Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 49

Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR landsmótsins Gleði frá Prestbakka, Þilja frá Hólum og Rauðhetta frá Kirkjubæ. Gleði kemur þarna ný, hækkar um 9 stig hvorki meira né minna. Rauðhetta lækkar um 2 stig, var í öðru sæti í fyrra en Þilja sem er dóttir Þrennu hækkar um 1 stig, var í 7. sæti í fyrra. Þá kemur næst önnur stjarna frá landsmóti, Bringa frá Feti, með 131 stig, hækkar um 1 stig en jafn- ar í 5. til 10 sæti með 130 stig eru Þeysa frá Hólum, Trú frá Auðs- holtshjáleigu, Gletting frá Holts- múla I, Vigdís frá Feti og Orða frá Víðivöllum fremri. Þrautseigu Þ-in frá Hólum Þótt enn sé Hólahryssa í efsta sæti og tvær aðrar í þessum 10 hryssna hópi er aðeins farið að kvarnast úr sterku vígi Hólarækt- unarinnar. Það hefur reyndar verið með ólíkindum í gegnum tíðina hversu Þ-hryssurnar frá Hólum hafa verið þarna sterkar. Nú ber hins vegar svo við að hornsteinninn í þessu veldi og formóðirin Þrá frá Hólum er ekki lengur á meðal þeirra fremstu og er það út af fyrir sig jákvætt ræktunarlega séð að yngri hryssur skuli taka yfír. Þrenna er dóttir hennar og hinar tvær hryssurnar frá Hólum eru dætur Þrennu. Drottningin Rauðhetta frá Kirkjubæ er ennþá inni þrátt fyrir að hafa ekki skilað neinu afkvæmi í dóm ennþá en ef að líkum lætur mun koma fram fyrir sjónir manna stóðhestur undan henni á næsta ári. Sá er undan Trostani frá Kjartansstöðum. I hryssuflokknum er Orri einnig atkvæðamikill á þar 5 af þessum 10 efstu og ein þeirra, Gleði, er sonar- dóttir hans. Innan tíðar mun koma út á veg- um Bændasamtakanna, Hrossa- ræktin I sem inniheldur kynbóta- mat efstu hrossa. Sömuleiðis hafa verið birtir listar yfír efstu hross fyrir hvert atriði og er sá listi mjög gagnlegur ef verið er að leita eftir stóðhestum sem eru sérlega sterkir í einhverjum ákveðnum þáttum. Einnig er verið að uppfæra kyn- bótamatið á Veraldarfeng þannig að hrossaræktendur geta von bráð- ar flett upp hrossum sínum og kynnt sér hugsanlegar breytingar. Þá er hægt að skoða sundurliðaðar einkunnir kynbótamats tíu efstu hrossa í hverjum flokki á mbl.is með því að fara inn á íþróttir og þaðan í hesta. Víkingurinn kominn til meðvitundar NORSKI víkingaskipstjórinn Ragnar Thorsed, sem flutti þrjú hross með sér á víkinga- skipi sfnu frá Höfn í Hornafirði til Noregs, er nú kominn til meðvitundar eftir að hafa fengið höfuðhögg í útreiðartúr skömmu eftir komu sína þang- að. Lá hann meðvitundarlaus í fimm vikur á sjúkrahúsi og um tíma var tvísýnt; um líf hans. Af útflutningi þessara hrossa spunnust allnokkrir eftirmálar og ásakaði Halldór Runólfsson yfirdýralæknir Sigurbjörn Bárðarson um að hafa brotið lög vegna útflutnings á þessum hrossum og kærði hann málið til sýslumannsins á Hornafirði. Sigurbjörn, sem átti um klukkustundar langt simtal við Thorsed nýlega, sagði að í ljós væri komið að hann hefði ekki dottið af baki heldur hafi hann líklegast verið að teyma hest- inn sem hafi fælst af einhverj- um orsökum og hann undið upp á sig og slæmt fæti í höfuð víkingsins. Engin vitni voru að þessu at- viki og sagði Sigurbjörn að það síðasta sem norski víkingurinn myndi væri þegar hann teymdi hestinn við hlið sér og það hafi verið mikið flugnager að angra hestinn. Viðvíkjandi rannsókninni á þessum útflutningi sagði Sigur- björn það sérkennilegt að hann hafi ekki enn verið kallaður til skýrslutöku né verið rætt við sig af hálfu embættisins. Sigurbjörn kvaðst þess full- viss að niðurstaða þessa máls yrði á þá Ieið enginn Islending- ur hvorki hann né aðrir, hafi brotið lög í þessu máli. „Hér er fyrst og fremst um að ræða fljótfærnislegar og illa fgrundaðar ákvarðanir yfir- dýralæknis að ræða og mun ég fara fram á að yfirdýralæknir hreinsi mannorð mitt af þeim áburði sein liann hefur borið á mig,“ sagði Sigurbjörn að end- ingu. Sýslumaðurinn á Höfn, Páll Björnsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að lögreglu- skýrslur væru konmar í sínar hendur og myndi hann líta á þær á næstu dögum og yrði tekin ákvörðun um framhaldið að því loknu. Barnaefni í úrvali Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Hvernig hugsa leiðtogar? - Leiðtoganámskeið Vilt þú vísa veginn? Leiðtogahugsun má þjálfa með áhrifaríkum hætti í dag er þess krafist aó innan fyrirtækja starfi einstaklingar meó leiðtogahugsun, jafnt stjórnendur sem starfsfólk. Taktu forystu! Skref fyrir skref heldur opið námskeió í Leiðtogatíglinum®, fyrir einstakl- inga á vinnumarkaði. 28. október kl. 9-12 og 17.-18 nóvember kl. 9-18, báóa daga. Vió bjóðum þeim, sem vilja mæta nýjum kröfum um árangur og nýsköpun, öfluga leiðtogaþjálfun. Nánari upplýsingar í sima 581 1314 eða hjá martha@step.is Með Leiðtogatiglinum® tileinka einstaklingar sér árangursríkar aðferóir og tækni til að vaxa í krafti hæfni sinnar og reynslu. Skreffynskref Ármúla 5 • 108 Reykjavík • sími 581 1314 • fax 581 1319 • sfs©step.is • www.step.is MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 41 , ---------------------------V CLINIQUE Alveg fullkominn Nýi Stay Perfect Lightweight Compact farðinn SPF 15 Opnaðu nýja Stay Perfect Lightweight Compact farðann SPF 15 og uppgötvaðu einstaka eiginleika hans. Með einni stroku hylur hann flnar línur og galla í húðinni. Áferðin er létt og gerir húð þína frísklega og fallega I hvaða birtuskilyrðum sem er. Þar að auki verndar hann húð- ina með andoxunarefnum og sólvarnarstuðli 15. Húðin helst mött allan daginn. Allt þetta í handhægu hulstri sem er áfyllanlegt. Clinique. 100% ilmefnalaust. Lyf&heilsa A P 0 T E K Kringlan, Austurver, Melhagi, Domus, Mjódd og Hafnarstræti, Akureyri. Unglingsstúlkan Sofiefær undarlegt bréfþar sem spurt er: Hver ert þú? Þetta er upphafið á tímaferðalagi hennar i gegnum sögu heimspekinnar þar sem hún hittir marga af þekktustu hugsuðum mannkynssögunar. Hver er , VERÖLD SOFFÍU“ Á NRKi Til loka októbermánaðar verður nýjasta vlðbót * Breiðvarpsins, 6 norrænar stöðvar, i opinni dagskrá hjá þeim sem tengdir eru breiðbandinu. jj d**, ‘Jfk m**, ^ Þessar stöðvar eru allar þekktarfyrir vandað afþreyingar-, íþrótta-, frétta- og menningarefni óg erufrábær kosturfyrir alla þá sem viljafylgjast með frændum vorum á Norðurlöndunum. ', L ' * N ItDqtnj] vifl breiÁlHindhl r* tótiqifig víð Htkffdefi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.