Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 35

Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 35 LISTIR Að leggja upp í ferðalag EG HLAKKA til er titill nýútkominnar geislaplötu Ingu J. Backman sópran- söngkonu. Þetta er fyrsta plata hennar og hefur hún að sögn söngkonunnar verið í undirbúningi alllengi. „Þetta er langþráður draumur sem ég hef gengið með í mörg ár og lofað sjálfri mér og öðrum að láta ræt- ast,“ segir hún. Hún segir íslensk ljóð og lög svo mikinn og stóran fjársjóð að henni finnist hún vera rétt að byrja. „Ég er að leggja upp í ferðalag sem ég vonast til að geta haldið áfram. Svo er sífellt að bætast í þennan sjóð frá núlifandi tónskáldum og ljóðskáldum,“ seg- ir Inga, sem leitaði aðallega aftur í tímann að lögum og ljóðum á þessa fyrstu plötu sína. Tvö lög eftir bróður söng- konunnar og ljóð eftir afa Mörg laganna tók hún ástfóstri við á skólaárum sínum í Söngskól- anum í Reykjavík. A plötunni eru m.a. lög eftir þrjá kennara hennar þaðan, Jón Asgeirsson (Jólaljóð og Á jólanótt), Jón Þórarinsson (Islenskt vögguljóð á hörpu, Nú legg ég augun aftur og Morgun- vísur) og Jórunni Viðar (Mamma ætlar að sofna og Við Kínafljót). Meðleikari Ingu á píanó er Ól- Inga J. Backman afur Vignir Alberts- son en þau hafa starfað saman í fjölda ára. Geisla- platan hefur að sögn Ingu að geyma mörg uppáhaldslög þeirra beggja. Titillagið, Ég hlakka til, er eft- ir bróður söngkon- unnar, Arnmund heitinn Backman, í útsetningu Jóns Ás- geirssonar, við ljóð Jóhannesar úr Kötl- um. Annað lagið á plötunni, Sofa urtu- börn, er einnig eftir Arnmund og í útsetningu Jóns. Arnmundur lést fyrir rúmum tveimur árum eftir að hafa gengið í gegnum löng og erfið veikindi. „Eg var búin að lofa honum að taka upp sönginn minn - en ég hafði reyndar ekki lofað að ég myndi taka upp lögin hans,“ segir Inga. „Eygló fríð og unaðsblíð“ Annað lag tengist einnig fjöl- skyldunni en það er við ljóð eftir afa Ingu, Ammund Gíslason. Ljóðið heitir Morgunvísur og það syngur Inga við lag Jóns Þórar- inssonar. „Ljóðið er um sólina, sem afi minn kallaði „Eygló fríð og unaðsblíð". Hann fæddist á Langanesi inn í algjöra örbirgð og missti helminginn af systkinum sínum og báða foreldra ungur að árum. En hann var svo heppinn að komast til séra Ingvars á Skeggjastöðum sem hjálpaði hon- um til mennta vegna þess að hann þótti svo efnilegur," segir Inga og bætir við að hann hafi ungur sent frá sér ljóðabók. „Æskuvinur hans, Örn Amarson ljóðskáld, hvatti hann til að gefa út þessi æskuverk. Gagnrýnandi Morgun- blaðsins tók afa minn svoleiðis í gegn, eins og þá tíðkaðist, að hann orti aldrei meir! Um það er til ljóðabálkur í 25 erindum eftir Öm Amarson, sem heitir Æmprís og birtist í ljóðabókinni Illgresi," seg- ir hún. Auk þeirra laga sem þegar em talin er að finna á plötunni lög eft- ir Pál ísólfsson, Gylfa Þ. Gíslason, Sigfús Einarsson, Karl 0. Run- ólfsson og Sigvalda Kaldalóns. Upptökurnar fóm fram í Víði- staðakirkju í ágúst sl. og upptöku- stjórn og hljóðvinnsla var í hönd- um Halldórs Víkingssonar. Inga gefur diskinn út sjálf og bróðir hennar, Ernst Bachman, sá um útlitshönnun. „Mig langar til að þakka móður minni og allri fjöl- skyldu og vinum mínum fyrir hjálpina við útgáfu disksins," seg- ir hún. Undanfarin ár hefur aðalstarf Ingu verið að stjóma „Litla kórn- um“, kór eldri borgara við Nes- kirkju, og aðstoða Reyni Jónasson við raddþjálfun hjá kirkjukór Neskirkju. Auk þess syngur hún með Hljómkórnum við jarðarfarir og syngur einsöng. Farsæll háski BÆKUR L j ö ð o g inj'ndskrcylingar HALLA Ljóð Steins Steinarr og myndskreytingar Louisu Matthfasdóttur. 23 síður - JPV forlag 2000. Steinn Steinarr Louisa Matthíasdóttir Á SÍNUM tíma (og reyndar enn) ortu skáld ljóð handa börnum og myndhstarmennn skreyttu, oft með góðum árangri. Tindátar Steins og Mjallhvít Tómasar koma fyrst í hugann. Nú hefur komið fram í dagsljósið áður óprentuð bók eftir Stein Stein- arr og Louisu Matthíasdóttur. Halla nefnist bókin og mun ort fyrir kynslóð barna sem nú hefur náð sextugsaldri. Halla er h'til stúlka sem býr hjá afa sínum í litlu þorpi. Hann stund- ar sjóinn og þegar hann rær til fiskjar veiðir Halla á bryggjunni og er fiskin eins og afinn. Að því kemur að Halla er send í sveit en hana langar heim til afa. Tilraun hennar til að komast heim reynist háskaleg. Háskann þekkti Steinn og eflaust Louisa líka. En háskaljóð Steins enda ekki öll jafnvel og bálkurinn um Höllu. Ljóðið um Höllu er viðfelldinn texti og myndirnar skemmti- legar. Inn á milli en þó ekki oft skín í snilldartök skáldsins og kímnina. Um afann segir að hann hafi kunnað sögur, „því sjálfsagt hefur ýmislegt/ hent svona gamlan mann“. Þegar háskinn er hvað mestur er komist svo að orði: „Og engan skyldi furða/ þó að okk- ur setji grátJ á hafsins trylltu öld- um/ í áralausum bát.“ Hver kannast ekki við Stein í er- indinu um að margt þurfi að hugsa í þorpi út við sjó?: „Og hvað mikið sem fiskast/ það fiskast aldrei nóg“. Jóhann Hjálmarsson KVIKMYJVDIR Stjörnnbfó, Laugar- á s b í«, S a m b í ó i n Á1 fabakka, Borgarbíó A k u r e y r i o g N ý j a - B f ð Keflavfk ENGLAR CHARLIES „Charlie’s Angels“ ★ ★% Leikstjóri: McG. Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Cameron Diaz, Lucy Liu, Bill Murray og Tim Curry. 2000. ÞAÐ er einstaklega frískandi í þeirri formúlukenndu hasarmynda- veröld sem við þekkjum að sjá þrjár konur fara með hlutverk Arn- olds Schwarzeneggers og jafnvel enn meira frískandi að vita til þess að þær slógu honum við í miðasöl- unni vestra; Englar Charlies með Drew Barrymore, Lucy Liu og Cameron Diaz fengu myljandi góða aðsókn á meðan austurríska goðið sat eftir með sárt ennið, forsmáður af sínum fyrri aðdáendum. Englar Charlies vitna kannski um breytta tíma í hasarmyndunum, gamlir Þrír englar harðhausar kveðja (Stallone í Get Carter dó við komuna í bíóin vestra fyrir skemmstu rétt eins og Arn- old) en ný andlit taka við eins og Keanu Reeves og svo þessar fínu stelpur, englarnir hans Kalla. Formúlan hefur hins vegar ekk- ert breyst. Charlie’s Angels er svona delluverk sem aldrei verða til nema í Hollywood. Þrjár ungar konur eru sérfræðingar á sviði njósna og bardagaíþrótta sem vinna fyrir dularfulla persónu er heitir Kalli og er aðeins rödd í hátalara (hann sést aldrei). Hann útdeilir verkefnum til þeirra og í þetta skiptið eiga þær að bjarga undrabarni og milljónamæringi úr höndum mannræningja, ég held hreinlega svo heimurinn farist ekki. Söguþráðurinn er sumsé svona vitleysa sem James Bond er vanur að leysa á milli hanastéla en skemmtigildið felst ekki í því eink- anlega heldur aðalpersónunum þremur. Það er að vísu í rauninni ekkert sem skilur þær að, þær gætu auðveldlega verið ein og sama persónan, en þær bjóða svo sannarlega upp á nýbreytni. Barry- more (sem einnig er framleiðandi myndarinnar) er blondína sem kann að sparka frá sér. Cameron Diaz er önnur blondína sem kann að brosa breitt. Lucy Liu er sú þriðja og sker sig ekki að neinu leyti úr nema hún er Asíubúi. Bill Murray er svo fjórða stelpan í partíinu, tengiliðurinn við Charlie, alltaf jafn skemmtilega á skjön við umhverfi sitt. Helsti kosturinn við myndina er sá að hún tekur sig ekki of hátíð- lega heldur gerir grín að sjálfri sér og viðfangsefninu og formúlumynd- unum sem hún tilheyrir. Hún byrj- ar eins og „Mission: Impossible" og endar eins og Bond-mynd. Hasar- atriðin eru ágætlega útfærð af leik- stjóra sem vill láta kalla sig McG og myndin bíður upp á stundar- afþreyingu sem virkar ágætlega á meðan á henni stendur, en púff, er svo horfin á 60 sekúndum. Arnaldur Indriðason Nýjar plötur • ÚT er komin geislaplata með úr- vali af efnisskrám Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands. Peter Guth leiðir hljómsveitina og Ulrike Steinsky syngur nokkur Vínarlög. í fréttatilkynningu segir: „Flest þekktustu og vinsælustu Vínarlögin er að finna á þessum geisladiski, m.a. Dónárvalsinn, Keisaravalsinn, Rad- etzky-marsinn og Þrumur og elding- ar svo eitthvað sé nefnt, alls sextán lög. Nú eru liðnir tæpir þrír áratugir frá því að Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sína fyrstu Vínartónleika en það var árið 1972. Næstu Vínartónleikar voru ekki haldnir fyrr en níu árum síðar, árið 1981 og þeir næstu 1983. Frá þeirri stundu var ákveð- ið að halda Vínartónleika á hverjum vetri og var tónleikunum settur fast- ur staður í dagskrá hljómsveitarinn- ar fljótlega eftir áramót og ennfrem- ur var ákveðið að gera ráð fyrir endurtekningu tónleikanna. Nú er svo komið að húsfyllir er á Vínartónleikana á hverjum vetri og frá árinu 1990 hefur þessi ljúfa tón- list dregið áheyrendur að og fyllt sæti Háskólabíós á tvenna og jafnvel þrenna tónleika hverju sinni. Hljóðr- itin á geisladiskinum eru birt með góðfúslegu leyti Ríkisútvarpsins og er hljóðupptaka í höndum tækni- rekstrardeildar Ríkisútvarpsins en tónmeistari er Bjarni Rúnar Bjarna- son. Útiitshönnun annaðist Sigurður Sveinn Halldórsson en útgefandi er Polarfonia Classics ehf. Rýmum fyrir nýjum vörum Bjóðum eldri gerðir á gjafverði! Veiöistangir Veiöikassar Leikföng Dúkkur Bílar Litabækur Gervijólatré Fjöltengi - gott verð! Hérna færðu ódýra jólagjöf I. Guðmundsson ehf. Vatnagörðum 26-104 Reykjavík Sími 533 1991

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.