Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.11.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 49 MINNINGAR ASTHILDUR JÓHANNESDÓTTIR r + Ásthildur Jó- hannesdóttir fæddist í Hafnarfirði 16. febrúar 1942. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 22. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir Guðbjargar Lilju Einarsdóttur, f. 25. aprfl 1912, frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og Jó- hannesar Eiðssonar, f. 31. desember 1912, frá Klungur- brekku á Skógar- strönd, síðar sjómanns í Hafnar- firði. Þau eru bæði látin. Hún átti tvær systur og þijá bræður. Systkini hennar eru: Eiður, f. 14. mars 1932; Jóhann Smári, f. 6. september 1935; Brynhildur, f. 30. aprfl 1937, d. 11. janúar 2000; Marfa, f. 20. september 1940, og Einar Ægir, f. 28. febrúar 1948. Ásthildur missti ung unnusta sinn, Valgeir Geirsson, sem lést af slysförum. Dóttir þeirra er Rebekka, f. 11. ágúst 1960. Maki hennar er Björn Árnason, f. 7. maí 1953. Börn þeirra eru H h H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur Jakobína Elísabet, Baldvin og Valgeir. Ásthildur giftist Baldvini Jóhanns- syni árið 1965. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Mál- fríður, f. 12. ágúst, 1965, maki hennar er Þröstur Auðuns- son, þeirra börn eru Henný, Kári og Harpa. 2) Lilja Björk, f. 22. janúar 1973, maki hennar er Þórir E. Þóris- son, barn þeirra er Svala Birna. Ásthildur giftist Pétri Sigurðssyni sem lést 15. desember 1996. Ásthildur ólst upp í Hafnar- firði og bjó þar alla sína tíð, nú síðustu árin á Laufvangi 1. Hún vann sl. 21 ár á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Þar átti hún góðar stund- ir með samstarfsfólki og heimil- ismönnum. Var þar mikil væntumþykja og hlýja á báða bóga. Utför Ásthildar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Hvemig eigum við að geta sætt okkur við að þú sért far- in frá okkur aðeins 58 ára gömul? Þú áttir eftir að gera svo margt með okkur og bamabömunum þínum og hvemig eigum við að komast af án þín því alltaf var leitað til þín ef eitt- hvað var að, hvort sem einhver var lasinn eða keypt var ný flík þá urðum við að sýna þér fyrst. Elsku mamma, þegar Binna systir þín var veik varst þú þar með opna arma þar til hún lést í janúar síðastliðinn. Missir þinn var mikill loksins þegar hún var flutt í bæinn og þið ætluðuð að hafa það skemmtilegt saman. Þú stóðst líka við hlið systur þinnar, hennar Mæju, sem missti son sinn í júlí síðastliðinn og hafði miklar áhyggjur af henni. Þú hafðir líka áhyggjur af Einari bróður þínum sem kominn er í ör- ugga höfn norður á Dalvík með þinni aðstoð. Við viljum trúa því að þér líði vel, að þú sért ávallt hjá okkur systr- unum og styrkir okkur í þessari miklu sorg og haldir verndarhendi yfír barnabörnunum þínum sem sakna þín sárt. Þau vilja fá ömmu aftur því hún var alltaf til í að grín- ast. Þau eru viss um að það tjúttar engin amma við viskustykki nema þú, mamma mín, og mætir flissandi með asnalega húfu í heita pottinn. Þvi miður fær yngsta barnabamið þitt, hún Svala Birna, ekki að kynn- ast þér, en við verðum duglegar að sýna henni myndir af ömmu og segja henni skemmtilegar sögur af þér. Seinna getum við rifjað upp fallegar og góðar minningar án þess að gráta. Það eru margir sem sakna þín mamma mín, gömlu vinir þínir á Hrafnistu sem stöðugt spurðu um þig þó þú værir ekki búin að vera frá nema í rúma viku. Daginn áður en þú lést sagðist þú ætla að fara drífa þig í vinnuna því þar leið þér svo vel með öllu þessu góða samstarfsfólki og heimilisfólki. Elsku mamma mín hvíldu í friði, við vitum að það tóku margir á móti þér, fólk sem þú sárt saknaðir. Þínar dætur, Rebekka (Bekka), Málfríður (Malla) og Lilja Björk. i «« N N Vertu yfir og allt um kring með eilífðar blessun þinni sitji guðs englar saman í hring sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín bamabörn. Henný, Kári og Harpa. Hún amma er farin frá okkur. Aldrei hélt ég að við myndum kveðja hana svona fljótt. Hún átti að verða gömul og falleg kona og búa á Hrafn- istu sinni. Svo átti ég að koma í heim- sókn til hennar og passa upp á að hún væri vel til fara og með hálsmen í stíl við eyrnalokkana. Amma var svo góð og hjartahlý og hún laðaði það besta fram í fólki, ungum sem öldnum. Hún var alltaf glöð og stutt í brosið og dillandi hláturinn. Hún var ein af mínum bestu vinkonum og við áttum margar skemmtilegar stundir saman yfir kaffibolla í eldhúsinu á Laufvangnum. Þaðan fór maður allt- af með bros á vör því hún amma sá til þess með blöndu af kaffisopa og léttu gríni. Elsku amma. Mig langar svo að hringja í þig og koma í heimsókn. Við sem ætluðum að gera svo mikið sam- an og að sjálfsögðu hafa það alltaf notalegt og skemmtilegt. Við ætluð- um að hafa það svo gott yfir jólin og kannski vinna saman eina og eina vakt. Það verður skrítið að sjá þig ekki á göngunum á Hrafnistu og ég veit að þar á allt fólkið þitt eftir að sakna þín mikið því það var alltaf að spyija um þig og vona að þú kæmir bráðum aftur í vinnuna, en öllum að óvörum kemurðu aldrei aftur. Við mamma, Malla og Lilja stönd- um þétt saman og reynum að standa okkur án þín. En það er okkur mikils virði að finna hvað mörgum þótti vænt um þig með því að sýna okkur hlýhug í orði og verki. Við erum viss- ar um að þú vakir yfir okkur og vemdar okkur. Svo hittumst við aft- ur seinna, elsku amma og þá munt þú taka á móti mér með opinn faðm- inn. En þangað til að því kemur mun ég ylja mér við fallegar minningar. Þín Jakobína (Bína). Drottinn vakir, Drottinn vakir dagaognæturyfirþér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hannþigífaðmisér. Mir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Elsku amma. Ég á eftir að sakna þín. Þinn Valgeir. Okkur langar í fáum orðum að minnast samstarfskonu okkur á Hrafnistu í Hafnarfirði sem lést 22. nóvember sl. Það eru ekki nema rúmar fjórar vikur síðan við áttum skemmtilegar stundir saman í Prag og lífið virtist blasa við Ásthildi. Hún hafði tekið Maríu systur sína með sér í ferðina þar sem hún hafði misst son sinn í haust og gerði hún allt til að létta undir með henni. Alltaf var Ásthildur reiðubúin að rétta öðrum hjálparhönd og reyndist hún Einari bróður sínum stoð og stytta í gegn- um lífið. Hún var nýbúin að fá lítið barnabarn sem hún var svo stolt af. Að sjálfsögðu þurfti að versla svolítið á barnið eins og sannar ömmur gera. Hvem hefði órað fyrir því þá, að svona stutt væri í kallið mikla? En svona er lífið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ásthildur var hvers manns hugljúfi. Alltaf var stutt í brosið, hlýjuna frá henni og kær- leikinn fann maður langar leiðir. Átti starfið á Hrafnistu einstaklega vel við hana en þar vann hún í rúm tuttugu ár. Þar hlúði hún að eldra fólkinu með sérstakri umhyggju sem seint gleymdist. Þar verður hennar sárt saknað. Þær voru ófáar skemmtiferðirnar sem við stelpurn- ar fórum í. I þeim var alltaf gaman. Var Ásthildur þar hrókur alls fagn- aðar. Með þessum fáu orðum vottum við dætrum hennar og fjöldskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Með þessum orðum kveðjum við góða samstarfskonu og vin. Þó ég sé latinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmiogótta. Égersvonærri aðhverteittykkartár snertirmigogkvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Málmfríður, Margrét M., Sæunn, Margrét H., Stella og Hrönn. P E R L A N Sími 562 0200 JLxiiiixxuitxxi; Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA HELGADÓTTIR, Víðihlíð, Grindavt'k, áður til heimilis í Smáratúni 15, Keflavík, andaðist sunnudaginn 26. nóvember sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þóra Helgadóttir, Njáll Skarphéðinsson, Björn Helgason, Þóra Margrét Guðleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁGÚSTA ÞORSTEINSDÓTTIR, Hrísmóum 4, Garðabæ, lést á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, þriðju- daginn 28. nóvember 2000. Jón Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KORT ÓLAFSSON, Haganesi, Fljótum, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði sunnudaginn 26. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 2. desember kl. 11.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Guðlaug Márusdóttir, Jónína Elísabet Jónsdóttir, Þórir Hermannsson, Stefanía Jónsdóttir, Kári Jónsson, Björk Jónsdóttir, Gyða Jónsdóttir, Erla Sjöfn Jónsdóttir, Elsa H. Jónsdóttir, Ari Már Þorkelsson, Ómar Ólafsson, Snorri Evertsson, Kristín Alfreðsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Pétur Stefánsson, Baldvin Einar Einarsson, Björn Einarsson, Ólöf Pálsdóttir, Rannveig Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR ÁGÚST HELGASON, Skólavegi 2, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 2. desember kl. 14.00. Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir, Páll Guðjón Ágústsson, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Helga Guðbjörg Ágústsdóttir, Guðmundur Snædal Jónsson, Hrönn Ágústsdóttir, Sigurður Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegi maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN FANDAL TORFASON, Hvítadal, Dalasýslu, verður jarðsunginn frá Staðarholtskirkju, Saur- bæ, laugardaginn 2. desember kl. 14.00. Elísa Berhelsen, Torfi Sigurjónsson, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. LOKAÐ Skrifstofa Orkustofnunar verður lokuð frá kl. 13.00 fimmtudaginn 30. nóvember vegna útfarar HELGU B. SVEINBJÖRNSDÓTTUR. Orkustofnun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.