Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráðstefna verkefnisins Hið gullna jafnvægi - samræming starfs og einkalífs
RÁÐSTEFNA ESB-verkefnisins
Hið gullna jafnvægi, sem er sam-
starfsverkefni Reykjavíkurborgar
og Gallup, var haldin á Hótel Sögu
fyrir helgina undir yfirskriftinni
Samkeppnisforskot með auknum
sveigjanleika. Verkefnið snýst um
það hvernig samræma megi starf og
einkalíf fólks og bæta nýtingu
mannauðsins. Meðal þess sem kom
fram var að hugarfarsbreyting þyrfti
að eiga sér stað á Islandi, stjómend-
ur fyrirtækja þyrftu að taka meira
tillit til einkalífs starfsmanna sinna
og fjölskylduþarfa og bera mætti
meiri virðingu fyrir tíma fólks.
Með fjárstyrk Evrópusambands-
ins fer verkefnið fram samtímis í
Bretlandi, Grikklandi, Þýskalandi og
á íslandi. Verndari verkefnisins er
Ólafur Ragnai- Grímsson, forseti ís-
lands. Til ráðstefnunnar voru fengn-
ir nokkrir fyrirlesarar, innlendir
sem erlendir. Þannig fengu ráð-
stefnugestir að heyra reynslu af fjöl-
skylduvænni starfsmannastefnu hjá
Motorola-verksmiðjunni í Skotlandi.
Claire McCormick starfsmanna-
stjóri lýsti því hvernig stefnan hefði
gengið og minnti stjórnendur og
starfsmenn fyrirtækja á að ekki væri
til nein einföld lausn í þessum efnum.
Mikilvægast væri að byggja slíka
stefnu hægt og bítandi upp. Byrja
smátt og þróa sig áfram. Bað hún
fundargesti vinsamlegast að fara
ekki beint af ráðstefnunni til for-
stjóra sinna og heimta líkamsrækt-
arsali eða pössun á vinnustaðnum
fyrir börnin!
Frumkvæði frá Bretlandi
Sveitarfélagið Kingston upon
Thames í Bretlandi átti frumkvæði
að þessu verkefni, Hið gullna jafn-
vægi. Borgarritari Kingston, Bruce
McDonald, kynnti verkefnið. Astæð-
una til þess að því hefði verið hrundið
af stað sagði Bruce að vinnuum-
hverfi nútímaþjóðfélags hefði tekið
gífurlegum breytingum á skömmum
tíma. Forráðamenn Kingston hefðu
séð að breyta þyrfti og bæta vinnu-
staðamenninguna hjá þeim fjölda
smærri fyrirtækja sem störfuðu á
Taka má meira til-
lit til einkalífs fóiks
svæðinu en nærri 90% íbúa starfa
þar hjá fyrirtækjum með færri en 10
starfsmenn. Bæjaryfirvöld í King-
ston hefðu því viljað hjálpa til og sóst
eftir styrkjum frá Evrópusamband-
inu með þátttöku borga og bæja í
fleiri löndum.
Meðal innlendra fyrirlesara vai’
Jón Karl Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Islands. Hann lýsti
reynslu sinni sem stjómandi með
fjölskylduábyrgð og hvernig honum
tækist að samþætta einkalíf og
stjórnunarábyrgð. Hann hefur einn-
ig samanburð sem stjórnandi hjá
Flugleiðum í Þýskalandi. Bar hann
saman þessa tvo ólíku menningar-
heima. Jón Karl kallaði eftir hugar-
farsbreytingu hér á landi þar sem
skorti alla vii’ðingu íyrir tíma fólks.
Taka þyrfti meira tillit til einkalífs
fólks.
Morgunblaðið/Þorkell
Bruce McDonald, borgarritari Kingston í Bretlandi, kynnti verkefnið en
sveitarfélagið átti frumkvæði að Hinu gullna jafnvægi.
Virkt samstarf út
fyrir landsteina
Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráð-
gjafi Reykjavíkurborgar, er formað-
ur verkefnisstjómar Hins gullna
jafnvægis. Að ráðstefnu lokinni
sagði hún í samtaii við Morgunblaðið
að verkefnið væri að fá mikla athygli
í Bretlandi. Sveitarfélagið Kingston
væri þar í fararbroddi í þessari um-
ræðu um samræmingu starfs og
einkalífs. Það væri styrkjandi að
vera í svona virku samstarfi út fyrir
landsteinana.
„Við getum lært ýmislegt af
reynslunni í Kingston. Mér finnst
breskur vinnumarkaður ekki síður
skyldur okkur heldur en sá norræni.
Varðandi þetta verkefni skiptir
mestu að fyrirtæki fái eitthvert tæki
eða vitneskju, og tileinki sér þessi
Opnunarráðstefna Hins gullna jafnvægis á Hótel Sögu var fjölmenn,
enda hafa íslensk fyrirtæki sýnt verkefninu mikinn áhuga.
viðhorf, til að treysta sér út í það með
kerfisbundnum hætti að byrja,“
sagði Hildur.
Styrkari innviðir þjóðfélagsins
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson,
stjórnunan-áðgjafi hjá Gallup, sagð-
ist í samtali við Morgunblaðið vera
ánægður með góða þátttöku á ráð-
stefnunni og þann mikla áhuga sem
fyrirtæki sýndu verkefninu.
„Margt afar fróðlegt kom fram á
þessari ráðstefnu. Ég get nefnt sem
dæmi erindi Ernu Arnardóttur,
starfsmannastjóra Hugar, sem lýsti
reynslu íslensks hugbúnaðarfyi’ir-
tækis. Hún talaði um manneskju-
vænleika, sem mér finnst mjög gott
orð. Það var gaman að heyra hana
lýsa þein’i frjóu hugsun sem fram fer
innan fyrirtækisins til að auka
starfsmannatryggð. Hún minnti á að
engin töfralausn væri til. Þessi tæki-
færi eru kannski til í fyrirtækjunum
en menn koma ekki auga á þau.
Stjórnendur þurfa að styðja heils-
hugar að baki svona verkefnum.
Samfélagið hefur breyst gífuriega og
allt viðskiptaumhverfi. Samkeppni
um vinnuafl er mikið og konur eru
meira á vinnumarkaðnum en áður.
Yngi'i karlmenn era einnig farnii’ að
gera kröfur um að sinna fjölskyldu-
ábyrgð. A sama tíma er meiri krafa á
fyrirtæki um aukið samkeppnisfor-
skot. Forskotið næst með því að
virkja mannauðinn. Fyrirtæki þurfa
að finna leiðir til að halda í góða
starfsmenn. Samþætting einkalífs
og starfs er einmitt ein leiðin til að
auka þessa hollustu. Með því styrkj-
ast innviðir þjóðfélagsins í heild. Við
upplifum breytta tíma þar sem
ákveðið los á sér stað og fjölskyldu-
böndin era að bresta með t.d. fleiri
skilnuðum. Með verkefninu erum við
að innleiða sameiginlegt lærdóms-
ferli. Það tekur sinn tíma. Þetta kall-
ar á nýja aðferðafræði, nýja hugsun,
og getur jafnvel tekið áratug,“ sagði
Gylfi.
Alls geta 25 fyrirtæki hér á landi
tekið þátt í verkefninu sem standa á
yfir til vors. Umsóknarfrestur um
þátttöku er til 13. október.
Ráðherra kynnir frumvarp um auðlindir í hafsbotni
Lagarammi um leit og*
vinnslu á olíu og gasi
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, hefurlagt
fram frumvarp til laga um leit,
rannsóknir og vinnslu kolvetnis.
Með kolvetni er fýrst og fremst átt
við olíu og gas.
Eyvindur G. Gunnarsson, deild-
arsérfræðingur í iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytinu, sagði að í ís-
lenskum rétti hefðu verið ákvæði,
sem tekið hefðu á nýtingu og rann-
sóknum auðlinda hafsbotnsins, en
hér væri um að ræða framvarp að
sérstökum lögum um það hvernig
fá eigi leyfi til leitar, rannsóknar og
vinnslu og þau helstu atriði, sem
vera þyrftu í lagi.
I framvarpinu er einnig aðeins
vikið að umhverfismálum og meðal
annars gert ráð fyrir því að gætt
verði laga um mat á umhverfis-
áhrifum þegar það eigi við. Eyvind-
ur sagði að tilefni þessa framvarps
væri áhugi erlendra aðila á að
rannsaka hvort olíu væri að finna í
hafsbotninum á landgranninu. „Þeir
veigra sér við að fara út í slíkar
rannsóknir nema fyrir hendi sé
skýr lagarammi, sem afmarki rétt-
indi þeirra og skyldur," sagði hann.
„Þarna er komið til móts við það og
hafi aðilar áhuga á að rannsaka
geta þeir sótt um leyfi á grundvelli
þessara laga.“
Eyvindur sagði að framvarpið
væri með svipuðu sniði og löggjöf
um auðlindir almennt. Við smíði
þess hefði einkum verið litið slíkrar
löggjafar í Færeyjum og Noregi, en
einnig til Grænlands. Mikið hefði þó
þurft að laga það að íslenskum að-
stæðum.
Sveinbjörn Björnsson, formaður
samráðsnefndar fyrir Iandgranns-
mál, sagði að þessi mál hefðu verið
í sviðsljósinu í upphafi þessa árs
þótt aðdragandinn væri lengri.
„Þetta byrjaði með því að þings-
ályktun var samþykkt og settur
upp sérstakur vinnuhópur 1997,“
sagði hann. Samráðsnefndin fékk
yfirmann olíuleitarrannsókna
norska oh'ufélagsins Statoil á Bret-
landseyjum.
„Hann fékk aðila til að skoða
svæði út af Eyjafirði, Slgálfanda og
Öxarfirði og meta gögnin frá þeim
sjónarhóli hvað miklar líkur væru á
að þarna væri eitthvað að finna,“
sagði hann. „Um svipað leyti komu
fyrirspurnir frá bandarískum aðila
og einum breskum." Bandaríski að-
ilinn er Grynberg Petrolium frá
Denver í Colorado, sem sýndi fyrst
áhuga 1998. í upphafi þessa árs
sótti fyrirtækið um leyfi hér á landi.
„Þeim var sagt að við gætum ekki
svarað,“ sagði Sveinbjöm. „Fulltrúi
þeirra kom hingað til viðræðna, en
hann sagði strax að fyrirtækið
myndi aldrei fara út í neitt nema til
væri löggjöf um hvemig að þessum
málum væri staðið." Hann sagði að
þegar farið hefði verið að kanna
málið hefði komið í ljós að ísland
væri eina landið í Norður-Atlants-
hafi, sem ekki hefði sett sér löggjöf
á þessu sviði. „Þá var strax settur
kraftur í að undirbúa íslenska lög-
gjöf,“ sagði hann. „Það hefur
iðnaðarráðuneytið gert og nú er
komið frumvarp, sem ætlunin er að
leggja fyrir Alþingi. Þetta er bæði
um olíuleit og -vinnslu, en það sem
skiptir máh íyrir þá aðila, sem sýna
áhuga, er ekki síst lagalega og
skattalega umgjörðin."
Fimm varamenn taka
sæti á Alþingi
FIMM varamenn tóku sæti á Al-
þingi í fyrradag og þar af einn nýl-
iði, Kjartan Ólafsson, sem kemur
inn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í Suðurlandskjördæmi í fjarveru
Árna Johnsen. í fjarvera Hjálmars
Árnasonar, þingmanns Framsókn-
arflokksins í Reykjaneskjördæmi,
tekur Páll Magnússon fram-
kvæmdastjóri nú sæti á þingi að
nýju, og annar framsóknarmaður,
Árni Gunnarsson, kemur inn á þing
fyrir Pál Pétursson félagsmálaráð-
herra á Norðurlandi vestra. Ágúst
Einarsson, Samfylkingu, tók einnig
sæti á Alþingi í gær í fjarvera Sig-
ríðar Jóhannesdóttur, þingmanns
flokksins í Reykjaneskjördæmi, og
loks tók Magnús Stefánsson sæti á
þingi fyrir Framsóknarflokkinn á
Vesturlandi í fjarvera Ingibjargar
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra.
Niðurstaða héraðsdóms í máli
vegna Blönduvirkjunar
Landsvirkjun
greiði ríkinu fyr-
ir vatnsréttindi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur viðurkennt rétt íslenska
ríkisins til að krefja Landsvirkj-
un um endurgjald vegna
virkjunarréttinda í Blöndu fyrir
almennings- og afréttarlönd
Auðkúluheiðar og Eyvindar-
staðaheiðar.
íslenska ríkið og Lands-
virkjun gerðu með sér samning
á árinu 1982 um virkjunarmál,
yfirtöku byggðalínu og fleira.
Samkvæmt honum tók Lands-
virkjun að sér að reisa og reka
Blönduvirkjun. í samningnum
var jafnframt ákvæði um að gert
yrði samkomulag um greiðslur
Landsvirkjunar til ríkissjóðs
vegna þeirra vatnsréttinda sem
væru í umráðum ríkisins, hvort
sem er vegna lögbýla í eigu rík-
isins, annarra eignarlanda eða
vegna vatnsréttinda á almenn-
ingum og afréttarlöndum.
Ákvæði var um skipan óvilhallra
matsmanna. Landsvirkjun hafn-
aði því að greiða ríkinu fyrir
virkjunar- eða vatnsréttindi á
eigendalausum svæðum. Lítur
Landsvirkjun svo á að til þess
að fá viðurkenningu á virkjunar-
réttindum þurfi eigandi þess eða
umráðamaður að sýna fram á að
hann eigi fullkominn eignarrétt
en ekki takmarkaðan að landinu
og að það sé land lögbýlis. Ríkið
höfðaði málið til að fá rétt sinn
samkvæmt umræddum samningi
viðurkenndan.
Afdráttarlaust
orðalag
í niðurstöðu héraðsdómarans,
Helga I. Jónssonar, er vakin at-
hygli á því að skýrt sé kveðið á
um það í samningnum frá 1982
um að ríkinu bæri að greiða
Landsvirkjun vegna vatnsrétt-
inda sem voru í umráðum þess.
Ljóst þyki að ríkið hafi farið
með umráð viðkomandi lands-
væða þótt þau hafi ekki verið
undirorpin fullkomnum eignar-
rétti. Þykir héraðsdómnum að
afdráttarlaust orðalag samn-
ingsins bendi til þess að það hafi
verið sameiginlegur skilningur
aðila.
Það var niðurstaða dómsins
að viðurkenna beri rétt ríkisins
til að krefja Landsvirkjun um
endurgjald vegna vatnsréttinda
í Blöndu fyrir almennings- og
afréttarlönd Auðkúlu- og Ey-
vindarstaðaheiðar. Jafnframt
var Landsvirkjun gert að greiða
ríkinu 300 þúsund kr. í máls-
kostnað.