Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Það er ekki mikið eftir af snyrtivöruversluninni Hneyksli (Scandal), sem er í eigu Marko Milosevic.
Bambiland
lokað
/
I borginni Pozarevac réð Marko Milosevic,
sonur Slobodans Milosevic, ríkjum þar til
fyrir skemmstu. Urður Gunnarsdóttir
blaðamaður og Þorkell Þorkelsson ljós-
myndari brugðu sér til Pozarevac og virtu
m.a. fyrir sér skemmtigarðinn Bambiland.
Morgunblaðið/Porkell
BAMBILAND, Cafe Rolex,
Pizzería Non-Stop, tölvu-
verslunin Cyberland og
appelsínurauður óskapn-
aður kallaður Madonnudiskótekið.
Þetta eru staðimir sem þeir fáu sem
leggja leið sína til borgarinnar Pozar-
evae heimsækja. Þeir eru í eigu hins
illræmda sonar Slobodans Milosevic,
Markos, sem er reyndar ekki lengur
búsettur í borginni. Tveir lögreglu-
menn eru á vakt fyrir utan glæsihýsi
Mai-kos, sem sá sitt óvænna er Ijóst
var að faðir hans hefði tapað kosning-
unum og flúði til Moskvu.
Posarevac virðist ósköp venjuleg
borg og erfitt að trúa því að fyrir að-
eins viku réð svokallaður einkaher
Markos lögum og lofum þar. Hann
átti það til að loka aðalgötunni svo að
Marko gæti stundað hraðakstur að
vild og sá til þess að engir óviðkom-
andi væru á ferð við heimili hans. Um
það vitnar ferðafélagi okkar, hol-
lenska blaðakonan Yael sem var
handtekin í maí sl. þegar hún reyndi
að nálgast hús Markos.
Þrúgandi andrúmsloft
Kosningaspjöld hanga enn uppi,
langflest eru með mynd móður hans,
Miru, stofnanda stjórnmálaflokksins
JUL. Og fulltrúar stjórnar-
andstöðunnar í borginni segja þrúg-
andi andrúmsloft hafa verið þar um
langt skeið vegna tengsla Miiosevic-
fjölskyldunnar við borgina. í maí sl.
urðu þrú' menn á vegi Markos Milos-
evic, sem var að sjálfsögðu í fylgd
fjölda lífvarða. Þeir voru í bolum
merktum stúdentahreyfingunni
Otpor, sem er í andstöðu við föður
hans. Marko brást hinn versti við og
fyrirskipaði lífvörðunum, níu talsins,
að ganga í skrokk á þremenningun-
um. Atburðurinn átti sér stað um
hábjartan dag á aðalgötu borgarinn-
ar en enginn þorði að koma þeim til
aðstoðar. Þeir voru nær dauða en lífi
þegar bai'smíðunum linnti.
Atburðurinn var einn þeirra sem
mörkuðu þáttaskil í baráttunni gegn
Milosevic. Kosningaspjöldum með
myndum af einum þremenninganna
og merki Otpor var dreift og vakti
reiði jafnt sem vanmátt meðal al-
mennings. Það sást berlega þegar
ljóst vai' að Kostunica hafði unnið
kosningamar en aðeins 100 manns
þorðu að koma á fyrsta mótmæla-
fund stjómarandstöðunnar í borg-
inni, viku eftir kosningar. Þeim fjölg-
aði þó jafnt og þétt og mótmælendur
frá Pozarevac streymdu til Belgrad í
stómm hópum er upp úr sauð sl.
íimmtudag.
Dreymdi um að verða bófí
Marko Milosevic var umfangsmik-
ill kaupsýslumaður í borginni. „Hann
dreymdi um að verða mafíósi og
tókst það vegna valds föðurins. Einn
og óstuddur hefði hann aldrei náð
langt, hann er veiklundaður og skort-
ir sjálfsöryggi,“ segir Zoran Petko-
vic, sem hefur þekkt son fyrrverandi
forseta frá unglingsámm.
Zoran er þó ekki skoðanabróðir
Markos, hann hefur stutt Vuk Dra-
skovic, sem margir muna frá mót-
mælunum miklu haustið 1986. Dra-
skovic var ekki hluti flokkabanda-
lagsins sem studdi Kostunica en
Petkovic segist engu að síður fagna
úrslitunum. Gerir lítið úr áhrifum
Draskovics innan eigin flokks og seg-
ir hann hafa verið of viðkvæman, tek-
ið gagnrýni of persónulega. Margir
flokksmenn hafi því gengið til liðs við
Kostunica.
Eins og gefur að skilja var kosn-
ingabaráttan í Pozarevac lituð af
nærvem Markos og Petkovic segir
hana hafa verið erfíða. „Ég skamm-
aðist mín meira að segja fyrir að
segjast vera frá Pozarevac. Eftir
mótmælafund hér sem um 15.000
manns sóttu er ég hins vegar stolt-
ur.“
Nenad Gjordevac er hins vegar
ekki stoltur af því sem hefur átt sér
stað í Pozarevac. Hann er félagi í
æskulýðshreyfingu serbneska sósíal-
istaflokksins og dyggur stuðnings-
maður Milosevic. Gjordevac, sem er
aðeins 19 ára, er einn á vakt í höfuð-
stöðvum flokksins, sem hafa verið
látnar í friði óh'kt höfuðstöðvum
JUL, þar sem allt er brotið og braml-
að. Hann segist virða vilja fólksins, ef
það vilji breytingar verði svo að vera
og nú voni hann bara að þær verði til
góðs. Gjordevac segist hins vegar
ekki skilja réttlætið í því að Milosevic
hafi tapað kosningunum, og kennir
þrýstingi vesturveldanna um.
Skemmtigarðurinn Bambiland er
lokaður. Fyrii' innan girðinguna sést
í Öfgabar (Extreme bar) og barinn
Arásargirni (Aggressive). Afai'
fjandsamlegur vörður vill ekkert við
neinn tala. Ékki heldur verðirnir við
heimili Markos, sem bjóða gestum
skoðunarferð um húsið, kaldhæðnin
drýpur af hverju orði. Við verðum að
færa bflinn, megum ekki taka mynd-
ir, jáum engin svör.
í miðbænum hafa Cafe Rolex og
tölvuverslunin Cyberland fengið
heimsókn svo þar er fátt eftir en í út-
jaðri borgarinnar trónir óskapn-
aðurinn Madonna, appelsínurautt og
blátt útidiskótek sem stingur grát-
lega í stúf við dæmigerð serbnesk
íbúðarhúsin. Enginn hefur lagt til at-
lögu við það, ástæðan er skýr skila-
boð frá leiðtogum Otpor um að
hreyfa ekki við diskótekinu og heldur
ekki skemmtigarðinum. Petkovic
segir báða staði eiga að vera í eigu al-
mennings. Enginn reyndi hins vegar
að stöðva þá sem gerðu sér að góðu
ránsfeng úr verslunum Markos og
heldur ekki að stöðva þá sem hugðust
elta hann uppi er hann ílúði til
Moskvu. Sumir segja til að refsa hon-
um opinberlega á torgi bæjarins, aðr-
ir segja Marko hafa skuldað mörg-
um. Það eina sem er eftir af
Milosevic-fjölskyldunni í Pozarevac
er minningin.
Þingkosningar
í Litháen
Miðju- og
vinstri-
flokkar
unnu sigur
Ríga, Vilníus. AFP, AP, Reuters.
MIÐJU- og vinstriflokkar fóru með
sigur af hólmi í þingkosningunum í
Litháen, sem fram fóru um helgina.
Hægriflokkur forsætisráðherrans
Andriusar Kubiliusar, Föðurlands-
sambandið, tapaði miklu fylgi og
hlaut aðeins 11 þingsæti af 141, en
flokkurinn gæti þó komist í odda-
aðstöðu við stjórnarmyndun.
Jafnaðarmannaflokkur Algirdas
Brazauskas, fyrrverandi forseta
landsins, fékk flest atkvæði og
hlýtur 51 þingsæti. Bandalag
frjálslyndra, sem er aðeins til
hægri við miðju, fær 34 þingsæti og
Nýja bandalagið, sem er rétt til
vinstri við miðju, hlýtur 29 sæti.
Tveir síðastnefndu flokkarnir, sem
báðir voru stofnaðir skömmu fyrir
kosningar, hafa hafið tilraunir til
stjórnarmyndunar ásamt einhverj-
um af minni flokkunum og óháðum
þingmönnum. Brazauskas brást
harðlega við því og sagði það skjóta
skökku við ef stærsti flokkurinn á
þingi væri neyddur til að vera í
stjórnarandstöðu. Hvatti hann for-
vígismenn hinna flokkanna í gær til
að ganga til stjórnarsamstarfs með
Jafnaðaimannaflokknum.
Nýrrar stjórnar bíður það verk-
efni að fylgja eftir inngöngubeiðn-
um í Evrópusambandið og Atlants-
hafsbandalagið. Embættismenn
sögðu í gær að breytinga á stefnu
landsins þar að lútandi væri ekki
að vænta við stjórnarskiptin, því
allir flokkarnir á þingi væru.fylgj-
andi aðild að ESB og NATO.
Þingkosningarnar um helgina
voru þær þriðju síðan Litháen
hlaut sjálfstæði árið 1991.
1.500
minkum
sleppt í
Noregi
Þrándheimi. Morgnnblaðið.
AÐFARANÓTT mánudags var
1500 minkum sleppt úr búrum
sínum frá minkabúinu Stensby
í Nordkisa skammt norður af
Ósló. Samkvæmt norska dag-
blaðinu Aítenposten ríkti mikill
glundroði við minkabúið í gær
er eigendur, nágrannar og vinir
reyndu hvað þeii' gátu að fanga
minkana sem földu sig undir
bílum, húsum og hvarvetna
sem finna mátti holu. Einnig
höfðu minkarnir komist út í
skóg í nágrenni búsins.
Ekki er vitað með vissu
hverjir voru að verki en ef ætl-
unin var að frelsa minkana og
veita þeim betra líf er hún
dæmd til að mistakast að sögn
eiganda búsins, Hans-Olav
Stensby, sem segir minkana
svelta í hel á skömmum tíma
þar sem þeir kunni ekki að
veiða sér til matar sjálfir. Þá
var strax í gær búið að keyra
yfir fjölda dýra á nálægum
vegi. Þeir sem slepptu dýrun-
um létu sér það ekki nægja
heldur fjarlægðu einnig ætt-
bækur dýranna og af þeim sök-
um þarf að slátra öllum mink-
um sem finnast því erfitt er að
selja pels af dýri sem ekki er
ættbókarfært. Fjárhagslega er
tjónið mikið því pelsar dýranna
eru metnir á hálfa milljón
norskra króna. Stensby, sem
hefur aðeins rekið búið í eitt ár,
segist nú þurfa að byggja búið
aftur upp frá grunni.
Morgunblaðið/Þorkell
Miloscvic-fjölskyldan er ekki hátt skrifuð hjá íbúum Belgrad þessa dagana og víða má sjá fúlk bera borða, þar
sem hæðst er að Slobodan Milosevic.