Morgunblaðið - 11.10.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 61
BREF TIL BLAÐSINS
TALSVERT annríld var hjá lög-
reglunni í Reykjavík um lielgina og
sinnti hún rúmlega 500 verkefnum
og áttu þeir lögreglumenn sem voru
við störf um helgina því annasama
daga og nætur. Að venju var stór
hluti verkefnanna tengdur umferð-
inni í umdæminu en ljóst er þó að
lögreglumenn sjá ýmislegt í borg-
armannlífinu sem flestum íbúum er
óþekkt og hegðun og framkoma
borgaranna er ekki alltaf til eftir-
breytni.
Talsvert um
hraðakstur
Um helgina vora tilkynnt til lög-
reglu 46 umferðaróhöpp en engin
alvarleg slys urðu á fólki þótt
nokkrir hafi leitað aðstoðar á slysa-
deild vegna áverka.
Talsvert var um hraðakstur í
borginni um helgina og voru höfð
afskigti af 51 ökumanni af þeim sök-
um. í nokkrum tilvikum eru við-
komandi ökumenn einnig grunaðir
um önnur umferðarlagabrot eins og
ölvun við akstur eða réttindaleysi.
Á föstudagskvöld var 19 ára öku-
maður stöðvaður eftii- að hafa
mælst aka á 139 km hraða á Vestur-
landsvegi við Korpúlfsstaði. Annar
ökumaður 17 ára var stöðvaður á
föstudagskvöld á Stekkjarbakka
vegna hraðakstur og brota á stöðv-
unarskyldu. Hinn ungi ökumaður
gaf þá skýringu á akstursmáta sín-
um að hann hefði ætlað að elta
sjúkrabifreið sem þar fór um með
forgangsljós.
Eins og allir ökumenn eiga að
vita er heimild lögreglu- og sjúkra-
bifreiða til aksturs umfram lög-
bundinn hraða ekki til eftirbreytni
fyrir aðra ökumenn. Þá var 19 ára
ökumaður sviptur ökuréttindum en
hann ók á 115 km hraða á Víkurvegi
snemma að morgni laugardags og
sama dag var 46 ára ökumaður
stöðvaður á Vesturlandsvegi við
Sandskeið eftir að hafa mælst aka á
124 km hraða. Á laugardagskvöld
var 22 ára ökumaður stöðvaður á
Vesturlandsvegi en hann ók bifreið
sinni á 126 km hraða. Þá var 19 ára
ökumaður sviptur ökuréttindum
eftir að hafa mælst aka á 126 km
hraða á Eiðsgranda á laugardags-
Ur dagbók lögreglunnar
Mikið um umferð-
ar- og ofbeldisbrot
Dagbók lögreglu 6.-9. október 2000
kvöld. Á mánudagsmorgun var öku-
maður stöðvaður á Miklubraut við
Grensásveg eftir að hafa mælst aka
á 120 km hraða.
Ofbeldi og átök
Um hádegisbil á föstudag var
starfsfólki verslunar í miðbænum
ógnað af manni með hníf. Starfs-
maður hugðist ræða við manninn
vegna gruns um að hann hefði sett
inn á sig verðmæti án þess að greiða
fyrir. Lögreglan leitaði mannsins í
miðbænum án árangurs.
Á föstudagskvöld var karlmaður
handtekinn á veitingastað í mið-
bænum en hann hafði ráðist á gesti
og starfsmenn veitingastaðarins.
Hann réðst síðan einnig á lögreglu-
menn þegar þeir komu á staðinn.
Maðurinn sem er 23 ára var hand-
tekinn og fluttur á lögreglustöð.
Þá var lögreglan kölluð til vegna
átaka sem komu til vegna ágrein-
ings vegna umgengni um sameign
við Hlemm.
Ölvaður maður gekk í veg fyrir
leigubifreið í Austurstræti aðfara-
nótt laugardags og sparkaði í
bifreiðina. Þegar ökumaðurinn
hugðist ræða við manninn brást
hann illa við og sló til hans. Þá var
lögreglulið kallað að veitingastað á
Laugavegi aðfaranótt laugardags
vegna átaka innan dyra. Þar reynd-
ist 22 ára gestur höfuðborgarinnar
hafa tryllst og valdið miklum
skemmdum á innanstokksmunum
og rotað einn gesta. Maðurinn var
handtekinn og rístaður í fanga-
geymslu.
Átök stöðvuð
í fæðingu
í tvígang um helgina veittu lög-
reglumenn sem störfuðu við eftir-
litsmyndavélar því athygli að átök
voru að byrja og gátu sent lögreglu
strax á staðinn. Mjög mikilvægt er
að geta gripið strax inn í atburðarás
með þessum hætti og hindrað að al-
varleg átök brjótist út.
Aðfaranótt sunnudags var ráðist
að pitsusendli og stolið af honum
fjármunum og persónuskilríkjum
auk þess að brjóta gleraugu send-
ilsins. Ekki höfðu ránsaðilar mikið
upp úr ofbeldisverki sínu því eftir
ráðleggingar lögi-eglu eru sendl-
arnir með mjög takmarkaða fjár-
muni á sér.
Hjálpartækjum
ástarlífsins stolið
Tilkynnt var um innbrot í fyiir-
tæki í Skeifunni þar sem stolið var
rafstöðvum og háþrýstidælum auk
einhverra fjármuna. Þá var brotin
rúða i útstillingarglugga tölvufyrir-
tækis í Hlíðahverfí aðfaranótt laug-
ardags. Jafnframt var stolið þaðan
nokkrum verðmætum.
Síðdegis á laugardag var lög-
reglu tilkynnt að starfsmenn mat-
vöruverslunar í vesturbænum væni
á hlaupum eftir einstaklingi sem
hefði stolið verðmætum úr verslun-
inni. Þegar stöðva átti hinn 31 árs
gamla mann dró hann upp hníf og
hafði í hótunum. I ljós kom að þjóf-
urinn var í slagtogi með öðrum
manni og konu sem tóku þátt í
þjófnaðinum. Lögreglan handtök
þau þrjú og fannst þýfið allt í fórum
þeirra og var því komið til skila.
Maður í annarlegu ástandi kom
inn í verslun á Laugavegi síðdegis á
laugardag og réðst að starfsfólki
með höggum og spörkum og gekk
svo á brott. Lögreglan telur sig vita
hver var þar að verki og er unnið að
málinu.
Þá var lögreglu á laugardag til-
kynnt um fremur óvenjulegan þjófn-
að í verslun sem sérhæfir sig í hjálp-
artækjum ástarlífsins. Tveir karl-
menn stálu „gervisköpum" og
„rafknúnum gervilim“ og hlupu svo
á brott. Ekki er vitað hvort viðkom-
andi karlmenn hafi verið svo
dreymnir með feng sinn að þeir hafi
misst einbeitingu sína en þeir skyldu
eftir persónuskiháki sín á staðnum.
Málefni barna
og ungmenna
Lögregla var kölluð að verslun í
Breiðholti á laugardag vegna fram-
komu þriggja 10 ára barna. Þau
höfðu komið inn í verslunina og tek-
ið að gæða sér á ýmsum matvörum.
Lögreglan útskýrði málið fyrir for-
eldrum barnanna.
Höfð voru afskipti af þremur 15
ára ungmennum í miðbænum á
laugardagskvöldið og voru þau sótt
af foreldrum.
Bruni í
Krummahólum
Á laugardagskvöld fann einhver
sig knúinn til að leggja eld að
leikfangakastala á leikskólalóð í
Geitlandi. Ekki er vitað um gerend-
ur.
Þá var lögregla og slökkvilið kall-
að að húsi við Háteigsveg en mikill
reykur var í húsinu vegna feiti sem
verið var að hita. Skömmu eftir
miðnætti aðfaranótt mánudags var
tilkynnt um svartan reyk á stiga-
gangi í fjölbýlishúsi við Krumma-
hóla. Þar hafði komið upp eldur í
kjallaraíbúð og voru miklar
skemmdir í þeirri íbúð og reykur og
sót um allan stigagang og í nokkr-
um íbúðum. Tvennt var flutt á
slysadeild vegna gruns um reyk-
eitrun.
Klukkan rúmlega fimm að
morgni mánudags var tilkynnt um
lausan eld í ruslagámi við Héraðs-
dóm Reykjavíkur. Slökkvilið slökkti
og gámurinn var fjarlægður.
Eldurlagður
að fána
Lögreglan samþykkti útifund og
göngu frá Lækjartorgi að skrifstofu
ræðismanns Israels við Laugaveg
síðdegis á föstudag. Talið er að um
100 manns hafi tekið þátt í göng-
unni sem fór að mestu friðsamlega
fram. Ræðismanni var afhent bréf
frá fundarmönnum en einn þátttak-
andi fann sig knúinn til að leggja eld
að eftirlíkingu af ísraelska fánan-
um. Fram til þessa hafa mótmæla-
fundir og aðgerðir farið fram í góð-
um samskiptum við lögreglu og
með fullri virðingu við þann málstað
sem vakin er athygli á. í flestum til-
vikum er verið að vekja athygli á of-
beldis- eða mannréttindabrotum og
er það von lögreglu að slíkum
málstað sé komið á framfæri með
þeim hætti að ekki þurfi að koma til
valdbeitinga. Það getur vart verið
slíkum málflutningi til framdráttar.
Lögreglan var á laugardag kölluð
til vegna ósamkomulags milli leigj-
anda og leigusala í miðbænum. Þar
hafði leigusali farið inn í íbúð sína
og borið út búslóð leigjanda og
skipt um læsingu á íbúðinni.
Vandaðir viðarbrennslu-
arnar frá Spáni. 20 tegundir.
Stórhöfða 17 ■ Sími 567 2133
www.arinn.is
ngabúðin
Álnabær
sala
á dúkum Cf
gardínuefmm
ðumúla 32 - Reykjavik • Tjamargötu 17 - Keflavík
S: 588-5900 • www.alnabaer.is
Fasteignir á Netinu
vg'mbUs
ESTEE LAUDER
HL
Lesiö í liti
• jsm*. ^
Nú geturðu látið greina húðlit þinn...fljótt, auðveldlega og
nákvæmlega. Estée Lauder nýtir sér tölvutæknina til að
lesa í húðlit eins og spákona í lófa. Litgreinirinn les á
augabragði hvaða litur af Estée Lauder andlitsfarðanum fer
hverri konu best. Líttu inn og láttu sannfærast!
Estée Lauder býður viðskiptavinum sínum þessa þjónustu í Lyfju
i dag, miðvikudag 11. okt. kl. 13-18. fimmtudag 12. okt. kl. 13-18.
l£b LYFJA
U Fvrlr útlitið
Lágmúla, sími 533 2300
*
LYFJA
Fvrir útlitið
Laugavegi, sími 552 4045
4