Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ h AKUREYRI Unnið að því að fjölga leikskólarýmum á Akureyri Ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga haldinn á Akureyri Ný hafnalög o g breytt flutninga- mynstur til umræðu Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Þessi börn léku sér sæl og glöð á leikskólanum Flúðum á Akureyri. Fleiri börn á biðlista en í fyrra RÚMLEGA 170 börn á leikskóla- aldri, tveggja til fimm ára, eru nú á biðlista eftir leikskólaplássi á Ak- ureyri. Þetta eru nokkru fleiri börn en voru á biðlista um síðustu áramót en þá voru þau 119. Hrafnhildur Sigurðardóttir leik- skólafulltrúi Akureyrarbæjar sagði að unnið væri að því að setja upp auka kennslustofur við leik- skólana Flúðir og Kiðagil og að þar fengjust 15 dagvistarrými á hvorum stað til viðbótar. Þá verið að gera lagfæringar og breytingar á leikskólanum Lundarseli en við það fjölgar rýmum þar um 9. Alls munu 44 börn eiga kost á mislangri vistun í þessum nýjum rýmum og á biðlista verða þá um 130 börn. Iðavöllur, nýr leikskóli, sem byggður er á gömlum grunni á Oddeyrinni verður tilbúinn í mars eða apríl á næsta ári en þar verða um 90 rými. Þau 24 börn sem voru í gamla húsnæði Iðavalla og rifið var fyrr á árinu, hafa fengið inni tímabundið á Krógabóli í kjallara Glerárkirkju. Hrafnhildur sagði að við- verutími barna hefði verið að lengjast, úr 4 tímum á dag upp í 6 og jafnvel 8 ti'ma, sem þá hefur þau áhrif að færri börn komast að. Þá sagði Hrafnhildur að vel yfir 90% barna á leikskólaaldri í bænum væru komin inn á leikskóla eða eru á biðlista og þörfin því að aukast. „Þetta sýnir að foreldrar óska í auknum mæli eftir því að koma börnum sínum á leikskóla, auk þess sem þeir óska eftir lengri þjónustu." ÁRSFUNDUR Hafnasambands sveitarfélaga verð- ur haldinn í Nýja bíó og Hótel KEA- Hörpu á Akureyri í dag, fimmtudag og á morgun, föstu- dag.Meðal helstu mála ársfundarins er kynning á drög- ó£j££n um að frumvarpi tu nýrra hafnalaga sem Einar K. Guð- finnsson alþingismaður mun sjá um. Þá verður fjallað um umhverfisstefnu hafna, en Már Sveinbjörnsson fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar hefur framsögu um auknar kröfur í umhverfismálum. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi og formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga l ræðir um samræmda samgönguáætl- un og Kristján Vigfússon fulltrúi | samgönguráðuneytisins í Brussel | fjallar á fundinum um breytingar í flutningamunstri. Kurt Vemer vara- formaðúr danska hafnarsambandsins mun á ársfundinum greina frá nýjum hafnalögum sem tekin vora upp í Danmörku um síðustu áramót. Loks má nefna að Gunnlaugur Júlíusson deildarstjóri hagdeildar Sambands íslenskra sveitaifélaga ræðir á fund- inum um fjárhag tekjulítilla hafna. Pétur Ólafsson skrifstofustjóri § Hafnasamlags Norðurlands sagði að f menn hefðu töluverðar áhyggjur af breytingum í flutningamynstri, þ.e. fyrir hönd hafnanna. Hann sagði þannig að Akm-eyrarhöfn yrði af um 10% af tekjum sínum í kjölfar þess að Samskip hafa hætt strandsiglingum 1. ágúst síðastliðinn en það er um 10 til 12 milljónir kr. Pétur nefndi einnig að minni tekjur hefðu líka í fór með sér minni getu til að sinna viðhaldi. ------------------------- _ Sparisjóður Olafsfjarðar og Islandspóstur Samstarf um póstafgreiðslu Ólafsfirði. Morgunblaðið. ÍSLANDSPÓSTUR og Sparisjóður | Ólafsfjarðar munu hefja samstarf f um rekstur póstafgreiðslu á Ólafs- firði hinn 1. nóvember nk. Ein breyt- ingin gagnvart viðskiptavinum Is- landspósts er sú að afgreiðsla póstsins flyst í húsnæði sparisjóðs- ins. Þjónusta íslandspósts á Ölafs- firði mun verða frá og með þessum tíma jafn góð og hingað til, segir Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri. Tilgangur þessara breytinga er að renna tryggaiá stoðum undir starf- | semi íslandspósts á staðnum, en í sameiningu munu sparisjóðurinn og íslandspóstur leggja metnað sinn í að tryggja viðskiptavinum beggja fyrirtækja heildarþjónustu á sviði dreifingar og fjármála á einum og sama staðnum. Dreifingin á Ólafsfirði verður áfram í höndum íslandspósts þótt aðsetur bréfbera verði í húsnæði sparisjóðsins. Atta sinnum Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Hafnasamlag Norðurlands Kreíjast uppboðs á rúss- neska togaranum Omnya V6fí ffð 9.930 kr. metflujvallarsköttuni FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is HAFNASAMLAG Norðurlands hefur lagt fram beiðni til sýslu- manns um uppboð á rússneska togaranum Omnya, en skipið hefur legið við bryggju á Akureyri frá því í ágúst 1997. Eigendur skips- ins, útgerð í Murmansk, hafa ekki greitt hafnargjöld frá því í nóvem- ber á síðasta ári og nemur skuld útgerðarinnar við Hafnasamlag Norðurlands 1.650 þúsund krón- um. Omnya kom sem áður segir til hafnar á Akureyri í ágúst fyrir þremur árum og sá Marel Trading um greiðslur fyrir skipið, en fyrir- hugað var að gera á því gagngerar endurbætur í Slippstöðinni, nú Stáltaki. Áður höfðu tvö skip út- gerðarinnar verið í endurbótum hjá stöðinni. „Frá því Marel Trad- ing hætti að skipta sér af skipinu hefur ekki komið ein einasta rúbla hingað,“ sagði Pétur Ólafsson Morgunblaðið/Kristján Unnið er við að steypa þekju á vesturkant Fiskihafnarinnar, en sjá má rússneska togarann Omnya í baksýn. skrifstofustjóri Hafnasamlags Norðurlands. Hann sagði skipið hafa valdið verulegum vandræðum á þessum tíma, það liggur nú við slippkant- inn og tekur um þriðjung hans þannig að ekki er mikið rými eftir fyrir þau skip sem leita þjónustu þangað. Áður hefur skipið legið við Torfunefsbryggju við litla hrifn- ingu margi-a, en það þótti ekkert augnayndi inni í miðjum bænum. Síðar var skipið fært í Fiskihöfn- ina, en þar er einnig takmarkað viðlegupláss og olli það sem fyrr segir verulegum vandræðum af þeim sökum. Pétur sagði að gert væri ráð fyr- ir að uppboðsbeiðnin yrði til með- ferðar hjá sýslumanni í um þrjá mánuði, “en það er að minnsta kosti orðið ljóst að skipið verður farið héðan innan hálfs árs,“ sagði hann. Strætisvagnar Akureyrar Far- þegum fjölgar áný NOKKUÐ færri farþegar ferðuðust með strætisvögnum á Akureyri á síðasta ári en árin 1997 og næstu tvö ár þar á undan. Hins vegar var far- þegafjöldinn í fyi-ra heldur meiri en árið 1998, samkvæmt yfirliti frá Strætisvögnum Ak- ureyrar. Farþegar með strætisvögn- um bæjarins voru um 290 þús- und á síðasta ári en eknir kíló- metrar vagnanna voru um 330 þúsund. Árið 1998 var farþega- fjöldinn 260 þúsund en á bak við þá tölu voru aðeins 150 þús- und eknir km. Árin þijú þar á undan var farþegafjöldinn með vögnunum um 300 þúsund manns á ári en eknir km á bil- inu 180-230 þúsund á ári. Á síðustu fimm árum hefur biðstöðvum verið að fjölga og biðskýlum einnig. Árið 1995 voru biðstöðvar 111 en 126 í fyrra og árið 1995 voru 27 bið- skýli í bænum en voru orðin 40 á síðasta ári. Strætisvagnar Akureyrar eru ennfremur með þrjá bíla í ferliþjónustu og á síðustu fimm árum hefur farþegafjöldi í ferliþjónustu verið frá 13.500 og upp í 15.000 á ári. í fyrra voru farþegarnir 14.000 og 15.000 árið 1996.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.