Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ F MINNINGAR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 51 ..... ; þátt í hinu daglega amstri og þóttist aldeilis maður með mönnum. Lífið á Bræðraá reyndist mér góð- ur skóli. Þar leið mér vel. Ég var yngstur í fjölskyldunni og naut góðs atlætis til sálar og líkama. Hjarta mínu næst stóð þó amma Fríða. Það var hún fyrst og fremst sem var sá klettur sem skapaði mér góða handfestu eftir viðskilnað við móður á viðkæmum aldri. Ég varð eitt af hennar bömum og í rauninni leit hún á mig sem slíkan alla tíð eftir það. Vorið 1953 brann bærinn á Bræðraá til gmnna. Það þegar elds- ins varð vart og atburðarásin í fram- haldinu þann dag er mér ljóslifandi í minni. Örlögin era oft undarleg. Svo ótrúlega vildi til að í annað sinn sem bóndinn, Hjalti, kemur heim af sjúkrahúsi blasir brennandi bærinn, nú Bræðraá, við sjónum hans. Nú þurfti þó ekki að láta deigan síga. Jörðin var (og er) landmikil og góð. Nýtt íbúðarhús var byggt þá strax um sumarið.Við branann lauk hins vegai' vera minni á Bræðraá. Þangað kom ég að vísu í heimsókn strax vorið eftir. Þá stóðu yfir mikiar framkvæmdir bæði í ræktun svo og byggingu nýrra útihúsa og nú var nýi „þjónninn" Farmal-dráttarvélin mætt til leiks. Bóndinn hugsaði stórt. Þegar unglingsárin renna upp virð- ist sem sambandið við bamsárin og minningar frá þeim víki alveg til hlið- ar, en aðeins um tíma. Þessar minn- ingar byrja síðan að leita á hugann þegar árin færast yfir. Þannig er þessu varið með undirritaðan. Amma Fríða hefur alltaf verið mér kær í huga og ég vissi hvem hug hún bai' til mín. Þó var það samband sem við héldum eftir samverana á Bræðraá alltof lítíð og stopult. Þá sjaldan við hitttumst urðu þó alltaf fagnaðarfundir. Það má því hugga sig við að þótt samverastundimar yrðu alltof fáar þá voru þær þó góðar sem við áttum. Þegar við bræður stunduðum nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík á sínum tíma voram við í fullu fæði hjá Rúnu, elstu dóttur hennar. Þá hitt- umst við amma nokkrum sinnum en hún vann þá á Álafossi í Mosfellssveit. Það var stolt kona sem gladdist innilega yfir velgengni minni þegar ég útskifaðist frá skólanum. Hún vék þá að mér dálitlum aur sem hún lagði ríka áherslu á að ég notaði bara til þess að gera mér glaðan dag í tilefni af útskriftinni. Amma var vel gerð kona á allan hátt. Hún var greind og hafði mjög já- kvætt lífsviðhorf. í mannlegum sam- skiptum var hún hvers manns hug- ljúfi. Að langfeðra og -mæðratali var hún svardælskrar ættar en fluttist á bamsaldri frá Tungu í Fljótum að Kvíabekk í Ólafsfirði, þar sem hún ólst upp. Hún var mannelsk og sátt- fús, vildi öllum gott gera og hallmælti aldrei nokkram manni í mín eyra. Þó var líf hennar enginn dans á rósum. Hún sigldi oft í úfnum sjó á sinni löngu lífsleið. Hún hélt glaðværð sinni og léttleika fram á tíræðisaldur, allt þar til sjúkdómar fóra að hrjá hana. Þegar hún varð níræð héldu af- komendur hennar henni mikla veislu á Hótel Sögu, þar sem fjöldi manna samfagnaði henni. Þama sveif hún um salinn eins og drottning í bleikum kjól, sæl og glöð. Minnisstætt er mér hverju hún svar- aði þegar gestir höfðu orð á því hve hress hún væri, orðin níræð. - „Ég er svo ánægð með það hvað bömin mín era em ennþá,“ var svarið! Þannig vora mörg hennar tilsvör fúll af húmor og glettni. Þannig mun- um við minnast hennar því að hinn ríka kærleika sem hún bar til sinna nánustu sýndi hún ekki síst með glað- værð sinni. Langri lífsgöngu er lokið og mörg dagsverkin að baki. Elsku amma. Ég kveð þig með þakklæti og virðingu í huga. Áldrei fæ ég fullþakkað hvemig þú reyndist mér þegar ég þarfnaðist þín mest. I minningunni munt þú áfram lifa með- al okkar. Guð blessi minningu þína. Óskar Þór Karlsson. Elsku amma. Þá hefur þú kvatt okkur og fengið hvíld. Þú varst yndisleg persóna og alitaf gott að koma til ykkar afa í litla húsið ykkai' á Skagaströnd. Ailtaf var eld- húsborðið fullt af mat þegar við kom- um í heimsókn og ekki varstu ánægð fyrr en við vorum búnar að borða á okkur gat. Þau voru ófá skiptin sem við gistum hjá ykkur og alltaf var jafn gaman, húsið fullt af fólki og þú hrók- ur alls fagnaðar. Þú varst dugleg að ferðast suður með rútunni eða flutn- ingabíl og komst þá alltaf við hjá okk- ur og var mikill spenningur þegar þú komst. Einnig var spenningur í kring- um afmælin því þá senduð þið afi okk- ur alltaf fullan kassa af nammi og þá var nú veisla. Umhyggja þín í okkar garð var mikil og passaðir þú sérstaklega að við klæddum okkur vel og vora ófá sokkapörin sem þú pijónaðir á okkur og bömin okkar og njóta þau þess enn í dag. Eftir að afi dó og þú fluttir til for- eldra okkar urðu samverastundir okkar með þér enn fleiri. Sérstaklega var mikilvægt fyrir bömin okkar að hafa þig svo nálægt sér og vora þau í miklu uppáhaldi hjá þér og er þín sárt saknað. Við vorum svo lánsöm að geta eytt með þér þínum síðustu jólum og verða næstu jól tómleg án þín, en við vitum að nú líður þér vel og við mun- um hugsa til þín. Elsku amma, þú áttir langa og far- sæla ævi og verður þín sárt saknað. Þínar Sigríður og Guðrún. Nú er hún amma Fríða dáin. Hefur þúnú lokið þinni lífslöngu ævi. Varst þú orðin níutíu og sex ára og varst þú alltaf skýr í kollinum fram að hinstu stundu. Ef hægt væri að sigra dauð- ann þá hefðir þú gert það því þú vildir alls ekki deyja frá okkur. Þér fannst þú hafa sáð svo vel og vildir þú fylgj- ast með okkur öllum. Ef þú vissir að langömmubörnin þín vora veik hringdir þú til að vita hvemig þau hefðu það og gafst okkur ráð. Það þótti okkur öllum vænt um. Elsku amma, þú varst svo mikil kjamorku- kona og það var svo gaman að vera í kringum þig, þú sagðir alltaf það sem þér bjó í brjósti enda þegar við hitt- umst bambömin þín berst þú alltaf í tal. „Veistu hvað hún amma sagði eða gerði,“ og er þá mikið hlegið. Við Beggi voram svo ung jiegar við bytj- uðum að vera saman. Ég fór að vinna i frystihúsinu á Skagaströnd um sum- arið og bjó hjá þér. Hann kom að heimsækja mig, þér leist nú ekkert á það að ég væri komin með kærasta, bara 15 ára gömul. Svo hittir þú Begga ekki fyrr en tveimur áram seinna, hann labbaði til þín og tók í hönd þína og heilsaði, þú horfðir á hann um stund og sagðir svo. „Ert þetta þú Beggi minn, mikið ert þú orðinn myndarlegur maður eins og þú varst nú ljótur þegar ég sá þig síðast". Mér finnst þetta lýsa því hvað þú gast verið fyndin. Beggi varð í miklu uppá- haldi hjá þér og hafði hann gaman af þér eins og við öll hin. Þegar þú ert farin frá okkur hellast svo margar minningar um þig yfir mig. Þú sagðir svo oft allt í einu upp úr þurra, „Ágústa, þú værir nú ekki hér ef ég hefði ekki átt hana mömmu þína,“ og það er rétt og vil ég þakka þé fyrir það, þú gast ekki gefið mér betri mömmu en hana. Það er nú eins með öll bömin þín, mömmu, Diddu, Gullu og Dadda, allt era þetta svo vel gerðir einstaklingar, alltaf tilbúin að fóma sér fyrir aðra ef þess ber að enda segja þau öll að þó svo að þú hafir átt erfiða ævi þá lést þú það aldrei bitna á þeim. Þú gafst þeim alltaf svo mikla hlýju og umhyggju sem þau búa enn þáað. Við fóram oft á Skagaströnd þegar þú bjóst þar, að heimsækja þig og afa. Ég man svo vel þegar ég var lítil og sá mömmu vera að bera alls kyns dót út í bfl. Ég spurði hana hvert við væram að fara og hún sagði á Skagaströnd, þá varð ég svo glöð og hlakkaði mikið til þó svo ég vissi að ég mundi gubba hálfa leiðina því ég var svo bílveik. En það skipti engu máh því ég var á leið- inni á Skagaströnd að heimsækja þig, afa, Dadda, Guggu, Árdísi, Hjalta, Nonna og Jóa. Þegar við svo loksins renndum í hlað varst þú alltaf komin út á tröppur og tókst svo vel á móti okkur og varst þú alltaf búin að útbúa svo mikinn mat að það var eins og þú ættir von á hundrað manns. Þér fannst við aldrei borða nóg, þú hafðir svo gaman af því að elda mat og gefa fólki að borða. Þegar þú áttir þitt síð- asta aftnæli, níutíu og sex ára varst þú komin á Sunnuhlíð. Mamma, Didda og Gulla bökuðu fullt af kökum sem þú bauðst öllu fólkinu upp á, mamma sagði mér að þú hefðir verið svo ánægð því að þama varst það þú sem varst að veita. Þú viidir alltaf vera veitandi en áttir svo erfitt með að þiggja sjálf. Elsku amma mín, ég gæti skrifað svo mikið um þig því þú varst svo mik- il persóna og ég er svo stolt af því að hafa átt þig sem ömmu og allar þær minningar sem ég á um þig mun ég geyma í mínu hjarta þar til við sjá- umst næst. Ég kveð þig nú. Ég veit að þér líður miklu betur núna og það verður tekið vel á móti þér hinum megin. Eg sendi þér kæra kveðjur, nú komin er lífsins nótt. Kg umve(ji blessun og bænir,' égbiðaðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfmn úr heimi, éghittiþigekkiumhríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ágúsfa Óskarsdóttir. Sjá, hér tímans brotnar bára, byltist fram með straumi ára; geirar milli hærðra hára, hrukkótt ennið nýtur sín. - Þetta er hún amma mín. Hún les á kvöldin, segir sögur, semur jafnvel stundum bögur. Þá er hún í framan fógur, fegri en nokkur blómarós. - Þó fær amma aldrei hrós. Amma er dáin, dagur liðinn, Drottinn veitti henni friðinn. Enn eru sömu sjónarmiðin, samiáhuginnogfyrr fyririnnan Drottins dyr. (HjálmarfráKambi.) Elsku amma, við eram svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig svona lengi. Guð geymi þig, takk fyrir allt. Hólmfríður, Guðbjörg og Bergþóra. Ó amma, ó amma, ansaðu mér, ég er að gráta og leita að þér. Fórstþúútúrbænum eðafórstþúútáhlað eða fórst þú til Jesús í sælunnar stað? Með hjartans þökk. Langömmubörn. Þig umveiji blessun og bænir, égbið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfm úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín sonardóttir og nafna, Marta Imsland. Mig langar að minnast tengda- móður minnar Mörtu Imsland. Hún andaðist á Kumbaravogi 23. febrúar en í dag 21. október hefði hún orðið 90 ára. Marta giftist Kristjáni Ims- land kaupmanni frá Seyðisfirði, þau eignuðust fimm syni. Marta og Kristján hófu búskap á Seyðisfirði, síðan fluttu þau til Norðfjarðar þar sem þau bjuggu í nokkur ár, og það- an til Hafnar í Hornafirði, þar ráku þau Gistiheimilið Hvamminn, ásamt matvöruverslun á Hafnarbraut 32. Eftir að þau hættu gistihúsarekstri byggðu þau sér íbúð við verslunina á Hafnarbrautinni, þar sem þau bjuggu þar til Kristján veiktist skyndilega og þau urðu að flytja til Reykjavíkur en þar andaðist Krist- ján 17. júlí 1972. Eftir lát Kristjáns hélt Marta áfram heimili að Hring- braut 109 með Höskuldi syni sínum, þar til hann flutti á Kópavogshælið. Marta fékk sér vinnu á elliheimilinu Grand, sú vinna átti mjög vel við hana, hún var sérlega natin við um- önnun sjúkra, það fékk ég sjálf að reyna þá ung stúlka á heimili tengdaforeldra minna þegar ég veiktist og varð rúmföst í fjóra mán- uði, hvað hún passaði að farið yrði nákvæmlega eftir fyrirmælum lækn- isins, svo að ég næði heilsu á ný. Þá minntist hún á það við mig að hana hefði alltaf langað til að læra hjúkr- un. Á þeim tíma sem Marta vann á Grand urðu þáttaskil í lífi hennar, þegar hún kynnist seinni manni sín- um, Árna Snjólfssyni, eftir að bæði höfðu misst fyrri maka sína. Þau giftu sig 29. júlí 1978, þá flutti Marta til Árna í Bólstaðarhlíð 48, þar sem hann umvafði hana kærleika og hlýju. Marta og Árni ferðuðust mikið saman fóra oft til útlanda og ferðuð- ust líka hér heima. Það varJ-jví mikið áfall fyrir Mörtu þegar Árni varð bráðkvaddur á heimili þeirra 8. apríl 1995. Þá var eins og lífsneistinn dvín- aði hjá Mörtu, hún bjó þó áfram ein um tíma og átti þá oft erfiðar stund- ir, þótt hún kvartaði ekki. Hún átti góða nágranna í sama stigagangi sem sýndu henni velvild og hlýju, þó fór svo að hún gat ekki orðið búið ein og flutti þá á Kumbaravog þar sem hún fékk góða umönnun. Amma Marta, eins og fjölskyldan kallaði hana, tók okkur ávallt opnum örm- um þegar við komum á heimili þeirra Árna, dró fram það besta sem hún átti og var boðin og búin að gera allt það besta fyrir fólkið sitt. Henni var gestrisni í blóð borin. Heimili Mörtu og Árna var óaðfinnanlegt, alltaf fínt og fágað. Marta var dugleg og út- sjónarsöm, nýtin og næjusöm. Hún var falleg kona, dökk á brún og brá, og alltaf fallega klædd, svo eftir var tekið. Hún hafði ríka ábyrgðartil- finningu sem kom glöggt fram í um- hyggju Höskuldar, yngsta sonar hennar. Hún var kona sem tók því sem að höndum bar með miklu æðru- leysi. Síðustu mánuðina sem Marta lifði var hún orðin mjög þreytt og þráði hvíldina. Ég vil þakka fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum með Mörtu og bið algóðan guð að blessa minningu hennar. Þótt ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég þótt iátin sé tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu. (Höf.óþ.) Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Gréta. í dag hefðirðu orðið 90 ára gömul elsku amma og langar mig því að minnast þín með nokkrum orðum. Þú varst eina amman sem ég man eftir og því fyrir mér eina amman mín. Aldrei fékk ég þann heiður að kynnast öfum mínum en þú sást til þess að ég fékk að eignast afa þegar þú giftist Árna. Mér er minnisstæð sú stund þegar við þrjú yngstu systkinin leituðum til þín um hvernig við gætum vitað hvort við mættum kalla Árna afa og þú ráðlagðir okkur að spyrja hann og auðvitað sagði hann já og þannig áttum við orðið afa og ömmu. Ég man hve full við voram af stolti að eiga ekki bara ömmu í Reylgavík heldur líka afa. Ég hef oft haft á orði að ég ætli að vera ungleg alla ævi eins og hún amma mín í Reykjavík. Ég vil þakka þér allar þær stundir sem þú tókst á móti mér 14 ára gamalli þegar ég þurfti suður til Reykjavíkur til tannlækninga einu sinni í mánuði í tvö ár, alltaf varst þú tilbúin að taka á móti mér og leyfa mér að gista. Þú spilaðir við mig á kvöldin til að stytta mér stund- ir, alltaf gast þú komið í veg fyrir að ég fengi heimþrá. En nú veit ég að þú ert komin á góðan stað þangað sem þú þráðir að komast og þangað sem þínir ástkærastu voru þegar farnir. Guð geymi þig elsku amma og varðveiti að eilífu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þín sonardóttir, Gunnhildur. Ég vil þakka þér þau stuttu kynni sem við áttum, þessa einu heimsókn sem ég átti til þín að Kumbaravogi með mömmu minni. Ég man hvað þú ljómaðir þegar við hittumst og þú sagðir að ég væri stilltur og góður drengur. Eftir þessa heimsókn á ég ekki bara minningar heldur líka myndir sem teknar voru af okkur saman og hjálpa mér í minningunni um þig. Elsku langamma, guð geymi þig- Þú guð minn lífs ég loka augum mínum í líknarmildum fóður örmum þínum. Og hvfli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föður hjarta. (Matt. Joch.) Agnar Jökull. Elsku amma mín. Mig langar að senda þér bænina okkar sem við fóram alltaf með áður en við fóram að sofa þegar ég var í heimsókn hjá þér og afa í Reykjavík. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði elsku amma. Þín Nanna Dóra. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is 1 Svcrrir Einarssoti útfararstjóri, sími 896 8242 Svcrrir Olsen útfararstjóri. \ *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.