Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 31
Á göngum baksviðs í Carnegie Hall skoðar Eggert Pálsson slagverks-
leikari myndir af sumum þeirra hljómsveita sem leikið hafa í húsinu.
vera svona lengi í burtu frá börn-
unum,“ segir hún og viðurkennir að
hún sé alltaf að hringja heim til að
athuga hvort ekki sé allt í lagi með
ungana. „Toppurinn á ferðinni er
náttúrulega Carnegie Hall. Það er
frábært að koma í alvöruhús. Hús-
in sem við spilum í á þessu ferða-
lagi eru auðvitað misjöfn en það
eru mörg ekta tónleikahús," segir
Bryndís. „Það er gaman að spila
fyrir fólk í þessari borg því það
þekkir allt það besta,“ segir Bryn-
dís Halla Gylfadóttir sellóleikari.
„Allt í einu virkaði allt“
Klukkan er farin að ganga átta
og allir komnir í sitt fínasta púss,
karlarnir í kjólföt og konurnar í
svarta kjóla. Hallfríði Olafsdóttur
flautuleikara virðist vera kalt á
höndunum, því hún er með vettl-
inga og nýr saman höndunum eins
og til að fá í þær hlýju áður en
gengið er á svið. Það er komið
haustveður í New York. Hún segir
að tónleikarnir leggist vel í sig -
hennar fyrstu tónleikar í þessu
margfræga húsi. „Þetta er fallegur
salur og bjartur - alvörusalur,"
segir hún. „Maður fann það strax á
fyrstu tónleikunum í ferðinni að
allt í einu virkaði allt. Það segir alla
söguna. Þegar maður kemur í sal
sem er ætlaður til tónlistarflutn-
ings eingöngu þá gengur allt upp.
Við heyrum hvert í öðru en það
gerum við ekki á sviðinu í Háskóla-
bíói.“
Stundin er að renna upp. Aheyr-
endur streyma inn í salinrí, hljóm-
sveitin kemur sér fyrir á sviðinu og
hljómsveitarstjóri og konsertmeist-
ari fá góðar viðtökur þegar þeir
ganga í salinn. Fyrst á efnisskránni
er nýtt verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, Icerapp 2000, sem hann
skrifaði sérstaklega fyrir Ameríku-
ferð hljómsveitarinnar. Eins og
nafnið gefur til kynna er verkið
langt frá því að vera hefðbundið.
Hljómsveitin leikur, klappar, syng-
ur, talar, hvíslar og fremur hinar
ýmsu kúnstir og endar á setning-
unni „Þetta er íslenskt rapp!“
Rappið uppsker mikið klapp
áheyrenda - og tónskáldið sem sit-
ur í salnum er hyllt ákaflega.
Annað verkið á efnisskránni er
Konsert fyrir fíðlu og hljómsveit
eftir Aram Khatsatúrían. Einleik-
ari er hin hálfíslenska Judith Ing-
ólfsson en stjarna hennar rís hratt
um þessar mundir. Hún leikur á
forláta Stradivarius-fiðlu frá 1683,
sem hún fékk til afnota eftir að hún
sigraði í alþjóðlegri fiðlusamkeppni
í Indianapolis árið 1998. Judith
heillar áheyi'endur með flutningi
sínum og er klappað óspart lof í
lófa, svo mikið að hún lætur undan
og tekur aukalag; Largo úr Sónötu
í C-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir
Johann Sebastian Bach.
Bravóhróp um allan sal
Eftir hlé leikur hljómsveitin Sin-
fóníu númer eitt eftir Jean Sibel-
ius. Allt ætlar um koll að keyra
þegar þeim flutningi lýkur og tón-
leikarnir eru á enda runnir - sam-
kvæmt efnisskránni í það minnsta.
Það er eins og áheyrendur geti
ekki hætt að klappa og bravóhróp
heyrast um allan sal. Aður en yfir
lýkur hefur hljómsveitin leikið tvö
aukanúmer; Vocalise eftir Sergei
Rachmaninov og Gálgamars úr
Symphonie fantastique eftir
Hector Berlioz. Það geislar af
hljómsveitarmeðlimum þegar þeir
ganga af sviðinu og baksviðs mynd-
ast löng biðröð fólks sem vill taka í
höndina á hljómsveitarstjóranum,
Rico Saccani, og óska honum til
hamingju með árangurinn.
„Þetta er stór stund,“ segir Ein-
ar Jóhannesson klarinettuleikari.
„A svona stundu finnst manni þetta
allt vera andskotans erfiðisins
vii-ði. Þetta er eins og að vera inni í
risastórum Stradivarius - það
breytist allt, bæði hljóðfærið og
maður sjálfur."
Þorkell Jóelsson hornleikari tek-
ur í sama streng og kveðst líða
ákaflega vel. Segir að það hafi ver-
ið reiknað með því að Carnegie
Hall yrði hápunktur ferðarinnar og
því hafi menn reynt að safna kröft-
um fyrir kvöldið. Hann kveðst þó
aldrei hafa fundið fyrir óöryggi.
„Bara við að setjast þarna á pall-
inn, byrja að blása og finna þennan
hljóm sem maður finnur aldrei í
Háskólabíói - með fullri virðingu
fyrir því sem kvikmyndahúsi - þá
leið manni eins vel og hægt var.
Hljómurinn var mjög góður og
fólkið í salnum mjög jákvætt - tón-
leikarnir gengu upp,“ segir hann
og bætir við að hann hefði þó
gjarnan viljað sjá ileiri íslensk verk
á efnisskránni.
„Otrúlega skemmtileg
orka í salnum“
Að tónleikunum loknum býður
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra hljómsveitinni til óformlegr-
ar móttöku á veitingastað í grennd
við Carnegie Hall. Hann greinir frá
því að hann hafi fyrr um daginn átt
fund með hljóðsérfræðingum frá
Artec vegna undirbúnings hönnun-
ar tónlistarhúss í Reykjavík og
segir að þeir hafi dáðst að því
hversu skipulega væri unnið að
þeim undirbúningi á Islandi. Þeir
hafi sagt að undirbúningstími slíkr-
ar framkvæmdar væri oftast að
meðaltali 10-18 ár en nú sé gert
ráð fyrir því að framkvæmdir við
tónlistarhúsið í Reykjavík muni
hefjast í síðasta lagi árið 2003.
I samkvæminu ríkir mikil gleði
yfir vel heppnuðum tónleikum.
Sigi'ún Eðvaldsdóttir konsert-
meistari á vart orð til að lýsa hrifn-
ingu sinni en þetta er frumraun
hennar í Carnegie Hall. „Ég hélt
að þetta yrði svo stressandi en
áheyrendur voru alveg yndislega
jákvæðir og ótrúlega skemmtileg
orka í salnum," segir hún. Oddur
Björnsson básúnuleikari segir það
á einhvern undarlegan hátt vera
eins og að koma heim að koma aft-
ur í Carnegie Hall og telur hljóm-
sveitina alla hafa notið góðs af
reynslunni frá því 1996. „Eg held
að við höfum notið okkar betur
núna því nú vorum við reynslunni
ríkari. Svo bíður okkar örugglega
ekkert síðra í Kennedy Center á
miðvikudagskvöldið," segir liann.
„Það er auðvitað alltaf viss kvíði
fyrir svona tónleika en hann leyst-
ist eiginlega alveg upp um leið og
við byrjuðum að spila. Salurinn
hjálpar svo rnikið," segir Hávarður
Tryggvason kontrabassaleikari.
„Svo eru eftir stórir og spennandi
salir í Washington og Ann Arbor."
Saga af ástríðum
KVIKMYNDIR
B f 6 b o r g i n
HAPPYTOGETHER ★★★
Leikstjórn og handrit: Wong Kar-
wai. Aðalhlutverk: Leslie Cheung,
Tony Leung Chiu-Wai og Chen
Chang. Hong Kong 1997.
ÞEIR Ho Po-wing og Lai Yin-fai
halda frá Hong Kong til Argentínu
til að byrja eina ferðina enn á ástar-
sambandi sínu. Þeir hætta fljótt
saman, Yin-fai fer að vinna sem
dyravörður og leigir sér íbúð, en
Po-wing selur sig. Þegar Po-wing
mætir sundurbarinn til Yin-fai tekur
hann við honum og hjúkrar honum.
Kar-wai Wong segir okkur sögu af
átökum í ástríðum. í rauninni gæti
þessi kvikmynd alveg eins fjallað um
ástir konu og manns eins og tveggja
karlmanna. Þeir eru sundur og sam-
an, elska á ólíkum forsendum, gera
misjafnar kröfur. Yin-fai er stöðuga
týpan sem þolir ekki að vera háður
Po-wing tilfinningalega, enda á sá
síðarnefndi það til að troða á honum.
Myndin lýsir þó á sérlega raun-
sæjan og fallegan hátt sambandi
tveggja homma, og leikur aðalleik-
aranna er stórkostlegur. Ekkert
minna. Þeir eru fullkomlega trú-
verðugir og sérstaklega er leikur
Tony Leung Chiu-Wai sem Yin-fai
ótrúlega sterkur. Atriðið þar sem
hann á að tala inn á segulbandið fyr-
ir Chang vin sinn er mjög áhrifaríkt.
Að útliti og innihaldi er myndin
nánast einsog heimildamynd.
Myndatakan er hrá með engri auka-
lýsingu, en nokkrum sem sérlegum
Kar-wai töktum þar sem hægt er á
römmum og leikið með liti. Forsag-
an er engin og sögufléttan af skorn-
um skammti. Sambandið bara
þróast, fer sem fer, og enginn veit í
rauninni hvernig sagan endar. Eini
gallinn er að á stundum er myndin
fulltilbreytingarlaus.
Enn talar Kar-wai um lífsstíl, ást-
ina, vonina um eitthvað betra og
ekki síst einmanaleikann, sem hér er
aukið á með því að persónurnar
passa ekki inn í argentískt umhverfi
sitt. Myndin er þó gjörólík fyrri
myndum hans, en þessum ágæta
leikstjóra virðist takast allt sem
hann reynir, og alltaf reynir hann
eitthvað nýtt.
Hildur Loftsdóttir
Ævintýri í alvörunni
KVIKMYIVDIR
Háskólabfó
TUVALU ★★★
Leikstjóri: Veit Helmer. Handrit:
Michacla Beck og Veit Helmer.
Listrænn stjómandi: Alexander
Manasse. Aðalleikarar: Denis Lav-
ant og Chulpan Hamatova. Þýska-
land 1999.
KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK
ÞAÐ eru átök milli hins góða og
vonda sem ríkja í heimi Antons og
Evu. Þar sem draumar, fegurð og
góðmennska þurfa að takast á við
græðgi, ónæmi og illmennsku.
Anton vinnur í sundlauginni sem
er komin að hruni. Hann dreymir um
betri tíð sem skipstjóri í fjarlægum
löndum. Dag einn kemur hin sæta
Eva í sundlaugina og þar með inn í líf
Antons sem tekur stakkaskiptum.
Eva og Anton í Iífsins ólgusjó.
Þessi fyrsta kvikmynd Þjóðverj-
ans Veit Helmers í fullri lengd er
skemmtileg og falleg ævintýra- og
fantasíumynd. Hún er tekin í svart-
hvítu og síðan máluð eftrí' á með
grænum og brúnum lit. Næstum
engin samtöl eru í myndinni; pers-
ónurnar segja ekkert, í mesta lagi
eitt eða tvö orð. Það gengur samt
mjög vel að segja söguna þannig,
enda er hún einföld og myndræn.
Helmer hefur fengið til liðs við sig
leikara víðsvegar úr heiminum, og
sjálfsagt valið þá eitthvað eftir útlit-
inu enda eru þeir allir sniðnir í sín
hljóðu hlutverk og látbragðið er
sterkt. í aðalhlutverkinu er Denis
Lavant, franskur leikari sem hefur
mikið leikið fyrir Leos Carax, og
hann er mjög skemmtilegur og vænt-
umþykjanlegur í hlutverki Antons.
Éinhvem veginn er myndin samt
ekki fullkomlega frumleg, og víða
gætir áhrifa héðan og þaðan; frá
frönskum kvikmyndagerðarmönn-
um, austur-evrópskur blær svífur yf-
ir vötnum, og jafnvel frá hinum
gamla og klikkaða þýska expression-
isma, sem mér finnst að hefði reynd-
ar mátt leika stærra hlutverk.
Verkið stendur þó fullkomlega fyr-
ir sínu sem ánægjulegt, fallegt, og
húmorískt verk með ljóðrænni og
einlægri sögu.
Hildur Loftsdóttir
KVIKMYNDIR
Laugarásb í ó
ÞJÓÐSAGAN UM 1900 (LA
LEGGENDA DEL PIAN-
ISTA SUL’OCEANO) ★★★
Leikstjóri Giuseppe Tornatore.
Handritshöfundur Álessandro Bar-
icco. Tónskáld Ennio Morricone,
Roger Waters. Kvikmyndatöku-
stjóri Lajos Koltai. Aðalleikendur-
Tim Roth, Pruitt Taylor Vince,
Clarence Williams III, Bill Nunn,
Melanie Thierry, Peter Vaughn.
Sýningartími 115 mín. ítalia. Ár-
gerð 1998.
GIUSEPPE Tornatore gengur
erfiðlega að fylgja eftir meistara-
verki sínu, Cinema Paradiso, enda til
mikils ætlast. Síðast sáum við The
Starmaker, sem var misjöfn, lúrði á
frábærum hugmyndum og því skáld-
lega og manneskjulega innsæi sem
einkennir verk Italans. Myndin var
því miður langdregin og gekk ekki
alltaf upp. Sama er að segja um
Þjóðsöguna um 1900, nýjasta verk
Tornatore, sem birtist okkur reynd-
ar í mun styttri útgáfu en frumsýnd
var í Róm fyrir tveimur árum. Þó er
myndin enn of löng, ef eitthvað er.
Þjóðsagan er líkingasaga sem
menn geta túlkað á ýmsa lund. Aðal-
Sjóleið-
in langa
persónan er 1900 (Tim Roth), af-
burðatónlistarmaður sem er fæddur,
alinn upp og rennur sitt æviskeið til
enda um borð í risastóru skemmti-
ferðaskipi. Sína undarlegu nafngift
fær hann hjá fóstra sínum, kynda-
ranum Danny (Bill Nunn), sem skír-
rí' piltin í nafni nýrrar aldar, sem
hefst á fæðingardegi hans. Fljótlega
fer að bera á einstölum tónlistar-
hæfileikum hjá 1900, sem með tím-
anum verður píanóleikari í fremstu
röð. 1900 er óvenjulegur á flestan
hátt. Fyrir utan snilligáfuna er hann
skelkaður maður sem á erfitt með að
umgangast aðra en vin sinn, tromp-
etleikarann Max (Pruitt Taylor
Vince), sem jafnframt er sögumaður.
1900 þorir ekki frá borði, jafnvel þó
ástin sé næstum búin að knýja hann
til að hafa fast land undir fótum eina
ögurstund. Hans heimur er skipið á
endalausri siglingu þess milli gamla
heimsins og nýja.
Skipið er tákn tónlistarinnar og
fegurðarinnar sem 1900 fórnar öllu
fyi’ir. Stenst allar freistingai-; stend-
ur og fellur með list sinni. Skips-
ski'okkurinn er vörn hans gagnvart
umheiminum þar sem ríkja ekki
sömu lögmál heldur óþekktar stærð-
ir, óravíddrí' sem samsamast ekki
vísindum nótnaborðsins með sinn
ákveðna nótnafjölda. Tornatore seg-
ir söguna á heillandi sprettum, upp-
ljómuðum af Ijóðrænni andagift.
Þess á milli dettui' takturinn niður
og myndin verður innantóm í viðam-
iklum umbúðum. Tornatore semur á
köflum snilldarleg samtöl, óður hans
til tónlistarinnar er einlægur, tónl-
istin sjálf, eftir tvo ólíka snillinga;
Ennio Morricone og Roger Waters,
er glæsilega flutt. Nokkur atriðin
eru gullfalleg, eins og kynni 1900 og
stúlkunnar (Melanie Thierry), sjálf-
sagt ber tónlistareinvígi 1900 og
Jelly Roll (Clarence Williams III),
hæðst af þeim öllum.
Tim Roth, sem var vel á veg kom-
inn að láta grafa sig lifandi í rusta-
hlutverkum (sem hann túlkar vissu-
lega vel), fær kærkomið tækifæri til
að sýna að hann kann ýmislegt fyrir
sér. Willimas er einnig magnaður og
yfir höfuð sannar Tornatore hvílíkur
smekkmaður hann er í leikaravali.
Allt um kring bera leiktjöldin merki
um allt að því snilligáfu á því sviði.
Það skiptast því á skin og skúrir á
sjóleiðinni löngu, líkt og í raunveru-
leikanum.
Sæbjörn Valdimarsson