Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 25 Tillögur um uppstokkun á norrænu samstarfí Ljósmynd/Francis Dean - Dean Pictures Jón Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kynnti skýrsluna ásamt Lykke Friis og Ole Norreback á blaðamanna- fundi í Kaupmannahðfn í gær. Róttækni hefur ekki þótt einkenna norrænt samstarf, en tillögur nefndar undir forystu Jóns Sigurðssonar þykja engu að síður rót- tækar, eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. ORÐIN „villt“ og „róttæk“ eru ekki oft notuð í tengslum við nor- ræna samvinnu. Þeim heyrðist þó fleygt í gær er hugmyndir vitring- anefndar undir forystu Jóns Sig- urðssonar, bankastjóra Norræna fjárfestingarbankans, voru kynntar á blaðamannafundi í Kaupmanna- höfn. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að hugmyndirnar yrðu vonandi til þess að efla umræðu um norrænt samstarf, sem hefði þann styrk að eiga sér djúpar ræt- ur meðal almennings, en í því væru þó ýmsir veikleikar eins og ósam- ræmi milli samstarfs þingmanna annars vegar og ráðherra hins veg- ar. I niðurstöðum sínum hverfur nefndin frá fyrri skiptingu sam- starfsins í menningarmál, Evrópu- mál og málefni grannsvæðanna, Eystrasalts og Rússland og tutt- ugu ráðherranefnda, en stingur þess í stað upp á níu málaflokkum, sem myndi kjarnann bæði í sam: starfi ráðherra og þingmanna. I því geti svo grannsvæðin tekið þátt eftir því sem þörf sé og Evrópu- málin séu eðlileg þungamiðja, enda engin eðlileg skil milli innanríkis- og utanríkismála lengur. Forsend- ur þess að ástæða sé til að stokka upp í norrænu samstarfi séu breyttar aðstæður, eins og hnatt- væðing, upplýsingatækni og sam- runi í Evrópu. Það kom skýrt fram í kynningu á tillögum nefndarinnar að tak- markið er að styrkja norræn áhrif, ekki síst á evrópskum og alþjóð- legum vettvangi. Jón benti á að í heimi hnattvæðingar væri mikil- vægt að þau lönd, sem hefðu sama gildismat, störfuðu saman, því ann- ars heyrðist ekki rödd þeirra ef um væri að ræða lítil lönd eins og Norðurlöndin. Norrænt samstarf ætti að styrkja þessa rödd. Ósamræmi, sem er reynt að laga Því heyrist oft fleygt að norrænt samstarf sé stirt og þungt í vöfum, en á hinn bóginn tengjast því fjölmargir aðilar aðrir en stjórn- málamenn. Það er norrænt sam- starf í íþróttum, vinabæjastarfi, milli skóla og fjölmargt ungt fólk fer á hverju ári á milli Norðurland- anna, ýmist til náms eða vinnu. Hinn pólitíski hluti samstarfsins hefur hins vegar oft verið umræðu- efni og þá hvort það samstarf sam- svari ríkjandi aðstæðum. Eftir ákafar umræður á norræn- um vettvangi í byrjun síðasta ára- tugar var ákveðið að samstarfið yrði fellt í fai-veg þrískiptingar, menningarmál, grannsvæðin og Evrópumál. Eftir þessu hefur Norðurlandaráð, sem tekur til hins norræna þingmannasamstarfs, starfað, en hins vegar hefur ráð- herrasamstarfíð, sem er hinn póll- inn í hinu pólitíska samstarfi, ekki verið endurmótað á grundvelli áð- urnefndrar þrískiptingar. Jón bendir á að þarna á milli hafí því skapast ákveðið ósam- ræmi, sem nefndin hugaði að hvernig mætti brúa. Önnur mikil- væg forsenda tillagna nefndarinn- ar er síðan að ekki sé lengur hægt að tala um aðskilnað utanríkis- og innanríkismála. Því sé það ekki í samræmi við veruleikann að ein- angra Evrópumál sem sérstakan málaflokk, því Evrópumálin tengist þvert á mótti inn á flest svið og því eðlilegt að ræða þau í samhengi við einstök mál. Viðbrögð við breyttum aðstæðum í stað þess að koma með spár um hvað muni gerast er í hug- myndum nefndarinnar reynt að gera grein fyrir þeim þáttum, sem hafa áhrif á norrænt samstarf og hvernig megi bregðast við þeim áhrifum. Ahrifaþættirnir eru hnattvæðing, tækniþróun, Evrópu- samruni, öryggi, fólksflutningar, menning og menntun, markaður- inn, velferð, lýðræði og umhverfi. Auk þess að benda á þessa áhrifaþætti stingur nefndin upp á því hvernig Norðurlöndin geti brugðist við þeim, bæði á norræn- um og alþjóðlegum vettvangi. Þannig er bent á að þótt hnattvæð- ingin sé um flest jákvæð fyrir Norðurlöndin geti hún veikt mögu- leika á því að hafa lýðræðisleg áhrif. Mótleikur gegn því er ekki minna heldur meira alþjóðasam- starf þar sem Norðurlöndin geti beitt sér í sameiningu á grundvelli sameiginlegs gildismats og reynt að bregðast sem fyrst við í stað þess að bíða þess að komið sé að ákvarðanatöku. Heima fyrir geti löndin síðan beitt sér að hreyfan- leika milli landa og styrkt tækni- þróun. Einmitt á sviði tækniþróunar og upplýsingatækni standa Norður- löndin sterkt og þar hafa löndin því góðar forsendur til að beita sér. Nefndin leggur því til að þau beiti sér að tæknilegri samhæfíngu yfir landamæri, styrki þróunar- löndin á sviði upplýsingatækni og beiti sér heima við að brautryðj- endaverkefnum og auðveldi ráðn- ingu erlendra aðila. En það er ekki síst í tillögum á sviði umhverfismála, sem nefndin leggur áherslu á að ekki dugi að horfa eingöngu til Norðurlandanna í þrengsta skilningi. Mengun viður- kennir engin landamæri og því mikilvægt að líta á umhverfísmál í víðu samhengi. Þar gætu Norður- löndin til dæmis beitt sér fyrir samstarfi um lífríki Norður-Atl- antshafsins. Jón benti á að þótt mikið væri af samningum og sam- starfi á því svæði væri þörf á að taka fyrir einstök verkefni og fá þá til samstarfs öll lönd á svæðinu. Þetta væri í raun ekki aðeins hags- munamál vestur-norrænna þjóða eins og Islendinga, Grænlendinga og Færeyinga, heldur alls heims- ins, þar sem þetta hafsvæði væri svo stór hluti af lífríki jarðar. Öll mál eiga sér Evrópuhlið A sviði Evrópumála er áberandi að þegar lönd Evrópusambandsins, ESB, koma saman til að ræða ein- stök mál eru fulltrúar þeirra landa, sem eiga sömu hagsmuna að gæta, oft búnir að ræða málin fyrirfram og koma sér saman um afstöðu, sem þá eitt landið kynnir, svo ekki þurfi að segja sama hlutinn á mörgum málum. Þetta er þegar gert, en þegar ESB mun ná til 25-30 landa verður þetta forsenda virks samstarfs. Það má því segja að nefndin leggi til að norrænt samstarf verði lagað að aðstæðum, sem þegar eru fyrir hendi og sem stefna í átt sem gerir aðlögun norræns samstarfs að raunveruleika evrópskra og alþjóð- legi-a stjórnmála enn brýnni. Það vekur óneitanlega áleitnar spurningar þegar rætt er um að aðlaga norrænt samstarf raunveru- leika samþættrar Evrópu með því að málin verði rædd bæði af full- trúum þeiwa Norðurlanda, sem eiga aðild að ESB og hinna, sem ekki eiga það. Jón hafnaði því að horft væri fram hjá þessu. Hann benti á að þar sem Evrópumálin snertu bæði aðildarlöndin og EES- löndin Island og Noreg, þar sem tilskipanir ESB giltu oftast í EES- löndunum líka væri það bæði ESB- og EES-löndum i hag að ræða Evrópumál og taka til þeirrar af- stöðu meðan málin væru enn í deiglunni í ESB. Efni en ekki landamæri eiga að stýra málameðferð „Það eru efni, ekki landamæri, sem eiga að stýi'a því hvernig tekið er á málum,“ sagði Jón er hann benti á að á tímum hnattvæðingar væru það æ færri mál, sem ættu sér landfræðileg mörk. Pólitískt samstarf þyrfti þvi að taka mið af þessum veruleika. A undanförnum árum hefur nor- rænt samstarf í vaxandi mæli teygt sig til grannsvæðanna, þótt hið hefðbundna samstarf sé eftir sem áður miðað við Norðurlöndin. í tillögum nefndarinnar er stigið enn lengra í þessum efnum og lagt til að fulltrúar grannsvæðanna verði fullgildir þátttakendur á þeim sviðum, sem að þeim snúa, til dæmis umhverfismálum. Nefndin álítur ekki að þar sé verið að útvatna hið hefðbundna norræna samstarf, heldur sé verið að bregðast við þeirri einföldu staðreynd að það eigi að vera efni og ekki landamæri, sem stýri því hverjir takist á við einstök mál. Aðspurður hafnaði Jón því að það væri mótsögn í því að allir væru fullgildir aðilar að þeim málum, er þá varðaði og svo þeim vilja að halda norrænu samstarfi en breyta því ekki bara í óskilgreint norður- evrópskt samstarf. Innihaldið meira virði en ytra byrðið Það virðist að ýmsu leyti erfitt að sjá hvernig koma eigi núverandi stofnunum í norrænu samstarfi heim og saman við hugmyndir nefndarinnar. Jón undirstrikaði að vilji til samstarfs skipti meira mál- ið en form þess. Hinn lýðræðislegi þáttur í nor- rænu samstarfi og rótfesta þess meðal almennings gerir það á margan hátt einstakt. Hins vegar hefur ýmsum þótt að Norðurlanda- ráð, samstarf norrænna þing- manna, væri ekki nógu vel tengt þjóðþingum landanna. Til að sporna við þessu leggur nefndin til að þingnefndir þjóðþinganna teng- ist beint inn í samstarfið á vett- vangi Norðurlandaráðs. Sú spurn- ing vaknaði í gær hvort Norðurlandaráð væri í raun ekki óþarft með þessum tillögum, en því hafnaði Jón. Þessi hugmynd er athyglisverð í ljósi þess að töluvert hefur verið rætt um það í ESB-löndunum hvernig styrkja megi samband þjóðþinganna og Evrópuþingsins. í því sambandi hafa komið fram svipaðar hugmyndir um að tengja betur saman nefndarstarf þjóð- þinganna og Evrópuþingsins, hugsanlega með annarri deild þess. Enginn vafi er á að tillögurnar verða ákaft ræddar á komandi þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík í byrjun nóvember. En þar sem þær fela í sér þá sýn að Evrópu- og alþjóðamál fléttist inn í flest mál hafa þær óhjákvæmilega einn- ig áhrif á almennar stjórnmálaum- ræður og tengsl Norðurlandanna við umheiminn. í viðtali við Morg- unblaðið sagði Jón athyglisvert væri að sjá þann áhuga, sem væri á íslandi á Evrópusamstarfinu. „Það er líka skylda stjórnmála- manna að taka mark á hversu áhugasamir íslendingar eru um Evrópusamstarfið og daufheyrast ekki við því,“ sagði Jón og benti á að Norðurlandasamstarfið væri hluti af þessum áhuga og væri í raun brú yfir í Evrópusamstarfið. Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.