Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ h AKUREYRI Unnið að því að fjölga leikskólarýmum á Akureyri Ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga haldinn á Akureyri Ný hafnalög o g breytt flutninga- mynstur til umræðu Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Þessi börn léku sér sæl og glöð á leikskólanum Flúðum á Akureyri. Fleiri börn á biðlista en í fyrra RÚMLEGA 170 börn á leikskóla- aldri, tveggja til fimm ára, eru nú á biðlista eftir leikskólaplássi á Ak- ureyri. Þetta eru nokkru fleiri börn en voru á biðlista um síðustu áramót en þá voru þau 119. Hrafnhildur Sigurðardóttir leik- skólafulltrúi Akureyrarbæjar sagði að unnið væri að því að setja upp auka kennslustofur við leik- skólana Flúðir og Kiðagil og að þar fengjust 15 dagvistarrými á hvorum stað til viðbótar. Þá verið að gera lagfæringar og breytingar á leikskólanum Lundarseli en við það fjölgar rýmum þar um 9. Alls munu 44 börn eiga kost á mislangri vistun í þessum nýjum rýmum og á biðlista verða þá um 130 börn. Iðavöllur, nýr leikskóli, sem byggður er á gömlum grunni á Oddeyrinni verður tilbúinn í mars eða apríl á næsta ári en þar verða um 90 rými. Þau 24 börn sem voru í gamla húsnæði Iðavalla og rifið var fyrr á árinu, hafa fengið inni tímabundið á Krógabóli í kjallara Glerárkirkju. Hrafnhildur sagði að við- verutími barna hefði verið að lengjast, úr 4 tímum á dag upp í 6 og jafnvel 8 ti'ma, sem þá hefur þau áhrif að færri börn komast að. Þá sagði Hrafnhildur að vel yfir 90% barna á leikskólaaldri í bænum væru komin inn á leikskóla eða eru á biðlista og þörfin því að aukast. „Þetta sýnir að foreldrar óska í auknum mæli eftir því að koma börnum sínum á leikskóla, auk þess sem þeir óska eftir lengri þjónustu." ÁRSFUNDUR Hafnasambands sveitarfélaga verð- ur haldinn í Nýja bíó og Hótel KEA- Hörpu á Akureyri í dag, fimmtudag og á morgun, föstu- dag.Meðal helstu mála ársfundarins er kynning á drög- ó£j££n um að frumvarpi tu nýrra hafnalaga sem Einar K. Guð- finnsson alþingismaður mun sjá um. Þá verður fjallað um umhverfisstefnu hafna, en Már Sveinbjörnsson fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar hefur framsögu um auknar kröfur í umhverfismálum. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarfulltrúi og formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga l ræðir um samræmda samgönguáætl- un og Kristján Vigfússon fulltrúi | samgönguráðuneytisins í Brussel | fjallar á fundinum um breytingar í flutningamunstri. Kurt Vemer vara- formaðúr danska hafnarsambandsins mun á ársfundinum greina frá nýjum hafnalögum sem tekin vora upp í Danmörku um síðustu áramót. Loks má nefna að Gunnlaugur Júlíusson deildarstjóri hagdeildar Sambands íslenskra sveitaifélaga ræðir á fund- inum um fjárhag tekjulítilla hafna. Pétur Ólafsson skrifstofustjóri § Hafnasamlags Norðurlands sagði að f menn hefðu töluverðar áhyggjur af breytingum í flutningamynstri, þ.e. fyrir hönd hafnanna. Hann sagði þannig að Akm-eyrarhöfn yrði af um 10% af tekjum sínum í kjölfar þess að Samskip hafa hætt strandsiglingum 1. ágúst síðastliðinn en það er um 10 til 12 milljónir kr. Pétur nefndi einnig að minni tekjur hefðu líka í fór með sér minni getu til að sinna viðhaldi. ------------------------- _ Sparisjóður Olafsfjarðar og Islandspóstur Samstarf um póstafgreiðslu Ólafsfirði. Morgunblaðið. ÍSLANDSPÓSTUR og Sparisjóður | Ólafsfjarðar munu hefja samstarf f um rekstur póstafgreiðslu á Ólafs- firði hinn 1. nóvember nk. Ein breyt- ingin gagnvart viðskiptavinum Is- landspósts er sú að afgreiðsla póstsins flyst í húsnæði sparisjóðs- ins. Þjónusta íslandspósts á Ölafs- firði mun verða frá og með þessum tíma jafn góð og hingað til, segir Magnús Brandsson, sparisjóðsstjóri. Tilgangur þessara breytinga er að renna tryggaiá stoðum undir starf- | semi íslandspósts á staðnum, en í sameiningu munu sparisjóðurinn og íslandspóstur leggja metnað sinn í að tryggja viðskiptavinum beggja fyrirtækja heildarþjónustu á sviði dreifingar og fjármála á einum og sama staðnum. Dreifingin á Ólafsfirði verður áfram í höndum íslandspósts þótt aðsetur bréfbera verði í húsnæði sparisjóðsins. Atta sinnum Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Hafnasamlag Norðurlands Kreíjast uppboðs á rúss- neska togaranum Omnya V6fí ffð 9.930 kr. metflujvallarsköttuni FLUGFÉLAG ÍSLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is HAFNASAMLAG Norðurlands hefur lagt fram beiðni til sýslu- manns um uppboð á rússneska togaranum Omnya, en skipið hefur legið við bryggju á Akureyri frá því í ágúst 1997. Eigendur skips- ins, útgerð í Murmansk, hafa ekki greitt hafnargjöld frá því í nóvem- ber á síðasta ári og nemur skuld útgerðarinnar við Hafnasamlag Norðurlands 1.650 þúsund krón- um. Omnya kom sem áður segir til hafnar á Akureyri í ágúst fyrir þremur árum og sá Marel Trading um greiðslur fyrir skipið, en fyrir- hugað var að gera á því gagngerar endurbætur í Slippstöðinni, nú Stáltaki. Áður höfðu tvö skip út- gerðarinnar verið í endurbótum hjá stöðinni. „Frá því Marel Trad- ing hætti að skipta sér af skipinu hefur ekki komið ein einasta rúbla hingað,“ sagði Pétur Ólafsson Morgunblaðið/Kristján Unnið er við að steypa þekju á vesturkant Fiskihafnarinnar, en sjá má rússneska togarann Omnya í baksýn. skrifstofustjóri Hafnasamlags Norðurlands. Hann sagði skipið hafa valdið verulegum vandræðum á þessum tíma, það liggur nú við slippkant- inn og tekur um þriðjung hans þannig að ekki er mikið rými eftir fyrir þau skip sem leita þjónustu þangað. Áður hefur skipið legið við Torfunefsbryggju við litla hrifn- ingu margi-a, en það þótti ekkert augnayndi inni í miðjum bænum. Síðar var skipið fært í Fiskihöfn- ina, en þar er einnig takmarkað viðlegupláss og olli það sem fyrr segir verulegum vandræðum af þeim sökum. Pétur sagði að gert væri ráð fyr- ir að uppboðsbeiðnin yrði til með- ferðar hjá sýslumanni í um þrjá mánuði, “en það er að minnsta kosti orðið ljóst að skipið verður farið héðan innan hálfs árs,“ sagði hann. Strætisvagnar Akureyrar Far- þegum fjölgar áný NOKKUÐ færri farþegar ferðuðust með strætisvögnum á Akureyri á síðasta ári en árin 1997 og næstu tvö ár þar á undan. Hins vegar var far- þegafjöldinn í fyi-ra heldur meiri en árið 1998, samkvæmt yfirliti frá Strætisvögnum Ak- ureyrar. Farþegar með strætisvögn- um bæjarins voru um 290 þús- und á síðasta ári en eknir kíló- metrar vagnanna voru um 330 þúsund. Árið 1998 var farþega- fjöldinn 260 þúsund en á bak við þá tölu voru aðeins 150 þús- und eknir km. Árin þijú þar á undan var farþegafjöldinn með vögnunum um 300 þúsund manns á ári en eknir km á bil- inu 180-230 þúsund á ári. Á síðustu fimm árum hefur biðstöðvum verið að fjölga og biðskýlum einnig. Árið 1995 voru biðstöðvar 111 en 126 í fyrra og árið 1995 voru 27 bið- skýli í bænum en voru orðin 40 á síðasta ári. Strætisvagnar Akureyrar eru ennfremur með þrjá bíla í ferliþjónustu og á síðustu fimm árum hefur farþegafjöldi í ferliþjónustu verið frá 13.500 og upp í 15.000 á ári. í fyrra voru farþegarnir 14.000 og 15.000 árið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.