Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.11.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR STEINUNN SVALA , INGVADÓTTIR + Steinunn Svala Ingvadóttir fæddist 9. mars 1936. Hún lést 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkur- kirkju 18. nóvember. Elsku amma, með ör- fáum orðum langar okk- ur að minnast þín og alls þess góða sem þú gafst ^okkur. Veikindi þín voru þér þungbær og mjög erfitt fyrir ömmuböm að sætt- ast á að amma, sem alltaf var svo glað- vær og hlý, gæti ekki lengur notið lífs- ins af sömu gleði og fyrr. Það er erfitt að setja sig í spor þess sem ávallt var hrókur alls fagnaðar en getur ekki lengur tjáð sig og hreyft án aðstoðar sökum veikinda. En amma, þú hélst alltaf sömu reisn og baráttuþrek þitt var undravert fram á síðasta dag. Fyrir ömmubörn var ómetanlegt að hafa þig alltaf til staðar þrátt fyrir að búa ekki nálægt. Þú varst viðstödd allar stórar stundir í lífi okkar og varst alltaf stoltust þegar við áttum gleðistundir og á sama hátt sýndir þú samhug og hluttekningu á erfið- um tímum. Síðast í maí lagðir þú á þig ferðalag vestur í Súðavík til að vera viðstödd útskrift Steinunnar frá Mennta- skólanum á ísafirði. Þá var líka gaman að fá þig í heimsókn í Góuholt. Við vitum að þetta ferðalag var þér eins mikils virði og okkur og að af því gat aðeins orðið vegna þraut- seigju ykkar afa. Margar ánægjulegar stundir átt- um við saman sem gott er að minnast. Oft var glatt á hjalla þegar við komum til ömmu og afa í Grindó. Þegar við vorum lítil var gott að fá að kúra á milli hjá ömmu og afa og fá alltaf sama hlýja viðmótið. Þú varst alltaf tilbúin með góðan mat sem þú varst svo lagin við að gera. Þú lagðir þig fram við að láta okkur líða sem best og hafðir unun af því að snúast í kringum okkur og gleðja okkur með gjöfum, stórum og smáum. Þegar við vorum orðin eldri og komum með bömin okkar til að gista í Grindó komstu alltaf og vaktir okkur snemma dags til að fá langömmu- bömin fram til að gefa þeim að borða og leika við þau. Þú varst þeim sama góða araman og okkur. Það sem stendui’ upp úr er gleði þín og glæsileiki. Þú varst alltaf svo falleg og fín og heimili ykkar afa okkur til fyrirmyndar. Þú kenndir okkur margt sem mun reynast okkur gott veganesti í framtíðinni. Elsku amma, þú átt stóran stað í hjarta okkar og með ást þinni gafstu okkur meira en hægt er að lýsa með orðum. Eftir þungbær veikindi ertu nú á góðum stað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofið rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Ingibjörg Sig.) Elsku amma, Guð geymi þig. Takk fyrir allt. Ömmuböm, Sædís, Steinunn og Kristján. HELGIÖRN FREDERIKSEN + Helgi Örn Frederiksen fæddist í Reykjavík 21. janúar 1971. Hann lést 5. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 16. nóvember. Ég man hvað Helgi var góður við okkur krakkana þegar hann var í sveit heima, jafn- vel þótt við værum óþolandi stundum. Okkur Astu fannst til dæmis mjög sniðugt þegar vinnu- mennirnir, Helgi og Siggi, voru í heita pottinum. Þá fórum við upp í svefnherbergi og helltum ísköldu vatni út um gluggann, þannig að það steyptist yfir þá í pottinum. Þeim fannst þetta ekki eins skemmtilegt og okkur, en hafa sjálfsagt hlegið að því eftir á. Það var líka mjög skemmtilegt þegar við „hreyfingin" vorum í pottinum með Helga. Þá var aðalskemmtun- in þegar við krakkarn- ir röðuðum okkur á bakið á honum á með- an hann gerði arm- beygjur í pottinum. Okkur fannst hann svo sterkur þegar við vorum allt upp í fimm á bakinu á honum. Ég veit líka hvenær Gummi bróðir fékk áhuga á mótorhjólum. Helgi var nefnilega eitt sumarið með krossara í sveitinni. Gummi kom skæl- brosandi inn einn dag- inn og hann Ijómaði þegar hann sagðist hafa fengið að sitja fyrir framan Helga á hjólinu. Þetta var eitt skipti af mörgum um sumarið sem Helgi leyfði honum að fara smáhring á hlaðinu, meira þurfti ekki. Helgi var líka alltaf eitthvað að laga eða búa til úti í skemmu. Það var gaman að fylgjast með honum búa til minkagildrur sem hann fór síðan með niður í skurð. Við fórum AT VIIM IM U - AUGLÝSINGAR .4 Austur-Hérað Umhverfissvið Byggingafulltrúi Austur-Hérað er sveitarfélag á austanverðu Fljótsdalshéraði, með liðlega 2.000 íbúa. Tveir þéttbýliskjarnar eru í sveitarfélaginu, Egils- staðir og Hallormsstaður. Austur-Hérað er eitt mesta skógræktar- svæði landsins og hefur að bjóða gott og fagurt umhverfi, góða og fjölbreytta þjónustu á öllum sviðum og góðar samgöngur. Egils- staðir eru helsta miðstöð verslunar og opinberrar þjónustu á Austur- landi. Bærinn er gróðursæll og í örum vexti. Þar er mjög góð íþróttaaðstaða, hitaveita og flugvöllur með daglegum samgöngum við Reykjavík. Byggingafulltrúi er starfsmaður á Umhverfissviði Austur-Héraðs, en þar starfa nú 5 manns, þ.a. einn í hlutastarfi. Austur-Hérað auglýsir hér með starf bygginga- fulltrúa laust til umsóknar. Leitað er að ein- staklingi með arkitektúr-, verkfræði- eða tækni- fræðimenntun sem uppfyllir skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1977. Verkefni byggingafulltrúa eru eins og þau eru skilgreind í lögum og byggingarreglugerð, en auk þess verða honum falin önnur verkefni eftir því sem aðstæður segja til um og eru á hans fagsviði. Starf byggingafulltrúa er laust frá og með 1. febrúar 2001. Laun samkvæmt samkomulagi. Austur-Hérað getur verið til aðstoðar með út- vegun húsnæðis. Frekari upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri í síma 471 1166 eða undirritaður í síma 471 1166 eða 863 3682. Egilsstöðum 27.11. 2000, Þórhallur Pálsson, forst.m. umhverfissviðs. 11 I i 6 i I 111 Starfskraftur í undirfataverslun "“Óskum eftir starfskrafti í heilsdagsstarf. Helgarvinna samkvæmt samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í des- ember. Skrifleg umsókn, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins, merkt: „S — 10381", fyrir úkl. 17.00 þriðjudaginn 5. desmeber. ATVIININUHÚSNÆÐI Sindraskemman í Borgartúni til leigu Frá 1. febrúar nk. verður 3000 fm húsnæði til leigu með lofthæð 5—8 metrar. Allar nánari upplýsingar veita Ársalir fasteignamiðlun, Lágmúla 5, sími 533 4200 e-mail arsalir@arsalir.is Til leigu gott 271 fm iðnaðarhúsnæði á götuhæð með góðum innkeyrsludyrum og góðri aðkomu. Lofthæð 3,70 metrar. Laust strax. Upplýsingar á skrifstofu. Sími 533 4040 Fax 588 8366 Armúla 21 DAN V.S. WnUM, hdl. iögg. fasteignasali. TIL SÖLU Til sölu í Ólafsfirði Til sölu er eignarhluti íslandspósts hf. í húseigninni: Strandgata 2, 625 Ólafsfirði. Eignin skiptist í tvo eignarhluta: 0201 117,5 m2íbúd 0101 203,8 m2 afgreiðsla - skrifstofuhúsnæði Tilboð óskast í eignarhluta, eða í alla eignina í einu lagi. Tilboðum skal skila til: Fasteignir og bifreiðarekstur íslandspósts hf., Stórhöfða 29, 110 Reykjavík, sími 580 1270, fax 580 1279, fyrir 18. desember 2000. Nánari upplýsingar eru gefnar á sama stað. ^^^m~mmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmm Muggur Hin þekkta teikning Guðmundar „Muggs" Thorsteinssonar frá 1916, „Djákninn á Myrká" (Garún, Garún) er til sölu (í einkasölu), ef viðunandi tilboð fæst. Upplýsingar í síma 552 1030, Oddur. TILBOÐ/ÚTBOÐ LANDS SÍMINN Útboð Landssími íslands hf. óskar eftirtilboðum í pappír í símaskrá fyrir árið 2001. Helstu stærðir eru: Supercalendered Mechanical (SC) pappír, 700 tonn. Annar pappír, 21 tonn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Fjármála- sviðs Landssímans við Austurvöll frá og með mánudeginum 4. desember2000 milli kl. 9.00 og 15.30. Landssími íslands hf. .. ...r.. . . ... . . . FELAGSSTARF Jóla- og aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Laugarnes- hverfi verður haldinn á Hótel Esiu í kvöld 30. nóvember kl. 18.30. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf. • Hið rómaða jólahlaðborð Hótel Esju. • Gestur fundarins verður Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.