Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 40
4,0 MIÐVIKUDAGUR1L OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 Að kj ósa fyrir aðra „Mun sá dagurkoma að ríkið segi okk- ur til um hvernig við skulum klæða okk- ur til að verjast kulda eðagefi út leið- beiningar um hvaða stig afsólarvörn mönnum beri að smyrja á sig?“ N ÝLEGA varð enn ein ræða núver- andi forseta ís- lands til að vekja upp deilur meðal manna. Að þessu sinni var deilt um það hvort Alþingi hefði fjar- lægst fólkið og þá meðal annars hvort breyta þyrfti í einhverju formreglum stjórnmálanna. Nú er út af fyrir sig erfitt að halda því fram að stjórnvöld hafi fjar- lægst fólkið, að minnsta kosti ef miðað er við stöðuna fyrir um áratug svo dæmi sé tekið. Sú rík- isstjórn sem þá sat naut jafnan stuðnings minnihluta þjóðarinnar í skoðanakönnunum ólíkt því sem nú er og í henni sat meira að segja ráðherra sem alls ekki hafði UUIUADE náð kosningu VlvrlOnr til þings. Hitt .. erannaðmál Johanneslwn «*"*“*■£ ara hvort shk umræða um form stjórnmálanna sé það sem er mest aðkallandi. Vangaveltur á borð við þær hvort kjósa skuli beint um alla mögulega hluti eða hvort áfram skuli notast við fulltrúalýðræði eiga út af fyrir sig rétt á sér. Eins má vissulega velta því fyrir sér hversu nærri almenningi stjórn- völd skuli vera. Til að mynda hvort kjósa skuli í hverfastjórnir auk þess að kjósa til sveitar- stjórna og Alþingis. Suma dreymir jafnvel um að til viðbótar þessu væri kosið til yfir-þjóðlegs þings (s.s. innan Evrópusam- bandsins) og svo beint um hin og þessi mál. Þetta teldu sumir lýð- ræðislegast af öllu. Gallinn við slíka umræðu um form stjórnmálanna er að með henni gleymist yflrleitt efni og innihald þeirra. Þess vegna væri framfaraskref ef meira væri um það rætt hvaða mál skuli vera til umfjöllunar á vettvangi stjórn- málanna en minna tekist á um það hvernig þau skuli rædd og af- greidd. Almenningi stendur satt að segja ekki mest ógn af því að stjórnmálamenn fjarlægist hann heldur þvert á móti að þeir gangi of nærri honum. Og megnið af öldinni hefur þróunin einmitt ver- ið sú að stjórnmálamenn hafa sniðið almenningi æ þrengri stakk. Þetta má glöggt sjá af hærra hlutfalli hins opinbera af landsframleiðslunni. I upphafí aldarinnar tók hið opinbera til sín um einn tíunda af því sem fólk framleiddi, en nú tekur það um fjóra tíundu eða hátt í helming alls þess verðmætis sem framleitt er. Önnur mælistika, sem ekki er síður mikilvæg, er önnur afskipti ríkisins en þau sem fram koma í gegnum skatta. Þetta eru þau af- skipti sem stundum hafa verið kölluð boð og bönn, þ.e. fyrirmæli ríkisins um það hvernig fólk skuli eða skuli ekki hegða sér. Eitt lítið dæmi um slík ríkisafskipti er skyldunotkun bílbelta, en henni var komið á hér á landi fyrir ekki allmörgum árum. Tilgangurinn er vissulega mestmegnis göfugur. Fyrir stuðningsmönnum skyldu- notkunarinnar vakir aðallega að aðrir menn fari sér ekki að voða og er ekkert nema gott um það að segja að óska náunga sínum alls hins besta. En þó slíkar óskir séu allra góðra gjalda verðar mega þær ekki snúast upp í að vilja skylda náungann til að hegða sér með tilteknum hætti. Menn geta hvatt til þeirrar hegðunar sem þeir telja skynsamlega, en þeir hafa ekki rétt til að neyða aðra menn til að haga sér þannig. Því má ekki heldur gleyma að sú hegðun sem einum þykir skynsamleg er afar óskynsamleg í augum annars. Sem dæmi má nefna að þeim sem gera sér ferð upp á hæsta fjall eða nyrsta punkt jarðar þyk- ir það vafalaust skynsamlegt á meðan aðrir kunna að sjá í því hættur sem óverjandi sé að leggja út í. Bæði sjónarmiðin eru réttmæt, en aðeins á meðan menn taka afstöðu fyrir sjálfa sig. Ef hinir lofthræddu gætu bannað klettaklifur og þar með dregið úr slysum þýddi það þó ekki að sam- anlögð velferð hefði aukist því undir klettaveggjum stæðu menn og létu sig dreyma um að fá að spreyta sig. Þótt flestu venjulegu fólki kunni að þykja slíkt klifur óskiljanlegt og óskynsamlegt er alls ekki þar með sagt að það réttlæti klifurbann. Og hið sama á við um bílbeltin. Þó flestum þyki sjálfsagt að spenna beltin og telji að í þeirri skyldu geti ekki falist nokkur nauðung, kann öðr- um að þykja að svo sé. Þeir eiga að fá að velja fyrir sig. Hér að framan sagði að tilgangur skyldunotkunar örygg- isbelta væri mestmegnis göfugur. Ástæða þess að hann er aðeins mestmegnis göfugur er sú að þau rök eru stundum sett fram við skyldunotkuninni að ef einn lendi í slysi verði allir að borga brús- ann. Hegðun manns sé því ekki hans einkamál. Þarna er heldur síðra sjónarmið en náungakær- leikurinn farið að blandast inn í röksemdafærsluna. Um þetta er það að segja að erfitt er að sam- þykkja þau rök að með því að hópur manna ákveði upp á sitt eindæmi að taka að sér að greiða alla hugsanlega sjúkrareikninga annars manns, þá hafi hópurinn þar með heimild til að fyrirskipa manninum tiltekna hegðun. Hvar endar það ef ríkið heldur áfram að seilast með slíkum hætti inn í einkalíf fólks? Eru líkur til að ríkið muni að óbreyttu og án þess að spyrnt sé við fótum láta staðar numið í afskiptaseminni? Eða getur verið að það haldi smám saman áfram? Mun sá dag- ur koma að ríkið segi okkur til um hvernig við skulum klæða okkur til að verjast kulda eða gefi út leiðbeiningar um hvaða stig af sólarvöm mönnum beri að smyrja á sig? Akvarðanir sérhvers manns sem varða hann sjálfan og ekki aðra menn ættu að vera hans eig- in en ekki annarra. Þegar þetta sjónarmið er haft í huga má sjá að mun færri ákvarðanir ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna en nú er gert. Af því má líka draga þá ályktun að ekki sé ástæða til að kjósa oftar eða um fleiri stjórnsýslustig. Helsta við- fangsefni stjórnmálanna ætti nú að vera að draga úr eigin umsvif- um en ekki að auka þau. UMRÆÐAN Dularfulla íj ár- lagafrumvarpið í UPPHAFI þings þann 2. október var lagt fyrir Alþingis- menn hið mikla og virðulega rit, sem beðið er með óþreyju á ári hverju, fjárlaga- frumvarpið. Það er svo sem ekk- ert nýtt að yfir því hvíli mikil leynd fram að því að það er lagt fram og var svo einn- ig nú. Þó höfðu ein- hverjir þingmenn Sj álfstæðisflokksins sem höfðu fengið trúnaðarupplýsingar um innihaldið á þing- flokksfundi flokksins í Vík í Mýr- dal, vitandi eða óafvitandi, lekið nokkrum upplýsingum um niður- skurð í vegamálum á höfuðborgar- svæðinu til fjölmiðla. Þeim fréttum eða ekkifréttum var að sjálfsögðu harðlega mótmælt. En mikil urðu vonbrigði okkar þingmanna stjórnarandstöðunnar sem höfðum staðið í þeirri trú að þegar hið „vandaða“ fjárlagaplagg væri lagt fram þá yrði þar með op- inberaður sá niðurskurður sem fyrirhugaður væri á bráðnauðsyn- legum vegaframkvæmdum sem hafði verið lögð mikil vinna í að forgangsraða fyrr á árinu. Engar slíkar upplýsingar komu fram þrátt fyrir að mjög væri eftir því gengið. Það liggur fyrir að það verður niðurskurður og hversu mikill að vöxtum hann á að vera, en ekkert um það hvað lendir und- ir hnífnum. Þó er þarna um örygg- ismál sem varða alla þjóðina að ræða, en borgararnir verða að fara á miðilsfund ef þeir eiga að fá frekari upplýsingar. Fjársjóðsleitin Það læddist að mér sá grunur þar sem ég sat undir umræðunni og heyrði hve viðskotaillir tals- menn fjárveitingarvaldsins urðu ef stjórnarandstaðan dirfðist að gagnrýna þessi vinnubrögð að þeir væru að reyna að framkalla þann eftirvæntingarhroll, sem lestur hinna svokölluðu Dularfullu bóka eftir Enid Blyton vakti hjá ungum lesendum, og gera umrætt frum- varp að eins konar reyfara. Fleiri atriði í umræddu frum- varpi studdu þessar grunsemdir. Þar er talað um sjö og hálfan milljarð sem ríkið ætlar sér að hafa í tekjur af sölu ríkiseigna á næsta ári en það kom berlega í ljós í um- ræðunni að fjársjóðs- leitin er ekki hafin. Ríkisstjórnin hefur hins vegar komið sér saman um að finna þennan fjársjóð á ár- inu og eins og annar talsmaður Sjálfstæð- isflokksins í þessari umræðu orðaði það verður hann að minnsta kosti svona stór, kannske stærri. En það hefur ekki enn náðst samkomu- lag innar ríkisstjórn- arinnar um hvar skuli leita en sátt mun þó hafa náðst um að reyna að rífa þetta upp ein- hvers staðar. Fjárlög Það liggur fyrir að það verður niðurskurður, segir Sigríður Jóhann- esdóttir, en ekkert um það hvað lendir undir hnífnum. Skyldi það vera algengt að fjár- lög siðaðra ríkja geri út á slíkan vonarpening? Enn koma mér Dul- arfullu bækurnar í hug. Það er margt líkt með skyldum. Sveltistefna Það sem talsmenn stjórnarflokk- ana vildu fyrir alla muni að skilaði sér í þessari umræðu var að um- rætt frumvarp gerði ráð fyrir miklum tekjuafgangi eða alls 32 milljörðum króna. Það er auðvitað gott ef raunhæft reynist, en eins og Einar Oddur Kristjánsson sagði réttilega eru engan veginn öll kurl komin til grafar. Vonandi léttir dulúðinni eitthvað við aðra um- ræðu fjárlaga þegar öll þau út- gjöld sem þegar liggja fyrir eru komin inn. Þrátt fyrir smá- skammtalækningar ríkisvaldsins, svokallaðar sumarlokanir sjúkra- stofnana og fleira miður þægilegt fyrir þá sem þjónustunnar eiga að njóta, og algjöra sveltistefnu sem rekin er gegn ófaglærðu starfs- fólki sjúkrahúsanna, mun vera al- varleg slagsíða á sjúkrastofnunum og þarf væntanlega að gera þar einhverjar ráðstafanir ef við ætl- um áfram að sinna sjúkum og öldr- uðum svo að sómi sé að. Svo mun vera á fleiri sviðum eins og í lög- gæslumálum, þar sem auglýst hef- ur verið yfirvinnubann hjá lög- reglunni og geta nú þjófar og annað afbrotafólk væntanlega brugðið undir sig betri fætinum þegar tryggt er að löggan situr einhvers staðar í yfiivinnubanni. Það mun hins vegar vera um það samkomulag í ríkisstjórninni að gera engar breytingar á kjörum þeirra ellilífeyrisþega og öryrkja semverst eru staddir á næsta fjár- lagaári, nema hækka þær um 4% og mun sú hækkun ekki vega þungt í vasa þeirra sem nú hafa fengið í höfuðið á annað hundrað prósent hækkun á lyfjaverði, en slíkar hækkanir koma verst við þá er síst skyldi. Menningarlegar skyldur í fjárlagafrumvarpinu voru þó einar upplýsingar sem komu að minnsta kosti mér á óvart. Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva var lagður niður með lögum á síðasta þingi og er eftir því var leitað af menntamálanefnd voru gefnar þær upplýsingar af ráðuneytinu að þeir gætu nú sjálfir ráðstafað því 10% gjaldi sem lagt hafði verið á auglýsingar og rann til gerðar dagsskrárefnis gegnum Menning- arsjóð útvarpsstöðva. Nú væri sá milliliður óþarfur. En nú er komið í ljós að gert er ráð fyrir að Ríkis- útvarpið verji sínum tekjum af umræddu gjaldi til að greiða kostnað við Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Það eru aðeins hinar svo- kölluðu frjálsu útvarpsstöðvar sem geta varið sínum hluta af gjaldinu til að efla eigin dagskrárgerð. Þetta er að minnsta kosti ekki í samræmi við þær skýringar sem gefnar voru við samþykkt laganna, þó það sé að sjálfsögðu ekki nýtt að ríkisútvarpið greiði rekstrar- kostnað Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það virðist ætla að verða bið á því að íslenska ríkið axli af mynd- arskap menningarlegar skyldur sínar við þjóðina en þar undir heyrir að sjálfsögðu að halda úti Sinfóníuhljómsveitinni með reisn, án þess að þurfi að ganga á fjárráð annarra stofnana ríkisins af þeim sökum. Höfundur er alþingismaður. Seljum börnum ekki tóbak Hrannar Björn Þorsteinn Arnarson Njálsson REYKJAVÍKURBORG, tóbaks- varnanefnd og Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur munu á komandi vetri standa fyrir viðamiklu átaki til að stöðva ólöglega sölu tóbaks til barna og unglinga í Reykjavík. Verslunarkeðjurnar 10-11, 11-11, Hagkaup, Nettó, Nóatún og Ný- kaup hafa þegar gerst aðilar að átakinu og á næstu vikum verður það kynnt öðrum söluaðilum tób- aks í Reykjavík og þeim boðin þátttaka. Atakið markar tímamót í forvarnarstarfi á þessu sviði en á vegum Reykjavikurborgar koma að verkefninu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, íþrótta- og tóm- stundaráð og samstarfsnefnd um afbrota- og fíkniefnavarnir. Víðtækt samstarf Á undanförnum árum hefur ítrekað komið fram að þrátt fyrir skýr ákvæði tóbaksvarnalaga um bann við sölu tóbaks til einstakl- inga yngri en 18 ára hefur veru- legur brestur verið á að eftir lög- unum sé farið. í könnun eftir könnun hefur það sýnt sig að allt að 70% útsölu- staða selja börnum og unglingum tóbak í trássi við lög. Átakinu er ætlað að bregðast við þessum vanda með víðtæku samstarfi við útsölustaðina sjálfa og stórauknu aðhaldi að þessum þætti í starf- semi þeirra. Eins og áður segir hafa allar stærstu verslunarkeðjurnar í Reykjavík þegar gengið til liðs við átakið en á næstu vikum verða aðrir útsölustaðir tóbaks í Reykja- vík heimsóttir og þeim boðin þátt- taka. Þeir sölustaðir sem þátt taka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.