Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Hreinsun
Skerja-
fjarðar
lokið
Garðabær
LOKAÁFANGA í hreinsun
Skeijaflarðar var fagnað með
gangsetningu dælustöðvar
Garðabæjarfráveitu við Arnar-
nesvog sl. föstudag.
Fráveitan er sú siðasta í röð
fráveitna sem Garðabær,
Kópavogur, Selljænarnes og
Reykjavík ákváðu að reisa
með samningi um hreinsun
skolps árið 1992.
Samkvæmt samningnum er
allt skólp frá Garðabæ, Kópa-
vogi og Sehjamamesi og vem-
legur hluti skolps frá Reykja-
vík leitt í Skerjafjaröarvcitu
sem sameinast í einni útrás
sem dælir skolpinu út fyrir Ak-
urey. Garðabæjarfráveita var
siðasti leggur í röð fráveitna
en áður hafði verið komið upp
dælustöðvum á Kársnesi og í
Skeijafirði.
Adls kostar þátttaka í lausn
fráveitumálanna Garðabæ 342
milljónir króna, þar af kostar
Garðabæjarfráveita 215 m. kr.
Vegna frumkvæmdanna var
lagt holræsagjald á húseigend-
ur fbænum.
Garðarbæjarfráveita, sem
stendur við Amameslæk, var
hönnuð af Verkfræðistofúnni
Hnit og Uti og inni arkitektum.
Völundarverk var verktaki við
framkvæmdimar en Gatna-
málastjórinn í Reykjavík og
Þjónustumiðstöð Garðabæjar
annast reksturinn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dælustöðin við Arnarneslæk er áþekk öðrum dælustöðvum á svæðinu í útliti.
Morgunblaðið/Jim Smart
Forsvarsmenn sveitarfélaganna vom viðstaddir ásamt hópi annarra gesta
við gangsetningu dælustöðvarinnar.
Tillaga um
brjóstmynd
Garðabær
EINAR Vilhjálmsson,
íbúi í Garðabæ hefur sent
bæjarstjórn bréf og kom-
ið á framfæri þeirri til-
lögu að hún láti gera
brjóstmynd af Ólafi G.
Einarssyni, fyrrverandi
bæjarstjóra og mennta-
málaráðherra, og láti
steypa hana í brons.
Myndinni verði síðan
komið fyrir við inngang
ráðhússins í bænum.
Ólafur G. Einarsson var
sveitarstjóri í Garða-
hreppi frá 1960-1974.
Hann sat í sveitarstjórn-
inni frá 1966 og varð for-
seti bæjarstjórnar þegar
Garðabær fékk kaup-
staðaréttindi árið 1976 en
lét af starfi bæjarfulltrúa
1978, þegar hann hafði
setið í 7 ár á Alþingi.
„Það má segja að Ólaf-
ur G. Einarsson sé faðir
þess bæjar,“ sagði Einar í
samtali við Morgunblaðið
í gær. „Hann tók við sem
sveitarstjóri Garðahrepps
og hafði forgöngu, ásamt
Einari á Setbergi, oddvita
hreppsins, um uppbygg-
ingu þessa kaupstaðar.
Ólafur var alveg frábær
stjórnandi í þessu bæjar-
félagi. Hann var ötull í því
að vinna þessari uppbygg-
ingu allt það gagn sem
hann mátti og stóð að
verki á mjög framsýnan
hátt.“
Einar fluttist í Garða-
hreppinn 1965, norðan úr
landi, og hafði þá verið í
fimm ár að byggja hús
sitt við Smáraflöt, þar
sem hann býr enn. Þá var
verið að byggja upp Flat-
irnar en byggð var komin
í Silfurtúnið og Grundirn-
ar. Einnig voru nokkrir
bæir í landinu þar sem nú
er kaupstaður allt milli
Ai’narness, Garða og Víf-
ilsstaða.
Einar sagði að t.d.
hefðu Garðbæingar orðið
fyrstir til að leggja götur
áður en húsin voru reist,
sem standa áttu við þær.
„Ég sá eftir Ólafi þegar
hann fór en hann var
náttúrlega sjálfkjörinn til
að fara fram í Reykja-
neskjördæmi þegar Pétur
Benediktsson dó. En það
var eftirsjá að honum úr
sveitarstjórnarmálunum
hér“ sagði Einar.
Einar sagðist hafa
nefnt hugmynd sína um
brjóstmyndina munnlega
við Ingimund Sigurpáls-
son bæjarstjóra fyrir um
tveimur árum síðan en
hefði nú ákveðið að senda
erindið inn bréflega. „Ég
vona að það fái jákvæða
afgreiðslu," sagði Einar. I
bréfinu stingur hann upp
á að Ríkeyju Ingimundar-
dóttur, myndhöggvara,
verði falið verkið. „Hún
hefur gert skemmtilegar
myndir," sagði hann.
Endurgerð og færsla Njarðargötu í Vatnsmýri er ekki háð umhverfismati að mati Skipulagsstofnunar
Hægt að tryggja
rennsli til Tjarnarinnar
og aðkomuleiðir fugla
Vatnsmýri -
ENDURGERÐ og færsla
Njarðargötu í Vatnsmýri er
ekki háð umhverfismati, að
mati Skipulagsstofnunar.
Ákvörðunin er tekin á grund-
velli gagna • frá gatnamála-
stjóra Reykjavíkur, sem er
framkvæmdaraðili, og að
fengnu áliti borgarráðs, Nátt-
úruverndar ríkisins og Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur.
Reykjavíkurtjörn og
Vatnsmýrin eru á náttúrum-
injaskrá og heyra undir borg-
arvemd samkvæmt Aðal-
skipulagi Reykjavíkur, sem
gildir frá árinu 1996 til 2016.
Skipulagsstofnun telur að
hægt sé að tryggja vatns-
rennsli til Tjarnarinnar og að-
komuleiðir fyrir fugla inn á
svæðið með samvinnu fram-
kvæmdaraðila og Náttúru-
verndar ríkisins. Samkvæmt
lögum má kæra ákvörðun
Skipulagsstofnunar til um-
verfisráðherra og er kæru-
frestur til 6. nóvember.
Hluti verksins
boðinn út í vetur
Fyrirhuguð framkvæmd
felst í að endurgera og færa
Njarðargötu á um 650 metra
löngum kafla frá Hringbraut
til suðvesturs að Eggertsgötu
og er framkvæmdin í sam-
ræmi við aðalskipulag og deil-
iskipulag fyrir Háskólasvæð-
ið og Reykjavíkurflugvöll.
Stefnt er að því að bjóða út
og byggja suðvesturhluta göt-
unnar, um 400 metra langan
kafla í vetur, en nyrstu 250
metrar hennar, sem verða
áfram nánast í núverandi
götustæði, verða endur-
byggðir samhliða færslu
Hringbrautar.
í erindi Skipulagsstofnun-
ar um fyrirhugaða fram-
kvæmd segir m.a.:
„Það er álit framkvæmda-
raðila að framkvæmdin muni
ekki hafa umtalsverð um-
hverfisáhrif. Samkvæmt um-
ferðarspá sé ekki gert ráð fyr-
ir að umferð aukist um
Njarðargötu og því ætti fram-
kvæmdin að hafa lítil áhrif á
loftmengun og hávaða.
Áhersla verði lögð á að jarð-
rask verði sem minnst við
byggingu götunnar. Fram-
kvæmdin sé talin litlu skipta
fyrir fuglalíf svæðisins. Einn-
ig kemur fram það álit
framkvæmdaraðila að endur-
gerð og færsla Njarðargötu
breyti ekki grunnvatns-
ástandi svæðisins og þar með
innrennsli til Reykjavíkur-
tjamar. Stefnt sé að því að
regnvatn götunnar verði tekið
í niðurföll og safnleiðslu og
því hleypt aftur út í nálæga
skurði. Ef slíkt fyrirkomulag
reynist illa muni fram-
kvæmdaraðili gera ráðstafan-
ir til að koma regnvatninu í
holræsakerfi borgarinnar."
Mikilvægt varpland
andfugla og mófugla
Borgarráð fjallaði um málið
í síðustu viku og sendi Skipu-
lagsstofnun álit sitt en ráðið
telur að umhverfisáhrif fyrir-
hugaðrar endurgerðar og
færslu á Njarðargötu í Vatns-
mýri verði ekki umtalsverð og
því skuli framkvæmdin ekki
háð mati á umhverfisáhrifum.
Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur gerir heldur ekki at-
hugasemd við fyrirhugaða
endurgerð og færslu á Njarð-
argötu og telur að fram-
kæmdin muni ekki hafa telj-
andi neikvæð áhrif á
umhverfið á þessum slóðum.
Samkvæmt áliti Náttúru-
verndar ríkisins geta fram-
kvæmdirnar haft áhrif á
svæðið, sem fellur undir al-
menna borgarvernd og
náttúruminjaskrá og vekur
stofnunin athygli á því að end-
urbygging og færsla Njarðar-
götu muni m.a. skera skurði
sem veita vatni inn í Tjörnina.
Ennfremur bendir Náttúru-
vemd á að gatan muni verða
lögð um óræktað svæði sem
nú sé mikilvægt varpland
andfugla og mófugla og telur
stofnunin því rétt að sem mót-
vægisaðgerð við fyrirhugaða
byggingu og færslu Njarðar-
götu verði strax girt af það
land sem ætlað sé undir frið-
landið. Að mati stofnunarinn-
ar má þannig að einhverju
leyti vinna upp það varpland
sem tapast við framkvæmd-
irnar.
Náttúruvernd ríkisins
bendir á að nauðsynlegt sé að
skoða allar fyrirhugaðar
framkvæmdir á vatnasviði
Tjarnarinnar í heild sinni, þ.e.
færslu Njarðargötu og
Hringbrautar. Hún vill að
staðið verði þannig að fram-
kvæmdum að vatnsstreymi til
Tjarnarinnar skerðist ekki
eða aðkomuleiðir fugla að
henni verði ekki heftar.
Framkvæmdir hafí
sem minnst áhrif
á vatnsbúskap
Náttúruvernd ríkisins
fellst á að ekki fari fram mat á
umhverfisáhrifum fram-
kvæmdarinnar að því tilskildu
að:
• „Lagðar verði fram til-
lögur að tæknilegum útfærsl-
um á lagningu fyrirhugaðra
vega (Njarðargata og Hring-
braut) sem tryggja eiga
vatnsrennsli og aðkomuleiðir
fyrir fugla inn á svæðið.
• Samtímis verði hafnar
framkvæmdir við að fylgja
eftir samþykktu deiliskipu-
lagi varðandi stærð friðlands
fyrir fugla. Við þær aðgerðir
verði haft samráð við sér-
fræðinga sem fylgst hafa með
fuglalífi tjarnarinnar, s.s.
starfsmenn Náttúrufræði-
stofnunar íslands.“
í erindi Skipulagsstofnun-
ar segir: „í frekari upplýsing-
um framkvæmdaraðila kemur
fram að unnið sé að heildar-
lausn vegna afrennslis ofan-
vatns af svæðinu. Markmiðið
sé að fyrirhugaðar fram-
kvæmdir hafi sem minnst
áhrif á vatnsbúskap í mýrinni.
Sennileg lausn sé að leiða of-
anvatn eftir lögnum í tjarnir
sem þegar séu á svæðinu eða
verði gerðar síðar. Til skoð-
unar sé hvort krafist verður
olíugildru vegna afrennslis af
bifreiðastæðum. Einnig kem-
ur fram að framkvæmdaraðili
telur ekki ástæðu til að gera
ráðstafanir til að tryggja að-
komuleiðir fugla frá flugvall-
arsvæðinu að friðlandinu í
Vatnsmýrinni þar sem svæðið
austan við Njarðargötu sé
fyrirhugað sem byggingar-
svæði eða helgunarsvæði
mannvirkja. Hugað verði að
aðkomuleiðum fugla frá frið-
landinu að Tjörninni þegar
færsla Hringbrautar verður
hönnuð. Fram kemur að
svæðið vestan við núverandi
friðland í Vatnsmýrinni sé
innan lóðar Háskóla íslands
og framkvæmdir þar séu því
óháðar endurbyggingu og
færslu Njarðargötu."