Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 85
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 85
FÓLK í FRÉTTUM
BREINDAN
MYNPBONP
Bullock
í vanda
Frumskógarhiti
(Fire on theAmazon)
Spcnnumynd
%
Leikstjóri: Luis Llosa. Handrit:
Catherine Cyran og Jane Gray.
Aðalhlutverk: Sandra Bullock og
Craig Sheffer. (78 mín.)
Bandaríkin, 1993. Myndform.
Bönnuð innan 16 ára.
ÞESSI gamla spennumynd með
Söndru Bullock mun ekki hafa komið
fyrir sjónir Vestur-
landabúa fyrr en
nú. Hún lék í
myndinni áður en
hún varð fræg og
er þetta hin allra
lélegasta mynd.
Sandra hefur reynt
að koma í veg fyrir
útgáfu myndarinn-
ar, m.a. vegna
nektaratriðis sem
þar er að fmna. Myndin fjallar um
umhverfisvemdarsinna í Bólivíu
sem berjast fyrir verndun regnskóg-
anna. Yfírvöld landsins eru hins veg-
ar spillt og styðja fulltrúa stórfyrir-
tækjanna sem vilja ryðja skóglendi í
stórum stíl undir nautgriparækt (til-
vonandi hamborgara). Hinn göfugi
málstaður umhverfissinnanna er hér
lagður undir ömurlega bíómynd þar
sem Sandra leikur á móti hinum hall-
ærislega Craig Sheffer. Um miðja
mynd kemur svo kynlífsatriðið með
Craig og Söndru eins og skrattinn úr
sauðarleggnum en aðstandendur
myndarinnar hafa reynt að markaðs-
setja hana einmitt út á það atriði.
Það er aftur á móti nokkuð Ijóst að
Frumskógarhiti hefði betur legið
kyrr uppi í hillu og safnað ryki.
Fangi frægð-
arinnar
Ást-fanginn
(Prisoner of Love)
S p e ii n u in y n d
★
Aðalhlutverk: Eric Thal, Naomi
Campbell. (90 mín.) Bandaríkin
1999. Háskólabíó. Bönnuð
innan 16 ára.
OFURFYRIRSÆTURNAR
taka því bersýnilega misvel að eld-
ast. Sumar þeirra taka því með
________ reisn, draga sig í
hlé og hasla sér
völl á öðrum svið-
um víðsfjarri hinu
skæra sviðsljósi.
Aðrar vilja ekki
fyrir sitt litla líf
hverfa úr sviðs-
ljósinu og reyna
allt sem þær geta
til þessa - t.d. að
reyna fyrir sér sem kvikmynda-
stjörnur en ljósið skín jú hvað
skærast á þær. Þær eru ófáar ofur-
fyrirsæturnar sem fetað hafa þessa
leið um það leyti sem fyrirsætuferl-
inum hefur farið hnignandi. Þótt
Naomi Campbell sé ennþá á besta
aldri sem fyrirsæta er hún greini-
lega farin að gera eftirlaunaráð-
stafanir. Hún nær þó ekki með
nokkru móti að sannfæra mann
með frammistöðu sinni í Ást-fang-
anum um að hún eigi framtíð fyrir
sér í kvikmyndaheiminum. Það er
fátt um myndina að segja annað en
að leikstjórinn virðist svo himinlif-
andi yfir þvi að fá sjálfa Campbell
til að leika í mynd sinni að hann
hefur gleymt gjörsamlega að segja
söguna - allt hringsnýst í kringum
fegurð Campbell og aðdráttarafl.
En þeir sem ekki geta fengið nóg af
henni ættu kannski að fá eitthvað
fyrir sinn snúð - aðrir sárafátt.
Heiða Jóhannsdóttir Skarphéðinn Guðmundsson
Landsamband sjúkra- og slökkviliðsmanna, Ungmennafe ag íslands
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og leikskólabörn um land allt,
þakka KK fyrir brunavarnartúrinn og minna á...
IW«Ií3ÍIÉi& 1111
Li stasafnilslands
Hafnarhúsinu
laugardaginn 21. október kl. 21:00.
Fjöldi hljóðfæraleikara og söngvara úr
"Folk - og bluesgeiranum" kemur fram s.s.
Guðmundur Pétursson, Magnús Eiríksson,
Tena Palmer, Magnús Einarsson, Bjartmar
Guðlaugsson, Eldbandið o.fl.
ATH.Tónleikarnir verða sendir út á heimasíðu www.cafe9.net.
aðgangseyrir kr. 1500. -
SLÖKKVILIÐ ím%
höfuðborgarsvæðisíns
’tírrmtfr^
ÓLAFUR GÍ8LÁSON & CO. HF.