Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Steingrímur Hermannsson undrast viðbrögð Halldórs Ásgrimssonar við gagnrýni í ævisögu Morgunblaðið/Kristinn „Halldór leggur nú áherslu á samstöðu. Hann hefði mátt gera það í EES málinu," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Sé ekki að Halldór hreki neitt Steingrímur Hermannsson segir að ummæli Halldórs Ásgríms- sonar í viðtali í Morgunblaðinu sl. sunnudag valdi sér vonbrigðum. Honum komi á óvart að Halldór kannist ekki við ágreining á milli þeirra. Steingrímur segist þó ekki sjá að Halldór hreki neitt í ævi- sögu Steingríms. Hann segist í viðtali við Ómar Friðriksson ekki hafa átt þess kost að lýsa skoðunum sínum innan Framsóknar- flokksins eftir að hann lét af formennsku og segir slæmt að fjöl- margar tilraunir til að fá viðtal við Halldór við ritun bókarinnar hafí reynst árangurslausar. STEINGRÍMUR Her- mannsson, fyrrverandi formaður Framsóknar- flokksins og fyrrv. for- sætisráðherra, segir að viðbrögð Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og formanns flokksins, við umfjöllun í þriðja bindi ævisögu Steingríms, sem fram komu í viðtali við Halldór í Morgunblaðinu sl. sunnudag, valdi sér vonbrigðum. Steingrímur segist þó ekki sjá að Halldór hreki neitt sem fram komi í bókinni. „Mér þykir satt að segja afar leitt að standa í deilum við Halldór því hann er einhver sá traustasti og ábyggilegasti samstarfsmaður sem ég hef haft. Engum treysti ég til dæmis betur fyrir þeim verk- efnum sem honum voru falin. Hins vegar kemur það mér mjög á óvart að hann virðist koma af fjöllum í sambandi við þann ágreining sem var á milli okkar, sem ég hélt að allir hefðu vitað um. Sá ágrein- ingur var sérstaklega í EES-mál- inu og einnig nokkur í kvótamál- inu,“ segir Steingrímur. Kem mér aldrei undan ábyrgð I viðtalinu gerir Halldór fjöl- margar athugasemdir við staðhæf- ingar sem fram koma í ævisögu Steingríms og segir að i nokkrum atriðum sé beinlínis farið með rangt mál. Halldór segir Steingrím m.a. reyna að koma sér undan ábyrgð á umdeildum málum. „Mér er ekki alveg Ijóst við hvað hann á,“ segir Steingrímur að- spurður um þetta. „Ef hann á þarna við fiskveiðistjórnunina þá vil ég taka skýrt fram að ég kem mér aldrei undan ábyrgð á því að ég greiddi atkvæði með frjálsu framsali kvótans. Ég tel mig hins vegar meiri mann að viðurkenna að ég telji að það hafi verið mistök að leyfa frjálst framsal kvótans. Það kemur mér líka á óvart að Halldór vill ekki kannast við þá umræðu sem við áttum um þetta mál á þessum tíma, þegar ég fékk því framgengt að sveitarfélögin fengu forkaupsrétt að kvótanum. Ég hélt á þeim tíma að það væri nokkur bragarbót að þessu frjálsa framsali. Halldór sagði reyndar strax að það myndi duga skammt og hann hafði rétt fyrir sér því það hefur ekkert hald verið í því ákvæði. Ég held að þetta hljóti að vera það mál sem hann telur mig vera að fírra mig ábyrgð á en það geri ég ekki. Hins vegar tel ég að í ljós hafi komið að frjálsa framsalið verði að endurskoða, sérstaklega þegar menn eru farnir að ganga út úr greininni með milljarða í hönd- unum. Þetta er allt ítarlega rakið í bókinni.“ Halldór segist í viðtalinu ekki kannast við að ágreiningur hafí verið á milli ykkar þegar unnið var að því að móta lögin um stjórn fískveiða? „Ég studdi Halldór mjög ein- dregið í allri hans vinnu í sjávar- útvegsráðuneytinu og varði hann oft á opinberum vettvangi en innan flokksins ræddum við þetta ákvæði sérstaklega. Ég var hræddur við þá byggðaröskun sem kynni að fylgja frjálsu framsali kvótans. Ég veit að Halldór hefur ágætis minni en ef hann rekur ekki minni til þess að við ræddum þetta einslega þá kemur það mér mjög mikið á óvart.“ Ágreiningur um EES-samninginn Ágreiningur er á milli Halldórs og Steingríms um atburðarásina við gerð EES-samningsins og varðandi afstöðu framsóknar- manna til samningsins. Halldór bendir á í viðtalinu um helgina að Steingrímur hafi haft forystu um gerð EES-samningsins og málið verið Jangt komið þegar gengið var til kosninga 1991. Eftir kosning- arnar hafi Steingrímur hins vegar skipt um skoðun og snúist til and- stöðu við samninginn. Aðspurður um þetta segir Steingrímur það rétt að hann hafi sem forsætisráðherra farið með forystu í þessu máli þegar ákveðið var að ganga til samninga um Evrópska efnahagssvæðið árið 1989 og hann segist hafa flutt sam- hljóma skilyrði íslendinga fyrir þátttöku í EES. „Eitt af veigamestu skilyrðunum var að við myndum aldrei gangast undir yfirþjóðlegt vald. Þá var rætt um svonefnda tveggja stoða lausn, þ.e. að báðir aðilar, Evrópu- bandalagið og EFTA-ríkin, yrðu jafnrétthá og um sameiginlegan dómstól þeirra í ágreiningsmálum. Þetta voru gífurlega mikilvæg at- riði í mínum huga. Þetta breyttist hins vegar þegar Evrópudómstól- inn kvað upp þann úrskurð að Evrópubandalaginu væri ekki heimilt að ganga til slíkra samn- inga og að Evrópudómstóllinn hlyti að vera æðsta dómsvaldið í ágreiningsmálum. Þar með hvarf þessi hugmynd um sameiginlegan dómstól úr sögunni. Þetta gerðist eftir að ríkisstjórnin sem ég veitti forystu var farin frá völdum. Við fengum svo lögfræðiálit frá mjög virtum lögfræðingum, Guðmundi Alfreðssyni þjóðréttarfræðingi og Birni Guðmundssyni prófessor, sem drógu þá ályktun að samning- urinn bryti í bága við stjórnar- skrána því hann fæli í sér framsal valds til yfirþjóðlegrar stofnunar. Að vísu kom einnig annað álit fjög- urra lögfræðinga, sem töldu þetta geta gengið. En það kemur mér mjög mikið á óvart og það veldur mér satt að segja vonbrigðum ef Halldóri er ekki enn orðinn ljós þessi ágrein- ingur sem var okkar á milli. Ég fór oft yfir þetta í þingflokknum, eins og rakið er ítarlega í bókinni, en held að það geti ekki verið að hann hafi lesið það. Ég rakti þetta líka í lengstu ræðu sem ég hef flutt á Alþingi og gerði þar mjög ítarlega grein fyrir því að það væri af þeirri ástæðu að ég teldi að þarna væri um að ræða allt of mikið framsal valds, sem væri brot á stjórnarskránni, til þess að ég gæti fallist á það. Ég var alltaf hlynntur því að gerður yrði viðskiptasamningur við Evrópubandalagið og taldi það mjög mikilvægt og er enn þeirrar skoðunar. Það vakti líka athygli mína þeg- ar Halldór sagði í ræðu, fyrir um það bil ári, að hann teldi að samn- ingurinn um Evrópska efnahags- svæðið væri a.m.k. mjög nálægt því að vera brot á stjórnarskránni. Ég sá ekki betur en að hann viður- kenndi þá reynslu af samningnum að hann væri brot á stjórnar- skránni.“ Steingn'mur segir að ágreining- ur hans og Halldórs hafi einnig komið fram á flokksþingi Fram- sóknarílokksins árið 1992 en þá hafi fyrstu átökin orðið á milli þeirra vegna EES-samningsins. „Þá vildi ég ákveðnari ályktun flokksþingsins gegn því að við gengjum til samninga sem fælu í sér framsal á valdi en Halldór fékk úr því ákvæði dregið. Sá ágrein- ingur kom fram í blöðum,“ segir hann. Fékk á tilfinninguna að Halldór gengi mjög hart fram í bók Steingríms er því haldið fram í kafla sem ber heitið „Undir- róður Halldórs" að Halldór hafi unnið að því á bak við tjöldin að fá þingmenn Framsóknarflokksins til að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um EES-samninginn á Alþingi. Halldór vísar því hins vegar á bug í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi gert tilraun til að hafa áhrif á afstöðu þingmanna Fram- sóknarflokksins. Steingrímur segir að kaflafyrir- sögnin „Undirróður Halldórs" sé vissulega nokkuð hörð en hún lýsi þeirri tilfinningu sem hann hafi fengið á þessum tíma. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég varð fyrir því að þingflokkurinn klofnaði. Það hafði alltaf verið lögð mikil áhersla á að þingmenn stæðu saman og með meirihlutanum ef einhver skoðanamunur var innan þing- flokksins. Ég varð var við það þeg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.