Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 37

Morgunblaðið - 26.10.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 37 W M-2000 Fimmtudagur GALLERÍ 18 Jyrki Parantainen Parantainen er finnskur listamaöur sem hefur vakið mikla athygli fyrir Ijósmyndir af brennandi byggingum sem hann kveikir sjálfur í en eldur- inn er aðal listmiðill hans. í huga Parantainen er eldlist það að standa frammi fyrir dauðanum í baráttu sem stundum vinnst en stundum ekki. Þar með storkar Parantainen í senn sjálfum sér, áhorfendum, listinni jafnvel og líf- inu sjálfu. Sýningin stendur frá 26. október til 26. nóvember. www.i8.is Nýjar bækur • UT er komin bókin Glermeistarinn eftir Olav H. Hauge í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar sem einnig ritar for- mála að bókinni. „Olav H. Hauge (1908-1994) er hiklaust eitt af mestu ljóðskáldum Norðmanna á tuttugustu öldinni. Jafnframt ritstörfum var Hauge eplabóndi í Ulvik í Harðangurs- firði þar sem hann bjó og starfaði mestan hluta ævi sinnar. Kveð- skapur hans er látlaus en hnitmið- aður og hittir lesandann beint í hjartastað. Ljóð Hauge hafa verið þýdd á ekki færri en tuttugu og fimm tungumál. Hér birtist úrval úr ljóðum hans,“ segir í kynningu. Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur. Bókin er 60 bls. og prent- uð í prentsmiðjunni Gutenberg. Verð: 1.880 krónur. ----------------- Síðasta sýningarhelgi cafe9.net Lokadagur cafe9.net sem verið hefur í gangi í menningarborgum Evrópu síðastliðna tvo mánuði er sunnudaginn 29. október. Megin- áhersla hefur verið lögð á sam- skipti og samspil borganna með framlagi ýmissa listamanna. Þrátt fyrir formlegan lokadag cafe9.net eru þau verkefni sem unnin voru í cafe9.net þess eðlis að hægt er að þróa þau og bæta eins og hverjum líkar og fjölmargar vefsíður enn opnar þeim sem áhuga hafa, til dæmis http://www.takesyou.to/ dictionary og http://www.discuss- ion.is. Samstarfsaðilar cafe9.net eru Is- landssími og Skjár einn en verk- efnið er einnig unnið með stuðn- ingi frá Reykjavík - Menningar- borg Evrópu, EU Culture 2000 programme og EU Youth for Eur- ope programme. Ásmundarsafn Yfirlitssýningu á verkum Ás- mundar Sveinssonar í Ásmundar- safni við Sigtún lýkur sunnudaginn 29. október. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril listamannsins og sýna þá þróun sem varð á list hans í gegnum tíðina. Meðal hinna elstu eru höggmyndir sem hann gerði sem nemandi við sænsku ríkis- akademíuna. Safnið er opið dag- lega frá kl. 13-16. Gangurinn 20 ára afmælissýningu Gangsins í Listasafni Reykjavíkur - Hafnar- húsi lýkur sunnudaginn 29. októ- ber. Gangurinn er heimagallerí sem myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson hefur rekið um tutt- ugu ára skeið. Vegna tímamótanna bauð Listasafn Reykjavíkur Helga að halda yfirlitssýningu með úrvali þeirra verka sem hafa verið á sýn- ingum Gangsins. Leiðsögn er um sýninguna sunnudaginn 29. októ- ber kl. 16. Islendingasögurnar á kínversku f TILEFNI sýningar Margrétar Guðmundsdóttur í kaffistofu Hafnarborgar, verður opnuð gluggasýning, kynning á verkum hennar, hjá Meistara Jakob, Skólavörðustíg 5, á morgun, föstudag. Þar eru m.a. sýndar blaðsíður úr Islendingasögunum, en þær komu út á kínversku síðastliðið sumar og voru kynntar á 2000 Dalian International Art Fair. Margrét er þátttakandi í þrem- ur sýningum f Kina, í Shanghai Art Fair, Guangzhou og The Macau Museum of Art, sem haldnar verða í nóvember og des- ember nk. Sýning hennar í Hafn- arborg er kynning hennar á þeim sýningum, sem hún hefur þegar sent út. Þema sýningarinnar er náttúra landsins, andstæður þess, eldgos, jöklar, ný sköpun, sterkir kraftar. En tenginguna til aust- urs fær hún með blaðsiðum úr ís- lendingasögunum. Opið er alla daga kl. 11-18 nemaþriðjudaga, þá er lokað. Eitt af vcrkunum á sýningunni. .....................................................' *-ts mQmzmmi WSbVK&tmx&mr. mx i, ftT4bfiÍ!Ii±ft!j.?iHA<j®ft—\m noo ípai íWo&fciWiW Til varnar skáld- skapnum Á SÚFISTANUM, bókakaffi í versl- un Máls og menningar, Laugavegi 18, verður dagurinn í dag helgaður ljóðum, og hefst dagskráin kl. 20. Umræður verða um ljóðlist í tilefni af útkomu bókarinnar „Ritgerðir og pistlar“ eftir Sigfús Daðason. Einar Már Guðmundsson minnist Sigfús- ar. Berglind Gunnarsdóttir, Bima Bjarnadóttir og Hallgrímur Helga- son ræða um stöðu ljóðlistarinnar í ljósi ritgerðar Sigfúsar „Til vamar skáldskapnum“ og Hjalti Rögn- valdsson les úr verkum skáldsins. Aðgangur er ókeypis. FRÁBÆR OPNUNARTILBOÐ Rúllukragapeysa 2.900 • Buxur 3.900 • Bolir 1.900 • Hnepptar peysur 4.900 • Skyrtur 2.900 STÆRRI STÆRÐIR • FALLEGUR FATNAÐUR Stærðir 34-46 PARTTWO Kringlunni 8-12 • s. 568 6845 NÝ SPENNANDI VERSLUN VERÐUR OPNUÐ í DAG KL.13 í KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.