Morgunblaðið - 21.10.2000, Side 41

Morgunblaðið - 21.10.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 41 Martröð hin meiri DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns ANGURVÆRÐ draumsins er engu lík þegar ásókn þeirra er brúa bilið milli lífs og dauða verður raunveruleg og þyngd næturinnar kæfir morgundaginn. Asókn í draumi er löngu þekkt fyrirbæri og er ekki séríslenskt. Mörur eða þær verur sem ekki komast héðan dauðar með góðu móti (einnig kallaðar draugar), sækja á menn í lifanda lífi sér til fulltingis yfir móðuna miklu og knýja menn til lags við sig. Þeirra verk er ekki að hrella eins og leikari í hryllingsmynd heldur að ná sér í kraft til að komast „yfir“, frá dauðanum sem var óeðlilegur, yfir í það Nirvana sem nefnt er Guðsríki, eða „líf efth- dauðann“. Þessi tilfinning getur verið lyginni líkust og engu líkara en einhver sækist eftir lífi manns fremur en miða til framhaldslífsins. Maran er í minnihlutahóp þess fólks sem héðan hefur farið með skömm en ekki komist lengra en að 29 megariðum þar sem skilin miklu eru og þar situr hún föst í eigin fordómum og kemst ekki yfir elf- una sem skilur milli lífs og dauða. Baráttan er því að finna leið út úr völundarhúsi eigin óhamingju yfir ána Styx að strönd þess ríkis er hýsir alla rétttrúaða og þar á meðal þig þegar kallið kemur. En kallið getur orðið gegnum þrönga pípu- lögn ef þú ert einn hinna óham- ingjusömu að velja veginn gegn birtunni inn í myrkrið með eigin hendi eða á vegum myrkra afla eiturlyfja eða annars þess sem andskotanum er þóknanlegt. „Magný“ dreymdi Mér fannst ég vera þátttakandi í námskeiði sem ætlað var fyrir eins konar andleg fræði. Þarna var kennd saga eða bókmenntir - ljóð að ég held og eitthvað fleira. Mér fannst ég nú ekki standa mig neitt sérstaklega vel og varð þess vegna alveg hissa þegar for- stöðukonan sagði við mig: „Ég er nú alveg hissa að þú skulir standa í því að fara á svona nám- skeið“ - og lá í orðunum að ég þyrfti þess alls ekki með. Ég hélt nú samt áfram og gat alls ekki fundið að ég stæði mig betur en áður. í lok námskeiðsins áttum við svo að taka próf - og ég nátt- úrlega illa lesin og illa að mér eins og venjulega. Þá biður mig einn pilturinn í hópnum að snerta sig (á ennið - að ég held) og gerði ég það þótt mér fyndist það fremur undarlegt. En þá brá svo við að hann hrökk til, leit á mig og síðan leit hann undan. Þá fannst mér sem ég hefði gefið honum sjónina - en hann hafði þá verið blindur, þó ég hefði ekki tekið eftir því.. Mér fannst þetta ótrúlegt og spurði þá for- stöðukonuna sem stóð þar hjá, hvort verið gæti að ég hefði læknað hann og hvað hún já við og horfði á mig eins og ég hefði Mynd/Kristján Kristjánsson Hvað var þetta sem mig dreymdi? átt að vita það og brosti daufu dulúðarbrosi (samt ekki laust við afbrýðisemi í brosinu). Þessu næst sagði hún að hún þyrfti eig- inlega að fækka í hópnum um einn sem taka átti prófið - og skildi ég þá að henni þótti óþægilegt að láta mig taka próf með hinum. Af einhverjum ástæðum þurfti ég ekki að taka prófið. Ég var auðvitað dauðfeg- in að sleppa en eftir þetta fannst mér léttara yfir konunni. Ég fór að virða hana fyrir mér og sá að hárið á henni var tvílitt. Hún hafði nokkuð sítt hár og hafði lit- að það svart en látið það vaxa nokkuð lengi án þess að klippa það og var það því rautt ofan til en svart frá eyrum eða hálsi nið- ur á herðar. Ráðning Ekki er allt sem sýnist með drauma og ekki heldur í þínu til- felli. Þetta litla leikrit gæti virst vera um konu sem er á kafi í Nýaldarhyggju eins og andleg mál eru nú nefnd en svo er ekki þótt andi og hugsun komi inn í spfiið. Draumurinn er um þig og þann innri styrk sem þú hefur til að bera en virðist ekki nýta sem skyldi í því lífi sem þú lifir og störfum sem þú sinnir. Ef við skoð- um leikmyndina þá er svið- ið „námskeið“ (eitthvað sem þú þarft að bæta), inn- an þess er unnið með „sögu/bókmenntir/ljóð“ (andlegt atgervi) og aðal leikarinn með þér er for- stöðukonan (þú sjálf). Það sem fer fram er viss tog- streita þín við að sinna því sem þú þarft og átt að gera (prófið) og þess sem þú færð áorkað, takir þú þig á (veittir blindum sýn). Það sem er svo athyglisverðast við drauminn og segir þér kannski hvað mest um innihald hans er hár forstöðukonunnar og tvískipting þess sem gæti vísað á; geðsveiflur, breyttan stíl, kraft og orkuskort eða tíma. • Þeir lescndur sem vilja fá drauma sína birta ográðna sendi þá með fullu nafni, fæðing- ardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103Reykjavfk eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. Laugardagar til lukku í ACO LEO 650 Laugardagstilboð ACO Opið frá kl. 11:00-16:00 139.900 kí. —► 650mhz Pentium III —► 128Mb vinnsluminni —► 20,4Gb harður diskur —► DVD geisladrif Soundblaster hljóðkort Creative hátalarar -► 32Mb TNT2 skjákort - AGP 17“ skjár 56k mótald Windows ME DVD geisladrif 32Mb TNT2 skjákort - AGP ACO er opið á laugardögum i allan vetur og mun alltaf hafa á boðstóium eina eða fleiri vörutegundir á sérstöku laugardagstilboði. Villidýr á vægu verði á meðan birgðir endast. DVD mynd að eigin vali fylgir í kaupunum EZ DV klippikort á 24.500 kr. ef keypt er tölva Nú er að hreppa eða sleppa! hugsaðu ! skapaðu \ upplifðu Skaftahlfð 24 • Sími 530 1800 ■ Fax 530 1801 • www.aco.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.