Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Saiiiíylking skipar Evrópu- nefnd ■ .....11/11' Samíylldngin fer sömu leið og Framsóknar- flokkurinn með stofn- un Evrópusambands nefndar G/MuM£> Nei, nei, krakkar mínir, leikherbergið er næstu dyr til vinstri. Dæmdur fyrir líkamsárás- ir og ólöglegan vopnaburð TUTTUGU og tveggja ára karlmað- ur var í fyrri viku dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í Reykjavík í fyrra. Maðurinn af- plánar nú þegar níu mánaða fang- elsisdóm sem hann hlaut fyrir líkamsárásir þann 8. desember í fyrra. Auk fangelsisdóms var honum gert að greiða öðru fórnarlambi sínu tæplega 400.000 krónur í bætur á- samt vöxtum í rúmt ár auk alls sak- arkostnaðar, þ.m.t. helming máls- varnarlauna verjanda síns, 50.000 krónur. Dómurinn var kveðinn upp af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Maðurinn var annars vegar fund- inn sekur um líkamsárás aðfaranótt laugardagsins 2. október í fyrra við Keiluhöllina í Öskjuhlíð í Reykjavík. Fómarlamb hans í þeirri árás tví- brotnaði á vinstri kjálka auk þess sem fimm tennur brotnuðu. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa ráðist á karlmann á fertugs- aldri við Keilu í Mjódd. Við árásina brotnaði augntóttarrönd mannsins og hann hlaut miklar bólgur við vinstra auga. Rúmur mánuður leið milli árásanna. Var með tvo hnífa Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir ólöglegan vopnaburð. Sam- kvæmt framburði lögreglunnar hafði hún afskipti af slagsmálum í Hafnarstræti þann 8. janúar sl. Var hennitjáð að sá ákærði væri einn upphafsmannanna að þeim. Þegar lögreglumaður tók í öxlina á ákærða sá hann að ákærði var með opinn hníf í hendi. Hnífurinn var af svo- kallaðri „butteríly" gerð. Jafnframt fannst fláningarhnífur með 11 sm löngu blaði á honum við leit. Akærði hefur þrisvar verið dæmdur fyrir líkamsárásir áður og afplánar nú 9 mánaða fangelsisdóm, fyrir líkamsárásir, sem hann hlaut í desember í fyrra. Refsing ákærða er að hluta til hegningarauki við þann dóm. ------♦_*_*------ Líkamsárás í Bankastræti RÁÐIST var að karlmanni í Banka- stræti í fyrrinótt og honum veittir áverkar á höfði. Arásarmennirnir voru tveir piltar um tvítugt sem komust undan. Lögreglan í Reykjavík fékk til- kynningu um árásina um kl. 1.30. Að sögn lögreglunnar voru hjón á gangi um Bankastrætið þegar piltarnir tóku að hreyta í þau ókvæðisorðum að tilefnislausu. Síðan munu þeir hafa ráðist á karlmanninn og slegið hann niður. Maðurinn hlaut skurð við augabrún og var fluttur á slysa- deild Landspítalans - háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi til aðhlynning- ar. Skömmu síðar var tilkynnt um að tveir drengir væru að fremja skemmdarverk á bifreiðum í Þing- holtunum. Þeir beygluðu m.a. rúðu- þurrkur og spörkuðu í hurðir bif- reiða. Þegar lögreglan kom á staðinn höfðu drengimir haft sig á brott. Hvaða dekk er betra í snjó en nagladekk? Svarið er: Bridgestone Blizzak Bridgestone Blizzak er sérstaklega gert fyrir norðlægar slóðir og hin einstaka tækni, sem notuð var við hönnun þess, gefur ótvíræða kosti: Betri aksturseiginleika, meiri stöðugleika, minni eldneytiseyðslu, og betri endingu. Sparaðu naglana og sparaðu aurinn -veldu dekkið sem var hannað fyrir þær aðstæður Fimir fætur halda fund Meðferð klumbufóta til umræðu Sigurlaug Vilbergsdóttir SAMTÖK foreldra bama með klumbu- fætur heldur íræðslufund á laugardag 2. desember nk., klukkan 14 í sal Umhyggju, Laugavegi 7. Þar verða tveir fyrirlestr- ar um klumbufætur og meðferð þeim tengdum. Sigurlaug Vilbergsdóttir var spurð hvort mörg böm á Islandi væm með þessa fötlun. „Um það bil tvö til þijú böm fæðast með klumbu- fætur hér á íslandi á ári. Ymist með annan fótinn bæklaðan eða báða. Klumbufætur eru tvisvar sinnum algengari hjá strák- um en stúlkum.“ - Hvers konar fótiun er þetta? „Klumbufótur er það ástand fót- ar þegar tær vísa niður og fætur snúa inn á við. Meðferðin miðast að því að ná fætinum réttum. Fötlunin á fætinum er öll fyrir neðan hné og hún er afleiðing vanþróunar á vöðv- um, sinum og beinum á fyrstu stig- um fósturskeiðsins." - Hvemig er meðferðin ? „Meðferð við klumbufæti hefst hér á landi fljótlega eftir fæðingu hins fatlaða. Fyrsta stigið er gifs- meðferð, svo spelkumeðferð og að- gerð ef hennar er þörf. Framvind- an ræðst af því hversu mikil fötlunin er.“ - Hversu mikil eða lítil getur hún orðið? „Einstaklingur fæddur með klumbufót þarf alltaf sérsmíðaða skó. Sumir jafnvel líka spelkur upp að hrjám. Fólk með þessa fötlun getur gengið en þreytist fljótt. Hversu miki] fötlunin er ræðst m.a. af stífleika fótarins og ástandi lið- banda og hásinar.“ - Hvað verður fjallað um á fund- inum á laugardag? „Þorvaldur Ingvarsson bæklun- arlæknir frá Akureyri mun ræða um klumbufætur og Björg Guð- jónsdóttir sjúkraþjálfari ræðir um meðferð ogþjálfun á klumbufæti.“ - Er hægt að ráða bót á þessari fótlun? „Þetta er ástand sem er alltaf til staðar, en það er hægt að bæta líð- an fólks mjög mikið. Mikilvægt er að fólk fái stuðning við fætuma og hann er veittur með með spelkum og sérsmíðuðum skóm. Einnig eru gerðar aðgerðir þar sem t.d. hásin- in er lengd. Beinin ofan á ristinni eru færð til þannig að þau liggi rétt og reynt er að fá liðleika í fótinn með aðgerðinni. Eitt einkenni á klumbufæti er að hann getur verið rnjög stífur í liðamótum og þess vegna teljum við reglulega sjúkra- þjálfun heppilega. Margir þurfa nokkrar aðgerðir áður en viðunandi bata er náð.“ - Hvenær voru Samtök foreldra bama með klumbufót stofnuð? „Við höfum gefið samtökum okk- ar nafnið Fimir fætur, því að því er stefnt. Samtökin voru stofnuð í nóvember 1999 og eru þau aðildarfélag að Um- hyggju, sem eru samtök langveikra bama. Við vildum með stofnun samtakanna veita bömum með klumbufót og foreldrum þeirra stuðning og koma af stað umræðu um klumbufætur og meðferð þeim tengdum. Einnig að beijast fyrir réttindamálum þeirra sem eiga við þessa fötlun að stríða og skapa vettvang þar sem foreldrar og ein- staklingar geta hist og rætt saman um vandamál sín. Við erum með ► Sigurlaug Vilbergsdóttir fæddist 27. apríl 1971 í Reykja- vík. Hún stundaði nám í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og lauk prófi 1996 frá Þroskaþjálfaskóla Islands. Hún hefur starfað á Lyngási, dagvistun fyrir fötluð böm og hefur einnig unnið á leikskóla sem þroskaþjálfi. Hún er formaður Samtaka foreldra barna með klumbufætur. Sigur- laug er gift Páli Sævari Guðjóns- syni verkstjóra hjá Eimskip og eiga þau einn son. heimasíðu: www.tv.is-klumbufaet- ur. Einnig höfum við gefið út bækl- ing sem við erum búin að dreifa á sjúkrahús og fleiri staði." - Hvað áttu við með baráttu fyrír réttindamálum? „Við teljum að böm með klumbufætur þurfi sjúkraþjálfun og viljum að hún sé greidd af Tryggingastoihun. Einnig teljum við þörf á fleiri sérsmíðuðum skóm á ári fyrir fólk með klumbufætur en þeir fá í dag.“ - Hvað fá þeir mörg pör af skóm á ári núna? „Þeir fá tvö pör á ári en það dugir skammt, einkum fyrir böm og unglinga. Fætumir stækka og bömin slíta skónum fljótt og illa. Einnig höfum við ákveðið að beij- ast fyrir að foreldrar fái umönnun- arbætur á meðan á bameignarleyfi stendur og jafnvel að fá lengingu á bameignarleyfinu því ef bam með klumbufót þarf aðgerð er hún gerð áður en bamið nær eins árs aldri - þ.e. áður en barnið fer að ganga.“ -Átt þú sjálf bam með þessa fótiun? „Já, sonur minn er að verða tveggja ára og fæddist með klumbufætur á báðum fótum. Hann gekkst undir aðgerð í janúar og var áður búinn að vera í gipsi og spelk- um upp í nára. Hann bytjaði að ganga í haust og er að verða mjög góður, en þarf ennþá spelkur upp að hnjám.“ - Er þetta ættgeng fótlun? „Það er ekki vitað, en maðurinn minn er t.d. með klumbufót á öðrum fæti og ég veit um íleiri dæmi í félaginu þar sem foreldrar em líka með klumbufót. Samkvæmt minni reynslu bendir því ýmislegt til að þetta sér ættgengt.“ - Greinist þessi fótlun fyrír fæð- ingu? „Já, hún greinist í ómskoðun þannig að ég t.d. hafði góðan tíma til þess að undirbúa mig og hafði samband við foreldra sem gátu miðlað mér af reynslu sinni. Það var hvatinn að stofnun Fimra fóta.“ Fötlunin greinist í ómskoðun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.