Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 57
FÓLK í FRÉTTUM
í þá gömlu góðu daga, þegar Eyþór hafði hár.
eða hætta,“ segir Þorvaldur. Fyrir
jólin árið ’93 kom svo út platan
„Spillt“ sem átti að verða síðasta
Todmobile platan.„Við vorum búin að
vera í fimm ár í hjónabandi sem var
mjög tímafrekt. Við stóðum við þessa
ákvörðun okkar og við trúðum því að
við værum endanlega hætt.“
Með nýju ári settu fyrrum meðlim-
ir hljómsveitarinnar Todmobile sér
ný takmörk. Andrea og Þorvaldur
pöruðu sig saman og stökkbreyttust í
Tweety á meðan Eyþór fann sér nýj-
an félaga í sinn dúett.
„Eyþór fór náttúrulega að starfa
með henni Móu. Okkur Andreu lang-
aði til þess að starfa áfram saman
þannig að við fórum að prófa ein-
hverja allt aðra hluti en Todmobile
var að gera á sínum tíma,“ útskýrii’
Þorvaldur.
„Mig langaði líka til að starfa í er-
lendu umhverfí, þannig að Bong gaf
út eitthvað hjá Sony Mega Records
og svo gaf Móa út seinna hjá Tommy
Boy. Maður fylgdist vel með þeirri
þróun. Það var kannski þetta nýja, að
fara í erlent umhverfi sem er mjög
ólíkt,“ segh’ Eyþór.
„Tweety reyndi nú líka fyrir sér í
útlöndum,“ bætir Þoi-valdur inn í.
„Við gáfum út smáskífuna „So Cool“ í
Evrópu við sæmilegar undirtektir í
útvarpi eins og ég fékk að fínna fyrir í
höfundarlaunaumslaginu ári seinna.“
Upprisan
Tveimur árum síðar tók hljóm-
sveitin upp á því að velta sér um í
gröfinni.
„Ein ástæðan fyrir því að við end-
urvöktum hljómsveitina árið ’96 var
sú að við Andrea störfuðum enn ein-
göngu við tónlist og munum eflaust
alltaf gera það,“ segir Þorvaldur.
„Auk þess var það farið að kitla mann
að halda áfram samstai’fi á einhverj-
um nótum við þá stráka sem spiluðu
með hljómsveitinni. Fyrir okkur er
það ákveðinn heiður að spila með
þessum strákum. Todmobile þróaðist
svo frá því að vera tríó í hljómsveit
Andrea Gylfadóttir, syngjandi
stelpurokk.
þar sem allir þeir sem spiluðu með
hljómsveitinni urðu meðlimir. Þetta
er búið að vera sami hópurinn núna í
8 eða 10 ár.“
Meðlimir hljómsveitarinnar í dag
eru, ásamt Þoi-valdi og Andreu,
Kjartan _Valdimarsson hljómborðs-
leikari, Ólafur Hólm trommai’i og
Eiður Ai’narsson bassaleikari.
„Önnur ástæða fyrir því að Tod-
mobile fór í gang aftur var sú að fólk
fór hálfpartinn í fylu út í okkur þegar
við hættum í Todmobile," útskýrir
Andrea. „Það var þess vegna ekki al-
veg eins opið fyrir Tweety eða Bong,
maður fann svolítið fyrir því. Svo vor-
um við með fullt af nýju efni sem við
heyrðum að voru ekkert annað en
Todmobile-lög. Yið vildum ekki vera
að setja þau undir einhvern annan
hatt en þau áttu heima undir.“
„Það var ekki hægt að kalla þetta
neinu öðru nafni,“ segir Þorvaldur.
„Eyþór var tekinn inn í þessa ákvörð-
un. Við hittumst og hann hlustaði á
nýja efnið. Hann lagði okkur svo lið
hvað varðar sellóleik, strengjaút-
setningar og fleira.“
Platan Perlur & Svín birtist á hill-
um plötuverslana fyrir jólin árið 1996
og púls hljómsveitarinnar sló að nýju.
Haldið var í tónleikaferð um allt
land sem fékk betri móttökur en
hljómsveitin hafði nokkum tímann
kynnst áður. Vilhjálmur Goði slóst í
félagsskapinn, spilaði á gítar og söng
(m.a. á einu lagi sem var gefið út á
Bandalögum 7) en stoppaði stutt.
Todmobile lagðist svo aftur í dvala
árið 1998. Andrea hellti sér yfir í
blúsinn á meðan Þorvaldur sneri sér
alfarið að samstarfi sínu við Selmu
Bjömsdóttur.
Og hvað svo?
Það ættu því að vera gleðitíðindi
fyrir tónlistarunnendur að nú er
komin í verslanir ný safnplata með
hljómsveitinni Todmobile þar sem
meðlimir sveitarinnar, fyrri og seinni
tíma, hafa valið þau lög í sameiningu
sem þykja standa upp úr af lagasmíð-
um sveitarinnar. Platan heitir því
einfalda nafni „Best“. A plötunni er
einnig að finna tvö ný lög með sveit-
inni, þau fyrstu í þrjú ár.
„Þetta hefur staðið til í svona 2-3
ár,“ segir Þorvaldur. „Tíminn hefur
nú farið misvel með þessi lög. Þegar
ég var að vinna hljóðvinnsluna við
plötuna hafði ég ekki hlustað á þetta í
lengri tíma. Það var merkilegt hvað
aldurinn heyrðist mikið á mörgum
þeirra, lög sem vom kannski gerð
fyrir 4-5 ámm síðan. Síðan vom
kannski 8 ára gömul lög sem gætu al-
veg eins verið að koma út í dag. Popp
í bland við elektróníska tóna, ég nefni
t.d. lagið Ég vil brenna.“
„Mér finnst lögin í heild eldast
mjög vel,“ segir Eyþór. „Þau em öll
búin að þroskast eins og góðir ostar
gera en era kannski ekki alveg komin
yfir síðasta söludag. Þó að hljómur-
inn tímasetji sum þeirra er það bara
skemmtilegt. Þetta er líka ágætis
tímapunktur fyrir þessa safnplötu.
Það er ekki sniðugt að gefa safnplötu
út of snemma frekar en ævisögu.“
Hljómsveitin Todmobile verður
með útgáfutónleika í Óperanni að
vanda þann 1. desember næstkom-„
andi. Auk þess sem áætluð er tón-
leikaferð um landið.
„Ætli ég verði ekki úti í sal að horfa
á,“ segir Eyþór og brosir til hinna.
„Já, það verður dálítið skrýtið,"
viðurkennir Þorvaldur.
En hvemig er það eiginlega? Er
Eyþór ekki að vinna neina tónlist
þessa dagana, langar hann ekkert að
stíga aftur á stokk með gömlu félög-
unum eða em laglínur símanúmer-
anna svona lokkandi?
„Þær geta nú verið fallegar,“ við-
urkennir Eyþór og hlær. „Sellóið er
nú ekki alveg komið upp í hillu en þa^
er undir flyglinum. Fær að vísu
ágætis félagsskap þar en það er af-
skaplega lítil tónlistarsköpun í gangi
hjá mér núna, það þarf a.m.k. að
mæla hana í minni einingum en kíló-
bitum, því miður. Það er sköpun líka
að búa til fyrirtæki. Þú þarft að velja
saman réttu mennina eins og í hljóm-
sveit. Þú þarft að hafa einhverja sýn,
einhverjar skoðanir, annars veit eng-
inn hvað hann á að gera. Það þarf líka
að vera einhver þörf að gefa út frá
sér, þetta em allt mjög svipuð lögmál
í sjálfu sér. Hvort ég eigi eftir að
stíga aftur á svið með Todmobile veit
ég ekki. Aldrei segja aldrei. Ég þyrfti
líklegast að æfa mig mjög mikið áð-
ur.“
Hér þakkaði blaðamaður kærlegá
fyrir spjallið, tók í höndina á þríeyk-
inu, borgaði kaffisopann sinn og ætl-
aði sér svo að nota farsímann sinn til
þess að hringja á leigubíl. Þar greip
hann í tómt og var því í vanda stadd-
ur. Hann laumaðist því luralega aftur
að viðmælendunum og spurði hvort
hann mætti hugsanlega fá síma lán-
aðan í nokkur sekúndubrot. Eyþór
vai- ekki lengi að grípa tækifærið,
rétti fram símann sinn með bros á vör
og sagði; „Gjörðu svo vel“.
C
1
Ný haustdagskrá
Stórskotalið á
WAEINUM
í öflugan hóp frétta- og dagskrárgerðarmanna bætast þjóðþekktir einstaklingar. Auður
Uaralds, Eirfkur Jónsson, Hannes Hólmsteinn, lllugi Jökulsson, og Mörður Árnason munu
framvegis sjá um Málið, þar sem þau taka fyrir málefni að eigin ýáli og á sinn hátt. Erpur
Eyvindarson slæst í hóp með þeim Vilhjálmi Goða og Dóru Takefusa í menningar- og
dasgurmálaþættinum Allt annað.
Fréttir, Málið og Allt annað, alla virka daga milli klukkan 22 og 22:30. Ómissandi fyrir þá sem
vilja fylgjast með. SKJÁREINN alltaf ókeypis