Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR11. OKTÓBER 2000 27
ERLENT
Fyrsta konan í
embætti forsætis-
ráðherra látin
Colombo. AP, Reuters, AFP.
SIRIMAVO Bandai-anaike, sem varð
forsætisráðherra fyrir 40 árum, lest
af völdum hjartaáfalls í gær eftir að
hún greiddi atkvæði í þingkosning-
um á Sri Lanka. Hún var 84 ára.
Bandaranaike var skipuð forsætis-
ráðherra í þriðja sinn árið 1994 og lét
af embættinu í ágúst, skömmu áður
en dóttir hennar, Chandrika Kum-
aratunga forseti, boðaði til þingkosn-
inganna. Forsetinn hafði þá neyðst
til að afnema nýja stjómarskrá, sem
sett var með það að markmiði að
binda enda á 17 ára stríð stjórnar-
hersins við aðskilnaðarhreyfingu
Tamíla.
Bandaranaike fékk hjartaáfall í bíl
sínum á leið til Colombo eftir að hafa
kosið í heimabæ sínum, Gampaha, 35
km austan við höfuðborgina. Hún var
flutt á sjúkrahús í Colombo og and-
aðist þai'.
Bandaranaike var haldin syk-
ursýki og notaði hjólastól vegna
eymsla í hnjám. Pegar hún lét af
embætti 10. ágúst kvaðst hún vilja
víkja fyrir yngri manni er gæti bund-
ið enda á borgarastríðið sem hefur
kostað 63.000 manns lífið frá 1983.
Tók upp róttæka vinstristefnu
Bandaranaike fæddist 17. apríl
1916 í eina af auðugustu fjölskyldum
eyjunnar. Hún giftist Solomon Dias
Bandaranaike, einum af forystu-
mönnum stjómarflokks eyjunnar,
sem hét þá Ceylon, árið 1940. Hann
--d-A&npái—oÍAqv nírian-jfT^Irlr
noKKinn, og var SKipaöur íorsætis1
ráðherra 1956 en búddamunkur
myrti hann þremur ámm síðar.
Hlédræga húsmóðirin breyttist þá í
aðsópsmikinn stjómmálamann.
Hún varð fyrst kvenna til að gegna
embætti forsætisráðherra þegar hún
sigraði í kosningum í júlí 1960, sex
árum áður en Indira Gandhi varð
forsætisráðherra Indlands. Banar-
anaike var við völd til 1965, þegar
hún beið ósigur í kosningum, og end-
urheimti forsætisráðherraembættið
1970.
Hún tók upp róttæka vinstri-
stefnu, lokaði ísraelska sendiráðinu
og bannaði bandarísku stofnuninni
Peace Corps að starfa í landinu, en
hún sendir sjálfboðaliða til þróunar-
landa til að aðstoða við uppbyggingu
og stuðla að friðsamlegum samskipt-
um. Bandaranaike þjóðnýtti einnig
einkafyrirtæki á öðra kjörtímabili
sínu og bannaði vöruinnflutning.
Hún beitti hernum til að kveða niður
uppreisn marxíski'a skæraliða árið
1971 og talið er að allt að 20.000
manns hafi fallið.
Þingið vék henni úr embætti árið
1980, sakaði hana um að hafa misnot-
að vald sitt og bannaði henni að
gegna opinberam embættum í sjö ár.
Hún endurheimti pólitísk réttindi sín
árið 1986 og tveimur árum síðar tap-
aði hún í kosningum til forsetaemb-
ættisins sem var þá nýtt og valda-
_meira en forsætisráðherraembætti4_
Dóttirin sigraði einkasoninn
Bandaranaike dró úr afskiptum
sínum af stjórnmálum vegna heilsu-
brests. Dóttir hennar, Kumaratunga,
varð leiðtogi flokksins árið 1993 eftir
harða valdabaráttu við bróður sinn,
Anura Bandaranaike. Hún var kjörin
forseti ári síðar og gerði þá móður
sína að forsætisráðherra en emb-
ættið var þá orðið mjög valdalítið.
Anura Bandaranaike hefur troðið
illsakir við systur sína frá því hann
Reuters
Sirimavo Bandaranaike, fyrrverandi forsætisráðherra Sri Lanka,
greiðir atkvæði í þingkosningum sem fóru fram í gær. Hún lést af völd-
um hjartaáfalls skömmu síðar.
beið ósigur fyrir henni í valdabarátt-
unni og sagði sig úr Frelsisflokknum.
Hann hefur oft líkt erjum fjölskyldu
sinnar við illdeilur Bhutto-fjölskyld-
unnar í Pakistan og sakar systur sína
um að hafa knúið móður þeirra til að
segja af sér í ágúst. Hún hafi ætlað
að láta af embætti eftir kosningarnar
og verið óánægð með að þurfa að
draga sig í hlé.
Leiðtogi stj órnarandstööunnar í Zimbabwe yfírheyrður
Mugabe náðar landtökumenn
Harare. Reuters, AFP.
LÖGREGLAN í Zimbabwe yfir-
heyrði í gær Morgan Tsvangirai,
leiðtoga stjórnarandstöðunnar í
landinu, en hann var eftirlýstur
vegna þess, að hann hafði hvatt til,
að Robert Mugabe, forseta lands-
ins, yrði bolað burt, vildi hann ekki
fara frá með góðu. Honum var þó
sleppt að lokinni yfirheyrslu. Muga-
be gaf í gær út náðunarbréf vegna
hugsanlegra glæpa landtökumanna
fyrr á árinu.
Lögreglan hugðist handtaka
Tsvangirai á mánudag er hann var
væntanlegur til Harare frá Suður-
Afríku en hann kom ekki til landsins
með áætlunarflugvél eins og búist
hafði verið við, heldur eftir öðrum
leiðum. A fundi með stuðnings-
mönnum sínum í gær ítrekaði hann
svo, að Mugabe yrði að fara frá en
nefndi þó ekki valdbeitingu. A fundi
með fréttamönnum í S-Afríku sagði
Tsvangirai, að Mugabe væri sekur
um þjóðarmorð og hefði gereyðilagt
efnahagslífið í Zimbabwe. Líkti
hann honum við Slobodan Milosev-
ic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu,
og sagði, að allir yrðu að leggjast á
eitt um að reka hann burt.
Mugabe forseti náðaði í gær alla
þá, sem frömdu glæpi er hvítir
menn voru reknir af bújörðum sín-
um fyrr á árinu. Tekur náðunin til 1.
janúar á þessu ári og fram til 31. júlí
sl. en á þessum tíma var a.m.k. 31
maður drepinn, aðallega stuðnings-
menn stjórnarandstöðunnar en
einnig fjórir hvítir bændur. Mál-
gagn stjórnarinnar sagði þó, að
morð og nauðganir væru undanskil-
in.
Nóbelsverðlaunin 1 eðlis- og efnafræði
Framfarir í upp-
lýsingatækni og
leiðandi plast
Stokkhdlrai. AP, APP.
RUSSI og tveir bandarískir vísinda-
menn fengu í gær Nóbelsverðlaunin
í eðlisfræði. Vora þau veitt þeim fyr-
ir framlag sitt til upplýsingatækn-
innar og tilkomu tækja eins og vasa-
reiknisins og farsímans. Efna-
fræðiverðlaunin voru veitt tveimur
Bandaríkjamönnum og Japana fyrir
að sýna fram á, að með ákveðnum
breytingum er unnt að gera plast
leiðandi.
Zhores I. Alferov hjá A.F. Ioffe-
eðlis- og tæknifræðistofnuninni í
Pétursborg og Herbert Kroemer,
sem fæddur er í Þýskalandi en starf-
ar nú við Kaliforníuháskóla, skipta
með sér hálfu verðlaunafénu fyrir
þátt sinn í þróun þeirrar tækni, sem
notuð er í fjarskiptahnöttum og far-
símum. Hinn helmingurinn rennur
til Jaeks Kilbys hjá Texas Instra-
ments fyrir uppgötvanii' og starf að
þróun rafrása en auk þess er hann
meðhöfundur vasareiknisins. Er
verðlaunaféð alls um 80 millj. ísl. kr.
Ein forsenda einkatölvunnar
Hemiann Grimmeiss, sem sæti á í
Sænsku vísindaakademíunni, sagði,
að rannsóknir verðlaunahafanna
þriggja hefðu verið ómetanlegar í
þróun nútíma upplýsingatækni.
„Án Kilbys hefði smíði einkatölv-
unnar ekki verið gerleg og án Al-
ferovs væri ekki unnt að flytja gífur-
legt upplýsingamagn um
fjarskiptahnetti eða hafa jafn marg-
ar símalínur milli borga og raun ber
vitni,“ sagði Grimmeiss.
Alan Heeger við Kaliforníuhá-
skóla, Alan MacDiarmid við Penn-
sylvaníuháskóla og Hideki Shira-
kawa við háskólann í Tsukuba í
Japan skipta með sér verðlaununum
í efnafræði. Þeir sýndu fram á, að
plast getur verið leiðandi. Hefur sú
uppgötvun mikið notagildi og leið-
andi plast ert.d. notað í Ijósmynda-
filmum; til að koma í veg fyrir raf-
segulgeislun frá tölvuskjám og
einnig í „snotra" glugga, sem geta
útilokað sólarljós. Þá er það einnig
notað í sólarsellur, í skjám á farsím-
um og mjög litlum sjónvarpstækjum.
Plast leiðir yfirleitt ekki, enda not-
að sem einangrun en þeir uppgötv-
uðu og framleiddu leiðandi fjölliðu
eða plast, sem endurtekur byggingu
sína í löngum keðjum. Varð Shira-
kawa fyrstur til að rekast á þennan
eiginleika og þá fyrir slysni. Er hann
var að búa til ákveðna blöndu varð
honum á að nota 1.000 sinnum meira
af einu efnanna en hann hafði ætlað
sér. Skömmu síðar tóku þeir félag-
arnir upp samstarf með sér.
-----------------
Olíufimdur í
Barentshafi
Ósló. Morjnrahtadió.
OLÍUFÉLAGIÐ Agip hefur fundið
stóra olíulind í Barentshafi. Um er
að ræða meðalstóra lind á norskan
mælikvarða en stóra á alþjóðlegan
mælikvarða.
Olían er á svæði 85 km norður af
Hammerfest og talið er að þar séu
25-40 milljónir rámmetra af olíu.
Góðir möguleikar era taldir á að
meiri olía finnist á þessu svæði.
ÞlN FRlSTUND - OKKAR FAG
VSNTERSPORT
Btldshöfða • 110 Reykjavfk • slmi 510 8020 • www.intersport.is
FIREFLY HIKER
Snjóbrettaúlpa með snjólás
sem hrindir vel af sér vatni.
Hentar vel fyrir skólann sem
fjöllin. Fæst rauð og blá.
St. 140-170 Kr. 5.990,-
FIREFLY CALGARY
Töff og slitsterk úlpa með
mörgum vösum. Stroff í
ermum og mittisreim. Vönduð
og smart úlpa fyrir unga fólkíð.
St. 140-170. Kr. 6.690,-
FIREFLY OUTBACK
Vinsælar og sterkar
vetrarbuxur. Góðar f skólann
sem fjöllin. St. 120-170.
Fást svartar, gráar og sand.
Kr. 3.990,-