Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓNÁGÚST
GUÐBJÖRNSSON
+ Jón Ágúst Guð-
bjömsson fædd-
ist á Brekkustig 3,
Reykjavík, 7. nóvem-
ber 1923. Hann lést á
Landspitalanum
Fossvogi hinn 19.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
vom Guðbjöra Ás-
mundsson, verka-
maður í Háteigi,
Garðahreppi, f. 27.6.
1 1893, í Sveinskoti,
Bessastaðahreppi, d.
19.7.1966. Kona hans
var Kristbjörg Jóns-
dóttir, f. 11.1. 1898, í Krókshúsum,
Rauðasandshreppi. Ilún iést hinn
7.3. 1977. Systkini Jóns Ágústs: Ól-
afur, kvæntur Gyðu Einarsdóttur;
Ásmundur; Ingibjörg, gift Hans
Sigurjónssyni; Sigríður, gift Steini
Gunnarssyni og Guðmundur Vest-
mann. Kona hans var Jónúia Þóra
Helgadóttir, sem nú er látin. Hálf-
bróðir þeirra systkina er Ragnar
Er ég hugsa til föður míns er mér
efst í huga góðvildin og væntum-
þykjan sem frá honum streymdi.
■ Hann var einstakur maður og ætíð
til staðar, boðinn og búinn að hjálpa
og aðstoða þegar við þurftum hans
við. Missir okkar allra er því mikill
og erfiður.
Eftir að faðir minn lagðist inn á
sjúkrahús, hinn 9. október síðastlið-
inn, kom fljótlega í ljós að veikindi
hans voru það alvarleg að hann
myndi ekki lifa lengi. Tíminn varð þó
styttri en okkur hafði órað fyrir og í
hönd fór erfið barátta. Faðir minn
sýndi einstakan dug og æðruleysi þó
^svo að hann gerði sér fullkomlega
grein fyrir að hverju stefndi - hann
bar þjáningu sína í hljóði og var
Hafsteinn. Kona hans
var Bryndís Baldvins-
dóttir, sem nú er látin.
Eftirlifandi eigin-
kona Jóns Ágústs er
Anna Björgúlfsdóttir,
f.18.8.1922 í Neskaup-
stað. Foreldrar hennar
vom Björgúlfur Gunn-
laugsson, búfræðingur
og verslunarmaður í
Neskaupstað, f. 29.11.
1895 á Fljótsdalshér-
aði.d. 18.5.1963. Kona
hans, Ólöf M. Guð-
mundsdóttir frá
Vöðlavík, f. 12.4. 1897,
d. 30.7.1986.
Böm Jóns Ágústs og Önnu em:
1) Margrét Jónsdóttir, tanntæknir,
f. 6.9. 1955, gift Hjalta H. Hjalta-
syni. Synir þeirra em: Jón Agúst,
Einar og Jóhann Markús. 2) Mar-
teinn Steinar Jónsson sálfræðing-
ur, f. 11.4.1960, kvæntur Úlfhildi S.
Úlfarsdóttur. Synir þeirra eru Úlf-
ar Ilildingur og Steinar Ágúst.
fyrst og fremst umhugað um velferð
sinna nánustu.
Eftirfarandi Ijóðlínur endurspegla
vel þær minningar og tilfinningar
sem bærast innra með mér þegar ég
hugsa til okkar síðustu stunda:
Kveðja þín var klökkva-hlý.
Kvíði’ ég harmi’ og trega.
Höldumst enn þá hendur í
hlýtt og innilega.
Gegn um tárin geisli skín,
gleðioghuggunvekur.
Göfug andans áhrif þín
enginnfrámértekur.
(Guðfinna Þorsteinsdóttir.)
Fráfall ástvinar skapar sáran
söknuð og tómarúm í sálinni. Þann
tíma sem við fáum notið samvista við
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
^ v sólarhringinn.
%
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Kveikt verður á jólaljósum í tiiufunes- og:
Fossvogfskirkjugrarði í upphufi advenlu.
sunnudagrinn 3. desember kl. IV.OO.
tjiplýNÍngar varðandi lýningru i <íiif'iiii«*s-
kirkjugarði er hægt að fá hjá ltaf jtjóniintn■■ ni
Lijós i sima 535 1055 og 698 4423. IJpplýsing-
ar varðandi lýsingu í Fossvogrskirkjugrarði lijá
raflý.singai'lt jóiiiistu Fossvogrskirkjugarðs i
sima H«il» 1608.
JÓLALJÓS
Anna átti son fyrir, Úlfar Her-
mannsson, starfsmann Islenskra
aðalverktaka, kvæntur Sigrúnu
Eyjólfsdóttur. Sonur þeirra er Ey-
þór Ámi. Börn Úlfars af fyrra
hjónabandi em Helga Sigríður og
Olöf Marín. Helga Sigríður er gift
Helga Kárasyni. Þeirra böm era
Anton Öm og Hilmir Orri. Böm
Ólafar Marínar em Halldóra Birta
og Egili Gauti.
Jón Ágúst nam rafvirkjun við
Iðnskólann í Reykjavík og lauk
sveinsprófi 1947. Meistari hans var
Guðmundur Þorsteinsson. Hann
Iauk prófi frá rafmagnsdeild Vél-
skóla íslands 1951 og fékk meist-
arabréf í rafvirkjun sama ár. Leyfi
fyrir lágspennuvirkjun hlaut hann
1951 og háspennuvirkjun 1959.
Hann starfaði við rafvirlqun hjá
Júhusi Bjömssyni, Lúðvfld
Guðmundssyni og Magnúsi Hann-
essyni í Volta. Iljá Sogsvirkjun sem
verkstjóri frá 1952-54. Sjálfstætt
frá 1954-57. Var rafvirki hjá Elli-
heimilinu Grund 1957-62. Árið
1962 hóf hann störf hjá heildversl-
un Ásbjamar Ólafssonar hf. og
starfaði þar 132 ár.
Útför Jóns Ágústs fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ástvini okkar tökum við oft sem
sjálfsagðan hlut og erum ekki nægj-
anlega vel meðvituð um hversu dýr-
mætt það er sem við fáum að njóta.
Þegar dauðinn ber að dyrum minn-
umst við þess með söknuði að hafa
ekki notað tímann betur - að hafa
látið hjá líða að segja það sem við
vildum hafa sagt/gert. Reynsla okk-
ar er þó ekki án ávinnings. Við höf-
um öðlast næmari skilning á hvað
skiptir máli í lífinu og í hverju sönn
lífsgæði er að finna.
Það var sannarlega ekki í eðli föð-
ur míns að hugsa fyrst um eigin hag,
heldur hag annarra. Hann gerði
aldrei miklar kröfur sjálfum sér til
handa. Hann var sérstaklega nægju-
samur og tók því sem að höndum
bar með jafnaðargeði og jákvæðu
hugarfari. Pabbi sýndi væntum-
þykju í verki fremur en að flíka til-
finningum sínum, því hann var frek-
ar dulur maður. Hann kappkostaði
að auðsýna trúfestu og heiðarleika í
öllu því sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Pabbi var sérlega barngóður og
laginn við börn. Börnin hændust að
honum hvar sem hann fór og hann
gaf sér alltaf tíma til þess að sinna
þeim og gleðja þau.
Nú er komið að leiðarlokum. Guð
geymi þig, elsku pabbi minn.
Marteinn Steinar Jónsson.
Okkur systur langar til að minn-
ast afa okkar með fáeinum orðum en
hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sunnudaginn 19. nóvember af illvíg-
um sjúkdómi.
Það var erfitt fyrir litlar mann-
eskjur að segja Gústi afi og þess-
vegna varð úr að við kölluðum hann
Dúski afi þegar við voram litlar
stelpur. Alltaf var til nóg af Prins
pólói í skápnum hjá Dúska afa sem
hann gaukaði oft að okkur og stund-
um fengum við heilan kassa á af-
mælum eða við önnur tækifæri. Eitt
sinn lét hann fylgja með í afmælis-
korti vísu til okkar systra sem hljóð-
ar svona:
Góðar stúlkur þekki ég tvær,
HelgaogÓlöfheitaþær.
Duglegar við nám og störf,
stúlkna slíkra er alltaf þörf.
Þetta þótti okkur skemmtilegt og
afar vænt um og miðinn með vísunni
var geymdur á góðum stað. Við
heimsóttum afa á sjúkrahúsið laug-
ardaginn 18. nóvember og töluðum
um það okkar á milli hvað það ríkti
mikill friður yfir honum afa, honum
virtist líða vel og svaf vært. Morgun-
inn eftir sofnaði hann síðan friðsöm-
um svefni og hvílir sig núna hjá Guði
og englunum. Elsku amma, Mar-
grét, Steinar og fjölskyldur, Guð
geymi ykkur.
Helga, Ólöf og Ijölskyldur.
Trúmennska, greiðvikni og heið-
arleiki er það sem okkur dettur fyrst
í hug þegar við minnumst Jóns
Ágústar. Þetta era þeir mannkostir
sem ekki era öllum gefnir, en af
þeim hafði Jón nóg til að bera. Alveg
sama hvert erindið var, alltaf tók
Jón því jafn ljúfmannlega og leysti
hvers manns vanda.
Jón var rafvh'ki að mennt og hóf
störf hjá Ásbimi Ólafssyni um mitt
ár 1962 við Véla: og Raftækjavöra-
verslunina sem Ásbjöm rak. í upp-
hafi sá Jón um viðgerðir á ýmiskon-
ar raftækjum svo sem sjónvörpum
og ísskápum sem fyrirtækið hafði
umboð fyrir og seldi. Síðar starfaði
Jón í versluninni ásamt Huldu
Gunnarsdóttur, sem nú er nýlega
látin. Eftir að verslunin hætti
rekstri, fékkst Jón við hvaðeina sem
til féll hjá heildversluninni. Hann
var jafnvígur á alla hluti; sölu-
mennsku, lagerstörf og útkeyrslu
svo eitthvað sé nefnt en þekktastur
var hann þó fyrir innheimtuna, en
þar skaraði hann fram úr. Jón var
einkar bóngóður enda einstakt ljúf-
menni og heiðursmaður. Hann átti
vini um allan bæ og allsstaðar þar
sem hann átti erindi var honum vel
tekið.
Jón sá gjarnan um allskonar við-
hald á eignum fyrirtækisins. Við þá
iðju, jafnt á húsþökum sem á stiga-
pöllum, gekk hann oft fram á ystu
nöf í orðsins fyllstu merkingu, en
Jón kenndi aldrei lofthræðslu og
hafa margar sögur spunnist þar um.
Stundum mátti sjá hann við vægast
sagt glæfralegar aðstæður og varð
samstarfsmönnum hans þá oft
bragðið. Það var fátt sem Jón
hræddist og það sem var eðlilegt
fyrir Jóni, þótti okkur hinum oft
hættulegt.
Jón lét af störfum hjá Ásbirni Ól-
afssyni ehf. um mitt árið 1995, og fór
þá að sinna áhugamálum sínum af
meiri kostgæfni.
Jón hafði afar gaman að kveð-
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþ j ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
skap, og setti ósjaldan saman stökur
af ýmsu tilefni. Hann hafði sérstakt
viðhorf til lífsins og var hann vel les-
inn um dulspeki og andleg málefni
ýmisleg. Nú undir það síðasta var
auðséð að Jón óttaðist ekki það sem
beið hans hinumegin, heldur hlakk-
aði hann til að takast á við ný verk-
efni. Hann sagði okkur meira að
segja frá því að ef Ásbjörn væri
búinn að stofna nýtt fyrirtæki á æðri
stöðum, sem hann reyndar gerði ráð
fyrir, færi hann vonandi að vinna hjá
honum aftur!
Jón átti gott heimili sem Anna
kona hans bjó honum. Hann var sér-
stakt snyrtimenni, alltaf vel til fara,
nýstrokinn og fínn, fyrirtæki sínu og
samstarfsmönnum til sóma.
Nú er við kveðjum Jón hinstu
kveðju, er okkur efst í huga þakk-
læti fyrir gott samstarf og vel unnin
störf. Megi góður guð vera Önnu til
huggunar, svo og allri fjölskyldunni.
Samstarfsfólk,
Ásbirni Ólafssyni ehf.
Upp vak!
I húmsins hvolfskál
morgun nýr.
Þeimhnettívarp
er sérhver stjama flýr
Ogsjá!
Úr austri björt og hæðin hönd
um hátum soldáns vað úr geislum snýr.
(Omar Khaýýám.)
Þetta ljóð úr Rúbáiyád kemur í
hugann þegar við nú kveðjum Jón
Ágúst, Gústa eins og við kölluðum
hann. Það era liðin 28 ár síðan við
kynntumst þeim sæmdarhjónum
Gústa og Önnu þegar við hófum bú-
skap í Gyðufelli. Gústi var lágvaxinn
grannur, snaggaralegur, hjálpsamur
maður, vildi alltaf hvers manns
vanda leysa. Lítið dæmi um hversu
Gústi var snöggur að leysa vanda
annarra. Einn íbúinn í stigahúsinu
hafði lokað sig úti og Gústi ekki
seinn á sér, braut sér leið inn í íbúð-
ina en á rangri hæð. Svona var
Gústi, fljótur til en svolítið fljótfær.
Við kveðjum með söknuði þennan
góða mann, það era ekki nema átta
mánuðir síðan Gústi og Anna fluttu
úr Gyðufelli 6 sem hefði sjálfsagt
verið erfitt fyrir Gústa. Hann var
búinn að sjá um fjármálin í Gyðufelli
6 megnið af tímanum með miklum
sóma.
Gústi var mikill karmalögmáls-
maður, hafði mikla ánægju af því að
ræða þessi mál. Hann er því öragg-
lega staddur á góðum stað nú.
Kæra Anna, við vottum þér og
fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam-
úð.
Hjördís, Sigurður og
Ingibjörg, Gyðufelli 6.
Mig langar að kveðja Jón Ágúst
með örfáum orðum því hann verður
mér alltaf minnisstæður frá því að
ég bjó í Gyðufellinu. Þetta voru
skemmtilegir tímar og íbúamir í
stigaganginum sem ein, stór fjöl-
skylda. Jón Agúst gaf sér alltaf góð-
an tíma til að spjalla við okkur börn-
in og maður fann hjartahlýjuna sem
hann bjó yfir og ekki skemmdi fyrir
þegar hann laumaði að manni gamla
góða Prince Pólóinu.
Önnu og fjölskyldu Jóns votta ég
samúð mína
Ragnhildur Sigurðardóttir
(Ranka).
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem íjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.