Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 1

Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 276. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skulda hálfa milljón í stöðu- mælasektir Ósltf. AP. TVEIR breskir bræður skulda nú sem svarar hálfri milljón fslenskra króna í stöðumælagjöld fyrir eðal- vagn af gerðinni Rolls Royce, sem lagt var í bílastæði & Flesland- flugvelli, nálægt Björgvin í Noregi, í mars á síðasta ári. Mælirinn er enn í gangi, en bræðurnir hafa eng- in áform um að færa bifreiðina. Rolls Royce-bifreiðin hefur vakið óskipta athygli þeirra sem ferðast til og frá flugvellinum, og varð það til þess að dagblaðið Bergeas Tid- ende ákvað aðreyna að hafa uppi á eigendunum. f Ijós kom að það voru bresku bræðumir Hugh og Adrian Lyall. f „Við tókum Rollsinn með okkur til Bergen í mars 1999 og notuðum hann í nokkra daga á meðan við sinntum viðskiptaerindum," hafði blaðið eftir Adrian Lyall, sem var að eigin sögn akandi í annarri Rolls Royce-bifreið þegar blaðamaður náði tali af honum í síma. „Við er- um með tvo eða þrjá Rollsa í viðbót á flugvöllum hér í Bretlandi. Það er þægilegt að hafa þá tiltæka þegar maður ferðast," bætti Lyall við. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af stöðumælasektinni, en gjaldið er um 800 íslenskar krónur á dag. A1 Gore áfrýjar úrskurði domara í Flórída til hæstaréttar ríkisins Þrýstingur eykst á vara- forsetann að gefa eftir Tallahassee. Washington. AFP, AP. AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna og forsetaefni demókrata, áfrýjaði í gær til hæstaréttar Flór- ída úrskurði undirréttar í ríkinu, sem hafði neitað að taka strax til umfjöllunar kröfu um tafarlausa endurtalningu vafaatkvæða í tveim- ur sýslum. I bandarískum fjölmiðl- um verður vart vaxandi þrýstings á Gore að játa sig sigraðan. Sanders Sauls, dómari í Leon- sýslu þar sem ríkishöfuðborgin Tallahasse er, hafði á þriðjudag hafnað kröfu demókrata um að fyr- irskipa tafarlaust endurtalningu á samtals um 14 þúsund vafaatkvæð- um í sýslunum Miami-Dade og Palm Beach. Sauls hyggst taka mál- ið fyrir á laugardag, en demókratar vonast til að það fái skjótari með- ferð fyrir hæstarétti Flórída, enda eru dómararnir sjö allir skipaðir af ríkisstjórum úr röðum demókrata. Repúblikanar eru andvígir því að aðeins hluti atkvæða í sýslunum verði endurtalinn, og krefjast þess AP A1 Gore veifar til ljósmyndara í Washington í gær. að fari endurtalning fram yfir höfuð verði öll atkvæðin í sýslunum talin. Þau eru samtals um ein milljón og talningin myndi taka nokkra daga. Sauls hefur fyrirskipað að öll at- kvæðin verði flutt til Tallahasse í dag, svo þau verði tiltæk ef hann úrskurðar að þau skuli talin. Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída og bróðir Georges W. Bush, fagnaði því í gær að þingið í Flórída íhugaði að tilnefna hina 25 kjörmenn ríkis- ins ef útlit væri fyrir að málarekst- ur vegna úrslita forsetakosning- anna drægist fram yfir 12. desember, þegar frestur sambands- ríkjanna til að tilnefna kjörmenn rennur út. Kjörmenn úr öllum ríkj- unum eiga að koma saman 18. des- ember til að kjósa forsetann form- lega. Almenningur búinn að fá nóg af „sögunni endalausu“ í bandarískum fjölmiðlum verður nú vart sívaxandi þrýstings á Gore að gefa eftir og viðurkenna sigur Bush og skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Bandaríkja- manna hafi fengið nóg af „sögunni endalausu“. The Washington Post hefur í gær eftir háttsettum mönnum í Demó- krataflokknum að ef ekkert mark- vert komi fram til stuðnings mál- stað Gores á allra næstu dögum muni reynast erfitt að halda samúð almennings. „Ótti er að vaxa [í her- búðum demókrata] um að stuðning- urinn muni minnka og loks hverfa ef við vinnum ekki sigur [fyrir dóm- stólum],“ hafði The Washington Post eftir starfsmanni kosningabar- áttu Gores. „Mikilvægasta verkefni [Gores] er að halda stuðningi bandarísku þjóðarinnar og honum hefur ekki tekist það,“ sagði annar heimildamaður blaðsins og vísaði til skoðanakannana þar sem 60% að- spurðra töldu að varaforsetinn ætti að gefa eftir. „í lok vikunnar verður hlutfallið örugglega komið upp í sjö af hundraði. Það myndi einungis styrkja stöðu Bush og þá væri [Gore] að grafa undan möguleikum sínum á forsetaframboði árið 2004.“ ■ Eins og að láta/31 Efnt til mótmæla þegar 53 ár eru liðin frá skiptingu Palestfnu Undirbúning- ur kosninga hafinn í Israel Gaza-borg, Jcrúsalem, SÞ. AFP, AP. PALESTÍNUMENN efndu víða til mótmæla í gær, í tilefni af því að 53 ár voru liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun um skiptingu Palestínu. Á meðan byrj- uðu stjórnmálamenn í Israel að búa sig undir þingkosningar, sem sam- þykkt var á þriðjudag að boða til. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna hvatti hinn 29. nóvember árið 1947 til þess að Palestínu yrði skipt milli gyðinga og araba, en Bretar fóru þá með stjórn svæðisins. Þús- undir Palestínumanna minntust þess með mótmælum á sjálfstjórn- arsvæðunum í gær, og araþar í Israel stóðu einnig fyrir friðsam- legum mótmælagöngum í borgun- um Haifa, Nazaret og Sakhnin til að sýna Palestínumönnum stuðn- ing. Víða kom til átaka milli mót- mælenda og ísraelskra hermanna á sjálfstjórnarsvæðunum, meðal ann- ars í bænum Husan á Vesturbakk- anum og i Bureij-flóttamannabúð- unum á Gaza-svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 29. nóvember sérstakan samstöðu- dag með Palestínumönnum, og af því tilefni lagði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, í gær fram skýrslu til Allsherjarþingsins um stöðu mála í Miðausturlöndum. Þar leggur hann áherslu á að bæði Israelar og Palestínumenn þurfi að fara að samkomulaginu, sem náðist á leiðtogafundinum í Egyptalandi í síðasta mánuði, og taka friðarvið- ræður tafarlaust upp á ný. „ísrael- ar og Palestínumenn vita mætavel að þeir þurfa að lifa hverjir innan um aðra, og að þeir þurfa að leysa vandamál sín með samræðum og samvinnu," segir í skýrslunni. Sharon útilokar ekki þjóðstjórn Fulltrúar frá Verkamannaflokki Ehuds Baraks forsætisráðherra og stjórnarandstöðuflokknum Likud áttu í gær fund til að ræða hvenær gengið skyldi til þingkosninga í Israel, en búist er við að það verði næsta vor. Barak varði deginum á fundum með helstu ráðgjöfum sín- um, til að leggja á ráðin um hvern- ig kosningabaráttunni skyldi hátt- að. Harðlínumaðurinn Ariel Sharon, leiðtogi Likud-flokksins, lýsti því yfir í gær að hann útilokaði ekki þátttöku í þjóðstjórn, en hann hafði áður hafnað boði Baraks þar að lút- andi. „Ef okkur berst boð frá for- sætisráðherranum munum við ræða það við hann,“ sagði Sharon í viðtali við útvarpsstöð ísraelska hersins. ■ Barak freistar/31 Palestínumenn í mótmælagöngu fyrir framan bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í Gaza-borg í gær. Dregur úr hagvexti í Bandaríkjunum Otti um „harðari lendingu“ Washington. AFP. VERG landsframleiðsla í Banda- ríkjunum óx um 2,4% á árs- grundvelli á þriðja ársfjórðungi þessa árs, en hagvöxtur hefur ekki verið eins lítill á einum ársfjórðungi í fjögur ár. Sérfræðingar létu í ljósi áhyggjur af því að „harðari lending" kynni að vera í vændum í banda- rísku efnahagslífi en búist hafði ver- ið við, eftir að viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna kynnti þessar tölur í gær. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var 0,3% minni en viðskiptaráðu- neytið hafði spáð í síðasta mánuði, og þetta er jafnframt umtalsverð lækkun frá öðrum ársfjórðungi, þegar hagvöxtur var 5,6%. Tölurnar þykja sýna að vaxta- hækkanir bandaríska seðlabankans hafi haft umtalsverð áhrif í þá átt að hægja á vexti efnahagslífsins. Hagnaður bandarískra fyrirtækja eftir skatta óx aðeins um 0,6% á þriðja ársfjórðungi, sem er versta afkoman í næstum tvö ár. En vaxta- hækkanimar hafa einnig orðið til þess að draga úr verðbólguhættu. Verðbólgan mældist aðeins 1,9% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi, og vai- minni en á fyrri hluta ársins. MORGUNBLAÐK) 30. NÓVEMBER 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.