Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 30.11.2000, Síða 56
56 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN I ríki Stóra bróður <5? AÐ undanförnu hefur það verið afþreying mín, sem þetta skrifar, að hlusta á prýðilegan lestur á hljóðsnældum frá Blindrabókasafninu á nær hálfrar aldar gamalli skáldsögu, 1984 eftir George Orwell. Fyrir þá, sem ekki þekkja til, er þetta ýkju- saga um alræðisríkið eins og höfundurinn sér það geta þróast frá háttum Sovétríkjanna '•éins og þau voru á þeim tíma, sem sagan var skrifuð. Sagan var þess vegna látin gerast í framtíðinni, 1984. Sagan er baneitruð ádeila, sem leiðir fram skýra röksemdafærslu fyrir því, hvemig það er meginmark- mið yfirstéttar alræðisríkisins að halda völdum með þeim ráðum, sem duga, en láta það ekki henda sig, sem svo oft hefur gerst í sögunni, að yfir- stétt hefur orðið að láta völd sín af hendi. í sögunni em öll meðöl leyfifeg til að tryggja þetta markmið og þeim beitt án miskunnar. I ríki Stóra bróður er traust og þaulhugsað skipulag á öflum hlutum. -»•‘Friðarráðuneytið sér um eilífan hem- að á jöðmm ríkisins tif að tryggja því sífelldan óvin og sameina með því lýð- inn. Gnóttarráðuneytið annast það að halda öllum íbúum rfldsins við hung- urmörk til að tryggja, að fólk hugsi helst ekki um neitt annað en það að lifa af. Kærleiksráðuneytið hefur hugsanalögregluna á sínum snærum, handtökur, pyntingar og aflífanir þeirra, sem ekld em lengur æskilegir þegnar ríkisins. Það á við um vinnu- lýðinn, prólana, ef einhver þeirra sýn- jr þar af sér minnsta sjálfstæði eða mótþróa. Það á einnig við um flokks- menn, sem verða blendnir í trúnni. Það er kallað, að menn séu eimaðir, ef þeir hverfa þegjandi og sporlaust ein- hverja nótt. Það er svo verkefni sann- leiksráðuneytisins að annast hver sannleikurinn er á hverjum tíma. Sé maður þannig eimaður, er öllum skýrslum og skrám breytt þannig, að sá maður var aldrei til. Og reynist eitthvað verða eða kjósi flokkurinn að breyta einhverju, sem ekki rímar við liðinn tíma, er öllum blöðum, bókum og skýrslum bóka- og skjalasafna breytt þannig að hinn nýi sannleikur er hinn eini rétti og annar hefur aldrei verið til. Það er m.ö.o. ríkið, sem ákveður, hvað er sannleikur og hvað ekki. Þannig er það orðið ákvörðunarefni flokksins, að lygin sé sannleikur, sem öllum ber að trúa. Þessa tilbúnu skáld- söguveröld er einkar fróðlegt að hugleiða á okkar tímum, ekki hvað síst verkefni sannleiks- ráðuneytisins. SUkt fyr- irbæri er ekki til í okkar samfélagi sem formleg stofnun. En er sann- leiksráðuneyti ekki engu að síður að verki? Hversu margir eru þeir, sem ekki láta uppskátt um skoðanir sínar á ýmsum málum, af því að þeir vita, að það gæti skaðað þá, ef vitneskjan þar um kæmist í hendur sannleiksráðu- neytisins? Yfirleitt fer starfsemi sannleiksráðuneytisins afarhljótt. Það er eins og í sögunni 1984. Menn eru einfaldlega eimaðir. Þannig grun- 1984 Nýlegt dæmi um veldi sannleiksráðuneytisins, segir Jón Signrðsson, er sjónvarpsþáttur Páls Benediktssonar um fískveiðistjórn. ar mig, að búið sé að eima Illuga Jök- ulsson út úr pistlahöfundarstöðu á rás 2 Ríkisútvarpsins. Hann flutti einatt hvassapistla, sem sannleiksráðuneyt- inu voru alls ekki að skapi. Stundum fór hann að vísu aðeins yfir strik, en það er gjaldið, sem greiða verður fyr- ir að fá gagnrýnið og vel ígrundað efni um málefni samfélagsins í útvarpið. En hann hjó beittum penna sínum nærri ráðandi mönnum og því skal hann hjjóta eimingu. Þar með er nærri lagi, að sannleiks- ráðuneytinu hafi tekist endanlega að dauðhreinsa Ríkisútvarpið af öllu því, sem gæti angrað sannleiksráðuneyt- ið. I stað Illuga er kominn vikulegur tuttugu mínútna hálfkæringskjaft- háttur Egils Helgasonar, sem sann- leiksráðuneytinu sýnist greinilega allt í lagi með, af því að enginn tekur minnsta mark á því, jafnvel ekki því, sem þar er sagt bitastætt. Málfar téðs Egils í þessum þáttum er þar á ofan ekki boðlegt í útvarpi. Ég tók mig til á dögunum með teljara í hendi og taldi allar þær merkingarlausu málhækjur og hikorð, sem Egill Helgason lét sér um munn fara í tveimur slíkum tuttugu mínútna viðtölum. Talin voru orð eins og héma, ég meina (talið sem eitt hikorð), sko, þama og fleiri sam- bærileg. A daginn kom, að þessar merkingarlausu uppfyllingai- í mál- fari mannsins vom rösklega 120 í öðr- um þættinum, en vel yfir 150 í hinum. Maður, sem býður útvarpshlustend- um upp á 6-8 slík orð að meðaltali á hverri mínútu, sem hann talar í út- varp, á að venja sig af því. Hlustand- inn saknar gullvægs texta Illuga og kann þeim sem eimar litlar þakkir. Undantekningin frá hinu hljóðláta starfi sannleiksráðuneytisins er þeg- ar framámaður eins og forsætisráð- herra tekur sig til og setur opinber- lega ofan í við fjölmiðla eða segir Hæstarétti fyrir verkum, kennir hon- um lögfræði eða helstu hagfræðing- um landsins hagfræði. Allt hefur þetta gerst og er greinilega í verk- sviði sannleiksráðuneytisins. Svipuð atvik í einkaviðtölum em efalaust óskráð til að forðast upplýsingalög skv. nýfengnum frásögnum ráðherr- ans á fundi sagnfræðinga. Davíð er svo sem ekki einn um það meðal stjómmálamanna að sjá hlutina eins og hann vill að þeir séu. Sannleiks- ráðuneyti er einmitt afamotadrjúgt verkfæri til að koma þeirri sýn til al- mennings og þar með er hún ekki að- eins rétt, heldur hin eina sanna, rétt eins og í ríki Stóra bróður. Nýlegt dæmi um veldi sannleiks- ráðuneytisins er sjónvarpsþáttur Páls Benediktssonar um fiskveiðistjóm og ágæti hennar. Þar sýndi Páll, hversu trúr og dyggur þjónn hann er í þeim störfum, sem hann tekur að sér. LÍÚ kostaði þáttinn og þar var ekki aðeins öllu til skila haldið, sem kostunar- aðilinn gat kosið sér, heldur fór Páll í hvívetna eftir því, sem hann vissi um viðhorf sannleiksráðuneytisins. Fingrafor þess vom á endilöngu verk- inu og vantaði ekkert nema að það væri skráð sem framleiðandi myndar- innar. Þegar þessir þættir Páls em frá getur hann ömgglega gengið að einhverju starfi, sem er sannleiks- ráðuneytinu þóknanlegt. Sagan 1984 eftir George Orwell er að sönnu fáránleg ýkjusaga, en það er enn fáránlegra að hluti hennar skuli vera að gerast í okkar samfélagi núna, um það bil sem 21. öldin er að byija. Höfundur er fv. framkvœm dustjóri. LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemmuvegi 14,200 Kópcvoai. S. 587 0980. Fq» 557 4243 Skólavörðustíg 21 • sítni 551 4050 •Reykjavík SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uáuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Nýjung í öldrun- arþjónustu Á MORGUN, 1. des- ember, verða vígðar ör- yggisíbúðir í Eirarhús- um við Eir, hjúkranar- heimili í Grafarvogi. Öryggisíbúðir þessar era tilraun til að leysa að hluta þann vanda sem steðjar að öldrað- um og sjúkum. Þær tengjast hjúkranar- heimilinu og því geta þeir sem þar búa leitað þangað eftir þjónustu hvemig sem viðrar, auk þess sem auðvelt verður að koma við allri þjónustu við íbúa ör- yggisíbúðanna. Náðst hefur samkomulag milli Heilsu- gæslu Reykjavíkur, Félagsþjónust- unnar í Reykjavík og Eirar, hjúkr- unarheimilis um að Eir veiti á þeirra vegum þá þjónustu sem téðar stofn- anir bjóða upp á. Þetta samkomulag á að tryggja skilvirkari og hag- kvæmari þjónustu en ella væri og hægt verður að ná sambandi við vakthafandi hjúkrunarfræðing allan sólarhringinn. Öryggisíbúðimar verða 37 að tölu og er þeim nær öllum ráðstafað. Ibúar þeirra hafa aðgang að máltíð- um á kostnaðarverði, auk hárgreiðslu, fóta- aðgerða, sjúkraþjálf- unar, félagsstarfs og ýmiss fleira. Þá verður í Eirarhúsum sambýli fyrir minnisskerta. Þetta verður fyrsta sambýlið af þessum toga á íslandi sem frá upphafi er hannað til að sinna þörfum þeirra sem minnissjúkir eru. Um er að ræða hlýlegt og fallegt umhverfi þar sem allir búa í sérher- bergjum en nýta sameiginlega borð- stofu, setustofu og útigarð, svo dæmi séu tekin. Lengi hefur verið ljóst að vandi þeirra sem eldast fer vaxandi. Sú þróun heldur áfram næstu þrjátíu árin og henni verður að mæta á ein- hvem veg. Tíðkast hefur að einblína á eina lausn í senn þar sem í raun þyrfti að huga að fjölþættum lausn- um ef gæta á hagkvæmni fyrir þjóð- félagið og þá einstaklinga sem sér- Sigurður Helgi Guðmundsson Umönnunar- störf í nútíð og framtíð í DAG, fimmtudag- inn 30. nóvember, er haldin ráðstefna sem mun fjalla um verð- mæti umönnunarstarfa fyrir íslenskt samfélag. Á undanförnum áram hefur störfum við um- önnun fjölgað verulega og á þeim enn eftir að fjölga. Mikilvægi þess- ara starfa er ótvírætt og hafa allir hag af því að til þessara starfa veljist fólk sem hefur áhuga og löngun til að sinna slíku starfi. Um- önnunarstörf nútímans era fjölbreytt og gef- andi og hægt er að velja sér starfsvettvang við ólíkar aðstæður. I starfi eins og heimaþjónustu Aldraðir Heimaþj ónustustarfs- menn, segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, eru að vinna merkilegt og afar mikilvægt starf. veita starfsmenn öldraðum og fötl- uðum tækifæri á að búa heima leng- ur en ella hefði verið hægt. Sú stefna að aldraðir og fatlaðir búi sem lengst heima kallar á góða og sveigjanlega þjónustu. Margii- aldraðir eru mjög einmana og því af- ar þakklátir og glaðir þegar heima- þjónustan kemur og oft hef ég heyrt að það sé jafnvel eina innlitið þá vik- una hjá mörgum. Starfið er oft fjölbreytt. Það getur falist í samvera, tiltekt og aðstoð við athafnir daglegs lífs sem geta gert einstaklinginn færan um að sjá um sig sjálfur. Misjafnt er hversu oft í viku þjónustan er veitt en það fer eftir heilsu hvers og eins. Af þessu má sjá að samfélagslega eru þessi störf afar mikilvæg og spara samfé- laginu mikla fjármuni þar sem hvert umönnunar- eða dvalarpláss kostar margfalt meira. Heimaþjónustu- starfsmenn vinna merkilegt og afar mik- ilvægt starf. Starfsmenn sem vinna inni á öldranar- stofnunum öðlast mikla reynslu þar sem um- önnun aldraðra er afar fjölbreytt og jafnframt krefjandi. Það er stór- kostlegt að fá tækifæri til að umgangast aldr- að, lífsreynt fólk sem hefur lífsreynslu liðinn- ar aldar í handraðan- um. Viskan og þekking- in sem þannig færist frá einni kynslóð til annarrar er ómetanleg. En það eiga ekki allir aldraðir því láni að fagna að halda heilsu út æv- ina og þarfnast meiri umönnunar en aðrir. Állar starfsstéttir við hjúkran og umönnun veita því öldraðum lið á mikilvægu æviskeiði. Við í nefndinni sem höfum verið að skoða ímynd öldranarstarfa á undanfömum vik- um höfum átt því láni að fagna að fara á milli öldrunarstofnana að hitta fólk og höfum við séð frábæra starfs- krafta að störfum og marga sem hafa gert þessi störf að sínu ævistarfi. Nú £ sumar hafa laun þess hóps sem er í Eflingu - stéttarfélagi hækkað veralega og eiga stofnanir nú rneiri möguleika á að laða til sín fólk þar sem launakerfið er sveigjan- legra til mats á frammistöðu og hæfni. Þetta er mikilvægur þáttur í því að það frábæra starfsfólk sem vill taka að sér erfið umönnunarstörf ílengist í starfi og að nýir bætist í hópinn. Að sjálfsögðu væri æskilegt að laun væra veralega hærri en þar skortir á vilja ríkisvaldsins eins og svo oft áður. Mannauður í umönnun- arstörfum er afar mikilvægur samfé- lagslega og er það víst að þeir öldr- uðu kunna vel að meta frábæra umönnun starfsmanna á hjúkranar- og dvalarheimilum sama í hvaða starfsstétt þeir era. Höfundur er 1. varaformaður Eflingar - stéttarfélags og á sæti í nefnd uni únynd ellinnar og þess að starfa með öldruðum á vegurn heilbrigðisráðuneytisins. Þórunn H. S veinbjörnsdóttir Aldraðir Öryggisíbúðir þessar eru tilraun, segir Sig- urður Helgi Guðmunds- son, til að leysa að hluta þann vanda sem steðjar að öldruðum og sjúkum. staklega þurfa á aðstoð að halda. Eirarhús era innlegg í þá þjónustu. En betur má ef duga skal. Aldr- aðir verða sjálfir að koma að því að leita lausna sem þeim hentar og þeir þurfa að gera það meðan tími er til. Margt má læra af þjóðum Evrópu og Ameríku, en lausnir verða að falla að íslensku þjóðfélagi og taka mið af vilja þeirra sem senn horfa til sólhvarfa í lífinu. Þeir sem að hjúkr- unarheimilunum Skjóli og Eir standa munu framvegis sem hingað til leita leiða til þess að leysa vanda þeirra sem aldraðir eru og bjóða upp á lausnir sem henta fólki á nýrri öld. Höfundur er prestur og forstjóri Skjóls og Eirar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.