Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 72
Heimavörn
SECURITAS
Sími: 580 /000
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Jim Smart
1 Av U T'VifSuM jfc AV/ • * ti: W&R/ vi| iHu ’
Fordómum kastað á eld
Hátt
verð á
saltfiski
ÍSLENDINGAR eru stærstu inn-
flytjendur saltfisks til Portúgal en
landið hefur um langt árabil verið
einn helsti saltfiskmarkaður Norð-
manna. Mjög lítið framboð er nú á
saltfiski frá Noregi og hefur út-
flutningurinn dregist saman um
nærri helming á einu ári.
Framboð á saltfiski hefur al-
mennt verið mjög lítið að undan-
förnu og því hefur verð á hæstu
stærðarflokkum hækkað mikið
undanfarna mánuði. Nú fást ríflega
500 krónur fyrir kílóið af stærsta
saltfiskinum en til samanburðar má
nefna að verðið var um 430 krónur
síðastliðinn vetur. Verð á minni
stærðarflokkum hefur hins vegar
lítið sem ekkert hækkað. Helgi
Már Reynisson hjá Valeik ehf. seg-
ir verð á saltfiski sjaldan eða aldrei
hafa verið eins hátt. Hins vegar sé
viðbúið að verð leiti jafnvægis þeg-
ar svokallaðri jólasölu lýkur um
miðjan nóvember. Á fyrstu átta
mánuðum ársins nam verðmæti
saltfiskafurða, samkvæmt tölum
Hagstofu íslands, um 14.916 millj-
ónum króna en það er 13,8% aukn-
ing frá sama tímabili á síðasta ári.
FJÖLMENN ganga áhugafólks um bætta geð-
heilsu gekk fylktu liði frá Hallgrímskirkju
niður að Ráðhúsinu í Reykjavík í gær á degi
alþjóðlegs geðheilbrigðis. Ferðin var farin til
að vekja almenning til vitundar um mikilvægi
þess að vinna bug á fáfræði og fordómum
gagnvart geðröskunum. Flestir göngumanna
huldu andlit sfn með pappirspokum sem tákn
um fordóma gegn geðsjúkum. Þegar að ráð-
húsinu kom var pokunum svipt af og þeir
brenndir á opnum eldi og fordómunum þar
með eytt á táknrænan og eftirminnilegan
hátt.
■ Táknrænn/6
I Varð á/Bl
Stofnfundur nýs landssambands verkafólks hefst á morgun
Ekkert samkomulag um
formann og varaformann
STOFNFUNDUR nýs landssam-
bands verkafólks sem til verður
með sameiningu Verkamannasam-
bands íslands, Landssambands
iðnverkafólks og Þjónustusam-
bands íslands hefst á Hótel Sögu á
morgun. Skv. heimildum Morgun-
blaðsins hefur enn ekki náðst sam-
komulag á milli aðildarfélaganna
um hverjir skuli gegna formennsku
og varaformennsku í þessu stærsta
r j^andssambandi launafólks á íslandi
prátt fyrir mikil fundahöld og
þreifingar að undanförnu á milli
verkalýðsforingja og í starfshópi
sem hefur unnið að undirbúningi
að stofnun landssambandsins.
Lagt til að sambandið fái nafnið
Starfsgreinasamband Islands
Skv. upplýsingum blaðsins virð-
ist þó liggja fyrir samkomulag um
að formaður sambandsins komi af
höfuðborgarsvæðinu en varafor-
maðurinn verði af landsbyggðinni.
Er nú helst rætt um Halldór
Björnsson, fyrrv. formann Eflingar
stéttarfélags, eða Guðmund Þ.
Jónsson, formann Landssambands
iðnverkafólks, í embætti formanns
og Aðalstein Þ. Baldursson, for-
mann Verkalýðsfélags Húsavíkur,
eða Björn Snæbjörnsson, formann
Einingar-Iðju á Akureyri, í emb-
ætti varaformanns.
Fær kjörnefnd það verkefni á
fundinum að gera tillögur um for-
mann, varaformann og 13 manna
framkvæmdastjórn sambandsins.
Skv. upplýsingum blaðins hefur
náðst samstaða um skipulag lands-
sambandsins og jafnframt hefur
náðst samkomulag um að leggja til
við fulltrúa á stofnfundinum að því
verði gefið nafnið Starfsgreinasam-
band Islands. Búist er við á þriðja
hundrað fulltrúum á stofnfundinn.
Þrír „gervi-
lögreglu-
þjónar“
hurfu
GERVILÖGREGLUÞJÓNAR
í umdæmi Hafnarfjarðarlög-
reglunnar fengu ekki að vera
lengi í friði því að sögn varð-
stjóra hjá lögreglunni hurfu
þrír sporlaust strax á fyrsta
degi. Álls var um tugur genú-
lögregluþjóna settur niður í
vegkanti Reykjanesbrautar-
innar, allt frá Mjódd að Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar, í gær.
Þeim var ætlað að minna veg-
farendur á að virða umferðar-
lögin. I gærmorgun voru þrír
gervilögregluþjónar horfnir,
tveir við Hvammahverfi í
Hafnarfirði og sá þriðji suður
við Lónkot.
Telur lögreglan að þessir
samstarfsmenn sínir hafi horf-
ið strax í fyrrakvöld.
Búast má við meiri
áraun á mannvirki
ÞITT FE
Máestro HVAR SEM
ÞÚ ERT
BÁRÐUR Guðmundsson, skipu-
lags- og byggingarfulltrúi í sveitar-
félaginu Arborg, segir að nýútkom-
in skýrsla um áhrif jarðskjálftanna
á Suðurlandi 17. og 21. júní sl., sem
unnin er af Rannsóknarmistöð Há-
skóla íslands í jarðskjálftaverk-
fræði og kynnt var í gær, kunni að
eiga eftir að hafa mikil áhrif. „Nið-
urstöðurnar, sem þeir eru að bera
þarna á borð, sýna að það má búast
við miklu meiri áraun á mannvirki
heldur en talið hefur verið hingað
til. A.m.k. gera þeir staðlar sem við
notum, eins og t.d. jarðskjálfta-
staðallinn IST 13, ekki ráð fyrir líkt
því eins mikilli áraun á húsin. Eg vil
meina að í framhaldi af þessu þurfi
að endurskoða byggingarreglugerð
og þær kröfur sem eru gerðar til
burðarþolshönnunar mannvirkja,
þ.e. að endurmeta allar álagsfor-
sendur. Ég er sjálfur að meðhöndla
teikningar að burðarþoli fimm hæða
fjölbýlishúss sem fyrirhugað er að
byggja á Selfossi. Miðað við niður-
stöður skýrslunnar sé ég ekki betur
en það verði að endurhanna húsið
algjörlega. Og þá vaknar sú spurn-
ing hvort byggingaryfirvöld og
sveitarstjórnir geti hert kröfur um
álagsforsendur varðandi þolhönnun
bygginga eða hvort þetta verði að
fara fyrir löggjafann. Sumir álíta að
heimildir fyrir slíku séu skýrar í
byggingarreglugerð og vissulega er
þar að finna setningar sem gefa
manni kannski aukið olnbogarými
hvað þetta varðar en engu að síður
er það tilfinning mín að það verði að
skoða þetta nánar út frá hinni laga-
legu hlið. Og slíkt gæti tekið sinn
tíma,“ segir Bárður að lokum.
■ Endurmeta/12