Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
BBC nefnir fjóra menn sem grunaðir eru um hryðjuverkið í Omagh
Farsímar
besta sönn-
unargagnið
Lundon. AFP, AP.
í SJÓNVARPSÞÆTTI, sem BBC,
breska ríkisútvarpið, sýndi í fyrra-
kvöld, voru nefndir á nafn fjórir
menn, sem grunaðir eru um að
tengjast hryðjuverkinu í Omagh á
Norður-Irlandi íyrir tveimur árum.
Varð það 29 manns að bana og er
mesta glæpaverk í 30 ára langri
sögu óaldarinnar í landinu.
Bertie Ahern, forsætisráðherra
írlands, fordæmdi í gær sýningu
myndarinnar og kvaðst hann óttast,
að hún gæti komið í veg fyrir dóma
yfir hinum seku. Talsmenn BBC
segjast aftur á móti telja, að myndin
geti orðið til að hvetja vitni til að
gefa sig fram. Talið er víst, að „Hinn
sanni IRA“, klofningshópur úr írska
lýðveldishemum, IRA, hafi staðið að
glæpnum en ennþá hefur enginn
verið dæmdur fyrir hann. Á írlandi
eru hins vegar væntanleg réttai’höld
yfir manni, sem ákærður er fyrir að
tengjast honum.
Lögbanni vísað frá
Ýmsir ættingjar þeirra, sem lét-
ust í sprengingunni í Omagh, fögn-
uðu sýningu myndarinnar og sögð-
ust vona, að hún gæti hjálpað til við
að upplýsa málið. Maður nokkur,
sem missti son sinn í sprengingunni,
og Mannréttindasamtökin á N-ír-
landi reyndu þó að fá lögbann sett á
þáttinn en dómari vísaði því frá.
Kvaðst maðurinn óttast það eins og
Ahem og raunar líka David Trimble,
leiðtogi sambandssinna, að sýningin
gæti spillt fyrir rannsókninni.
Fréttamenn BBC unnu að rann-
sókninni í nokkra mánuði og segjast
þeir hafa komist yfir ýmis skjöl og
myndað á laun menn, sem grunaðir
em um að tengjast hryðjuverkinu.
Reyndi einn fréttamannanna, John
Ware, að ræða við fjóra menn og
spyrja þá um athafnir þeirra um það
leyti er sprengjan sprakk og næstu
daga á eftir en þeir forðuðu sér burt
eins og sést í myndinni. Aðrir komu
ekki til dyra þegar reynt var að
banka upp á hjá þeim.
Ferðir farsímanna raktar
Sterkustu trompin eru hins vegar
athuganir á farsímum, sem sagt er,
að mennimir hafi átt, notað eða
fengið lánaða.
Lögreglan á N-írlandi telur, að
stolnum bíl, sem notaður var við
hryðjuverkið, hafi verið ekið yfir
landamærin og til Omagh 15. ágúst
1988 og á eftir bíl af Scout-gerð, sem
kannaði leiðina með tilliti til lögreglu
og hermanna. Talið er, að ökumenn-
imir hafi haft samband um farsíma,
, Associatcd Press
Sprengingin í Omagh 15. ágúst 1998 var sú mannskæðasta í sögu N-Irlands. Hún kostaði 29 manns lífið.
og hafa ferðir þessara síma verið
raktar frá Irlandi til Omagh á sama
tíma og hryðjuverkið var framið og
eftir þeirri leið, sem bílamir fóm.
Andvígir
vopnahléi
Annar símanna var í eigu auðugs
byggingarverktaka, Colms Murph-
ys, sem fréttamennimir segja, að sé
gamalreyndur hryðjuverkamaður
og vopnasmyglari og mjög andvígur
vopnahléinu, sem IRA féllst á. Hinn
síminn hafi „yfirleitt verið notaður"
af verkstjóra hans. í sjónvarpsþætt-
inum er því haldið fi-am, að rétt áður
en sprengjan sprakk í Omagh hafi
Murphy afhent öðmm verktaka,
Seamus Daly, báða símana. Hefur
lögreglan yfirheyrt Daly tvisvar
sinnum án þess að hafa haft neitt
upp úr honum en sagt er, að Daly
hafi notað annan símann síðast í Om-
agh rétt eftir að sprengjan sprakk.
Þá er fullyrt í þættinum, að Murphy
hafi sagt lögreglunni, að hann hafi
vitað, að nota ætti símana í sam-
bandi við hryðjuverkið.
Þriðji maðurinn, sem nefndur er á
nafn, er kaupsýslumaðurinn Oliver
Traynor. Sagt er að hann hafi átt sí-
mann, sem notaður var er varað var
við sprengjunni, en það var gert með
svo villandi hætti, að fólk gekk að
henni í stað þess að forða sér burt.
Traynor segir, að farsíminn hafi
horfið úr sínum fómm en frétta-
mennimir segja, að rétt áður en
sprengjan sprakk hafi verið hringt
tvisvar í þann síma úr öðmm síma í
eigu Traynors.
Fjórði maðurinn og sá, sem nú er í
haldi á írlandi, er Liam Campbell en
fréttamenn BBC segja, að hann hafi
haft farsímann frá Traynor daginn
áður en sprengjan sprakk.
Sumir mannanna hafa verið yfir-
heyrðir af lögreglunni en þeir neita
ýmist aðild að málinu eða vilja ekk-
ert segja.
Lögreglan
veit nöfnin
Haft hefur verið eftir Eric And-
erson, foringja í n-írsku lögreglunni,
sem rannsakar hryðjuverkið, að
hann viti hverjir bám ábyrgð á því.
Hann vill þó ekkert um það segja
hvenær látið verði til skarar skríða
gegn þeim. Segir hann, að hryðju-
verkamenn beggja vegna írsku
landamæranna hafi staðið að
sprengingunni og unnið sé að því að
upplýsa málið með mikilli samvinnu
lögreglunnar í báðum landshlutum
og á Bretlandi.
Saksóknari myrtur á Spáni, líklega af ETA
Spænski dómarinn Luis Portero var borinn til grafar í Granada í gær eftir að hafa verið skotinn til bana við
heimili sitt í fyrradag. Ekkja hans og dætur eru hér við líkkistu hans.
Madríd. Reuters, AFP.
Hague hopar í
deilu um fíkni-
efnalöggjöfína
London. The Daily Telegraph.
MIKILL mannfjöldi safnaðist sam-
an í spænskum borgum í gær til að
mótmæla drápum aðskilnaðarhreyf-
ingar Baska, ETA, og minnast sak-
sóknara sem Uðsmenn hreyfingar-
innar em taldir hafa skotið til bana í
borginni Granada.
Luis Portero, 59 ára saksóknari
dómstóls í Andalúsíu, fékk tvær
byssukúlur í höfuðið við heimili sitt í
Granada í fyrradag. Spænska ríkis-
útvarpið sagði að þrír menn hefðu
setið íyrir saksóknaranum. „Alit
bendir til þess að hryðjuverkasam-
tökin ETA hafi verið að verki,“ sagði
Angel Acebes dómsmálaráðherra.
Fjórtánda fórnarlamb
ETA á árinu
Talið er að saksóknarinn sé fjór-
tánda fórnarlamb ETA frá því í des-
ember þegar hreyfingin lýsti því yfir
að 14 mánaða vopnahléi hennar væri
Drápum
ETA
mótmælt
lokið. Hreyfingin hefur ýmist beitt
• sprengjum eða setið fyrir embættis-
mönnum og stjórnmálamönnum,
sem hætta sér út á göturnar án líf-
varða, og skotið þá.
Saksóknarinn var í fylgd lífvarðar
þegar hann fór í vinnuna um morg-
uninn en vildi enga öryggisgæslu
þegar hann hélt heim til sín. Hann
hefur notið virðingar fyrir að sak-
sækja embættismenn, sem grunaðir
eru um spillingu, og ekki er vitað til
þess að hann hafi ákært liðsmenn
ETA. Talið er að hreyfingin hafi ráð-
ið hann af dögum vegna þess eins að
hann var auðvelt skotmark.
ETA hefur viðurkennt að hafa
orðið tólf manns að bana á árinu. Tal-
ið er að hún hafi einnig myrt borgar-
fulltrúa Þjóðarflokksins í Barcelona
sem var skotinn til bana í síðasta
mánuði. Liðið geta nokkrir mánuðir
þar til hreyfingin lýsir tilræðum á
hendur sér.
Hreyfingin var ennfremur sökuð
um að hafa reynt að ráða þrjá
spænska herforingja af dögum í
Ándalúsíu um helgina. Herforingj-
amir fundu sprengjur undir bílum
sínum en þær sprungu ekki.
Talið er ETA hafi orðið alls 800
manns að bana frá árinu 1968 þegar
hreyfingin hóf vopnaða baráttu fyrir
basknesku ríki á Norður-Spáni og í
suðvesturhluta Frakklands.
WILLIAM Hague, leiðtogi breska
íhaldsflokksins, gaf til kynna í
fyrradag að flokkurinn myndi
falla frá umdeildri tillögu Ann
Widdecombe, talsmanns hans í
innanríkismálum, um að herða
viðurlögin við neyslu kannabis-
efna. Widdecombe lagði til á
fiokksþingi íhaidsmanna í vikunni
sem leið að þeir sem yrðu staðnir
að því að vera með kannabisefni í
fórum sínum yrðu sektaðir um 100
pund, andvirði 12.000 króna, jafn-
vel þótt magnið væri lítið og þótt
þeir hafi ekki gerst brotlegir við
fíkniefnalöggjöfina áður.
Þessi tillaga sætti gagnrýni
margra þingmanna Ihaldsflokks-
ins sem töldu hana óraunhæfa og
geta fælt ungt fólk frá flokknum í
næstu kosningum. Deilan varð til
þess að átta menn í skuggaráðu-
neyti íhaldsflokksins viðurkenndu
í fjölmiðlunum að hafa neytt
kannabisefna á námsárum sínum,
þeirra á meðal Francis Maude,
talsmaður flokksins í utanrikis-
málum, og Strathclyde lávarður,
leiðtogi íhaldsmanna í lávarða-
dcildinni.
Einn áttamenninganna, Tim
Yeo, talsmaður í landbúnaðarmál-
um, kvaðst ekki aðeins hafa neytt
kannabis, heldur einnig „notið“
þess. Þá hefur verið skýrt frá því
að Peter Lilley, fyrrverandi stað-
gengill Hagues, hyggist gefa út
bækling þar sem færð verði rök
fyrir lögleiðingu kannabisefna.
Lögreglumenn gagnrýndu einn-
ig tiliöguna, sögðu hana ófra-
mkvæmanlega, og hreyfingar sem
berjast fyrir borgaralegum rétt-
indum vöruðu við því að hún gæti
orðið til þess að þúsundir manna,
sem væru löghlýðnir að öðru leyti,
yrðu settir á sakaskrá.
Hague klappaði Widdecombe lof
í lófa þegar hún kynnti tillögu sína
á flokksþinginu og lýsti því yfir að
þeim sem neyttu fíkniefna yrði
ekki sýnd „nein miskunn". Flokks-
leiðtoginn hopaði hins vegar í
fyrradag og tilkynnti að tillagan
yrði tekin til frekari umræðu inn-
an flokksins og öll stefna hans í
fikniefnamálum endurskoðuð.
Hann sagði þó ekki berum orðum
að fallið yrði frá tillögunni.
Nokkrir þingmenn Ihaldsflokks-
ins sögðust telja að tillagan yrði
lögð til hliðar og ekki sett í stefnu-
skrá flokksins fyrir næstu kosn-
ingar.
Hague viðurkenndi að tillaga
Widdecombe um að kannabisneyt-
endur yrðu sektaðir við fyrsta
brot hefði valdið „áhyggjum" og
vildi ekki nota orðin „engin mis-
kunn“ um stefnu flokksins í fíkni-
efnamálum. Hann kvaðst enn bera
„150% traust“ til Widdecombe og
sagði að hún yrði „frábær innan-
ríkisráðherra í baráttunni við
glæpi“.
Undanhald flokksins er þó álitið
auðmýking fyrir Widdecombe og
er hún talin standa höllum fæti
innan flokksins vegna deilunnar
sem varpaði skugga á flokksþing-
ið.
Hague áréttaði andstöðu flokks-
ins við hugmyndir um að neysla
kannabisefna yrði heimiluð. Hann
sagði að fíkniefni yllu „mikilli
eymd og alvarlegum vandamál-
um“ og íhaldsmenn væru enn
sannfærðir um að herða þyrfti
baráttuna gegn eiturlyfjasölum
frekar en að gefast upp fyrir þeim.