Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 4

Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fslensk erfðagreining stofnar fyrirtæki um krabbameinsrannsókir íslenskar lyfjarannsóknir munu færa ÍE 3-5 millj. dollara 2001 Skólastjórnendur framhaldsskóla funda Stappa stálinu í nemendur Á SÍMAFUNDI með fjárfestum og markaðssér- fræðingum sem Islensk erfðagreining stóð fyrir á Netinu í gær kom fram að í máli Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins, að vænta mætti tilkynning- ar frá fyrirtækinu um mitt næsta ár um tímamót í krabbameinsrannsóknum. Fundurinn var haldinn til að kynna nánar áform Islenskrar erfðagreining- ar með tvö ný dótturfyrirtæki sín, Islenskar lyfja- rannsóknir ehf., sem ÍE keypti sl. þriðjudag, og Is- lenskar krabbameinsrannsóknir ehf. Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri íslenskrar erfðagreiningar, sagði að hin tvö nýju dótturfyrir- tæki Islenskrar erfðagreiningar væru liður í að auka verðmæti Islenskrar erfðagreiningar og auka tekjumöguleika móðurfyrirtækisins. Hann sagði að íslenskar lyfjarannsóknir ehf. sérhæfðu sig í lyfja- prófunum og í lyfjaerfðafræðilegum rannsóknum. Kaupin á fyrirtækinu eru í samræmi við stefnu ís- lenskrar erfðagreiningar að stunda rannsóknir á víðu sviði og að geta boðið samstarfsaðilum úr lyfja- iðnaðinum upp á þjónustu við að nýta nýjar upp- götvanir í erfðafræði til að hanna betri og öflugri meðferðarúrræði. Fyrirtækið hefur allt frá stofnun þess fyrir einu ári verið í nánu samstarfi við ís- lenska erfðagreiningu um rannsóknir í lyfjaerfða- fræði. Stærsta samstarfsverkefnið til þessa hefur verið stjómun alþjóðlegrar lyfjarannsóknar fyrir lyfjafyrirtækið Astra-Zeneca, sem framkvæmd er í yfir 20 rannsóknarstöðvum í átta Evrópulöndum auk Bandaríkjanna. Meðal annarra erlendra sam- starfsaðila em lyfjafyrirtækin Novartis og Merck og Schering Plough. Tímamóta í krabbameinsrannsóknum að vænta um mitt næsta ár Alþjóðlegi lyfjaiðnaðurinn kaupir í síauknum mæli ýmsa rannsóknaþjónustu frá fyrirtækjum á borð við Islenskar lyfjarannsóknir og er áætlað að heildarveltan í þessum viðskiptum nemi 7-8 millj- örðum Bandaríkjadala á þessu ári. Hannes sagði að áætlað væri að tekjuframlag íslenskra lyfjarann- sókna til móðurfyrirtækisins í gegnum hin ýmsu samstarfsverkefni yrði 3-5 milljónii' dollara á næsta ári. Hann sagði þetta mikilvægt þar sem um' nýja tekjulind væri að ræða fyrir Islenska erfðagrein- ingu. Fram kom að íslenskar krabbameinsrannsóknir munu taka yfir og stórauka rannsóknir íslenskrar erfðagreiningar á krabbameini og sjá um markaðs- setningu meðferðar- og greiningarúiræða. Kári Stefánsson sagði á símafundinum að nýja fyrirtæk- ið myndi nýta sérstöðu íslands til læknisfræðilegra rannsókna, svo sem nákvæma skráningu sjúk- dómstilfella og lífsýnasöfn. Pað mun einnig hafa fullan aðgang að einstæðum ættfræðiupplýsingum IE og stærstu rannsóknarstofu til arfgerðargrein- inga í heiminum. Hann var spurður á fundinum hvort fyrir lægi samkomulag um samstarf við sam- tök lækna á sviði krabbameinsrannsókna á íslandi. Hann sagði Islensk erfðagreining hefði samstarfs- samninga um rannsóknir á mörgum gerðum krabbameina og innan skamms tíma yrðu gerðir flefri slíkir samningar sem næðu til allra gerða krabbameina. Kári sagði að krabbameinsrannsókn- ir íslenskrar erfðagreiningar væru á frumstigi. Hann kvaðst ekki búast við að fyrirtækið gæfi yfir- lýsingar um sérstök tímamót í þessum rannsóknum fyrr en um mitt næsta ár. Hann sagði að þessi tvö nýju dótturfyrirtæki væru mikilvægir hlekkir í þeim áformum Islenskr- ar erfðagreiningar að bjóða upp á víðtækar lausnir og þjónustu til samstarfsaðila og til eigin nota. Háskólinn í Reykjavfk 53 umsókn- ir í alþjóð- legt MBA- nám HÁSKÓLANUM í Reykjavík bár- ust 53 umsóknir í alþjóðlegt MBA- nám sem hefst 1. febrúar, en fjöldi þeirra sem komast í námið verður á bilinu 25 til 30. Um er að ræða viðskipta- og stjórnunarnám með sérstaka áhersiu á rafræn viðskipti og verða fyrstu nemendurnir út- skrifaðir í júní árið 2002. I fréttatilkynningu frá Háskól- anum í Reykjavík kemur fram að bakgrunnur umsækjenda sé mjög fjölbreyttur enda sé námið hugsað fyrir fólk með háskólamenntun úr ólíkum greinum. Námið er starfs- tengt sem þýðir að nemendur geta stundað það samhliða vinnu og verkefni sem nemendur gera tengjast þvf fyrirtæki sem viðkom- andi vinnur hjá. Eins og kom fram að ofan er námið alþjóðlegt og standa 10 há- skólar saman að því. Skólarnir verða með sameiginlegt kennslu- efni og námsskrár og meira en helmingur kennara í náminu á Is- landi mun koma frá samstarfsskól- Jólaskrautið farið að sýna sig ÞESSA dagana eru kaupmenn og bæjaryfirvöld um land allt að ljúka við að setja upp jólaskraut og minna íbúa landsins þannig á komu hátíðar ljóss og friðar. Hús- eigendur eru einnig farnir að huga að jólaskreytingum. Þessi maður var önnum kafinn við að skreyta húsið sitt í vikunni. Eins og sjá má er þetta vandasamt verk. Morgunblaðið/Arni Sæberg SKÓLASTJÓRNENDUR flestra framhaldsskóla ætla að bjóða nem- endum að koma til fundar í skólun- um næstu daga en þetta var meðal þess sem rætt var á fundi skóla- stjórnenda í gær. Ragnheiður Torfa- dóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir breytilegt eftir skólum hvenær fundirnir verða haldnir, einhverjir verði á dag, aðrir á morgun og margir á mánudag. Hún segist gera ráð fyrir því að á fundunum verði fyrst og fremst reynt að stappa stálinu í nemendur og yngri nemendur myndu hafa sér- staklega gott af því að mæta: „Það eru svo margir nemendur sem við höfum ekki náð til í verkfallinu og því er eðlilegt að við söfnumst saman í skólanum og spjöllum saman.“ Ragnheiður segir að síðast hafi verið talað við alla nemendur áður en verkfallið hófst og þeir hvattir til að koma í skólann og lesa upp námsefn- ið líkt og þeir væru að fara í próf, en aðeins hluti nemenda hafi gert það. Áður en verkfall hófst var áformað að síðasti kennsludagur í MR fyrir jól yrði á morgun og fyrstu próf yrðu á mánudag. Rætt um markmið kenn- arasamnings ELNA Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundi með samninganefnd ríkisins í gær hefði verið fjallað nokkuð um markmið nýs kjarasamnings. Ekki væri þó hægt að tala um að sú um- ræða hefði skilað árangri. Menn hefðu áður fjallað um markmið samninga en ekki væri útilokað að umræða um þessi mál nú gæti skilað einhverju. Múrarafélag Reykjavíkur hefur vísað kjaradeilu félagsins við Sam- tök atvinnulífsins til ríkissáttasemj- ara. Samningur félagsins rennur út í dag. Samstarfssamningur um aukinn rekstur sjúkrahotels Hjúkrunarþjónusta fyrir 54 gesti •Jl -Elfas Snæland Jónsson f bókinni Víkingagull eftir Elías Snæland Jónsson er Bjólfur aðalsöguhetjan. Hann er snjali 15 ára strákur sem kemst yfir gamalt skinnhandrit. Þar eru vísbendingar um fjársjóð frá víkingaöld, sem grafinn er í jörðu en á óþekktum stað. Þetta verður upphafið á sérlega spennandi atburðarás. Við sögu koma ýmsar skemmtilegar persónur, svo sem tvíburasystumar Sonja og Sylvía, sem rugla Bjólf f ríminu og fá hjarta hans til að slá hraðar. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Samstarfssamningurinn undirritaður í húsakynnum sjúkrahótelsins. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri Landspítalans, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Gunnhildur Sigurðardóttir, formaður sljómar sjúkrahóteisins, og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands. SKRIFAÐ var undir samning í gær milli Landspítala - háskólasjúkra- húss og Rauða kross íslands um stækkun og aukna þjónustu á sjúkra- hóteli Rauða krossins við Rauðarár- stíg 18, þar sem Fosshótel Lind er einnig til húsa. Með samstarfssamn- ingi þessara aðila nærri tvöfaldast rýmið sem sjúkrahótelið hefur til um- ráða, auk þess sem Landspítalinn leggur til þjónustu hjúkrunarfræð- inga. Til að byija með skipta tveir hjúkrunarfræðingar með sér vöktum frá morgni til kl. 23 á kvöldin, auk þess sem bakvakt hjúkrunarfræðings verður að næturlagi. Nú er húsrúm fyrir 32 gesti á efstu hæð hótelsins við Rauðarárstíg en með samkomulaginu í gær, sem gildir til 31. október á næsta ári, verður bætt við 22 eins manns herbergjum á hæðinni fyrir neðan, sem Fosshótelið hefur haft til umráða. Með stækkun- inni verður því hægt að taka á móti 54 gestum á sjúkrahótelinu. Þegar er farið að bóka í þau herbergi sem bæt- ast við. Rauði kross íslands hefur frá árinu 1974 rekið sjúkrahótel, einkum fyrir fólk af landsbyggðinni sem sækir sjúkraþjónustu í Reykjavik en þarf eklri að dvelja á sjúkrahúsi. Við undir- ritunina í gær kom fram að stækkun hótelsins er langþráður áfangi þar sem kannanir hafa sýnt að margir þeirra sem hingað til hafa dvalið á sjúkrahúsi hefðu getað gist á sjúkra- hóteli með hjúkrunarþjónustu, sem talið er mun ódýrara og hagkvæmara fyrir þjóðarbúið. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Landspítala, sagði að þótt um tilraunaverkefni til eins árs væri að ræða væri vonast til að þetta fyrir- komulag héldi áfram með góðum vilja þeirra sem að hótelinu koma. Hún sagði spítalann hafa mætt velvilja heilbrigðisráðherra vegna þessa máls, sem hefði stutt aukinn rekstur sjúkrahótels með ráðum og dáð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.