Morgunblaðið - 30.11.2000, Page 46

Morgunblaðið - 30.11.2000, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sérstaðan í hættu Hins vegar má alls ekki bera sérstöðu- stefnuna fyrir borð þarsem það er meðal / annars hennar vegna, sem sérstaða Is- lendinga erjafn mikil ograun bervitni. Eftir Karl Blöndal Hin íslenska sér- staða hefur löng- um verið sérstakt útspil er tryggja skal stöðu Islands í hinum harða heimi. Oft og tíð- um hefur það verið þungur róð- ur að sannfæra útlendinga, sem aðeins vilja hugsa um sjálfa sig, um þessa sérstöðu, en þó hafa fulltrúar landsins verið gletti- lega iagnir við að ná sínu fram í krafti sérstöðunnar. Frá upphafi lýðveldistímans og allt til loka kalda stríðsins áttu íslenskir ráðamenn sérdeil- is auðvelt með að knýja fram vilja sinn í krafti sérstöðunnar og skipti þar ekki litlu máli hversu mikilvægur hlekkur landið var í varnarkeðjunni gegn heimsveldi hins illa. Þar var á ferðinni sérstaða, sem VKIHORE gagn var að oggerðiland- ið einstakt. Síðan hefur hins vegar syrt í kokkálinn. Sérstöðunni fylgir ekki lengur sama vog- stangaraflið og áður, þegar ís- lendingar gátu til dæmis fengið afgreidd lán, sem engum öðrum stóðu til boða eingöngu vegna þess að hér eru menn engum líkir. Nú þarf að hafa meira fyrir hlutunum, enda bæði gömul sannindi og ný að nýir tímar kalla á nýjar aðferðir og siði. Breytt staða á hins vegar ekki að verða til þess að við leggjum árar í bát, heldur virka sem vítamínsprauta - bæði ögrandi og eggjandi krafa um að leggja harðar að sér í Ieit að frumleg- um og um leið sannfærandi lausnum til að geta haldið þeirri sérstöðu að reka okkar mál í krafti sérstöðu. Það er augljóst þegar litið er yfir umræðuna undanfarin miss- eri að ákveðinn vandræðagang- ur er ríkjandi hvað sérstöðu- stefnunni viðvíkur. Það hefði til dæmis verið stjórnmálamönnum fyrri tíma metnaðarmál að tak- ast á við jafn vandasamt verk- efni og að komast inn í Evrópu- sambandið án þess að þurfa að gefa eftir sérstöðu íslendinga í fiskveiðimálum. Á fáum sviðum höfum við jafn skýra sérstöðu og sú staðreynd að ríki Evrópu- sambandsins hafa sameiginlega fískveiðistefnu, sem við gætum haft sérstöðu gagnvart, ætti fremur að vera ákefðinni sem olía á eld en deyfilyf gagnvart doða. Gráuppiagt væri að nota sérstöðu íslands í sjávar- útvegsmálum sem prófstein á stöðu okkar í heimi hnattvæð- ingar og póstmódernisma þar sem ekkert er sem sýnist og allt er mögulegt. Ber því að harma það kjarkleysi að ráðast ekki til innrásar í Evrópusambandið. Ekki eru íslenskir ráðamenn þó dauðir úr öllum æðum. Sér- stöðustefnan lifir góðu lífi í um- hverfismálum. Um nokkurt skeið höfum við barist fyrir því að lítil hagkerfi fái undanþágu til stórkostlegrar aukningar í mengun og er það rökstutt með því að hér á landi sé hægt að stunda ýmsan iðnað með orku, sem ekki mengar, á meðan ýms- ir aðrir á hnattkúlunni þurfi að framleiða rafmagn með brúnkol- um, gasi, olíu og öðrum álíka óþverra. Mengunin frá orku- frekum iðnaði sé því tvöföld þar sem endurnýjanlegir orkugjafar á borð við vatnsföll séu ekki til staðar. Málflutningur okkar i þessum málum hefur slíka sér- stöðu að talað er um íslenska ákvæðið. Hér er á ferðinni kjör- ið sérstöðumál, sem við höfum staðið á fastar en fótunum. Við höfum hins vegar ekki haft erindi sem erfiði. Ekki var tekið tillit til hinnar íslensku sérstöðu á loftslagsráðstefnunni i Kyoto og höfum við því ekki enn skrifað undir þær ákvarð- anir, sem þar voru teknar um að draga úr útblæstri hinna ýmsu eiturefna út í lofthjúpinn. Bar- áttan hefur hins vegar haldið áfram og færðist í hana aukinn kraftur á loftslagsráðstefnunni, sem nýlokið er í Haag í Hol- landi. Þar var reyndar hver höndin upp á móti annarri, en ekki tókst að nýta glundroðann til að lauma hinu íslenska sér- ákvæði í gegn. Hins vegar beitti Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra þar ákaflega nýstárlegum áróð- ursaðferðum. Þegar hún kom heim frá Hollandi fullyrti hún kinnroðalaust að hún hefði rætt við ýmis umhverfisverndar- samtök, sem þarna áttu fulltrúa, og hefði áherslum Islendinga verið vel tekið. Daginn eftir sté fram Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Is- lands, og sagði þessa fullyrð- ingu ekki standast. Siv var síðan spurð um þenn- an stuðning á Alþingi og neydd- ist þá til að afhjúpa slóttuga og klóka aðferð sína til að koma sjónarmiðum íslendinga á fram- færi og vinna þeim brautar- gengi. „Þá býst ég við því að háttvirtur þingmaður [sé að vitna] í viðtal [á sunnudag] í Ríkissjónvarpinu þar sem ég sagði að ég hefði hitt fólk frá umhverfisverndarsamtökum sem að ég hafði spjallað við,“ sagði hún. ,,[Þ]au voru ekki for- svarsmenn neinna samtaka. En þau voru þarna í einkennisbún- ingum að dreifa bæklingum og [ég] átti við þau ágætt samtal og þau vilja leggja mjög mikla áherslu á nýtingu endunýja- nlegra orkugjafa eins og við er- um að bjóða upp á hér.“ Siv brá sem sé á það ráð i Hollandi að biðla til grasrótar- innar. Meðan allt lék í lyndi og sérstöðustefnan var nánast óbrigðul var ávallt leitað til æðstu ráðamanna þeirra ríkja, sem knýja þurfti til samstarfs - utanríkisráðherra, forsætis- ráðherra eða forseta. Nú þarf nýja siði og það er ánægjulegt að sjá að íslenskir stjórnmála- menn deyja ekki ráðalausir. Ef topparnir láta ekki segjast er byrjað neðst í stiganum og síð- an er að vinna sig upp - til dæmis mætti ræða við dyra- verði banka um lán og landa- mæraverði um viðskiptasamn- inga. Hins vegar má alls ekki bera sérstöðustefnuna fyrir borð þar sem það er meðal ann- ars hennar vegna, sem sérstaða íslendinga er jafn mikil og raun ber vitni. Foreldrar eru líka fólk BÆKUR Minningabók TAKK, MAMMA MÍN Eftir Þorstein J. Vilhjálmsson. Prentun Gutenberg hf. Hönnun Snæbjörn Arngrímsson. títgefandi höfundur. 70 bls. „ÁSTIN er tíminn sem það tekur að lifa“ yrkir Þorsteinn Joð til móður sinnar, Ingibjargar Þorsteinsdóttur, í þessari persónulegu minningabók um móður sína. Takk, mamma mín er tit- ill bókarinnar og felst í þessum orðum endalaust þakklæti sonarins til móður sinnar, þakklæti íyrir að hafa gefið honum lífið, kennt honum að elska, búið hann út fyrir lífsbaráttuna, með þeim aðferðum sem hún kunni og henni voru tiltækar. Þorsteinn rekur söguna um uppvöxt sinn og tvíbura- systur sinnar í skjóh einstæðrar móð- ur á mjög sérstakan hátt; brot úr samtölum á dánarbeði móðurinnar, myndir úr fjölskyldu- albúmi, bréf á milli fjölskyldumeðlima, við- tal við vinkonu móður- innar, uppskrift að upp- áhaldskökunni, innihald handtösku móðurinnar að henni látinni. Lífshlaup Ingibjarg- ar Þorsteinsdóttur er ekki viðfang þessarar bókar en verður engu að síður lesandanum hug- stætt, brotin eru hlaðin sársauka, erfiðleikum, upp er dregin mynd af konu sem elskaði bömin sín en ástin var þrúguð af þeim alvarlega sjúk- dómi áfengissýkinni. Að lokum var það krabbamein í lungum sem lagði Ingibjörgu að velli 63 ára að aldri. Vissulega má velta íyrir sér til- gangi með útgáfu slfla-ar bókar. Hve- nær verður saga svo persónuleg að hún á ekki erindi við aðra? Hvemig verður svo persónuleg saga gædd vís- unum útfyrir sinn þrönga stakk að aðrir megi hafa af henni eitt- hvert gagn. Styrkur bókarinnar og réttlæt- ing fyrir útgáfu hennar felst hiklaust í þeim kjama hennar sem er fyrirgefningin. Skiln- ingur hins fullþroska manns á kjörum móður sinnar sem manneskju, skilningur sem ristir nægilega djúpt til þess að geta fyrirgefið henni misgjörðir og skilið að þær voru henni ekki sjálfráðar, gleðin yfir að minnast þeiiTa við- burða í uppvextinum sem vom ham- ingjuríkir og þakklætið fyrir að hafa fengið það í uppeldinu sem mestu skiptir í lífi sérhvers manns, hæfileik- ann til að taka því sem að höndum ber af æðruleysi og skilningi á þeirri stað- reynd að foreldrar em líka fólk. Hávar Sigurjónsson Þorsteinn J. Vilhjálmsson • ÚT er komið 11. bindi af Borg- fírskum æviskrám, og hefur að geyma stuttorðar æviskrár íbúa Borgarfjarðarhéraðs frá upphafi átjándu aldar og til þessa tíma. Upphafsmenn og fyrstu höfundar æviskránna vom þrír mætir fræði- menn, borgfirskrar ættar, Aðal- steinn Halldórsson, Ari Gislason og Guðmundur Rlugason. Þeir em nú allir látnir og stendur Sögufélagið og borgfirsk ættfræði í stórri þakkar- skuld við þá fyrir mikið og óeigin- gjamt starf. Fyrir nokkmm ámm tók dr. Þuríður J. Kristjánsddttir fyrrv. prófessorvið Kennaraháskóla Islands við ritstjóm verksins og hef- ur jafnframt unnið að ritun æviskráa ásamt Sveinbjörgu Guðmundsdótt- ur, er tók við verki föður síns, Guð- mundar Illugasonar, er hann féll frá. Gert er ráð fyrir að með næsta bindi verði hægt að ljúka útgáfu meg- inmáls ritsins, en síðan er þess að vænta að gefið verði út viðbótarbindi með viðbótum og leiðréttingum. I æviskránum er að finna miklar upplýsingar um ættir og æviferil þess fólks sem lifað hefur og starfað í héraðinu og þar er um heimildir að ræða sem á ókomnum áram munu gagnast öllum sem fást við ættfræði og gersónusögu Borgfirðinga. Utgefandi er Sögufélag Borgar- fjarðar. • ÚT er komin að nýju skáldsagan Hvunndagshetjan eftir AuðiHar- í fréttatilkynn- ingu segir: „Eftir tvo áratugi er loksins endurút- gefin þessi ber- orða, skarp- skyggna og bráðfyndna saga af hetjunni sem fann þrjár óbrigð- ular aðferðir til að eignast óskil- getin börn. Bókinni var aldrei ætlað að koma út aftur, heldur átti hún að vera bam síns tíma. Samt kemur les- endum samtímans fátt á óvart í þess- ari sögu. Enn era til nákvæmar for- skriftir um það hvemig konur eigi að haga lífi sínu og enn em til konur sem ákveða að virða þær ekki.“ Útgefandi er Forlagið. Kápu hannaði Margrét E. Laxness. Bókin erprentuð hjá Norhaven a/s í Dan- mörku oger303 blaðsíður. Leiðbein- andi verð er 1.590 krónur. alds. Auður Haralds • ÚT er komin bókin Heilabrot og þrautir en í henni er að finna afar fjölbreytta hugarleikfimi fyrir alla aldurshópa. Bókin skiptist í þrjá hluta: Fyrst koma léttar og þroskandi þrautir fyrir böm, næst em spumingar af öllum þyngdargráðum, allt frá full- yrðingum sem svara má játandi eða neitandi til þyngri landafræði- og Nýjar bækur söguspuminga og að lokum em svo í þriðja hlutanum reikningsdæmi sem krefjast töluverðra heilabrota. Hér birtast heilabrot og þrautir sem þjálfa hugann og em skemmti- leg dægradvöl. Þetta er bók sem hentar allri fjölskyldunni og hér má finna þrautir við allra hæfi. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er255 bls., prentuð hjá Odda hf. Efnissöfnun önnuðust Werner Niel- sen, Sigurður Helgason, AxelAmm- endrup og Carl-Otto Johansen en Jörgen Lövgret, Flemming Aabech, Ole Werner og Arne Hansen mynd- skreyttu. Guðni Kolbeinsson þýddi ogstaðfærði. Björg Vilhjálmsdóttir hannaði útlit ogkápu. Leiðbeinandi verð bókarinnar er 2.980 krón ur. • ÚT er komin bókin Morguiíverð- urá Tiffany’s eftir Truman Capote. Atli Magnússon þýddi. í þessu munúðarfulla og trega- blandna snilldarverki leiddi Traman Capote ungfrú Holly Golighly fram á sjónarsviðið, en nafn hennar er fyrir lögnu orðið að hugtaki í bandarísku þjóðlífi og hluti af hinu bókmennta- lega landslagi. Holly er viss um að innan um demantana og krókódfla- skinnið í verslunum Tiffany’s sé óhugsandi að nokkuð slæmt geti komið fyrir! Lífskvöl hennar, orð- heppni og barnslegt sakleysi heillar sérhvern lesanda, eins og verið hefur frá því er sagan kom fyrst út árið 1968. Hér er ennfremur að finna þrjár af þekktustu smásögum Tramans Capote, en þær em „Hús blómanna“, „Demantsgítar" og ,Jólaminning“. Útgefandi er Skjaldborg ehf. Bók- in er 121 bls. Verð: 2.980 krónur. • ÚT er komin bamabókin Lóma, mér er alveg sama þó einhver sé að hlæja að mér eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur og myndskreyt- ingum eftir Rúnu Gísladóttur. í frétt frá út- gefanda segir að söguhetjan Lóma sé lítil tröllastelpa sem er komin til Reykjavíkur til að læra að lesa því það kann engin í Hrollaugsdal. Lóma kemur í fylgd mömmu sinnar og kýrinnar Jám- gerðar en vandinn er sá að bannað er að vera með kýr í Breiðholtinu. Krökkunum í skólanum finnst Lóma mjög skemmtileg en þau geta ekki stillt sig um að stríða henni. Höfundurinn Guðrún Ásmunds- dóttir er þjóðkunn leikkona. Hún hefur samið leikrit fyrir böm og full- orðna og Möguleikhúsið sýnir nú leikritið um Lómu tröllastelpu. Þetta er fyrsta barnabók höfundar. Útgefandi er Guðrún Asmunds- dóttir og er bókin 128 bls. Guðrún Ásmundsdóttir • ÚT er komin bókin Seiður Grænlands, skráð af Reyni Traustasyni. Bókin ljallar um líf og starf sex Islendinga sem búsettir em á Grænlandi. Á slóðum víkinga í Eystribyggð á Suður-Grænlandi búa fóstbræðurn- ir Helgi Jónasson verkstjóri og ferðafrömuður í Narsaq og Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi í Isortoq. Helgi rekur gistiheimili þar sem áður var refabú. Stefán Hrafn fetaði slóð víking- anna og braut land í óbyggðum. Hann rekur nú hreindýrabú og nýt- ir hjörð fimm þúsund hreindýra. Kristjana Guðmundsdóttir Motz- feldt er eiginkona Jonathans Motz- feldt, þjóðhöfðingja Grænlendinga. Hún hefur um margra ára skeið stundað gróðurrannsóknir. Gunnar Bragi Guðniundsson býr í einnig í Nuuk. Hann er forstjóri eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Grænlands, Nuka A/S. Halldóra Grétarsdóttir hjúkrun- arfræðingur er deildarstjóri á Dronning Ingrids Hospitale í Nuuk. Sigurður Pétursson fyrrverandi togaraskipstjóri býr við framstæð kjör í þorpinu Kuummiit í sveitarfé- laginu Ammassalik á austurströnd Grænlands. Hann rær plastbáti sin- um innan um borgarísjaka og veiðir grálúðu á línu. Útgefandi er íslenska bókaútgáf- an. Bókin er 240 bls., oghana prýða fjöldi ljósmynda. Leiðbeinandi verð 4.380 krónur. • ÚT er komin bókin Upp- eldishandbókin - frá fæðingu til unglingsára. I fréttatilkynningu segir: „Bókin fjallar um allt sem viðkemur upp- eldi barna. Bókin er bandarísk að upprana, rituð af sérfræðingum á hverju sviði, en íslenskir læknar og sálfræðingar hafa staðfært hana og lagað að íslenskum aðstæðum. Staðfærsluna önnuðust þeir Gísli Baldursson heimilislæknir, Ólafur Ó. Guðmundsson barna- og ungl- ingageðlæknir og Páll Magnússon sálfræðingur, sem einnig þýddu bókina ásamt Helgu Þórarinsdótt- ur. I bókinni er bæði fjallað ítarlega um eðlilegan þroska og atferli bama og um hvemig bregðast skuli við ef eitthvað ber út af; hvenær er raunveruleg ástæða til að hafa áhyggjur af baminu og hvert ber að leita með ýmis áhyggjuefni. Helstu einkenni sálrænna og líkamlegra kvilla em skýrð og greint frá úr- ræðum sem unnt er að grípa til.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 402 bls., með ítarlegri at- riðisorðaskrá, prentuð hjá Odda hf. Hönnun bókarkápu og útlits á síð- um annaðist Ragnar Helgi Ólafs- son. Leiðbeinandi verð er 6.900 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.