Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HELGA
- BERGÞÓRA SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR
+ Helga Bergþóra
Sveinbjörnsddtt-
ir var fædd
Reykjavík hinn 6.
mars 1933. Hún and-
aðist á Landspítal-
anum við Hring-
braut hinn 21.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þór-
unn Bergþórsdóttir,
húsmóðir, f. 8. nóv-
ember 1895, d. 13.
október 1949, og
Sveinbjörn Jónsson,
hæstaréttarlögmað-
ur, f. 5. nóvember 1894, d. 27.
október 1979. Helga átti einn
brdður, Jón Sveinbjörnsson, pró-
fessor.
Helga lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1953, hún stundaði nám
við Handíðaskólann í Reykjavík
og lauk auglýsingateiknaranámi
við Högre Konstfackskolan
(HKS) í Stokkhólmi 1961.
Árið 1977 giftist hún eftirlif-
andi manni sfnum, Birgi Guð-
geirssyni, deildarstjóra við aðal-
banka Búnaðarbanka Islands.
Hann stundaði nám við lækna-
deild Háskóla íslands árin 1949-
1953. Foreldrar
hans voru hjónin
Lára Guðjónsdóttir
húsmóðir, f. 2. júní
1898, d. 17. apríl
1965, og Guðgeir
Jóhannsson, kenn-
ari, f. 16. maí 1886,
d. 24. október 1944.
Helga vann sem
auglýsingateiknari
á teiknistofu þeirra
Atla Más Árnasonar
og Ásgeirs Júlíus-
sonar og hjá
fræðsludeild Sam-
bands íslenskra
samvinnufélaga. Hún rak eigin
auglýsingateiknistofu í Garða-
stræti 40 í nokkur ár og réðst til
Orkustofnunar árið 1976 og stóð
þar fyrir teiknistofu stofnunar-
innar til æviloka. Hún mynd-
skreytti margar bækur og hann-
aði fjölda merkja t.d. merki
Sparisjóðanna, Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, Sam-
vinnubankans og bæjarmerki
Borgarness. Auk þess sá hún um
útlit ársskýrslna ýmissa stofn-
ana og fyrirtækja.
Útför Helgu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Hversu heppin við systkinin erum
að hafa fengið að alast upp með
Helgu og afa. í fyrstu bjuggum við
öll undir sama þaki en síðar fluttu
þau í næsta hús. Fjarlægðin var því
aldrei mikil og samgangur stöðugur.
Hún giftist seinna Birgi en það dró
"■'ekkert úr okkar samneyti.
Helga var mikil kona hvernig sem
á hana var litið. Hún var sviphrein
og lagleg og með falleg blá augu.
Hún var skemmtileg, lífleg og hlát-
urmild, og átti, eins og aðrir í ætt-
inni, auðvelt með að sjá spaugilegar
hliðar á hlutunum, hvort sem hún
átti sjálf í hlut eða við hin. Hún átti
til dæmis sinn fasta hóp sem hún lét
hlaupa apríl ár eftir ár. Hún var afar
listræn og að eigin sögn mjög
smekkleg. Hún var til dæmis
óþreytandi að leiðbeina kvenpen-
ingnum um hvemig dömur ættu að
haga sér. Listrænu hæfileikarnir
nutu sín vel í hennar vinnu og var
hún dugleg að afla sér nýrrar þekk-
ingar. Hún var ekki rög við að fara
út í tölvutæknina og nýtti hún sér
hana á fullu. Hvar sem hún var lað-
aðist fólk að henni. Hún var höfðingi
heim að sækja og fundu það allir
jafnt fólk, flækingskettir sem smá-
fuglar.
Þegar við hugsum til baka kemur
margt upp í hugann. Öll fengum við
að njóta umhyggju og félagsskapar
Helgu. Hún hafði gaman af að ferð-
ast um landið og fengum við oft að
fara með í þær ferðir. Það var farið í
tjaldútilegur, sumarbústaðaferðir og
utanlandsferðir og hefur verið gam-
an að rifja allar þessar ferðir upp.
Hún linnti ekki látum fyrr en hún
hafði fengið okkur með sér í Veiði-
vötn sem var hennar eftirlætisstað-
ur. Ekki fer þó fyrir miklum veiði-
sögum úr þessum ferðum.
Bömin okkar vom fljót að finna
bandamann í Helgu og hún naut
þess að vera með þeim. Alltaf var
hún til í að gabba okkur foreldrana
fyrir bömin og var því misjafnlega
tekið eins og gengur en Helga var
bara Helga og ekkert við því að
gera.
Við nutum góðs af hugmyndaríki
hennar og kunnáttu í sínu fagi og ófá
era verkefnin, ritgerðirnar og kortin
sem hún hefur hjálpað okkur með og
-*Malltaf var þetta gert með glöðu geði.
Helga hefur alltaf verið hluti af okk-
ar lífi, allt sem við gerðum vildi hún
vita af og þótti okkur það vera sjálf-
sagt og gott, hún var hluti af okkur.
Oft og mikið var hlegið þegar
Helga og pabbi vora að rifja upp
gamlar minningar. Það heyrði til
undantekninga ef þau vora sammála
•*um staðreyndir. Bentum við á að það
gæti ekki verið að þau hefðu alist
saman upp.
Verkefni okkar í framtíðinni verð-
ur að rifja upp og segja börnunum
okkar frá því hve rík við vorum að
hafa átt Helgu sem frænku, vin,
sálusorgara og bandamann.
Það er erfitt að sætta sig við að
þurfa að kveðja Helgu svona allt of
snemma. Hún átti svo margt eftir
ógert og við áttum eftir að gera svo
margt með henni. En það er ekki
bara með söknuði sem við kveðjum
nú, heldur fyrst og fremst með
þakklæti í huga, þakklæti fyrir að
hafa kynnst Helgu og tekið þátt í lífi
hennar.
Systkinin í Ártúnsbrekku.
Helga besta frænka okkar er dá-
in.
Við höfum alltaf þekkt Helgu frá
því við fæddumst, hún kom alltaf í
afmælin okkar og við hittum hana
alltaf þegar við komum í Ártúns-
brekku. Við urðum alltaf svo glöð
þegar við sáum jeppann hennar því
þá var hún heima og við gátum
heimsótt hana. Við spiluðum svo oft
við hana Rommí, Svarta Pétur og
Lúdó og Nonni vann alltaf. Hún
gerði allt fyrir okkur, gaf okkur oft
nammi og ís. Hún bjó líka oft til hrís-
kökur fyrir okkur og bakaði besta
brauð sem til var.
Hún sagði okkur margt frá því
hún var lítil og líka frá því mamma
og systkini hennar vora Mtil.
Það var sama hvenær við komum í
heimsókn til hennar, alltaf var hún
jafn kát og hress og glöð að fá okkur,
hvemig sem við létum. Svo var líka
gaman að fá hana í heimsókn og
Hosa á áreiðanlega eftir að sakna
hennar.
Við eigum eftir að sakna hennar
mikið, það verður skrýtið að koma í
heimsókn til ömmu og afa og geta
ekki farið til Helgu.
Við vitum að Bassi og Lísa taka
vel á móti Helgu I himnaríki.
Unnur og Jón.
Elsku Helga okkar.
Teiknarinn í fjölskyldunni og ynd-
ið okkar allra - farin. Við munum
muna allar þær yndislegu stundir
sem við áttum saman. Þegar við vor-
um litlar og komum í heimsókn í Ár-
túnsbrekku gafst þú okkur alltaf
epli, kenndir okkur að spila og svo
má ekki gleyma öllu „namminu
...mmmm...“
í afmælinu hjá Guðrúnu Eddu
varstu svo hress og kát, að maður
hafði ekki minnsta gran um að þetta
yrði seinasta skiptið sem við sæjum
þig. Þú varst svo ánægð þegar við
sögðum þér að gjöfin til Guðrúnar
væri flott. Það var ótrúlegt hvað þú
varst stressuð yfir ágæti gjafarinn-
ar. Við munum muna þig alla tíð og
segja börnunum okkar frá uppá-
haldsfrænkunni okkar. Við söknum
þín.
Guðrún Edda og
Helga Sveinbjörnsdætur.
Á borðinu við sjúkrarúm Helgu
var kort frá litlum frænda hennar. Á
því stóð: „Elsku, elsku Helga. Ég er
glaður af því þú ert svo skemmti-
leg.“ Þessi einlægu orð lýsa í raun
þeim áhrifum sem Helga hafði á þá
sem nutu samvista við hana og við
viljum gera þau að okkar orðum um
leið og við minnumst samstarfskonu
okkar og góðrar vinkonu.
Mestan hluta starfsævi sinnar
vann hún á Orkustofnun þar sem
hún stýrði teiknistofu stofnunarinn-
ar af kunnáttu og röggsemi. Var hún
allt í senn, skemmtileg, fyndin og
glaðvær. Gerði hún óspart grín að
sjálfri sér og öðram á góðlátlegan
hátt og var alltaf í góðu skapi, sama
á hverju gekk. Hún „nennti" ekki að
vera reið og sá skoplega hlið á öllum
málum. Margir samstarfsmenn
hennar gerðu sér erindi inn á skrif-
stofu til hennar einungis til þess að
létta sér lund. Helga var með af-
brigðum vinnusöm og vann oft fram
á kvöld og um helgar ef á þurfti að
halda.
Helga var góður teiknari. Á skóla-
áram sínum í MR teiknaði hún fjöl-
margar myndir af skólafélögunum í
Fánu. Hún myndski-eytti bækur;
teiknaði frímerki og merki fyrir ým-
is fyrirtæki og sveitarfélög. Ofaar
skopmyndir teiknaði hún af sam-
starfsmönnum sínum við ýmis tæki-
færi og átti hún auðvelt með að lýsa
persónu með örfáum pennastrikum.
Helga var ótrúlegur prakkari og
naut sín aldrei betur en þegar hún
gat gert vinum sínum góðlátlegan
grikk og eins gott var að vera var um
sig hinn 1. apríl. Einkum var hún
upp með sér ef henni tókst að láta
Nonna bróður sinn hlaupa apríl.
Þó að Helga ætti ekki börn sjálf
„átti“ hún samt mörg börn. Bróður-
börn hennar í Elliðaárdalnum vora
henni öll mjög nákomin og hún hafði
dálæti á bömum þeirra sem væra
þau hennar eigin barnabörn. Hún
fylgdist vel með börnum samstarfs-
manna sinna og átti þar stóran aðdá-
endahóp. Dýravinur var hún mikill.
Einkum vora það kettir sem áttu
hug hennar. Heimiliskötturinn Bassi
var auðvitað í sérflokki. Og svo vora
það kærastan hans, Lísa hin skott-
lausa, og Skotta Jóns úr næsta húsi,
sem kom í morgunmat til Helgu og
Birgis þegar hún var búin að borða
heima hjá sér. Og ekki má gleyma
flækingnum honum Slora sem fékk
mat í bílskúrnum.
Helga var mikill fagurkeri... og
líka sælkeri. „Já, takk, einn fyrir
Helgu og annan fyrir Bergþóra,"
sagði hún, ef henni var boðið kon-
fekt. Hún var líka óþreytandi við að
„safna“ megranarkúram. Sá nýjasti
var að segja bara: „Nei, takk, nei,
takk, ómögulega" þegar eitthvað
gott var í boði. Henni leist ekkert á
hann og verst var hvað þessir megr-
unarkúrar vora leiðinlegir!!
Helga var óspör á hrósyrði en
stundum gat hún ekki á sér setið ef
henni líkaði ekki, einkum ef hægt
var að setja gagnrýnina í skoplegan
búning. Eitt sinn sagði hún við eina
undirritaðra: „Ég skil ekki hvemig
þú getur gengið með þessa frollu á
höfðinu; Þetta er eins og lifrarpylsu-
iður.“ Eigandinn reyndi af veikum
mætti að halda uppi vörnum fyrir
höfuðfatið, en það átti sér ekki við-
reisnar von. Að lokum endaði það
„lífdaga“ sína í suðuþvotti...Helgu til
óblandinnar ánægju.
Önnur undirritaðra hafði fyrir sið
að koma til Helgu í hvert sinn er hún
lauk við einhverjar hannyrðir, eink-
um bútasaum, sýna henni og vildi að
sjálfsögðu fá hrós og aðdáun. Helga
leit á stykkið og sagði síðan: „Aum-
ingja maðurinn þinn. Ég er viss um
að hann fær ekkert að borða heima
hjá sér. Og svo er ég viss um að þessi
vesalingur þarf að ganga í búta-
saumsnærbuxum“. Þetta þýddi:
„Mikið ertu dugleg, væna mín.“
Oft hringdi Helga og sagði:
„Komdu strax, ég þarf að sýna þér
svolítið.“ Þá var það gjarnan til að fá
álit á veggspjaldi eða bæklingi, sem
hún var að hanna. Og þá var þotið af
stað; ekki til að gagnrýna, heldur til
að læra af henni, því Helga hafði ein-
stakt auga fyrir formi og litum. Hún
hannaði ársskýrslu Orkustofnunar,
sem ætíð hefur vakið athygli fyrir
listrænt yfirbragð.
Skarð það, sem Helga skilur eftir
sig á Orkustofnun er vandfyllt. Við
söknum hennar og munum ávallt
minnast glettinna augna og dillandi
hláturs með gleði og þakklæti.
Við vottum Birgi Guðgeirssyni,
eiginmanni Helgu, einlæga samúð
okkar. Okkur er þakklæti í huga fýr-
ir að fá að taka þátt í von hans og
sorg þennan erfiða tíma, er Helga lá
banaleguna. Við sendum einnig Jóni,
Guðrúnu og allri fjölskyldu þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Elsa, Inga og Ragna.
Við systkinin minnumst Helgu
sem einstakrar frænku og vinkonu.
Við voram svo lánsöm að eiga
frænku eins og Helgu. Börn hænd-
ust að henni vegna sérstakrar barn-
gæsku hennar og skemmtilegri og
betri frænku er vart hægt að hugsa
sér. Hvar sem Helga var skapaðist
létt og gott andrúmsloft. Þessa nut-
um við og börn okkar í ríkum mæli.
Við eigum dýimætar minningar
um heimsóknir okkar til Helgu í Ar-
túnsbrekku, allt frá því að við voram
lítil börn með pabba og mömmu er
hún bjó á æskuheimili sínu ásamt
föður sínum, bróður og fjölskyldu
hans, og á síðari tímum á heimili
hennar og Birgis. Við kölluðum það
gjarnan að fara „inn eftir“ eða „í Ár-
túns.“ Við systkinin urðum þess
mjög áskynja alla tíð að Ártúns-
brekkuheimilið var foreldram okkar
mikils virði, enda stóð það þeim
mjög nærri. Þar átti pabbi sitt annað
heimili á námsáranum hjá foreldrum
Helgu, Sveinbirni móðurbróður sín-
um og Þórunni, á uppvaxtaráram
Helgu og Jóns bróður hennar.
Elsku Helga. I huga okkar munt
þú alltaf skipa stóran sess. Við þökk-
um þér fyrir allar góðu minningam-
ar.
Guð veri með þér.
Kæri Birgir, Jón, Guðrún og fjöl-
skylda. Við vottum ykkur dýpstu
samúð. Minningin lifir um góða
konu.
Þórunn, Þórdís, Gunnar
og Jóhann.
Ofan við rafstöðina í Elliðaárdaln-
um er lítið hverfi. Þar er þorp og þar
þekktust allir. Þar bjó Helga Svein-
björnsdóttir alla ævi. En nú er þessi
nágrannakona mín látin, mjög um
aldur fram. Hennar verður sárt
saknað af mörgum, svo vinsæl og
vinamörg var hún. Enda eðlilegt.
Helga var einstaklega þægileg,
skemmtileg og klár og mikill vinur
vina sinna.
Árið 1973 flutti ég í hús afa míns í
ElUðaárdalnum og þar í næsta húsi
bjó Helga, þá með föður sínum. Milli
okkar var Reiðskarðið, hin forna leið
úr Reykjavík, með áningarstaði í Ár-
bæ og Ártúni. Helga og raunar öll sú
fjölskylda tók okkur nýjum ná-
grönnum opnum örmum og þar
hófst mikilvæg vinátta.
Heimili Helgu og þá ekki síst pall-
urinn utan við húsið varð samkomu-
staður.
Þar var alltaf heitt á könnunni og
ef maður gætti ekki tímans gat
manni dvalist þar ótrúlega lengi, því
tíminn leið hratt hjá Helgu. Þar
sagði hún sögur af því hvað orðið
hefði um kartöflurækt sína, taldi
stundum víst að kartöflurnar hefðu
komið upp í Ástralíu, hinum megin á
hnettinum því ekki hefðu þær komið
upp í sínum garði. Eins taldi hún
ekki alveg vonlaust að þær kæmu
upp á næsta sumri, eða jafnvel þar-
næsta. Á meðan beið manns eigin
matjurtagarður, óuppstunginn. En
það voram ekki bara við, næstu
nágrannarnir, sem vöndum komur
okkar til Helgu, öll börnin í litla raf-
stöðvarhverfinu voru tíðir gestir á
pallinum hjá henni. Þar voru auð-
vitað fyrir böm Guðrúnar og Jóns,
bróður Helgu úr næsta húsi og síðar
barnabörnin þeirra.
Seinna flutti Birgir maður Helgu í
húsið og þá tengdumst við fljótlega
hálfgerðum ættarböndum. Helga og
Birgir tóku kettling frá okkur í fóst-
ur og þar með komst Bassi, eins og
kötturinn var nefndur, í sæluvist
sem líklega eru fá dæmi um þessa
heims. Enda varð hann allra katta
elstur.
Helga fæddist í Elliðaárdalnum
og bjó á sama stað alla ævi ef undan
era skilin námsárin erlendis. Hún
var listræn mjög, og lærði auglýs-
ingateikningu í Svíþjóð, sem ekki
var algengt nám fyrir íslenskar kon-
ur á sínum tíma. Fjölskylda hennar
vann það afrek að rækta upp gróður-
lausan mel í Elliðaárdalnum og
breyta honum í skóg, þar sem m.a.
era hæstu tré sinnar tegundar á
landinu. Helga varð partur af þess-
ari náttúra og um leið mikill nátt-
úraunnandi. Hún var ötul við að
skoða landið sitt, fáfarna staði og
kunni vel á það. Uppraninn í skógar-
lundinum í Elliðaárdal og umhverfið
þar allt varð henni látlaus hvatning
til að skoða sig um annars staðar.
Hún hafði áhuga á öllu; hún var
skynsöm og jákvæð í senn, víðsýn
var hún, frjálslynd og opin í viðhorf-
um. Heimskt er heimaalið barn segir
máltækið. Helga afsannaði það;
heimskona þótt hún byggi á sama
staðnum alla ævi; víðsýn þótt lítið
sjáist nú orðið fyrir trjánum í lund-
inum. Helga varð hluti af sívirkri lif-
andi náttúra dalsins, sem er aftur
hluti af náttúra landsins alls, og
heimsins. Helga er nú gengin, allt of
fljótt.
Hennar verður sárt saknað. Við
Svavar sendum héðan frá Nýja Is-
landi samúðarkveðjur til Birgis,
Jóns og Guðrúnar og þeirra barna.
Þeirra missir er mikill og okkar
allra. Það er daufara en áður yfir
litlu þorpi í skógi í hjartastað
Reykjavíkur. Það sem Helga var
okkur öllum mun hins vegar gefa
okkur á ný líf og birtu.
Blessuð sé minning Helgu Svein-
björnsdóttur.
Guðrún Ágústsdóttir.
Orkustofnun er fjölmennur vinnu-
staður. Þetta er „þekkingaríýrir-
tæki“ svo notað sé tískuorðfæri.
Þekkingin, árangur rannsókna, er
gagnslítil nema henni sé miðlað til
þeirra sem taka eiga ákvarðanir á
grundvelli hennar. Um þetta snýst
víst „upplýsingasamfélagið" svo not-
að sé annað, tískuorðið. Forystu-
menn Orkustofnunar höfðu snemma
þá framsýni að skynja að miðlun
upplýsinganna væri mikilvægt og
vandasamt verk; að ekki mætti
kasta hendinni til frágangs og fram-
setningar á útgefnu efni, kortum og
teikningum og hverju öðra því sem
frá stofnuninni færi. Því vora ráðnir
starfsmenn til að stuðla að vandaðri
uppsetningu og frágangi alls þess
efnis sem stofnunin birti. I því skyni
var komið upp teiknistofu og síðar
ráðinn útgáfustjóri.
Helga B. Sveinbjörnsdóttir stýrði
teiknistofu Orkustofnunar í tæpan
aldarfjórðung. Nú er hún skyndilega
fallin frá, horfin af sínum vettvangi
við tölvu sína og teikniborð. Þar
hafði hún verið miðsvæðis í stofnun-
inni, þangað sem nánast allir starfs-
menn stofnunarinnar áttu erindi. Og
þangað leituðu menn glöðu geði
vegna þess að á móti þeim var tekið
af glaðværð og alúð og enginn fór
þaðan bónleiður til búðar. Oftar en
ekki komu menn á síðustu stundu,
þegar verkefni var á eindaga og enn
skorti myndir, sem Helga yrði að
snurfusa í hvelli. Sjálfur átti ég til að
koma slíkra erinda og biðja um
skyndihjálp; glærasýning sem ég
ætti að halda í útlöndum væri í upp-
námi og flugvélin færi á réttum tíma
eftir nokkrar stundir. Ekkert hagg-
aði ró Helgu eða glaðværð. Hún tók
við verkefninu með bros á vör og
sagði mér að hafa ekki áhyggjur. Og
þá var ekki hikað við að vinna fram á
nótt ef með þurfti og verkinu ávallt
skilað í tæka tíð.
Helga nam á virtum listiðnaðar-
skóla í Stokkhólmi og lauk þaðan
prófi í auglýsingateiknun. Verkefni
hennar á Orkustofnun vora einkum
tæknileg teiknun og útUtshönnun og