Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 31 ERLENT Fjölmörg mál fyrir dómstólum vegna forsetakosninganna í Flórída „Eins og að láta önd narta fólk í hel“ ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja kassa með um 10.000 vafaatkvæð- um í lögreglubílum ásamt talning- arvél og kjörklefa frá Miami- Dade-sýslu í suðurhluta Flórída norður til höfuðstaðar sambands- ríkisins, Tallahassee, að sögn AP- fréttastofunnar. Vegalengdin er um 640 kílómetrar. Var það N. Saunders Sauls, dómari í Leon- sýslu, sem samþykkti hugmynd- ina en hann tók það fram að þar með væri hann ekki að segja að hann myndi úrskurða að atkvæð- in yrðu endurtalin. Ætlunin mun vera að fara einnig með um 3.000 vafaatkvæði frá Palm Beach til Tallahassee. Sauls hefur án efa mælt fyrir munn margra þegar hann ræddi um fjölmargar kærur og gagn- kærur repúblikana og demókrata vegna forsetakosninganna og talningarinnar í kjölfarið og enda- laust þref hugmyndaríkra lög- fræðinga deiluaðila. Hann sagði að þetta væri „eins og að láta önd narta fólk í hel“. Óvissa í Nýju-Mexíkó En það er ekki einvörðungu óvissa um endanlega niðurstöðu í Flórída. I Nýju-Mexíkó er meiri- hluti demókratans A1 Gore fram yfir repúblikanann George W. Bush aðeins 483 atkvæði. Hefur þetta valdið því að repúblikanar hafa tafið fyrir því að úrskurðað verði og staðfest opinberlega hvor hafi unnið og er ætiunin að embættismenn ríkisins geri það í dag, fimmtudag. Fulltrúar repúblikana í Nýju-Mexíkó bentu á að í Roosevelt-sýslu hefði um tíundi hver kjörseðill ekki verið með merki við neinn forsetafram- bjóðanda og væri þetta hlutfall „mjög óvenjulegt". Málin sem hafa verið höfðuð, ýmist af lögmönnum frambjóð- endanna sjálfra eða fólki sem styður þá með óbeinum hætti, eru fjölmörg og staða þeirra í dóm- skerfinu mjög mismunandi. Sum verða útkljáð á næstu dögum eða eru þegar úr sögunni, önnur virð- ast líkleg til að geta velkst í dóm- sölum um langa hríð. Sem dæmi um ýmis „hliðarspor" í þessari Jafnt repúblikanar sem demókratar hafa höfð- að mörg dómsmál í tengslum við for- setakosningarnar og eftirmál þeirra. Bið getur orðið á niður- stöðu í sumum þeirra. þrætu er gætu óvænt orðið mikil- væg má nefna að sl. sunnudag kröfðust liðsmenn Bush í Flórída þess að sýslurnar Hillsborough, Okaloosa, Ornage, Pasco og Polk færu aftur í saumana á nokkrum atkvæðum sem úrskurðuð höfðu verið ógild en þau voru frá kjós- endum sem búsettir eru erlendis. Annað dæmi er að höfðað'var mál í Texas til að hindra að Bush og varaforsetaefni hans, Dick Cheney, gætu hreppt 32 kjör- menn ríkisins. Er forsendan sögð að mennirnir séu báðir búsettir í Texas en samkvæmt lögum mega varaforsetaefni og forsetaefni ekki búa í sama ríkinu. Cheney mun hafa skráð sig í Wyoming er hann fór í framboð. Mál sem skipt geta sköpum En sum málin eru þess eðlis að niðurstaða í þeim getur augljós- lega haft grundvallarþýðingu: • Síðastliðinn mánudag kærðu lögmenn Gore niðurstöður taln- ingar í sýslunum Miami-Dade, Palm Beach og Nassau. Röks- emdir þeirra eru að Gore gæti unnið í Flórída, fengið alla kjör- mennina 25 og þá um leið for- setaembættið ef teknar væru með í staðfestum úrslitum í ríkinu nið- urstöður handtalningar og einnig atkvæði sem ekki voru talin með upprunalega vegna þess að taln- ingarvélar höfnuðu þeim. Full- trúar Bush segja óréttmætt að telja sum handtalin atkvæði með, þá sé verið að ganga á rétt ann- arra kjósenda í ríkinu sem urðu fyrir því að atkvæði þeirra voru ekki tekin með í staðfestu niður- stöðunum. Þær byggðust á upp- runalegu véltalningunni. Lögmenn Gore reyndu á mið- vikudag að fá flýtiúrskurð til að aftur yrði byrjað að handtelja í Palm Beach og Miami-Dade. En áðurnefndur Sanders dómari hafnaði því að flýta málinu og hyggst ekki fjalla um það fyrr en á laugardag, þ.e. 2. desember. Meðal þess sem lögmenn Gore munu leggja fram í réttinum eru um 3.300 atkvæðaseðlar sem margir eru með óljóst merki í reitnum fyrir frambjóðandann eða þá að ekki hefur verið mark- að nógu fast í reitinn til að bréf- snifsi, sem á að losna frá seðlin- um, hafi gert það. Er því ekki gat í reitnum en í ljós kom að taln- ingavélar hlupu yfir slíka seðla. Einnig munu þeir leggja fram um 9.900 atkvæðaseðla frá Miami- Dade sem þeir segja að hafi hvorki verið taldir í vél né hand- taldir. • Mál hefur verið höfðað í Seminole-sýslu vegna talningar á um 15.000 utankjörstaðaatkvæð- um. Segja demókratar að beitt hafi verið svikum og lýsa beri at- kvæðin ógild. Ef til vill hafi verið gefnir út mörg þúsund ólöglegir seðlar og hafi umsjónarmaður kosninga í sýslunni og repúblik- anar staðið að baki svindlinu. • Nokkrir kjósendur í Palm Beach hafa höfðað mál til að fá ógilta þá ákvörðun dómara að ekki skyldi endurtelja í sýslunni en hann hann bar á sínum tíma fyrir sig stjórnarskrá Flórída. Kjósendurnir segja að endurtaln- ing hafi verið nauðsynleg vegna þess að kjörseðlarnir hafi verið illa gerðir og villandi. Sumir kjós- endur í sýslunni segja þetta hafa valdið því að þeir hafi óvart kosið hægrimanninn Pat Buchanan í stað Gore. Hæstiréttur Flórída hefur ekki ákveðið hvort hann tekur málið fyrir. • Lögmenn Bush hafa hvatt hæstarétt Bandaríkjanna til að úrskurða að hæstiréttur Flórída hafi farið út fyrir valdsvið sitt er hann framlengdi um nokkra daga frest til að skila niðurstöðum úr AP Starfsmaður kjörstjórnar í Miami-Dade sýslu sýnir fréttamönnum lás sem settur er á kjörkassa er sendir verða til Tallahassee. handtalningu í nokkrum sýslum. Benda þeir á að samkvæmt al- ríkislögum beri að úrskurða í öll- um deilumálum er snerta val á kjörmönnum fyrir kjördag sem var 7. nóvember. Einnig segja þeir að samkvæmt stjórnarskrá eigi þingið í hverju sambandsríki að ákveða hvernig reglurnar um kosningar séu. Hæstiréttur í Washington hyggst láta málflutning hefjast á morgun, föstudag. Demókratar vara hæstarátt við því að taka málið fyrir þar sem hann eigi ekk'i að skipta sér af máli sem sé samkvæmt lögum algerlega á valdi hvers sambandsríkis. Hann megi ekki rýra sjálfstæði hvers ríkis í innri málum. • Áfrýjunardómstóll í Atlanta mun 5. desember byrja að fjalla um mál sem repúblikanar hafa höfðað en þeir segja að með handtalningunni í Flórída hafi kjósendum þar verið mismunað. Eiga repúblikanar við að íbúar í sýslunum þar sem ekki var hand- talið njóti minni réttar en hinir. • Séra A1 Sharpton og fleiri borgarar höfðuðu á mánudag mál fyrir alríkisdómstólum og sögðu að lög um jafnrétti og kosninga- rétt hefðu verið brotin í Flórída. Hefði fjölda blökkumanna verið meinað að kjósa og verið beitt til þess ýmsum brögðum en vitað er að demókratar hafa yfirleitt mun meira fylgi meðal blökkumanna. Dómsmálaráðuneytið í Washing- ton fylgist með málinu en hefur ekki haft afskipti af því enn þá. • Repúblikanar hafa meiri- hluta í báðum þingdeildum í Flór- ída og íhuga þeir nú að hittast til að tilnefna kjörmenn fyrir ríkið, að sjálfségðu hliðholla Bush. Er ástæðan sú að takist Gore og mönnum hans að tefja fyrir nið- urstöðum getur farið svo að ekki mæti neinir kjörmenn frá Flórída til að velja nýjan forseta þegar kjörmannasamkundan kemur saman 18. desember. Myndi Gore þá geta unnið þar sem hann er með fleiri kjörmenn en Bush ef Flórída verður ekki með. Árið 1887 voru samþykkt al- ríkislög sem gera þingum ein- stakra ríkja kleift að fara þessa leið. Þingmenn í Flórída hlýddu, að sögn fréttavefjar ABC-sjón- varpsstöðvarinnar, á röksemdir varðandi hugmyndina á þriðjudag en engin ákvörðun hefur enn ver- ið tekin. Arafat með pólitíska framtið Baraks 1 hendi sér segja ísraelskir stjórnmálaskýrendur Jcrúsalem. AFP, AP. YFIRVOFANDI kosningar í ísrael settu svip sinn á umræðuna þar í gær, degi eftir að ísra- elska þingið samþykkti að gengið yrði til kosninga í vor, eftir að Ehud Barak for- sætisráðhen-a hafði nokkuð óvænt lýst því yf- ir að hann væri ekki mótfallinn kosningum. Næsta víst þykir að Barak muni nú leggja ofurkapp á að ná einhverju samkomulagi við Palestínumenn sem fyrst, helst áður en Bill Clinton Bandaríkjaforseti lætur af embætti hinn 20. janúar næstkomandi. Barak myndi þannig standa eða falla með samkomulaginu í kosningunum sem að öllum líkindum verða haldnar í maí á næsta ári. Ymislegt bendn- til þess að forveri Baraks í embætti, Benjamin Netanyahu, ætli sér end- urkomu í stjórnmál. Samkvæmt nýjustu skoð- anakönnunum myndi hann vinna öruggan sig- ur á Barak yrði gengið til kosninga nú. Netanyahu, sem er á fyrirlestraferð um Bandaríkin, lét hins vegar ekkert í sér heyra í gær og mun hann bíða þess að frumvarpið um kosningarnar verði tekið til endanlegrar af- greiðslu. Sharon leggur til þjóðstjórn Arftaki Netanyahu í embætti formanns Likud-bandalagsins, Ariel Sharon, vakti á ný máls á þjóðstjórn sem sameina myndi stjórn- málaflokka ísrael. „Þriðjudagurinn var sorg- legur dagur. Þjóðin þarf að sameinast vegna þess að sundrung hvetur eingöngu óvini okk- ar,“ sagði Sharon í samtali við útvarp ísra- elska hersins. Barak freistar því að ná samkomu- lagi sem fyrst Sharon sem hefur verið sakaður um að hafa hleypt átökum undanfarinna mán- aða af stað með heimsókn sinni á Musterhæðina, myndi sigra Barak í kosningum nú, en nýtur þó ekki jafn mikils fylgis og Net- anyahu. Bai-ak sem hefur verið lítt vinsæll í Israel undanfarið á pólitíska framtíð sína undir Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, segja ísra- Benjamin Ehud Netanyahu Barak elskir stjórnmála- skýrendur, en tengsl þeirra Baraks og Arafats, hafa farið hríðversnandi síðan ófriðurinn braust út í Mið-Austurlöndum íyrir tveimur mán- uðum. Stjórnmála- skýrendur benda hins vegar á að Pal- estínumenn vilji þó af tvennu illu frekar að Barak verði áfram við völd en að Netanyahu komist til valda, vegna nei- kvæðrar afstöðu Netanyahu til frið- arumleitana. „Ef honum sýnist svo getur Ara- fat gefið Barak friðsælt hálft ár og samkomu- lag sem hann getur selt væntanlegum kjósendum," skrifaði Nahum Barnea, dálka- höfundur í dagblaðinu Yediot Aharonot. „Og ef honum sýnist svo getur Arafat háð stríð við Barak í hálft ár og þannig ýtt honum af vett- vangi stjómmála og þurrkað flokk hans út.“ Barak fundar með samherjum Barak fundaði með samherjum sínum í gær til að leggja drög að áætlunum sínum. Að sögn ísraelska útvarpsins kallaði Barak á sinn fund utanríkisráðherrann Shlomo Ben Ami, ferðamála- og samgönguráðherrann Annon Lipkin-Shahak, Danny Yatom, ráðgjafa í ör- yggsimálum , ráðuneytisstjórann Gilad Sher og fyi-rverandi háttsettan yfirmann í ísra- elsku leyniþjónustunni Shin Beth, Yossi Gin- osar. Þetta er í fyrsta skipti í 52 ára sögu ísrael að boðað hefur verið til kosninga með neyðar- ástand ríkir í landinu eins og nú er. Ef Barak tapai’ kosningunum þýðir það að seta hans í stóli forsætisráðherra er sú stysta í sögu ísrael, jafnvel enn styttri en vera Benjamins Netanyahu sem lét í lægra haldi fyrir Barak í kosningum í maí 1999. ísraelskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að staða Barak innan síns eigin flokks sé ótrygg því Avrahm Burg, þingforseti og meðlimur Verkamannaflokksins, hyggist bjóða sig fram til formennsku í flokknum. Ekkert hefur þó verið haft eftir Burg um málið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.