinu verði gert jafn hátt undir höfði. Af hverju voru eng- ar Light Nights- sýningar í sumar? Frá Kristínu G. Magnús: FÓLK SPYR af hverju engar Light Nights-sýningar hafi verið í sumar og enn þykir þetta undarlegra þar sem nú eru liðin 35 ár frá stofnun Ferðaleikhússins og í sumar hefði verið þrítugasta sumarið með hinum þekktu leiksýningum sem bera sam- heitið Light Nights eða Bjartar næt- ur. Sumir álitu að nú væri tilefni til að halda upp á afmælið með stórsýn- ingu. Nei, ekki fór það svo - „afmæl- isbarnið" var að heiman allt sumarið - aldrei þessu vant. Ástæðumar fyrir þessu fráhvarfi okkar eru tvenns konar. Annars veg- ar er sú staðreynd að starfsemi þessa leikhúss er einskis metin af borgaryfirvöldum Reykjavíkurborg- ar. í gegnum árin, hér áður fyrr, voru veittir smástyrkir frá Reykja- víkurborg en í tíð Ingibjargar Sól- rúnar borgarstjóra og Guðrúnar Jónsdóttur, formanns menningar- málanefndar, hefur hagur okkar vesnað til muna. Ekki krónu að vænta úr þeim sjóðum - en nógir peningar eru á lausu til að dansa í kring um gullkálfinn - hina svoköll- uðu menningarborg - þar sem flug- eldum fyrir milljónir króna er skotið upp í sumamóttina. Starfsemi Ferðaleikhússins, þessa litla leikhúss, er og verður engin gróðra-starfsemi. Markmið okkar hefur verið að halda íslenskri menn- ingu á lofti og gefa erlendum mönn- um innsýn í forna menningu íslend- inga. Áhorfendur sem koma frá öllum heimshomum hafa lokið lofs- orði á sýningarnar, bæði munnlega og með skrifum sínum í gestabók og með sendibréfum. Sumir hafa jafn- framt lýst því yfir að sýningin Light Nights hafi verið hápunktur ferða þeirra til íslands og þar sem sýning- amar em breytilegar frá ári til árs hafa nokkrir ferðamenn komið í mörg skipti, sem dæmi má nefna að einn Breti hefur komið árlega í ellefu sumur. Til að koma hverri uppfærslu af stað höfum við notið smá styrk- veitinga ýmist frá fjárlaganefnd Al- þingis, menntamálaráðuneyti eða leiklistarráði, en án þessarar fjár- hagsaðstoðar hefði starfsemin liðið undir lok. Hin ástæðan fyrir fjarvera okkar er sú að um árabil hefur blundað í mér löngun til að færa upp mitt eigið verk er nefnist Apes’ Society (Apa- samfélagið). Það er ekki fyrir hvaða leikara sem er að leika í þessu verki mínu, aðeins líkamlega þrautþjálfað- ir atvinnuleikarar ráða við hlutverk- in. Eg ákvað því að halda á vit al- heimsmenningarborga - til London og Edinborgar. Fyrst þurfti að finna rétta leikara í London, æfa þar og frumsýna síðan á Edinborgar Fringe-listahátíðinni árið 2000. Ferðalagið tók alls þrjá mánuði en það er önnur saga. KRISTÍN G. MAGNÚS leikstjóri, leikkona og leikritahöfundur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.