Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 39

Morgunblaðið - 30.11.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 39 LISTIR ALLT TIL RAFHITUNAR Frá opnun sýningar Kristínar í Nordic Heritage Museum í Seattle 3. október sl. F.v.: Kristín, Jón Marvin Jónsson, ræðismaður Islands í Seattle, og kona hans Joanne. Kristín Jónsdóttir sýnir í Seattle UM þessar mundir er að ljúka sýningu á verkum Kristínar Jóns- dóttur frá Munkaþverá í Nordic Heritage Museum (Norræna safn- inu) í Seattle, Washington. Sýningin sem er í boði safnsins var opnuð 3. október sl. Á sýning- unni eru 9 verk, gerð með mis- munandi aðferðum, úr ull, papjn'r, bleki, olíukrít, plexigleri o.fl. I flestum verkanna notar Kristín skrifaðan texta. Tvö verk eru sérstaklega gerð fyrir þessa sýningu, en í þeim er skírskotun til vesturferða Islend- inga á 19. öld. í sýningarskrá skrifar Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns Islands um verk Kristínar. Kristín hefur haldið 10 einka- sýningar á Islandi og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis. Hún tekur þátt í sýningunni A scandinavian sensibilty sem stendur yfir í North Dakota Mus- eum of Árts í Grand Forks. Á þeirri sýningu eru verk eftir 15 listamenn frá Norðurlöndum og er Kristúi eini þátttakandinn frá Islandi. Sýningarstjórar eru Rhonda Brown og Tom Grotta frá Connecticut og völdu þau þátttak- endur, en sýningin var fyrst í Wilton í Connecticut í ágúst- september sl. Sýningunni í Norð Dakota Mus- eum of Arts lýkur í janúar. N^jar bækur • ÚT er komin ljóðabókin Fingur- koss eftir Kristrúnu Guðmundsdótt- ur. í fréttatilkyninngu segir: „Fing- urkoss hlaut viðurkenningu dómnefndar í samkeppni um Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar árið 2000. Kristrún Guð- mundsdóttir er fædd í Keflavík árið 1953 og er Fingurkoss önn- ur ljóðabók hennar. Ljóðabókin Hugfró kom út árið 1996 undir gælu- nafni höfundar (Rúna Guðmunds- dóttir). Kristrún hlaut þriðju verð- laun í alþjóðlegri ljóðasamkeppni í Bandaríkjunum árið 1999. Síðastlið- ið sumar var Kristrún gestur á ljóða- hátíð í Washington DC og hlaut góð- ar viðtökur fyrir ljóð sín. Á næsta ári munu birtast nokkur ljóð eftir Kristrúnu í safnritinu „Nature’s Echoes" gefið út af Libr- aryof Congress." Höfundurgefur bókina út sjálfur. Bókin er 56 bls. Mynd á kápu er eftir Valgarð Gunnarsson. Hagprent sá um prentun. Bókin fæstíbókabúð Máls og menningar v/Laugaveg og Bókabúðinni v/Hlemm. Verð: 1.790 krónur. • ÚT er komin bókin Úr sól og eldi - leiðin frá Kamp Knox, en það er saga Rögnu Bachmann sem víða hefur komið við á lífsleið sinni. Oddný Sen er höfundur bók- arinnar. I kynningu forlagsins seg- ir: „Úr sól og eldi er í senn saga heims- konu og hvunndags- hetju. Ung kvaddi Ragna Bach- mann æskuslóðir sínar í Vestur- bænum með erfiða reynslu að baki og hélt út í heim. I Svasílandi og á Sri Lanka, á Jótlandi og í Jóhann- esarborg, í Belgíu og Botsvana, í Reykjavík og víðar hefur hún kjmnst spennu hins ljúfa lífs, ratað í ótrúlegar raunir en jafnframt fundið dýpstu gleði. I bókinni er einnig fjallað um félagslegar og sálfræðilegar meinsemdir sem legið hafa í þagnargildi." Útgefandi er Iðunn. Bókin er 238 bls. og prentuð í Prisma Prentbæ. Leiðbeinandi verð: 3.980 krónur. • ÚT er komin bókin Sólveiga saga eftir Elínu Ólafsdóttur. Hvað beið fátækrar fjölskyldu á kotbýli sem missti fyrirvinnu sína fyrir 200 árum? I Sólveiga sögu er rakin ævi þriggja kvenna á 18. og 19. öld sem allar báru nafnið Sólveig og voru auk þess mæðgur. AUar fæddust þær í Laxárdal í Dala- sýslu en vegir lágu víða í leit að lífsbrauðinu. Fortíðin er hlaðin andlitum, nafnlausum alþýðukonum og -körl- um, formæðrum og forfeðrum sem saman skópu ásjónu þjóðarinnar. Þeirra er sjaldan getið í heimild- um enda lítt vitað um líf þeirra. En þeim tókst að þrauka, þess vegna erum við hér. Sólveiga sögu er ætlað að varpa ljósi á líf íslenskra alþýðukvenna og það, hvernig smám saman greiddist úr högum þeirra þegar kom fram yfir miðja 19. öldina. Einlægur áhugi á lífshlaupi og lífskjörum alþýðukvenna endur- speglast í verkinu. Höfundurinn gerir sér far um að setja sig inn í aðstæður, líf og langanir þessara kvenna og skila til kynslóðar okk- ar. Hér skrifar móðir um mæður, kona um konur. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bókin er 252 bls. Verð: 3.480 krónur. Kristrún Guðraundsdóttir L-í.ælLu.L'í25-Lt liQeLixÆoíVrL'e. á.Ll SárLctlL'e. 3.0 £ t£rL'e. 3 framkvæmd af fagaðilum! “POWER-PEEL" húðmeðferðin lagfærir ýmis húðlýti, td. háræðaslít, ör eftír bólur, áverka og aðgerðlr, húðsitt, öldrunarbletti, fínar hrukkur o.m.fl. Fyrlr Eftlr HÖFUM OPNAÐ “Mekka húðarinnar” f Kringlunni, 3. hæð 20% kynningarafsláttur af húðmeðferd og ýmsum húðkremum framlengdur til 10, des, 2000 Krfnglunni 8-12,3. hæð 8.588 0909 Opnum helmasiðu 1. de«: wwwJiudnyung.ls Pyrir biuðli - siUðilis - %ririrsib“ ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðirfrá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200 kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VOSAB olíufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti, engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. ,| Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. | Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. HAGSTÆTT VERÐ! Einar Farestvett & Co. hf. Borgartúni 28, ® 562 2901 Nisscin Terrono II Nýskr. 6/1999, 2400cc vél, 5 dyra, 5 gíra, hvítur, ekinn 42. þ ^^^Verð 1.980 þ, Grjótholsi l ^ Sími 575 1230/OO^^HMnHBHflM mora B^HRTSTPRTI.! IM Ný hönnun frá Mora, MORATEMP kemur skemmtilega á óvart T€Í1GI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.