Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 11.10.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG Árnad heilla f\ ÁRA afmæli. í dag, I V/ miðvikudaginn 11. október, verður sjötug María Guðrún Konráðs- dóttir, Jökulgrunni 4, Reykjavík.Eiginmaður hennar er Jón Haukdal Þor- geirsson. Þau hjónin verða að heiman. BRIPS Uinsjón Uuðinunilur IMII Arnai'sou ÞVÍ fylgir ánægjuleg til- finning í vörninni þegar ljóst er að sagnhafi er kom- inn niður á samningi sínum. Þessi tilfinning lýsir sér sem eins konar léttir og fyr- ir vikið slaka menn á klónni og missa oft einbeitinguna. Sem getur verið kostnaðar- samt, sérstaklega í tví- menningi. Setjum okkur í spor vesturs, sem kemur út með laufdrottningu gegn fjórum hjörtum suðurs: Suður gefur; NS á hættu. Norður * AD84 ¥ 73 * K106 * 8764 Vestur Austur * 1063 * KG92 ¥ D4 ¥ 1096 ♦ Á732 ♦ D954 + DG105 * 92 Suður * 75 ¥ AKG852 ♦ G8 + ÁK3 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3hjörtu Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass Suður tekur fyrsta slag- inn með laufás, leggur niður trompásinn og svínar svo spaðadrottningu. Austur drepur og spilar laufi. Suð- ur tekur á kóng, fer inn í borð á spaðaás og svínar hjartagosa. Vestur er ánægður að fá slag á tromp- drottningu og spilar hálauíi. Austur stendur sig nú vel þegar hann trompar með tíunni og spilar spaðagosa. Vörnin hefur fengið þrjá slagi: einn á spaðakóng, einn á hjartadrottningu og svo laufslaginn sem austur trompaði. Vestur heldur á tígulás og veit að spilið er tapað. Sagnhafi trompar spaðagosann og spilar tígul- áttu. Hvað á vestur að gera? Af þvi vörnin er komin með bókina er hætt við að vestur rjúki upp með tígul- ás til að „taka dáninn“. En ekki er víst að austur sé ánægður með þá vörn. Með því að trompa fríslaginn í laufi og spila spaða gerði austur makker sínum kleift að ná upp fullkominni taln- ingu á hendi suðurs. Hafi vestur verið vakandi átti hann að vita að sagnhafi var með nákvæmlega tvo spaða, sexlit í hjarta, þrílit í laufi og þar af leiðandi TVO TIGLA. Þess vegna gat ekkert kostað að dúkka og láta sagnhafa giska. ÁRA al'mæli. í dag, miðvikudaginn 11. október, verð- ur fimmtug Eyrún ísfold Gísladóttir, Reynihvammi 8, Kópavogi. Eiginmaður hennar, Sturla R. Guðmundsson, verður fimmtugur 22. október nk. Þau taka á móti ættingj- um, vinum og félögum laugardaginn 14. október í Glaðheim- um, Félagsheimili Gusts, Kópavogi, frá kl. 17-20. ÁRA afmæli. Nk. fóstudag 13. október verður fimmtugur Kristinn Jörundsson, Goðatúni 17, Garðabæ. Eiginkona hans er Steinunn Helgadóttir. Þau taka á móti gestum á af- mælisdaginn í félagsheimili Frímúrara í Hafnarfirði, milli kl. 18-21. SKÁK Uins.jún llclgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp á minningarmóti Najdorfs er lauk fyrir skömmu í Buenos Aires. Hvítt hafði Facundo Pierrot (2.428) gegn Diego Flores (2.358). 50. Hxd6! Hb5 50. ...Hxd6 51. e5 + Ke7 52. exd6+ Kxd6 53. Kg5 og svartur situr uppi með gjörtapað peðsendatafl. Hróksendataflið er einnig tapað og hin tæknilega úr- vinnsla vefst ekki fyrir hvítum. 51. Ha6 Hc5 52. g4 hxg4 53. fxg4 Hc7 54. e5+ Kf7 55. Kg5 Hb7 56. Kh6 Hb4 57. Ha7+ Kf8 58. g5 Hxh4+ 59. Kxg6 Hf4 60. Ha6 Ke7 61. Kh6 Hh4+ 62. Kg7 Hf4 63. g6 Hf5 64. Ha5 Hfl 65. Ha7+ Ke8 66. Hf7 Hgl 67. KfB Hg2 68. g7 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Alþjóðlegt stærðfræðiár Heimasíða Alþjóða stærðfræðiársins http://wmy.khi.is/ Þraut 21 Hver er hundraðasti bókstafurinn í þessari runu? ABBCCCDDDD........... Svar við þraut 20. Svarið er 34. Meðaltal sjö ólíkra náttúrlegra talna er summa þeirra deilt með 7 svo summa þeirra er 49. Til þess að finna stærstu mögulegu töluna verða hinar að vera eins litlar og hægt er. 0+1+2+3+4+5 = 15. 49-15 = 34 Hér em 3 vefslóðir fyrir þá sem vilja spreyta http://www.ismennt.is/vefir/heilabrot/ sig á stærðfræði- http://syrpa.khi.is/~stae/krakkar.htm þrautum. http://www.raunvis.hi.is/~stak/ LJOÐABROT SOFÐU, UNGA ÁSTIN MÍN Sofðu, unga ástin mín, - úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, - minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Jóhann Sigurjónsson. STJÖRMJSPÁ eftir Franees Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur listrænum hæfileikum, sem fólk kann vel að meta en síður duttl- ungafullt skap þitt. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þótt fátt virðist ætla að ganga upp í dag skaltu engar áhyggjur hafa. Áður en varir skiptir um og þér gengur flest í haginn með þolinmæði oglagni. Naut (20. apríl - 20. maí) í** Ef þú viit deila áhyggjum þín- um með einhverjum skaltu velja þér trúnaðarvin af kost- gæfni. En þegar allt kemur til alls er útíitið ekki svo svart. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) Þér finnst þú þurfa að gera svo margt, en hafa til þess svo stuttan tíma. Þá er ekki um annað að ræða en setjast nið- ur og skipuleggja hlutina. Krabbi (21.júní-22. júlí) Þú getur ekki ætlast til þess að aðrir kaupi hugmyndir þínar, ef þú getur ekki sett þær fram á skiljanlegan og rökstuddan hátt. Vandaðu þig- Ljón (23. júh' - 22. ágúst) m Þú þarft að gefa þér tíma tii þess að koma fjármálunum á hreint. Og í einkaiífmu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hug- myndum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) VUtL Þótt athygli hins kynsins kunni að virka uppörvandi skaltu halda þig á mottunni og særa ekki þá, sem þér í raun og veru þykir vænt um. Vos 'jrf'x (23.sept.-22.okt.) Þú kannt að neyðast til þess að grípa til aðferða sem eru þér ekki beint að skapi en láttu þig hafa það því eftir það ertu á hreinum ís. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú þarft ekki að berja bum- bur og tilkynna hvert framlag þitt er. Verk þln sanna sig sjálf svo þú skalt fara þér hægt en njóta árangurs erfið- is þíns. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) M+r Ovænt atburðarás hrífur þig með sér svo þú kemur engum vörnum við. En þetta er bara saklaust ævintýri svo þér er óhætt að njóta þess. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) Loksins finnst þér vinnufé- lagar þínir meta þig að verð- leikum. Þá er gott að þú íhug- ir stöðu annarra og viðhorf þitt til þeirra. Vatnsberi , . (20. jan. -18. febr.) CSel Öll athyglin snýst um þig þessa dagana en farðu þér hægt í yfirlýsingunum og mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) V%**> Þegar allt gengur þér í hag- inn sem þú skalt hugsa til vina þinna sem hafa staðið með þér í gegnum þykkt og þunnt. Leyfðu þeim að deila velgengni þinni með þér. Stjörnuspána á að iesa sem dægradvöi. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. L0GSUÐUTÆKI ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 L0GSUÐU- SLÖNGUR ÁRVÍK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 %y)Á/^kw\ Brúðhjón Allm boröbiínaður Glæsileg gjalavara Briíóhjónalistar yj.V)//M\\Á VERSLUNIN Ltiugttvegi 52, s. 562 4244. BARNAFATNADUR SCHIESSER nxrfót Bolir - buxur - gallar - vettlingar - náttföt 'Wí BÚÐIN | Garðatorgi, sími 565 6550. EIGNAMIÐLUMN sölom., Óskor R. Horíórson, söfaimoSor, Riarlon ri, Ingo Hormesdóttir, simovorsla og ritari, Olóf r, símavarsla og öflun skjola. m Sími 58« 9090 • Fax 588 9095 • Síöunu.la 21 Mikil sala - vantar eignir Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir og gerðir eigna, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, á söluskrá. Um þessar mundir er verð fasteigna hátt og sterkar greiðslur í boði. Nokkur einbýlishús óskast til kaups Flest einbýlishús á söluskrá okkar hafa seist á síðustu vikum. Enn eru þó allmargir kaupendur á kaupendaskrá. ( mörgum tilvikum er um staðgreiðslu að ræða. Einbýlishús eða raðhús í Kópavogi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 200-300 fm einbýlishúsi Foss- vogsmegin í Kópavogi. Góðar greiðslur í boði. Raðhús eða parhús á Seltjarnarnesi eða í vesturborg- inni óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 200-300 fm raðhús eða parhús í vesturborginni eða á Seltj. Mjög góðar greiðslur i boði. Allar nánari uppl. veita Stefán Hrafn og Sverrir. Sérhæð óskast Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm sérhæð í vesturborg- inni eða Þingholtunum. Sterkar greiðslur í boði. Sérhæð í Rvík óskast - eða hæð og ris Höfum kaupanda að 120-160 fm sórhæð í Rvík. Hæð og ris kemur einnig vel til greina. Traustar greiðslur í boði. íbúð við Skúiagötu, Kirkjusand eða Neðstaleiti óskast Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. 80-120 fm íbúð á pfangreindum svæðum. Staðgreiðsla í boði. íbúð í Mosfellsbæ óskast Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 3ja herb. íbúð í Mosfellsbæ til kaups. íbúð i vesturborginni óskast Skrifstofuhæð í lyftuhúsi Vorum að fá í söiu mjög góða og vel innréttaða um 200 fm skrif- stofuhæð í lyftuhúsi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Hæðin er vel skipulögð, m.a. 5 skrifstofuherbergi, vinnusalur, snyrtingar o.fl. Malbikuð bílastæði. Gott verð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.