Morgunblaðið - 21.10.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 21.10.2000, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Meiri hætta á bakteríum í fituskertu mjólkinni The Daily Telegraph. MEIRI hætta er á að bakteríur á borð við salmonellu og ecoli sé að finna í fituskertri mjólk en nýmjólk, að því er vísindamenn hafa greint frá. Anita Rampling, starfsmaður Bresku heilbrigðisrannsóknarstofn- unarinnar, greindi frá því að í mörg- um smærri mjólkurbúum væru not- aðar vélar sem hefðu verið smíðaðar áður en fituskert mjólk hefði orðið vinsæl. í þessum mjólkurbúum sé rjóminn skilinn frá en mjólkin sem eftir verði sé ekki gerilsneydd sem skyldi. Ófullnægjandi meðhöndlun Rampling og samstarfsmaður hennar könnuðu tvö mjólkurbú þar sem vélabúnaði hafði verið breytt, en reyndust við prófun ekki meðhöndla mjólkina á viðunandi máta. „Flæð- inu er hraðað þannig að mjólkinni er ekki haldið við nógu mikinn hita nægilega lengi,“ sagði Rampling. Það jók á vandann hvernig mjólk- in var prófuð að lokinni gerilsneyð- ingu. í prófuninni var leitað að ens- ími sem á að eyðast í geril- sneyðingunni. En ensímið vill bindast fitunni í mjólkinni, sem er að mestu fjarlægð í fituskerðingunni, og því getur fituskert mjólk komið neikvætt út úr prófinu jafnvel þótt hún hafi ekki verið gerilsneydd sem skyldi. • • 011 hreyfing sögð skila árangri New York. Reuters. AFSAKANIR þeirra sem halda því fram að þeir hafi ekki tíma til að hreyfa sig eða stunda lík- amsrækt eru nú að öllum líkind- um úr gildi fallnar. Viðamikil fimm ára könnun á heilsufari eldri karlmanna leiðir í ljós að viðkomandi þurfa ekki að taka upp tímafrekar líkamsæfingar til að hjarta þeirra njóti góðs af. I könnuninni kemur fram að „líkamleg virkni“ í stuttan tíma í einu nokkrum sinnum á dag skilar jafn miklum árangri og sú líkamsrækt sem iðkuð er í einni langri lotu. Rannsóknin, sem tók til 7.300 karlmanna, leiddi í ljós að áhrif hreyfingar og líka- msræktar á hjartaheilsu þeirra fór ekki eftir því hversu lengi þeir voru að á degi hverjum heldur réði þar mestu hversu mörgum kaloríum þeir brenndu. Að sögn dr. Ilowards D. Sesso, sem starfar við Harvard-- háskóla og sljómaði rannsókn- inni, þýðir þetta að fjórar 15 mínútna Iangar gönguferðir á dag skila sama árangri og einn klukkutíma langur göngutúr. „Þetta eru góðar fréttir fyrir kyrrsetumenn sem vilja taka upp breytta hætti. Ekki er nauð- synlegt að byrja á því að stunda líkamsræktina í 45 mínútur í einu.“ Gerð er grein fyrir rannsókn- inni í Circulation, tímariti Bandarísku hjartasamtakanna. I rannsókninni kom fram að karlmenn sem brenna 4.400 kal- oríum á viku með líkamsrækt voru í nærri 40% minni hættu á að taka hjartasjúkdóina en þeir sem eingöngu brenndu 1.100 kalorium á viku. Ekki skipti máli hvort viðkomandi gengu, æddu upp stiga eða iðkuðu íþróttir í þessu skyni. Fjöldi brenndra kaloría var það sem úrslitum réði. Og þessi tengsl héldu jafnvel eftir að rannsak- endumir höfðu bætt við áhættu- þáttum á borð við mataræði, reykingar, blóðþrýsting og syk- ursýki. TENGLAR Tímaritið Circulation: http://circ.ahajournals.org/. MORGUNBLAÐIÐ Öll heilsurækt er af hinu góða, sama á hvaða aldri er. Associated Press Hefst námið í ' móðurkviði? The Washington Post. SNEMMA beygist krókurinn, segir mál- tækið, en hversu snemma? Mun fyrr en margan grunaði, ef marka má hol- lenska vísindamenn sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að fóstur geti lært, vegna þess að þau hafi bæði langtíma- minni og skammtíma- minni. Vísbendingarnar sem þeir byggja þessa niðurstöðu á eru þær, að sextán af nítján fóstrum virtust „muna“ eftir áreiti í allt að einn sólarhring eftir að því hafði verið beint hvað eftir annað að kviði mæðra fóstranna. Niðurstöður þessar birtust í breska læknaritinu Lancet 30. september. Cathelijne van Heteren, og sam- starfsfólk hennar við Maastricht- háskólasjúkrahúsið, gerði rann- sóknina og beindist hún að fóstrum sem komin voru 37 til 40 vikur á leið. Með því að nota hátíðnitæki skráðu vísindamennirnir hvort fóstrin brugðust við með því að hreyfa sig innan einnar sekúndu eftir að hljóðáreiti var beint að kviði móðurinnar. A grundvelli fyrri rannsókna komust vísinda- mennirnir að því, að þegar fóstur brást ekki við sama hljóðáreitinu fjórum sinnum í röð hefði það van- ist hljóðinu og því ekki sinnt því. Þetta sýndi að fóstrið hefði „lært“ hljóðið. Svona vani er vel þekkt fyrir- bæri í tilraunasálfræði, einkum við rannsóknir á börnum sem ekki geta tjáð sig, og á dýrum. Vani, í þessari merkingu, er það þegar maður smám saman hættir að bregðast við meinlausu áreiti og er þetta talið vera vísbending um minni. Slíkur vani er ástæða þess að fólk virðir að vettugi hljóð sem Associated Press Gefa viðbrögð fósturs í móðurkviði við endur- teknu áreiti til kynna að hugurinn sé ekki sem óskrifað blað við fæðingu? það þekkir vel, á borð við það þeg- ar ísskápur fer í gang, en bregst sterklega við ókunnugu hljóði, eins og til dæmis þegar vélin í bílnum fer að gefa frá sér nýtt hljóð. Ekki er hægt að vita með vissu hvort fóstrin hafi brugðist við um- ræddum áreitum eða hvort tilviljun hafi ráðið hreyfingum þeirra, sagði einn rannsakenda, Jan G. Nihuis, en hann nefnir að fyrri rannsóknir hafi leitt til áþekkrar niðurstöðu. Ef hægt verður að endurtaka þessa hollensku rannsókn virðist sem niðurstöðurnar renni frekari stoðum undir endurskoðunar- hyggju um ungbörn - og jafnvel önnur lífsform. Undanfarin 25 ár hefur sú hugmynd, að ungbörn séu sem óskrifað blað við fæðingu, og foreldrarnir riti þar á framtíðar skaplyndi og greind, verið endur- skoðuð rækilega, en þetta var við- tekin skoðun öldum saman. Vís- indamenn hafa til dæmis komist að því, að einungis nokkurra klukku- stunda gömul börn kannast við andlit og hafa mun meiri áhuga á rödd móður sinnar en annarra kvenna. TENGLAR Tímaritið The Lancet: www.thelancet.com/ Efasemdir um gildi hvítlauksrannsókna The New York Times Syndicate. SÍFELLT eru að birtast niður- stöður rannsókna sem lofa gagn- semi hvítlauks. En tvær nýbirtar rannsóknir benda til þess að ekki sé allt með felldu í þeim rannsókn- um sem hingað til hafa komið fram. „Birtar rannsóknir eru ekki marg- ar. Og niðurstöðurnar eru talsvert misvísandi milli rannsókna, og það er áhyggjuefni," segir Charles Poo- le, aðstoðarprófessor í faraldurs- fræði við Háskólann í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum. Hann tók þátt í gerð rannsóknar sem birtist í októberhefti American Journal of Clinical Nutrition, og beindist að niðurstöðum 300 far- aldursfræðirannsókna á hvítlauk og krabbameini um allan heim. „Við komumst að því að ritgerðirnar [um rannsóknirnar] voru yfirleitt ekki mjög góðar,“ segir dr. Cindy Mulrow, sem líka tók þátt í gerð rannsóknarinnar. Báðar nýju rannsóknirnar leiddu í ljós að fyrri rannsóknir hefðu ekki verið mjög góðar, og að ákaflega erfítt væri að mæla og meta hvít- lauk, og ennfremur það sem nefnt er „einhliða birtingar, þ.e.a.s. þá til- hneigingu að birta aðallega niður- stöður rannsókna sem eru jákvæð- ar. Mulrow nefnir að sumar rannsóknirnar, sem athugaðar hafi verið, hafi verið gerðar á allt niður í 20 þátttakendum, og í engri hafi þátttakendur verið fleiri en 400. Þá hafi þær verið gerðar á stutt- um tíma, eða á einungis um þrem mánuðum. Það geri að verkum að erfitt sé að meta hvort jákvæð áhrif á heilsufar haldist. Hafi þetta eink- um átt við rannsóknir á því hvort hvítlaukur minnki blóðfitu. í mörg- um rannsóknum hafi ekki verið farnar hefðbundnar rannsóknar- leiðir, og jafnvel hafi ekki verið not- aðar samanburðarlyfleysur sem líktu mjög vel eftir þekktustu áhrif- um hvítlauks, þ.e. áhrifum hans á andremmu og líkamslykt. Þá hafi niðurstöður, er birtust í lítt þekktum vísindaritum, oft verið stuttar og erfitt að átta sig á því hvaða aðferðir höfðu verið notaðar við gerð rannsóknanna. „Það er Associated Press mikll fjöldi ritgerða á gráu svæði,“ segir Poole. Ekki sé hægt að af- skrifa þær algerlega, en fara verði varlega í að meta þær. En hann segir það mesta áhyggjuefnið að út- lit sé fyrir að rannsóknir sem sýni engin jákvæð áhrif hvítlauks séu síður líklegar til að verða birtar. Ekki svo að skilja að vísinda- menn séu vísvitandi að reyna að blekkja. „Þetta er alltaf að gerast. Fólk hefur tilhneigingu til að láta útkomuna ráða því hvort niður- stöðurnar líta dagsins ljós. TENGLAR The American Journal of Clinical Nutritiomvrww.aicn.org/ Djúpsjáv- arveira bætir bein Toronto. Reuters Health. EFNI sem djúpsjávarveira framleiðir virkar mjög örvandi á bein sem eru að gróa, að því er vísindamenn greina frá. Veiran „Vibrio diabolicus", framleiðir efnið en hún finnst í neðansjávarhverum á miklu dýpi. Franskir vísindamenn komust að því í nýrri rannsókn, að efnið, sem er fjölsykra, flýtti fyrir því að bein í rottum greru. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að lítil göt voru bor- uð í höfuðkúpur rottnanna. Fjölsykrunni var sprautað í sum götin og tveim öðrum gerðum fjölsykra í hin götin. Beinið vai- fullkomlega gróið eftir hálfan mánuð þar sem fjöl- sykrunni úr djúpsjávarvírusn- um hafði verið sprautað en þar sem hinum fjölsykrunum hafði verið sprautað hafði beinið lítið sem ekkert gróið. Dr. Philippe Zanchetta, við Dental-háskóla í Brest í Frakklandi, stjórnaði rannsókninni. Vísindamennirnir hafa feng- ið einkaleyfi á efninu og vænta þess að fá fyrirtæki til sam- starfs við sig við að búa til beingræðandi lyf. Er hug- myndin að hægt verði að sprauta lyfinu í líkamann þar sem bein hefur brotnað til að flýta fyrir að það grói. Einnig á lyfið að geta fest gervitennur betur í bein.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.