Morgunblaðið - 21.10.2000, Side 79

Morgunblaðið - 21.10.2000, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 79 FRETTIR Ganga til góðs gegn alnæmi í Afríku ———■—. Tveir sjálfboðaliðar gefa kost á sér til þátttöku í landssöfnun Rauða krossins gegn alnæmi. Vilja aukið fé til skólastarfs ARSÞING SAMFOK 2000, Sam- bands foreldrafélaga og foreldra- ráða í skólum Reykjavíkur á grunn- skólastigi, var haldið í félagsmiðstöðinni Fjörgyn, Folda- skóla, 3. október sl. Við fundarlok voi-u eftirfarandi ályktanir samþykktar samhljóða: „Ársþing SAMFOK 2000 skorar á ríkisstjórn Islands og borgar- stjórn Reykjavíkur að tryggja að nægt fjármagn sé veitt til menntun- armála svo að nám og kennsla í grunnskólum landsins verði í sam- ræmi við þau markmið sem sett hafa verið í nýrri aðalnámskrá grunnskóla.“ „Ársþing SAMFOK 2000 lýsir yf- ir stuðningi við stefnu stjórnvalda um „einn skóla fyrir alla og rétt allra barna til náms við hæfí en bendir á að ekki sé nægilegu fé veitt til þessara mála. Jafnframt lýsir ársþingið yfir áhyggjum sínum vegna fækkunar kennara með sérmenntun í sérkennslu í grunn- skólum borgarinnar. Ársþingið krefst þess að málaflokkur þessi verði settur í forgang og unnið hratt að bráðnauðsynlegum úrbótum í sérkennslu og öðrum sérúræðum." „SAMFOK fagnar þeim mikla áfanga sem náðst hefur með til- komu Skólatorgsins og hvetur þá grunnskóla sem ekki búa sjálfir yfir þessari tækni til að nýta sér þá möguleika sem það hefur upp á að bjóða, bæði í tengslum við skóla- starfið og í samskiptum við for- eldra.“ Eftirfarandi áyktun er beint til fræðsluyfirvalda: „Eitt af því sem stendur virku foreldrastarfi fyrir þrifum í í grunnskólum er hversu erfitt er að koma upplýsingum um starf skólanna til foreldra. Þetta á einnig við um upplýsingar sem þurfa að streyma frá foreldrum til foreldra en þar hafa foreldraráð lagalegar skyldur. Virk heimasíða hjá grunnskólum getur skipt sköp- um í þessum efnum og jafnramt verið mikilvægur þáttur í kennslu í upplýsingamennt. Hinar tæknilegu forsendur til að halda úti heimsíðu innan hvers skóla eru almennt ekki til staðar. Skorað er á fræðsluyfir- völd að styðja við þá þróun sem haf- in er t.d. með tilkomu Skólatorgs og gera skólasamfélaginu kleift að nýta sér þessa þjónustu til fram- búðar.“ 800 sjálfboðaliðar skrá sig RÚMLEGA 800 sjálfboðaliðar víðs vegar að af landinu hafa skráð sig til þátttöku í landssöfnun Rauða krossins gegn alnæmi í Afríku undir kjörorðinu Göngum til góðs, en hún fer fram laugardaginn 28. október. Þetta eru fleiri en vonast hafði verið eftir, þegar enn er rúm vika í söfnunardaginn, segir í fréttatilkynningu. Rauði krossinn hefur einsett sér að safna tvö þúsund sjálfboðaliðum til að ganga í hvert hús á landinu. Á næstu átta dögum þarf því að fá tólf hundruð sjálfboðaliða til við- bótar til að takmarkið náist. Síðustu daga hefur fjöldi manns skráð sig í höfuðstöðvum Rauða krossins í Reykjavík eða hjá deild- um félagsins um allt land. Þeir sem vilja ganga geta hringt í 570 4000 eða farið á Netið, www.redcr- oss.is - þar sem einnig er hægt að fræðast nánar um hinar þöglu hamfarir sem alnæmisplágan er í Afríku. r GLER, GLER, GLER, NÝ SENDING 15% STGR AFSLATTUR AF GLERI AÐEINS L Óðinsgötu 7 TIFFANVS DAG, LAUGARDAG Sími 562 8448 Starfsfólk Rakarastofunnar Laugavegi 178. Rakarastofa flytur um 10 metra RAKARASTOFAN Laugavegi 178 hefur nú verið flutt um set og opn- uð 10 metrum vestar í sama húsi, næst aðalinngangi. Húsnæðið hefur verið endurnýjað og fært, til nú- tímalegra horfs. Eigendur og rekstraraðilar eru hjónin Þorberg Ólafsson hárskera- nieistari og Margrét Jdna Hall- ddrsddttir, en hún hefur starfað um árabil sem liárgreiðslumeistari á Hdtel Sögu en kemur inn í rekstur- inn ásamt syni þeirra Elmari Þor- bergssyni hársnyrti. Annað starfsfdlk eru þau Eiríkur Ingi Lárusson hársnyrtir og Vil- borg Bjarnaddttir nemi. BRUNO MAGLI Teg. 02136 Stæröir 40-45 1/2 Litir Svartir Teg. 02138 Stærðir 41-45 Litir Svartir STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN 8 s 568 9212 12 SENDUM ( PÓSTKRÖFU SAMDÆGURS Handveiksmaikaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.